Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 31
NEYTENDUR
TILBOÐ
Á LÖNGUM LAUGARDEGI
Litir: Svartir • Stærðir: 41-46
Tegund: 139 0 354
Leðurskór, extra breiðir, m/gúmmísóla
STEINAR WAAGE
DOMUS MEDICA við SnorrobrQut - Reykjovík Sími 5518519
n
inum. Ef ekki er tekið fram á nót-
unni hversu lengi þær gilda þá renna
þær út eftir fjögur ár.“
- Er algengt að verslanir neiti að
taka við innleggsnótum á útsölum?
„Það er eitthvað um það en fyrir
nokkrum árum var það mun algeng-
ara.
Við höfum á hinn bóginn orðið vör
við að sumar verslanir byrja með út-
sölu strax eftir jólin og þá er verið að
láta fólk fá inneignamótur fyrir út-
söluverði varanna. Fæstir eru með
kassakvittanir vegna jólagjafa og
þurfa kannski að sætta sig við að fá
2.500 króna innleggsnótu þótt varan
hafi verið keypt á 5.000 krónur fyrir
jólin.“
30-40% afsláttur algengastur
Mikið að gera á útsölum
VIÐA hófust útsölur í vikunni, flestar verslanir í
Kringlunni eru farnar að lækka verð og í dag er
langur laugardagur á Laugaveginum og þá hyggj-
ast margir verslunareigendur þar byija með útsölu.
Þeir verslunareigendur sem þegar eru byrjaðir
með útsölu segja mikið að gera. Algengt er að af-
sláttur nemi 30-40% og einhver dæmi eru um að
hann fari upp í 60-70%. Það er ekki einungis fatn-
aður sem er á útsölu þessa dagana, ýmis raftæki
eru seld á tilboðsverði, lampar, málning og svo
framvegis.
Sumir hafa brugðið á það ráð að fjölga mátunar-
klefum meðan á útsölu stendur. Hrafnhildur Sig-
urðardóttir, eigandi verslunarinnar hjá Hrafnhildi,
segir að lögð sé áhersla á að þjóna viðskiptavinin-
um á útsölunum og þar eru nú sjö búningsklefar á
meðan útsalan stendur yfir en alla jafna eru þeir
fjórir.
Ragnhildur BoIIadóttir, verslunarstjóri hjá
Dressmann, segir að á útsölunni þar sé veittur 50%
afsláttur af peysum, sportfatnaði, skyrtum og vetr-
arflíkum. Jakkaföt eru seld með 30-40% afslætti.
Þá eru þær buxur sem eru á útsölu seldar á 1.980
krónur.
Útsalan hjá Byggt og búið hófst í vikunni. Guð-
laugur Níelsson, verslunarstjóri þar á bæ, segir að
öll jólavara sé seld með 40% afslætti um þessar
mundir. Þá er 25% afsláttur veittur af ölíuni Ijósum
og lömpum í búðinni. Allar klukkur eru seldar með
20% afslætti svo og málning. Þá er veittur allt að
70% afsláttur af ýmsum gjafavörum en algengt er
að afslátturinn nemi 25-40%.
Misjafnt eftir verslunum hvort skila má útsöluvörum
Ekki tekið á skilarétti í nýju
frumvarpi um kaupalög’
ENGAR reglur eiu til um skilarétt
neytenda á ógallaðri vöru hvort sem
hún er keypt á útsölu eða ekki. Þá
eru heldur engar reglur til um hvort
nota má inneignarnótur á útsölum.
Kaupalögin sem eru frá árinu 1922
eru í endurskoðun og liggur nú fyrir
frumvarp til laga um ný kaupalög.
Þar er ekkert að ftnna um skilarétt
neytenda.
Björk Sigurgísladóttir er lögfræð-
ingur hjá Neytendasamtökunum.
Hún segir að eins og málum sé hátt-
að sé verslunareigendum í sjálfsvald
sett hvort þeir taki við vörum sem
fólk ætlar að skila og hvort þeir end-
urgreiði vöruna eða með hvaða skil-
málum þeh' gefi innleggsnótu. Hún
segir að Neytendasamtökin séu með
til umsagnar nýtt frumvarp um
kaupalög en þar sé ekkert tekið á
skilarétti.
„Ég tel nauðsynlegt að taka þetta
til nákvæmrar skoðunar."
Sesselja Asgeirsdóttir hjá kvört-
unarþjónustu Neytendasamtakanna
segir að víða sé tekið fram að ekki sé
hægt að skila né skipta vörum sem
keyptar eru á útsölu og ef neytendur
vilja skila því sem þeir kaupa þurfa
þeir eiginlega að semja sérstaklega
um slíkt fyrirfram við verslunareig-
andann.
Sesselja segir að sé varan gölluð
og fólk hafi ekki vitað um gallann
fyrirfram þá sé varan í ársábyrgð
samkvæmt kaupalögum.
Inneignarnótur
gilda á útsölum
Þeir sem hafa skilað vörum t.d.
eftir jólin og fengið inneignarnótur
eiga að geta notað þær á útsölu
nema annað sé sérstaklega tekið
fram á nótunni. „Inneignamótur eru
eins og ávísun, fjármunir og auðvitað
eiga þær að gilda sem borgun nema
annað sé sérstaklega tekið fram á
nótunni.
Þegar slík mál hafa komið upp hjá
neytendum höfum við aðstoðað þá
við að fá inneignamótuna samþykkta
sem borgun og yfirleitt hafa verslan-
ir þá fallist á það.“
- Hvað gilda inneignai'nótur
lengi?
„Það er mjög misjafnt eftir versl-
unum. Það er ekki óalgengt að þær
gildi í eitt ár en ég veit þess dæmi að
á nótunni hefur verið sagt að hún
gildi í viku. Það er á hinn bóginn afar
ósanngjarnt gagnvart viðskiptavin-
Skóverslunin
Valmiki
SKÓ- og töskuverslunin Valmiki var
opnuð í Kringlunni fyrir skömmu. í
fréttatilkynningu frá versluninni
kemm' fram að þar fást einungis
skór frá Vestur-Evrópu sem fram-
leiddir eru undir gæðaeftirliti.
í Valmiki em aðallega seldir kven-
skór en einnig karlmanna- og barna-
skór. Þá eru þar einnig fáanlegar
töskur og leðurhanskar.
Eigandi verslunarinnar er Ari
Singh. í febrúar hyggst hann síðan
opna verslun með unglingaskó á
þriðju hæð Kringlunnar.
Útsala
Allar vörur á útsölu
Allt að 60% afsláttur
SILFURBÚÐIN
Kringlunni, sími 568 9066.