Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 31 NEYTENDUR TILBOÐ Á LÖNGUM LAUGARDEGI Litir: Svartir • Stærðir: 41-46 Tegund: 139 0 354 Leðurskór, extra breiðir, m/gúmmísóla STEINAR WAAGE DOMUS MEDICA við SnorrobrQut - Reykjovík Sími 5518519 n inum. Ef ekki er tekið fram á nót- unni hversu lengi þær gilda þá renna þær út eftir fjögur ár.“ - Er algengt að verslanir neiti að taka við innleggsnótum á útsölum? „Það er eitthvað um það en fyrir nokkrum árum var það mun algeng- ara. Við höfum á hinn bóginn orðið vör við að sumar verslanir byrja með út- sölu strax eftir jólin og þá er verið að láta fólk fá inneignamótur fyrir út- söluverði varanna. Fæstir eru með kassakvittanir vegna jólagjafa og þurfa kannski að sætta sig við að fá 2.500 króna innleggsnótu þótt varan hafi verið keypt á 5.000 krónur fyrir jólin.“ 30-40% afsláttur algengastur Mikið að gera á útsölum VIÐA hófust útsölur í vikunni, flestar verslanir í Kringlunni eru farnar að lækka verð og í dag er langur laugardagur á Laugaveginum og þá hyggj- ast margir verslunareigendur þar byija með útsölu. Þeir verslunareigendur sem þegar eru byrjaðir með útsölu segja mikið að gera. Algengt er að af- sláttur nemi 30-40% og einhver dæmi eru um að hann fari upp í 60-70%. Það er ekki einungis fatn- aður sem er á útsölu þessa dagana, ýmis raftæki eru seld á tilboðsverði, lampar, málning og svo framvegis. Sumir hafa brugðið á það ráð að fjölga mátunar- klefum meðan á útsölu stendur. Hrafnhildur Sig- urðardóttir, eigandi verslunarinnar hjá Hrafnhildi, segir að lögð sé áhersla á að þjóna viðskiptavinin- um á útsölunum og þar eru nú sjö búningsklefar á meðan útsalan stendur yfir en alla jafna eru þeir fjórir. Ragnhildur BoIIadóttir, verslunarstjóri hjá Dressmann, segir að á útsölunni þar sé veittur 50% afsláttur af peysum, sportfatnaði, skyrtum og vetr- arflíkum. Jakkaföt eru seld með 30-40% afslætti. Þá eru þær buxur sem eru á útsölu seldar á 1.980 krónur. Útsalan hjá Byggt og búið hófst í vikunni. Guð- laugur Níelsson, verslunarstjóri þar á bæ, segir að öll jólavara sé seld með 40% afslætti um þessar mundir. Þá er 25% afsláttur veittur af ölíuni Ijósum og lömpum í búðinni. Allar klukkur eru seldar með 20% afslætti svo og málning. Þá er veittur allt að 70% afsláttur af ýmsum gjafavörum en algengt er að afslátturinn nemi 25-40%. Misjafnt eftir verslunum hvort skila má útsöluvörum Ekki tekið á skilarétti í nýju frumvarpi um kaupalög’ ENGAR reglur eiu til um skilarétt neytenda á ógallaðri vöru hvort sem hún er keypt á útsölu eða ekki. Þá eru heldur engar reglur til um hvort nota má inneignarnótur á útsölum. Kaupalögin sem eru frá árinu 1922 eru í endurskoðun og liggur nú fyrir frumvarp til laga um ný kaupalög. Þar er ekkert að ftnna um skilarétt neytenda. Björk Sigurgísladóttir er lögfræð- ingur hjá Neytendasamtökunum. Hún segir að eins og málum sé hátt- að sé verslunareigendum í sjálfsvald sett hvort þeir taki við vörum sem fólk ætlar að skila og hvort þeir end- urgreiði vöruna eða með hvaða skil- málum þeh' gefi innleggsnótu. Hún segir að Neytendasamtökin séu með til umsagnar nýtt frumvarp um kaupalög en þar sé ekkert tekið á skilarétti. „Ég tel nauðsynlegt að taka þetta til nákvæmrar skoðunar." Sesselja Asgeirsdóttir hjá kvört- unarþjónustu Neytendasamtakanna segir að víða sé tekið fram að ekki sé hægt að skila né skipta vörum sem keyptar eru á útsölu og ef neytendur vilja skila því sem þeir kaupa þurfa þeir eiginlega að semja sérstaklega um slíkt fyrirfram við verslunareig- andann. Sesselja segir að sé varan gölluð og fólk hafi ekki vitað um gallann fyrirfram þá sé varan í ársábyrgð samkvæmt kaupalögum. Inneignarnótur gilda á útsölum Þeir sem hafa skilað vörum t.d. eftir jólin og fengið inneignarnótur eiga að geta notað þær á útsölu nema annað sé sérstaklega tekið fram á nótunni. „Inneignamótur eru eins og ávísun, fjármunir og auðvitað eiga þær að gilda sem borgun nema annað sé sérstaklega tekið fram á nótunni. Þegar slík mál hafa komið upp hjá neytendum höfum við aðstoðað þá við að fá inneignamótuna samþykkta sem borgun og yfirleitt hafa verslan- ir þá fallist á það.“ - Hvað gilda inneignai'nótur lengi? „Það er mjög misjafnt eftir versl- unum. Það er ekki óalgengt að þær gildi í eitt ár en ég veit þess dæmi að á nótunni hefur verið sagt að hún gildi í viku. Það er á hinn bóginn afar ósanngjarnt gagnvart viðskiptavin- Skóverslunin Valmiki SKÓ- og töskuverslunin Valmiki var opnuð í Kringlunni fyrir skömmu. í fréttatilkynningu frá versluninni kemm' fram að þar fást einungis skór frá Vestur-Evrópu sem fram- leiddir eru undir gæðaeftirliti. í Valmiki em aðallega seldir kven- skór en einnig karlmanna- og barna- skór. Þá eru þar einnig fáanlegar töskur og leðurhanskar. Eigandi verslunarinnar er Ari Singh. í febrúar hyggst hann síðan opna verslun með unglingaskó á þriðju hæð Kringlunnar. Útsala Allar vörur á útsölu Allt að 60% afsláttur SILFURBÚÐIN Kringlunni, sími 568 9066.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.