Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 32

Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 32
32 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ostum þarf að klappa Stundum gerast atvik, sem breyta viðmiðun okkar það sem eftir er. Þegar Sigrún Davíðsdóttir heim- sótti litla ostabúð í París gerðist atvik af því tagi og hún lærði að með- höndla osta. Tapenade og annað ólívumauk STUNDUM komast ákveðnir rétt- ir í tísku. Svo vii-ðist vera með ólívumauk þessa stundina sem ég hef séð skjóta upp kollinum hvað eftir annað á veit- ingahúsum undan- farið ár. Stöðugt verður líka auðveld- ara að nálgast há- Ólívumauk er ljúffengur réttur frá Frakklandi og Ítalíu sem nýtur vinsælda á veit- ingahúsum þessa stundina. Stein- grímur Sigur- 100 g af ansjósum og 100 g af kapers. Þegar búið er að mauka þetta er óllvuolíu blandað saman við þar til að maukið minnir á mjúkt smjör að þykkt. Líkt og ávallt í einfóldum réttum af þessu tagi skiptir öllu máli að hráefn- AÐ er engin ástæða til að fúlsa við útlendum ost- um, sem fluttir eru yfír hafíð og lenda í kæliborð- um, þar sem hægt er að velja stykki við hæfí. En það skyldi bara enginn halda að slíkir ostar, oft- ast verksmiðjufram- leiddir, hafí eitthvað að gera með þær lifandi verur, sem ostar eru, búnir til úr ógerilsneyddri mjólk af handverksmönnum fæddum í osta- gerðinni. Ostaþjóðir eins og Frakkar og ítalir flytja einfaldlega ekki út bestu ostana sína, ekki að- eins af sínku, heldur einnig af því að bestu ostarnir eru svo við- kvæmir að þeir þola ekki flutning- inn. Munur á þessum hand- verksostum og hinum er svona eins og munurinn á glænýjum, ís- lenskum fiski úr fískbúð og svo niðurskornum fiskblokkum í er- lendum kæliborðum. Blokkirnar eru ágætar til síns brúks, þegar ekki er annað að hafa, en við vitum öll að nýr fískur er bara allt annað og betra mál. A sólríkum haustdegi í París upphófst leitin að góðri ostabúð. Auðvitað er hægt að grípa til leið- sögubóka og fá að vita að það eina vitlega fyrir mataráhugamenn sé að gera eins og allir hinir og fara í Barthelmy eða Fauchon. En að sjálfsögðu er miklu skemmtilegra að gera eigin uppgötvanir. Steinsnar frá Rue du Rivoli, ekki langt frá Bastilluóperunni, er úti- markaður fyiár hádegi flesta daga. I götunum við markaðinn eru litlar matarbúðir, þar á meðal ostabúð. Þangað lá leiðin. Flaumósa þvottastand Við erum vön því að allar búðir fylgi ákveðnum grundvallarlög- málum. Það eru stórmarkaðirnir, þar sem hægt er að valsa um og velja að vild. Svo eru það litlu búð- imar, þar sem allt er afgreitt yfír búðarborðið. I París og víðar í Suður-Evrópu er enn ein útgáfan til. Ostabúðin var þessarar gerðar. Hún leit út eins og opinn bílskúr að því leyti að það var engin fram- hlið, heldur bara opið inn í lítið af- drep, þar sem ostarnir stóðu á hálmmottum á hillum eftir búðinni endilangri. A steingólfið var stráð sagi. Loftið var þrungið höfugri ostalykt af ýmsum gerðum. I bakherbergi búðarinnar heyrðist rennandi vatn. Þaðan kom afgreiðslumaðurinn hlaup- andi, roskinn, grannvaxinn maður með þunnt grátt strý er stóð ráð- villt í allar áttir. I fanginu hélt hann á stórum og blautum osthleif, sem hann lagði á eina hilluna, áður en hann hljóp og náði í annan, um leið og hann útskýrði að hann væri alveg að koma. í bakherberginu virtist hann skola hleifana, síðan kom hann með þá fram og klapp- aði þá þurra með skjannahvítum klút, áður en hann lagði þá varlega á sinn stað. Franskur viðskiptavin- ur horfði forviða á aðfarirnar. Að afloknu flaumósa þvottastandinu kom að afgreiðsl- unni. Um leið og ostakaupmaður- inn vó ostinn og pakkaði honum útskýrði hann að það stæði ekki sem best á fyrir sér í dag því kon- an hans, sem alfarið sæi um af- greiðsluna, hefði mjaðmarbrotnað árla dags. Því hefði hann einn allt á sinni könnu, bæði umönnun ost- anna og afgreiðsluna. tírval á æðra plani Að Frakkanum afgreiddum var röðin komin að mér. Eg útskýrði að ostanna ætti að neyta næstu daga eftir að þeir hefðu verið flutt- ir norður á bóginn. „Vonandi geymirðu þá ekki í kæliskáp?“ spurði hann með angist í röddinni. Eg þvertók fyrir það til að særa hann ekki, en hugsaði með mér að ég sviki hann ekki alveg, því auð- vitað færi fyrsti skammturinn beint á borðið úr flugvélinni og kæmi ekki nálægt kæliskápnum. Afgangurinn færi svo í kæliskáp- inn, en yrði tekinn út hálfum sólar- hring áður en hans yrði neytt. Fyrst var borið niður á Camem- bert, auðvitað búnum til úr hrá- mjólk eins og aðrir ostar þessa ostasala. Camembert verksmiðja spýtir út um fímmtíu þúsund ost- gæða ólfvur og ekki geírSSOll Segir lít- in séu fyi-sta flokks. spilla hinir vinsælu ólívubarir í t.d. Heilsuhúsinu fyrir. Ólívur eru til margs nytsamlegar og eitthvað það besta sem hægt er að gera úr þeim er tapenade eða ólívumauk. Tapenade er mauk sem á ættir að rekja til Provence í Suður-Frakklandi og er þar gjarnan boríð fram með brauði fyrir mat ásamt grænmeti. Er tapenade stundum kallað „kaví- ar Provence“. Ólívumauk er einnig vinsælt á Ítalíu og gengur þá t.d. undir nafninu Polpa di Olive. Grundvailarhugmyndin er yfir- leitt sú sama þótt misjafnt sé hverju er blandað saman við ólív- umar. Heitið tapenade kemui' úr mál- lýsku Provenee-héraðs þar sem orðið tapeno merkir kapers. Það þai'f því ekki mikla snillinga til að geta sér til um að kapers sé ómissandi í ekta tapenade ásamt ansjósum og sítrónusafa. Klassísk tapenade-uppskrift er að mauka varlega saman í matvinnsluvél ansjósur (sem búið er að skola saltið af), ólívur (að sjálfsögðu verður að taka steinana úr ólívun- um), hvítlauk (1-2 geira á hver 100 grömm af mauki), kapers og sítrónusafa. Hlutföll eru ekki föst, heldur ráðast af smekk, en ágæt þumalputtaregla er að heildar- magnið af ólívum sé aðeins meira en samanlagt magn af ansjósum og kapers. T.d. 300 g ólívur á móti ið mál að gera slíkt mauk í heimahúsum. Undantekningai-- laust ber að nota vandaða extra- vergine olívuolíu og gjarnan Kalamata- ólívur. Þessai', grísku, möndlulaga óh'vur henta vel í mauk. Aðrar bragðmiklar, svartar ólívur koma einnig til greina. ítalskt ólívumauk er yfirleitt einfaldara: ólívur, hvitlaukur, olía, salt og pipar. Miða má við hlutföll- in 250 g ólívur á móti 1,5 dl af óh'vuolíu. Þetta mauk er síðan hægt að bragðbæta með ýmsu móti eftir smekk. Til dæmis með því að bæta rauðum chili-pipar út í (hreinsa fræin úr fyrst), eða þá furuhnetum eða kryddjurtum. Þá getur það gert gæfumuninn að setja örlitla skvettu af rommi, koníaki eða grappa saman við maukið. Tilbúið mauk má geyma í einhverja daga í ísskáp. Líkt og áður sagði er tilvalið að bera tapenade fram með brauði og grillað brauð (helst milligróft Toscanabrauð) með ólívumauki er lostæti. Óh'vumauk hentar einnig vel með mörgum fiskrétt- um, t.d. steiktum saltfíski og það er hægt að nota sem pizzu-sósu. Einnig er tapenade tilvalið í margar pasta-sósur. Blandið maukinu saman við ítalska tómatasósu eða þá gorgonzola- ost eða annan grænmygluost (200 g af osti á móti 100 g af mauki ásamt ögn af rjóma til að mýkja sósuna, salt og pipar) og kvöldinu er bjargað. Hvaða þarfir uppfylla jólin? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Nú þegar jólin eru að renna sitt skeið í þetta sinn langar mig að spyrja hvaða þýðingu þau hafa fyrir fólk. Hvað fær fólk fyrir allt tilstandið og peningaeyðsluna og er það þess virði? Svar: Ef tekið er mið af mark- aðslögmálum hljóta jólin að vera geysilega mikils virði fyrir fólk. Því fínnst greinilega nauðsynlegt að kosta miklu til þess að njóta þess sem jólin hafa upp á að bjóða. Hin ytri umgerð jólanna, gjafirn- ar, hátíðarmatur, skreytingar, verða þá helsti mælikvai'ðinn á vel heppnuð jól og fyrir marga verður þessi áþreifanlegi þáttur jólanna það sem virðist skipta mestu máli. Auðvitað er það hið besta mál að fólk geri sér glaðan dag og njóti tilbreytingar á þessari mestu hátíð ársins, en þó þykir mörgum, ekki síst prestunum í jólaræðum sínum, ástæða til að minna á hið trúar- lega inntak og tilefni jólanna, sem gæti horfið í skuggann af ofgnótt og ytra tilstandi. En burtséð frá hinu trúarlega gildi jólanna, sem mörgum og kannske flestum er mikils virði, er fólk að leitast við að fullnægja grundvallar sálrænum þörfum, þótt ekki séu allir sér meðvitandi um hverjar þær eru. Það er ekki að ástæðulausu að oft er litið á jól- Sálrænar þarfir in sem hátíð barnanna. Þöif barnsins íyrir ást, öryggi, festu og samheldni innan fjölskyldu sinnar er sterk og aldrei fremur en á jól- um á barnið að fá að njóta þess. En það eru ekki aðeins börnin sem hafa þessar þarfir í ríkum mæli. Hinir fullorðnu hafa þær ekki síð- ur, þótt þær séu ekki jafn sýnileg- ar og í opnum barnshuganum. Þeir endurlifa bernskujólin og muna þá best það sem var þeim einhvers virði, líklega síst gjafirn- ar, en fremur samveru og sam- hygð með foreldrum sínum og systkinum. Jólavenjurnar höfða til þarfa fyrir festu og öryggi. Allt á að vera og gera eins og áður og í sömu röð. Eins og litlum börnum fínnst mest gaman að fá að heyra sömu söguna aftur og aftur, þarf jólahaldið að vera í sömu skorðum og fyrr, helst ekkert má breytast eða víkja frá því sem þau þekkja. Fullorðna fólkið er ekkert síður fastheldið á venjurnar, sem oft eru teknar í arf frá þeirra bernskufjöl- skyldum. Fjölskyldan öll hefur miklar væntingar til jólanna og vill kosta miklu til að þau takist sem best og ekkert fari úrskeiðis. Allir eiga að vera góðir og ánægðir, enginn má vera afskiptur eða út- undan. Gjafimar verða tákn þeirr- ar væntumþykju sem fólk vill sýna hvað öðru og samveran með sam- eiginlegri jólamáltíð er hápunktur jólanna. Því meiri sem vænting- arnar eru til jólanna því stærri verða vonbrigðin ef eitthvað bregður út af. Áfengismisnotkun eða ósætti á aðfangadagskvöld skilur eftir sig stærri sár en á nokkrum öðrum degi ársins. Hin mikla og dýra umgjörð jól- anna hjá þeim sem hafa til þess efni endurspeglar því líklega fyrst og fremst þær miklu væntingar sem fólk hefur til jólanna, fjárfest- ing sem á að skila sér í stóra vinn- ingnum á jólum, ást, hamingju, trausti og öryggi. En það er eins og í happdrættunum, sumir þeir sem kosta minna til geta eins fengið stóra vinninginn, ef inntak jólanna nær til þeirra þrátt fyrir að umgerð þeirra sé ekki eins glæsileg og hjá sumum öðrum. • Lesendur Morgun blnösins getu spurt sálfræðinginn um þnð sem þeim liggur á hjartn. Tekið er á móti spurningum á virkuni döguni milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða smibréfuni merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Enn- freniur símbréf nierkt: Gylfi Ásmunds- son, Fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.