Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 33

Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 33
Dúndurverð Visa- og Euroradsamningar ávisun á stadgreiöslu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 33 um daglega. Á sveitbæ eins og þaðan sem þessir voru ættaðir, er dagsframleiðslan 300 ostar. Síðan eru þeir geymdir í um sex vikur og þeim snúið daglega, áður en þeir eru sendir til ostasala, sem treyst er til að láta þá þroskast rétt. Gráðostar Frakkanna eru veigamikið framlag til matar- menningar heimsins. Roquefort er kannski sá þekktasti. Hinn eini sanni er úr sauðamjólk og kemur frá bænum Roquefort. Fransmenn geta stundum verið ögn háfleygir eins og franski sælkerinn Grimod de la Reyniere, sem sagði að Roquefort ætti maður að snæða á hnjánum. Minna dugir til, en aðrir franskir gráðostar, svo sem „bleu de Bresse“ frá samnefndum stað og „bleu d’Auvergne", frá Auverg- ne, eiga sama skilið. Þessir ostar fylla vitin höfgum ilmi, áferðin er mjúk og bragðið án minnstu remmu. Ostar eins og Pont l’Éveque, Biskupsbnáin eftir samnefndu þorpi í Normandí, og Reblochon eru báðir brie-gerðar, en með gul- og rauðleitri skorpu. Reblochon hefur tilhneigingu til að verða rammur með aldrinum, en ostasal- inn hafði auðvitað fullkomið ein- tak. Osturinn er talinn afsprengi ostamenningar klaustra á miðöld- um og er víða búinn til bæði í Frakklandi og Sviss. Comte er fastur ostur, oft kallaður franska útgáfan af Gruyere hinum sviss- neska, hefur þessa þurru áferð hans og bragðið er í ætt við hnet- ur. Hásæla ostaaðdáenda eru geita- ostarnir og þar komast vart nokkr- ir í námunda við Frakkana. Ch- evre er samnefni fyrir geitaosta og „pur chevre“ er geitaostur búinn til úr geitamjólk eingöngu. Dags- gamall geitaostur er áferðar eins og skyr, oft seldur í körfum, sem mysan er enn að renna úr. Næsta stig er heldur fastara fyrir. Áður fyrr var ostarúllunum velt í ösku til geymslu og það er skýringin á öskuostunum. Hástigið í augum margra eru spörðin, „crottin", litlir ostar, sem hafa verið látnir geym- ast og þoma. Áður fyrr sáust þess- ir ostar helst á geitaostssvæðun- um. Gæðin hafa frést og því er far- ið að búa til meira af þeim, en um leið er orðið erfiðara að fá veru- lega góðan „crottin". Svo era til þroskaðir geitaostar, sem eru bún- ir til á svipaðan hátt og brie. Sýn- ishorn af öllum þessum dásemdum valdi ostasalinn af kostgæfni. Innkaupin tóku alls tæpa klukkustund, því auk þess sem ostasalinn var önnum kafinn við að sinna ostunum, þvo þeim, klappa og snúa, sérpakkaði hann öllum ostunum, sem fest voru kaup á, í hreinan vaxpappír. Næstu dagar heima fyrir liðu í dýrðlegri osta- veislu, sem seint gleymist. Um leið lærðist okkur að greina á milli al- vöru osta, þessara einu sönnu, og svo verksmiðjuútgáfna þeirra. „Hva - ekki skerðu skorpuna af brie eða hvað?“ Bresk matarmenning er alls ekki jafn útúrboruleg og orðstír hennar segir til um. Bretar búa til nokkra mjög góða osta. Fremstur er gráðosturinn Stilton, kallaður eftir þorpi í ostahéraðinu Leicestershire, að ógleymdum Cheddar, einnig frá samnefndu þorpi, og fleiri ófrægari tegundum. Bresk handverksostagerð er í upp- sveiflu. Á ferð um London rakst ég á ostabúð í Soho með þessum líka hlemmihleifum af Stilton. I sæl- kerabúðum fæst Stilton oft í leir- krúsum, sem er fallegur frágang- ur, en ostsins vegna er mun betra að ná sér í flís úr heilum osti. Breski ostasalinn var af öldungis annarri tegund en sá franski. Hér var ekkert um þvotta og klapp, heldur var komið fram við ostana og viðskiptavinina af yfirvegaðri og ögn yfirlætislegri fágun. Af reynslunni vissi ég að Stilton, sem frá náttúrunnar hendi er eins og um 30-40 cm hár sívalningur í laginu, er ekki seldur eins og í kökusneiðum, þó þannig fáist hann oft fjarri sjálfu oststykkinu, heldur sneiddur í láréttar sneiðar af sí- valningnum. Þegar ég bað um tíu sentimetra sneið seildist ostasal- inn í botnstykki af hæfilegri þykkt. Þar sem ég áleit að nokkuð færi til spillis af ostinum, þegar skorpan væri skorinn frá, spurði ég hvort ekki væri hægt að fá miðstykki til að losna við skorpuna. „Hva - ekki skerðu skorpuna af brie eða hvað?“ spurði hann byrst- ur. „Ha, nei,“ svaraði ég skekin. „Nei, það gerir maður nefnilega heldur ekki við Stilton,“ bætti hann við myndugum rómi. „Maður skrapar aðeins utan af honum og borðar svo skorpuna," fræddi hann hinn fávísa Stilton-kaupanda og bætti við að botnstykkið væri best, því skorpan gæfi gott bragð. Og mikið rétt. Þegar heim kom var ráðinu fylgt og osturinn var himneskur. Portvín og hnetur eru hefðbundið meðlæti með Stilton, en sjálf mæli ég heldur með Sautemes, sætu hvítvíni, sem bor- ið er fram svalt og því bæði sætt og frískandi með ostinum, sem auðvitað á ekki að vera kaldur úr kæliskápnum, heldur við stofuhita. Perur og epli eru líka sælgæti með. Eins og sagði í upphafi er engin ástæða til að fúlsa við góðum ost- um, þó þeir séu ekki handverksost- ar á háu plani, en þeir síðamefndu em óneitanlega hin eina og sanna viðmiðun. En hvunndagslegri ost- ar batna mjög ef þeir em látnir standa og ná stofuhita áður en þeir em snæddir. Meðlæti með ostum getur verið heslihnetur, möndlur; sellerístönglar, epli og pemr. I Verónu og nágrenni tíðkast að bjóða upp á sætt eplamauk krydd- að sinnepsdufti með góðum ostum héraðsins og það er meðlæti á há- stigi. Rauðvín hefur löngum þótt hefðbundinn drykkur með ostum, en góður franskur og ekki of sætur eplasíder er einnig alveg fyrirtak með góðum ostum. Og aumustu verksmiðjuostar geta batnað með góðri geymslu og klappi í heima- húsum... Hiá okkureru Leðursófasett, áklæðasófasett, hornsófar, eldhúsborð og stólar o.m.fl. Seljum lítið útlitsgölluð húsgögn með miklum afslætti -------j j- Ármúla 8-108 Reykjavik WSími581-2275 B 568-5375■ Fax568-5275 vO í tilefrri opnunar bjóðum við þér o^ gjeludýrinu þírru að koma í beimsókn á Dýraldeknastofu Da^finns að Skólavörðustíg 35 dagana 9. og ] 0. jan úar frá ] 0.00 - ] 6.00 Við bjá Dagfinni munum veita þér persónule^a þjónustu fyrir gæludýrið þitt. Gestir fá kort sem veitir 20% afslátt af þjónustu Dagfinns út þennan mánuð. Verið velkomin að líta inn í kaffi oe, spjall! TU að forðast árekstra biðjum við katta oe, aðra smádýraeigendur að koma lau^adaginn 9. janúar en bundaeigendur að koma sunnudaginn ] 0. janúar. iM Opnunartími frá oe, með ] ]. janúar. Mánud. - föstud. 9.00 - ] 2.30 og 16.30 - 19.30 Laugardaga 10.30 - 13.00 Vinsamlegast pantið tíma í síma 552 3621 4T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.