Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNINGARHÚS Á L ANDSB Y GGÐINNI RÍKISSTJÓRNIN hefur tilkynnt um nýtt átak í menn- ingarmálum, en ætlunin er að hefja byggingu sérstakra menningarhúsa á landsbyggðinni. Segja má, að skammt sé stórra högga á milli, því fyrr í vikunni tilkynnti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, um byggingu langþráðs tónlistarhúss í Reykjavík í samvinnu við borgaryfírvöld. í menningarhúsunum verður sköpuð nútímaleg aðstaða fyrir fjölbreytt menningarstarf, tónlist, leiklist, listsýningar, svo og verður tekið tillit til þarfa ferðaþjónustu. Aætlun rík- isstjórnarinnar gerir ráð fyrir fimm menningarhúsum, á ísa- fírði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyj- um. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði, þegar áætlunin var kynnt í fyrradag, að til greina kæmi að menningarhús yrðu á fleiri stöðum í framtíðinni. Menntamálaráðherra bjóst við því, að um það bil áratug taki að koma menningarhúsunum upp, en það verður sam- eiginlegt verkefni ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga. Sums staðar þarf að byggja ný hús fyrir starfsemina, en á öðrum stöðum verða væntanlega nýtt hús, sem þegar eru fyrir hendi. Vegna mismunandi aðstæðna í byggðarlögunum er enn óljóst, hver heildarkostnaðurinn við áætlunina verður. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um byggingu tónlistarhúss í höfuðborginni og menningarhúsa á landsbyggðinni lýsir menningarlegum stórhug og er því fagnaðarefni. Menningar- húsin munu vafalaust vinna gegn brottflutningi fólks úr hin- um dreifðu byggðum, enda hafa kannanir sýnt, að aðgengi fólks að menningarstarfsemi er veigamikill þáttur í ákvörð- un þess um búsetu. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er því mikilvæg út frá byggðasjónarmiðum jafnt sem menningar- legum. AGALEYSI í SKÓLUM AGALEYSI í íslenzkum skólum ríður ekki við einteym- ing. Skólastjórnendur standa ráðalausir gagnvart spell- virkjum, sem sprengja flugelda við og jafnvel inni í skólahús- næðinu, svo að nemendum og starfsfólki skólanna er lífs- hætta búin. Hinir seku eru gerðir brottrækir í refsingar- skyni, en það má ekki vegna þess að þá hefur ekki verið gætt „andmælaréttar samkvæmt stjórnsýslulögum“. Slíkt ástand sem þetta er gjörsamlega óviðunandi og eðli- legt að skólastjórnendur telji sér ógerlegt að stjórna skólum landsins við slíkar aðstæður. Sé það svo að formsatriði um andmælarétt komi í veg fyrir að unnt sé að halda uppi aga verður löggjafinn að bregðast skjótt við. Það er ekki vanza- laust að nokkrir baldnir nemendur geti spillt starfí skóla og komið í veg fyrir að nemendur geti stundað nám sitt með eðlilegum hætti. Agaleysi innan skólanna á ekki að líðast og nauðsynlegt að skólastjórnendur og nemendur geti sinnt verkum sínum í friði. ROTTUR OG LÝS RÚMLEGA 400 kvartanir bárust Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hvort ár 1997 og 1998 vegna rottu- gangs í borgarlandinu. Ennfremur stingur lúsafaraldur sér niður í skólum borgarinnar árlega, og virðast heilbrigðisyfir- völd ekki ráða við þessa hvimleiðu óværu. Sérfræðingur borgarinnar í meindýravörnum segir að fjöldi kvartana vegna rottugangs lýsi fremur ástandi skolplagna en rottustofnsins. Rottur eru frá Elliðaám allt vestur á Seltjarnarnes. Dýrin eru í holræsakerfínu og fjölga sér þar, en koma upp á yfirborðið, þegar bilun verður í hol- ræsakerfínu. Töluvert mikið er um lús í grunnskólum borgarinnar og eru dæmi þess að hún hafí fundizt á öðru hverju barni í sama tólf ára bekk. Lús kallar á lyfjameðferð hjá viðkomandi og miklar hreingerningar heima hjá fólki, sem foreldrar verða að vera samtaka um, ef takast á að uppræta ófögnuðinn. Það hlýtur að vera meira en litið að, ef ekki er unnt að uppræta lús og koma í veg fyrir rottugang nú á dögum. Borgaryfirvöld verða að lagfæra holræsi, þar sem rottu- gangur er og heilbrigðisyfirvöld verða að bregðast af festu við lúsafaraldrinum. Þessi hvimleiðu sníkjudýr eiga sér eng- an tilverurétt í nútíma þjóðfélagi. Flugleiðir hætta áætlunarfluffl milli Isla Morgunblaðið/Áslaug Óttarsdóttir HAUSTLITIR í Lúxemborg. Kaflaskil í 50 ára samgö Breyttar markaðsaðstæður valda því að Flugleiðir hætta í dag áætlunarflugi til Lúxemborgar. Jóhannes Tómasson drepur hér á nokkur atriði úr þessum kafla flugsög- unnar en allt að fjórar ferðir voru farnar þangað á dag þegar mest var. SAMSKIPTI íslands og Lúxem- borgar í flugmálum hófust fyrir rúmum 46 árum þegar Loft- leiðir hófu áætlunarflug milli Lúxemborgar og Bandaríkjanna með viðkomu á Islandi. Var það í kjölfar loftferðasamnings landanna. I dag lýk- ur ákveðnum kafla í þessari flugsam- skiptasögu þegar Flugleiðir fara síð- ustu áætlunarferð sína milli Lúxem- borgar og lslands. Segja má að flugið tengi þjóðirnar þó ennþá því hjá fraktflutningaflugfélag- inu Cargolux starfar enn nokkur fjöldi Islendinga, en félagið var stofnað árið 1970. Þá stigu Loftleiðir inn í þotuöld- ina með því að taka í þjónustu sína DC- 8-þotur og urðu að selja CL-44-vélam- ar, „Monsana“. Markaður fyrir þær var lítill sem enginn og mál æxluðust þannig að atvinnulausir flugmenn, sænskur fjármálajöfur, nokkrir Lúx- emborgarar og Loftleiðamenn náðu saman um stofnun félagsins sem leigði og keypti síðar þessar vélar. Samskipti á nýjum sviðum I dag eiga þjóðimar einnig samskipti á nýjum sviðum, svo sem í fjármálum, en íslendingar og íslensk fjármálafyr- irtæki hafa á síðustu misserum tekið sér bólfestu í þessu 400 þúsund manna ríki. Er nú nokkuð á sjötta hundrað ís- lendinga búsett í Lúxemborg og er stærsti hópurinn ennþá tengdur flug- inu. í bókinni Alfreðs saga og Loftleiða kemur fram sú skoðun Aifreðs Elías- sonar, eins af frumkvöðlum Loftleiða og hugmyndasmiðsins að fargjalda- stefnu félagsins, að þakka megi það ekki síst Agnari Kofoed-Hansen flug- málastjóra að teknar voru upp flug- samgöngur við Lúxemborg: „Það var einmitt fyrir persónutengsl Agnars við ráðamenn í Lúxemborg, að það tókst hið gæfuríka samband tveggja smá- þjóða í flugmálum," segir m.a. í bók- inni. Var loftferðasamningur landanna undirritaður haustið 1952. Ástæða þess að Loftleiðamenn horfðu á Lúxemborg á sínum tíma er margþætt. Félagið stóð utan við IATA, Alþjóðasamband áætlunarflugfélaga, ákvað sjálft fargjöld sín og velgdi ýms- um voldugum flugfélögum þannig und- ir uggum. Þau reyndu sum hver að leggja stein í götu Loftleiða og þannig var félaginu gert erfítt fyrir í barátt- unni um flugfarþega milli Ameríku og þeirra áfangastaða í Evrópu sem þau flugu til. I Lúxemborg var hins vegar lítið um að vera í fluginu þrátt fyrir ágætan flugvöll og þar var fagnað því fí-amtaki að hefja þaðan reglulegar ferðir yfír hafið. Loftleiðamenn bentu í auglýsingum sínum á að Lúxemborg væri hlið Bandaríkjanna að Evrópu og að landið væri á krossgötum Evrópu. Hugmynd Loftleiðamanna var að benda á hversu vel Lúxemborg lá við allri Evrópu, það- an mætti halda til allra átta og því upp- lagt að bytja og enda Evrópuferðina þar. Fljótlega fór félagið líka að annast rútuferðir í tengslum við flugferðirnar milli Lúxemborgar og nokkurra borga í Þýskalandi og til Belgíu um tíma. Hefur þessum ferðum verið haldið áfram allt til þessa dags. Ein ferð á viku í fyrstu Fyrsta vél Loftleiða fór til Lúxem- borgar 22. maí 1955 og var farin ein ferð vikulega það sumar og næstu tvö á eftir. Frá hausti 1957 til vors 1959 lá Lúxemborgarflugið niðri en þá kynnti félagið ný og enn lægri fargjöld. Upp frá því varð leiðin milli Lúxemborgar og New York lífæð Loftleiða. Á þessum árum voru aðrir áfangastaðir Loftleiða í Evrópu Stafangur, Osló, Helsinki, Hamborg, Gautaborg, Kaupmanna- höfn, Glasgow, London og Amsterdam. Árið 1959 flaug félagið alls níu ferðir vikulega á sumrin en fímm að vetrinum en 1963 voru þær orðnar tólf á sumri og átta að vetri. Þegar þotuöldin gekk í garð hjá félaginu árið 1970 voru ferð- irnar orðnar 22 á viku og þegar mest var um að vera í Lúxemborg mátti jafnvel sjá fjórar Flugleiðaþotur á vell- inum í einu á annasömum sumardegi. Fyrstu árin var flogið til Lúxem- borgar á DC-4-flugvéIum, „Fjörkun- um“, en árið 1959 taka „Sexumar“ við, DC-6-vélai- sem tóku fleiri farþega og voru nauðsynlegar orðnar til að auka mætti hagkvæmni og bjóða enn lægri fargjöld. Fimm árum síðar koma „Monsarnir" til skjalanna og þoka „Sexurnar" smám saman fyrir þeim á næstu árum. Nafnið var afbökun úr enska heitinu monster, enda þóttu þær nánast eins og skrímsli að stærð. Vél- amar hétu Canadair CL 44, voru líka U. :8S®ÍS§||@%Í;3«t! iv jSjSSs&.'L ■ VIÐ komuna til Lúxemborgar í fyrsta Alfreð Elíasson, síðan Kristján Guðl. Magnússon og Sigurður Helgason, síð stjóri, Kristinn Olsen flugstjóri og In: ÞEGAR mest var um að vera gátu \ einu í Lúxemborg. Þessi mynd er tí réðu rfkjum í Ai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.