Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 39

Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ,nds og Lúxemborgar HÉR má sjá eina af CL-44-flugvélum Loftleiða við gömlu flugstöðvarbygginguna í Lúxemborg. nærn ngusög'u ; ~' 1 fjögurra hreyfla vélar en mun stærri, tóku 160 farþega og 189 eftir að þær áætlunarfluginu í maí 1955. Efst er lugsson, hlið við hlið eim Sigurður 'an Agnar Kofoed-Hansen flugmála- gólfur Jónsson samgönguráðherra. 'erið allt að fjórar Flugleiðaþotur í ‘kin upp úr 1980 þegar „átturnar“ neríkufluginu. voru lengdar. Rak félagið fjórar af lengri gerðinni og eina stutta. Þessar vélar þjónuðu á Lúxemborgarleiðinni og öðrum áfangastöðum Loftleiða allt til 1970 þegar félagið tekur fyrstu tvær DC-8-63-þotumar á kaupleigu. Þær gátu borið 249 farþega og voru notaðar langt fram yfir sameiningu félaganna allt til ársloka 1990 þegar stjóm Flug- leiða hóf endumýjun flugflotans með Boeing 737- og síðar 757-þotum. Hafa 757-200-þotur síðan verið notaðar á þessari leið en þær taka 189 farþega. Breyttar markaðsaðstæður Af hverju er hætt nú? Ástæðumar eru ýmsar rétt eins og þegar flugið hófst fjTÍr hátt í 50 ámm. Markaðurinn beggja vegna Atlantshafsins er breytL ur. Straumurinn um Norður-Atlants- haflð liggm- nú ekki bara til Lúxem- borgar en árin 1980 til 1990 var allt að 93% farþega Flugleiða á þeirri leið. Síð- ustu árin hefur hlutfall farþega um Lúxemborg í Norður-Atlantshafsflutn- ingunum verið um 20%. Ferðimar vom fjórar og fimm á dag þegar mest var en hafa verið fimm í viku nú síðasta miss- erið. Nú era fleiri áfangastaðir komnir tfl og félagið er ekki lengur einungis lággjaldaflugfélag heldur í almennri samkeppni um flugfarþega milli borga í Evrópu og Bandaríkjunum. Segja má að breytingin hafi byrjað fyrir hátt í áratug þegar Flugleiðir ákváðu að miðstöð tengiflugs félagsins yrði í Keflavík en ekki Lúxemborg. Bandaiíkjamenn vilja fara beint til áfangastaða sinna í Evrópu og með góðri tengingu um Keflavík geta Flug- leiðfr nú boðið þeim að fara til Norður- landanna, Bretlands og meginlands Evrópu á tiltölulega fljótlegan og þægi- legan hátt. Lúxemborg er ekki lengur eitt hliðið að Evrópu og því verður að bjóða fleiri áfangastaði og hefur félagið undanfarin ár bætt nokkmm við. Saga Flugleiða og Loftleiða áður var mjög tengd flugsögu Lúxemborgar og víst studdi ríkið félagið þegar erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum og felldi m.a. niður lendingargjöld í Lúxemborg um tíma. Flutningarnir hafa gegnum árin fært Lúxemborgurum aukin viðskipti og atvinnutækifæri þannig að Flugleið- ir hafa verið bæði þiggjendur og gef- endur í þessum efnum. Kaflaskil era framundan í samskipta- sögu Lúxemborgar og Islands. Flug- leiðavél fer í dag síðustu áætlunarferð sína og þurfa menn því framvegis að haga ferðum sínum á annan hátt milli þessara staða. Luxair hefur tilkynnt að það muni hefja áætlunarflug hingað í mars og haida því uppi yfir sumarið. Og víst er að áfram verður hægt að ferðast milli Islands og Lúxemborgar þótt leið- in verði kannski krókóttari en verið hef- ur og fínna verði aðrar flugleiðfr. LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 39 Samkomulag í meirihluta sjávarútvegsnefndar um veiðar smábáta i ■ I ‘á 3 fM| b 1 i r .! Æúk Geta valið milli mis- munandi sóknardaga- kerfa og aflamarks Samkomulag náðist í gær milli fulltrúa stjórnarmeirihlutans 1 sjávarútvegsnefnd AI- þingis og sjávarútvegs- og utanríkisráðherra um breytingartillögur við frumvarp sjávarút- vegsráðherra um stjórn fiskveiða varðandi fiskveiðistjórnun smábáta. VARÐ niðurstaða meirihlut- ans í sjávarútvegsnefnd sú í gær, að í frumvarpinu verði smábátaeigendum gefínn kostur á að velja á milli þeirr- ar leiðar sem fólst í tillögu sjávarút- vegsnefndar, sem kynnt var sl. mið- vikudag og þess kerfis sem Lands- samband smábátaeigenda lagði til og telur sig hafa náð samkomulagi um við sjávarútvegsráðuneytið. Verður niðurstaðan kynnt fulltrúum minni- hlutans á fundi sjávarútvegsnefndar sem hefst kl. 10 í dag. I meginatriðum felst í breytingar- tillögunum að smábátasjómenn í sóknardagakerfinu geti valið á milli þess annars vegar að framlengja veiðikerfi sóknardagabáta í tvö fisk- veiðiár til viðbótar, þar sem hand- færabátar fengju að róa 40 daga á ári en línu- og handfærabátar í 32 daga. Jafnframt yrði sett 30 tonna þorskaflahámark á hvern bát. Sókn- ardagakerfið yrði þannig framlengt til 1. september árið 2000 en að því loknu færu þeir inn í aflahámarks- kerfið. Gert er þó ráð fyrir að þeir sem það vilja geti flust strax yfir í þorskaflahámarkskerfi þar sem mið- að yrði við við aflareynslu. Þetta er sú leið sem fulltrúar Landssambands smábátaeigenda (LS) hafa lagt áherslu á og segjast hafa náð sam- komulagi um við sjávaiútvegsráðu- neytið. Hins vegar stendur smábátaeig- endum svo til boða skv. samkomu- laginu að velja þá leið sem sam- komulag hafði náðst um í sjávarút- vegsnefnd sl. miðvikudag. Sú tillaga felur með sama hætti í sér að þeir sem það vilja geti flust yfir í þorskaflahámarkskerfi en sóknar- dagakerfið verði framlengt í tvö ár og bátunum yrði heimilt að veiða á handfæri í 23 daga á ári, aðeins yfir sumartímann á tímabilinu frá 1. apr- íl til 30. september. Ekkert aflahá- mark yrði sett á veiðarnar. Sóknar- dagar verði bundnir kennitölu smá- bátaeigenda en ekki útgerð eða bát. Þeir yrðu þannig framseljanlegir og smábátaeigendum heimilt að leigja sóknardaga eða selja þá eða kaupa varanlega. Fari afli yfir ákveðin mörk fækki hins vegar sóknardög- unum. Sjávarútvegsnefnd hefur unnið að breytingartillögum við frumvörpin frá því milli jóla og nýárs. Skv. heim- ildum blaðsins kom hins vegar í ljós að Landssamband smábátaeigenda hafði átt í viðræðum við sjávarút- vegsráðuneytið um aðrar breytingar sem áttu að styrkja stöðu smábáta- eigenda. Akveðið var um áramót að Krist- inn H. Gunnarsson, formaður sjávar- útvegsnefndar, og Ámi R. Árnason varaformaður létu gera samanburð á þessum tveimur leiðum, þ.e. annai’s vegar á samkomulagsdrögum ráðu- neytisins og LS og hins vegar á hug- myndum sjávarútvegsnefndar. Voru Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, skipaðir af hálfu ríkisstjómarinnar til að vinna með nefndinni. Síðastliðinn þriðjudag lá svo nið- urstaða úr samanburðinum fyrir og var það mat manna að það hefði lítil áhrif á heildarveiði smábáta hvor leiðin yrði fyrir valinu. í framhaldi af því var svo samþykkt á fundi fulltrúa stjómarflokkanna í sjávarútvegs- nefnd og ráðherra sl. miðvikudag að velja þá leið sem sjávarútvegsnefnd hafði lagt til. Var sú leið þessu næst samþykkt á þingflokksfundum beggja stjórnarfiokkanna síðdegis og jafnframt var niðurstaðan kynnt full- tiúum stjórnarandstöðunnar sem breytingartillögur meirihluta sjávar- útvegsnefndar við frumvarpið. Síðar um kvöldið kom hins vegar í ljós hörð andstaða fulltrúa Landssam- bands smábátaeigenda við þessar breytingatillögur nefndarinnar. Vakti þessi afstaða mikla undrun meðal fulltrúa í sjávarútvegsnefnd. Sjávarútvegsnefnd fundaði stíft allan fimmtudaginn og síðdegis var haldinn þingflokksfundur í Sjálfstæð- isflokknum. Var þar greint frá bréfi sem formaður og framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sendu sjávaiútvegsnefnd sama dag, þar sem þeir lýsa mikilli andstöðu við breytingartillögur nefndarinnar, sem þeir sögðu mun lakari kost en þann sem Landssambandið hefði rætt um við sjávarútvegsráðuneytið. Bréf LS olli straumhvörfum í bréfinu segir að þær hugmyndir sem sjávarútvegsnefnd hafði kynnt gengju í aðalatriðum verulega á skjön við niðurstöður úr viðræðum Landssambandsins við sjávarútvegs- ráðherra. „Við fógnum því að vilji er fyrir hendi til að varðveita sóknar- dagakerfi smábáta. En sóknardaga-. kerfi þar sem ekkert „gólf ‘ er í daga- fjöldanum er óviðunandi. Slíkt kerfi mun einungis hafa í för með sér áframhaldandi óvissu, en af henni hafa félagsmenn LS fengið sig fullsadda. Undirritaðir fullyrða að það muni koma félagsmönnum þeirra betur að fara inn á aflahámarkskerfi en í það sóknardagakerfi sem um getur í tillögum meirihluta sjávarút- vegsnefndar. Rétt er að taka fram að það sem hér er sagt er skoðun sem rekja má til dóms Hæstaréttar um að atvinnuréttindi smábátaeigenda verði ekki varin nema með framselj- anlegum veiðirétti," segir í bréfi for- manns og framkvæmdastjóra LS. Skiptar skoðanir Mjög skiptar skoðanir komu fram á þingflokksfundi sjálfstæðismanna vegna þessarar nýju stöðu. Vildu m.a. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, Ami R. Árnason og Guð- mundur Hallvarðsson, sem eiga sæti í sjávarútvegsnefnd o.fl. falla frá breytingartillögum nefndarinnar sem áður höfðu verið samþykktar, og koma til móts við sjónarmið Landssambands smábátaeigenda en aðrir þingmenn vildu halda sig við tillögumar eins og búið var að af- greiða þær. I þeim hópi voru Einar Oddur Kristjánsson og Vilhjálmur Egilsson, sem báðir eiga sæti í sjáv-, arútvegsnefnd. Til stóð að afgreiða breytingartil- lögur úr sjávamtvegsnefnd á fimmtudagskvöldið en vegna þess ági-einings sem upp var kominn var öllum frekari fundahöldum frestað og leitað var eftir óformlegum leið- um að samkomulag í viðræðum nefndarmanna og ráðherra á fimmtudagskvöldið og í gærdag. Lögðu þar þeir Einar Oddur og Vil- hjálmur Egilsson fram tillögu til samkomulags sem fól í sér að um- ræddar tillögur yrðu báðar settar inn í lögin sem valkostir þannig að smábátaeigendum í sóknardagakerf- inu yrði gefinn kostur á því að velja á milli umræddra tveggja leiða innan ákveðinna tímamarka eftir því sem þeir teldu sér henta best. Náðist fullt samkomulag um þessa niðurstöðu innan meirihluta sjávaiútvegsnefnd- ar og af hálfu ráðherra í gærdag. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.