Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 42

Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ íý 42 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 t Að nýta sér sterka stöðu „Fz'<3 deilum þá auðvitað hluta affullveld- inu með öðrum þjóðum en gerum það til að búa okkur þannig undir breyttan heim. “ FÁTT er óþægilegra en að þurfa að semja um mikilvægt mál og vita að við- semjandinn er miklu öflugri. Best er þá að vera ekki allt of þurfandi, geta haldið fullri reisn og sagt við sjálfan sig ef ekki semst: Eg tala þá bara við einhvem annan eða læt þetta eiga sig. Þetta er kallað að semja í sterkri stöðu. Góðærið hér er staðreynd, þótt ekki njóti allir þess í sama mæli frekar en venjulega. En hvaða ályktanir drögum við svo af því að nú eru það ekki stöðn- un og blankheit sem hrella okk- ur eins og oft áður? I mínum huga er enginn vafi. Eitt af þvi sem við þurfum að gera er að nýta óvenju sterka stöðu okkar VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson og sækja sem fyrst um aðild að Evrópusam- bandinu. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viðræður gætu tekið nokkur ár og eins gott að við grípum tækifærið þegar við þurfum ekki að mæta á staðinn eins og verðandi ómagar, eins og hnípin þjóð í vanda. Leyfist að mála skrattann á vegginn? Við eigum ekki að bíða eftir því að aflabrestur, verð- hrun á áli, kjamorkuslys í Norðurhöfum eða náttúruham- farir geri stöðuna svo veika að við teljum óhjákvæmilegt að fara inn. Það gætu orðið nauða- samningar. Vöflur eru komnar á Norð- menn vegna verðfalls olíu, þá langar nú í skjól. Fulltrúi sam- bandsins á fundum með okkur um fiskveiðimál gæti því eftir nokkur ár orðið ósvikinn, norsk- ur Norðmaður og reynslan hefur nú kennt okkur að við deilum Evrópumeistaratitlinum í stífni og heimtufrekju með frændþjóð- inni. Þetta gæti orðið hrollvekja. Fyrir utan kvótann ætti aðild- arumsókn að verða helsta kosn- ingamálið í vor. Skilyrðin eru okkur enn hagstæð en alls ekki víst að svo verði eftir nokkur ár. Stækkun sambandsins til aust- urs er á dagskrá, þangað beinist nú athyglin. Rætt er hvemig breyta skuli innviðum og regl- um, t.d. um fulltrúa aðildarþjóða í helstu valdastofnunum. Fyrir okkur er auðvitað heppilegast að geta haft einhver áhrif á slíkar breytingar og geta gætt hags- muna okkar í samstarfi við smá- þjóðir sambandsins. Þess vegna þurfum við að komast inn fyrir dymar sem fyrst og hætta að vera laumufar- þegar. Þá hættum við líka að vera eingöngu þiggjendur laga, reglna, fyrirmæla. Já og styrkja. Við deilum þá auðvitað hluta af fullveldinu með öðmm þjóð- um en gemm það til að búa okkur þannig undir breyttan heim. Fullveldi og sjálfstæði eiga ekki að merkja að við lítum á umheiminn sem ógn heldur tækifæri. Fullveldi og sjálfstæði er ekki eitthvað sem við varð- veitum í tómarúmi eða geymum í hillu á Þjóðminjasafninu. Hvorttveggja er lifandi ferli sem þróast í samræmi við tím- ana og þarf næringu. Hana fá- um við meðal annars með sam- skiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að rækta með okkur einhverja bernska drýldni og tortryggni. Fullveldi er háð umhverfi og aðstæðum. Það hefur gildi ef það eflir lifsandann í menningu sem þarf að vera í senn þjóðleg og alþjóðleg og hefur ekki það eitt sér til gildis að vera nota- legt fóndur í skammdeginu á hjara veraldar. Og sé enn til lif- andi, íslensk menning þarf að brýna hana í heilbrigðri sam- keppni við menningu annarra. En hvað með fiskinn, eiga Spánverjar að fá að veiða eins og þá lystir við Island vegna reglna Evrópusambandins ef við fórum inn? Opinbera svarið sem við fáum frá Brussel er og hlýtur að verða að miðin okkar muni falla undir sameiginlega yfirstjóm sambandsins. Emb- ættismenn þar og ráðamenn að- ildarríkjanna mega helst ekki segja annað oprnberlega; nógu erfitt er nú samt að samræma öll sjónarmiðin og fá þjóðimar til að hlíta settum lögum og samþykktum. En sveigjanleik- inn er meiri en hann sýnist. Þegar aðildarviðræður byrja fer af stað undarleg hringekja í hagsmunagæslu þjóðanna sem fyrir em. Hvað gerist þá? Spánveijar heimta strax að- gang að íslenskum fiskimiðum, þeir fá stuðning nokkurra ann- arra þjóða. Allir vitna með helgi- svip í grandvallarsamþykktir sambandsins, tala mn varasamt fordæmi ef Islendingar fái sér- staka lausn. Aðrir, líka Þjóðveij- ar, Danir og fleiri þjóðir sem áreiðaniega munu verða okkur hliðhollar, taka fjálglega undir en minna um leið Miðjarðarhafs- þjóðimar á ýmsar undantekn- ingar sem oft séu gerðar frá reglunum þegar hagsmunir ein- stakra þjóða era miklir. Á göngunum er talað á öðram og hreinskilnislegri nótum og nú er best að vera bjartsýnn spámaður. Spánverjar munu t.d. fallast á að slaka á kröfum sín- um en fá í staðinn loforð um að tekið verði tillit til þeirra í öðra, miklu hagsmunamáli. Þannig gengur þetta koll af kolli og niðurstaðan verður málamiðlun. Hvort hún verður viðunandi fyrir okkur veit eng- inn en oft hafa verið leyst erfið- ari mál í sambandinu. Það eina sem vitum fyrir víst er að við getum látið reyna á eigið hug- rekki og ímyndunarafl ráða- manna í sambandinu. Þess vegna ættum við að leggja inn umsókn strax á þessu ári og taka þátt í evrópska æv- intýrinu. Samstarfið er nefni- lega meira en talnaleikir og markaðshyggja. í fyrsta skipti í sögunni er reynt að byggja með friðsamlegum og siðlegum að- ferðum upp svo náið samband þjóða margra tungumála og ólíkra menningarhefða með það að markmiði að bæta kjör og tryggja frið. Fram til þessa hef- ur ofbeldið alltaf verið aðferðin við slíka sameiningu. Að þessu sinni er það sjálfstæð ákvörðun hverrar þjóðar, hún vegur og metur sjálf hvort henni sé betur borgið með virkri þátttöku en upphafinni einsemd. AÐSENDAR GREINAR Auður og auðlindir Á SÍÐUSTU þrjátíu áram hafa öll umsvif manna í iðnvæddum löndum margfaldast. Álag á auðlindir og umhverfi hefur að ýmsu leyti farið fram úr því sem reikistjarn- an Jörð getur staðið undir. Menn hafa reynt að mæta þessu með ýmsum ráðum. Hefur þar náðst furðu góður árangur þó að enn sé langt í land. Tekist hefur að nokkra marki að laga markaðs- hagkerfi Vesturlanda að nýjum aðstæðum, til dæmis með því að leggja ýmiss konai- gjöld á þá starfsemi okkar og hegðun sem veldur mestum umhverfisspjöllum. Almenningar og ítalan Hagkerfi okkar virtist þó í fyrstu illa í stakk búið til að taka á auð- lindanýtingu og umhverfísmálum. Dæmi um þetta er það sem kallað hefur verið nýting almenninga. Orðið almenningur er þá notað í gamalli merkingu um „sameigin- legt haf- eða landsvæði til fisk- veiða, hvalveiða, rekanytja, veiða og beitar“ eins og segir í skýring- um við Grágás, en í þeirri bók er einmitt að finna merkilegar sér- reglur um slíkt. Beitarréttur í tilteknum haga gat verið almenningur svipað og nú er um afrétti til fjalla. Ef ekkert var að gert gátu menn beitt á af- rétt eins og þeim sýndist. Slíkt gat þó auðvitað leitt til ofbeitar í heild þannig að stundarhagur einstak- lingsins stangaðist á við langtíma- hagsmuni heildarinnar. I Grágás er þetta orðað svo að „afrétt [sé] versnuð svo mjög að fé mundi þá verða feitara ef færra væri í af- rétt“. Þá bragðust forfeður okkar við með svokallaðri ítölu sem fólst í því að hver bóndi um sig mátti að- eins reka tiltekinn fjölda í afrétt- ina. Þetta ítölukerfi er dæmi um að kvótakerfi era allmiklu eldri en margir virðast halda. Takmarkað „beitarþol“ fískimiðanna Á síðari hluta tuttugustu aldar fór að bera á því með síaukinni fiskveiði og sífellt öflugri tækjum að „beitarþol" fiskimiðanna við landið væri takmarkað. Skilningur á þessu vaknaði fyrst gagnvart veiðum útlendinga því að ella hefð- um við ekki þurft að færa út fisk- veiðilögsöguna! En hran síldarstofnsins á sjöunda áratugnum ýtti einnig óþyrmilega við mönnum og þeir sáu með tímanum að reglur eða lög um stjórn fiskveiða væru óhjákvæmileg. Ymis úiTæði voru reynd en fyrstu lögin um kvóta vora sett árið 1983. Þau vora síðan endur- bætt og þróuð með þrennum tímabundn- um lögum á áranum fram til 1988. Árið 1990 vora síðan sett ótímabundin lög. Með þessum ráð- stöfunum tókst á furðu stuttum tíma að ná því meginmarkmiði að ná tökum á heildarveiði þeirra fiskistofna við landið sem þörfnuð- ust verndar, þannig að sjálfbær veiði gæti síðar farið að aukast aft- ur. Þessi árangur var engan veginn Enginn verður minni maður við það, segir Þorsteinn Vilhjálms- son í fyrri grein sinni, að viðurkenna gallana á góðum verkum og sýna vilja til að bæta úr þeim. sjálfgefinn fyrirfram enda kostaði hann miklar þrautir. Mestan heið- ur af honum eiga íslenskir fiski- fræðingar en einnig íslenskir stjómmálamenn og sjávarútvegur- inn í heild. Flestir vildu nú þá Lilju kveðið hafa og fáir bera brigður á nauðsyn þess að takmarka heildar- veiði. I þessari sögu er meðal annars athyglivert að þessi mál urðu ekki veralegt bitbein milli stjómmála- flokkanna. Þannig tók hver sjávar- útvegsráðhemann við merkinu af öðram, úr öllum helstu stjómmála- flokkum landsins á þessum tíma, og bar það fram á við til árangurs sem hefur vakið athygli erlendis. Um leið og það meginmarkmið náðist að koma böndum á heildar- veiði leiddi kerfi framseljanlegrar aflahlutdeildar til ýmiss konar hag- ræðingar í fiskveiðum og fisk- vinnslu. Þegar á heildina er litið er einnig ástæða til að fagna þessu að ýmsu leyti. Þorsteinn Vilhjálmsson OMEGA OMEGA-úrin eru enn í gangi frá síðustu öld Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081. Lengi má gott bæta En mannanna verk, jafnvel þau bestu, era þvi marki brennd að lengi má gott bæta. Enginn verður minni maður við það að viðurkenna gallana á góðum verkum og sýna vilja til að bæta úr þeim. Þetta á ekki síst við um lagasmíð því að gallar á lögum koma oft ekki í ljós fyrr en á þau reynir í framkvæmd. Þannig hygg ég að enginn hafi get- að séð fyrir til fulls gallana á fisk- veiðilöggjöfinni. Á ég þá einkum við það hve mikil pappírsverðmæti urðu til þegar hinar framseljanlegu aflahlutdeildir fóru að ganga kaup- um og sölum. Hér er rétt að staldra við og hugleiða eðli þess sem þarna geng- ur milli manna. Fyrir tuttugu áram voru fyrirtæki í sjávarátvegi eins og hver önnur atvinnufyrirtæki; framleiðslutækin, skip, bátar og veiðarfæri, töldust þeim til eigna rétt eins og vélar í iðnfyrirtæki eða útihús bóndans. Þessar eignir vora mismiklar og sömuleiðis skuldimar á móti, eins og gengur. Ný eign úr engu En svo kom kvótinn. Með einu pennastriki löggjafans breyttist aflareynsla tiltekinna þriggja ára í veiðiheimildir sem reyndust síðan auðseljanlegar á frjálsum markaði fyrir ótrálega mikið fé. Þetta nýja „verðmæti" er í sjálfu sér allsendis óháð verðgildi sjálfra framleiðslu- tækjanna (skipanna) sem koma við sögu. Þama leiddi ákvörðun lög- gjafans í nafni allrar þjóðarinnar til þess að nýjar eignir urðu til í landinu, nýr auður sem féll þó til- tölulega fáum í skaut og án þess að þeir hefðu nokkuð til þess unnið annað en að þörf var á að takmarka heildarafla. Þessi afleiðing, sem var auðvitað ekki yfírlýst markmið, er ljóður á kerfi sem við getum að öðra leyti verið stolt af. Auk þess sem þetta leiðir til gífurlegrar og órökstuddr- ar eignatilfærslu í samfélaginu kemur það óeðlilega niður á ein- stökum greinum fiskveiða. Stórfyr- irtæki í þessum atvinnuvegi skáka í því skjólinu að þau eiga þegar mik- inn kvóta sem þau hafa fengið gef- ins. Þau geta því greitt hátt verð fyrir viðbótarkvóta sem mörg þeirra sækjast eftir. Smáfyrirtæki og smábátaeigendur verða fyrir barðinu á þessu og era ýmist kok- gleypt af þeim stóru eða þurfa að taka þátt í ójöfnum leik tÖ að afla sér veiðiheimilda. Náttúrlegir kostir smábátaút- gerðarinnar, frá sjónarmiði heild- arinnar, fá þannig ekki að njóta sín sem skyldi. Til dæmis kostar fiskur sem dreginn er á línu eða handfæri í grennd við heimahöfn yfirleitt miklu minni orku og mengun en fiskur sem aflað er með orkufrekri togveiði fjarri heimaslóð. Að þessu kem ég nánar í seinni grein minni. En smábátaeigendur ná ekki vopn- um sínum í kerfi þar sem þeir geta aðeins keypt kvóta á okurverði sem rennur til keppinauta þeirra. Möguleikar þeirra yrðu miklu meiri í kerfi þar sem greitt væri fyrir allan kvóta en verð á tonni yrði miklu lægra. Höfundur er prófessor ( eðlisfræði og vísindnsögu við Háskóin íslands. mbl.is Byrjendanámskeið í karate að hefjast. Upplýsingar í síma 551 4003 www.itn.is/thorshamar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.