Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
ISLENSK VATNSORKA
í HNATTRÆNU
SAMHENGI
Inngangur
^ Undanfarna mánuði
hefur staðið allmikil
umræða í fjölmiðlun
um íslenska vatnsorku
og virkjun hennar;
einkum norðan Vatna-
jökuls. Þessi umræða
hefur yfirleitt verið
takmörkuð við Island
eitt; án þess að virkjun
vatnsorku hér á landi
sé sett í neitt sam-
hengi við orkumál um-
heimsins. En hér sem
víðar gildir að enginn
er eyland.
Frá þessu eru þó
undantekningar. Þannig segir
i Borghildur Oskarsdóttir, myndlist-
armaður, í grein sinni „Móðir
Jörð“ í Morgunblaðinu 28. nóv.
1998: „Við hugsum orðið hnattrænt
og allt kemur okkur við hvar sem
er í heiminum." Og Hjörleifur
Guttormsson, alþingismaður, segir
í grein í sama blaði hinn 1. des.
1998 sem nefnist „Island og lofts-
lagsþingið í Buenos Aires“, og
raunar fjallar ekki um vatnsorku
heldur gróðurhúsaáhrif (en þetta
tvennt er ekki óskylt): „Loftslags-
- breytingar af mannavöldum eru
slíkt alvörumál fyrir heimsbyggð-
ina, þar á meðal fyrir íslendinga,
að okkur ber siðferðisleg skylda til
að leggja okkar af mörkum til að
hamla gegn þeim.“ Ennfremur
segir hann um áhrif þessara breyt-
inga: „Golfstraumurinn gæti breytt
verulega ferli sínu frá því sem nú
er og afleiðingin gæti orðið kólnun
á norðurslóðum. Slíkar áhyggjur
voru einnig viðraðar af fræðimönn-
um á þinginu í Buenos Aires. I
þessu er enginn hræðsluáróður
fólginn heldur aðeins bent á að
loftslagsbreytingar varða ekki að-
eins andrúmsloftið heldur einnig
hafstrauma og geta þannig haft allt
* önnur áhrif en halda mætti fljótt á
litið.“ Loks segir Hjörleifur, þar
sem hann ræðir um skyldu Islend-
inga til að bregðast, ásamt öðrum
þjóðum heims, við þessari vá: „Þar
verða minni hagsmunir að víkja
fyrir því sem meira máli skiptir,
byggt á víðtæku og vitrænu mati.“
Þetta eru þarfar áminningar hjá
þeim Borghildi og Hjörleifi. En
einu skyldum við ekki gleyma: Á
sama hátt og okkur kemur allt við
hvar sem er í heiminum, eins og
Borghildur orðar það, þannig kem-
ur öðrum, hvar sem er í heiminum,
einnig allt við sem við gerum - eða
látum ógert - á Islandi.
Orkumál heimsins
í örstuttu máli
Hér er ekki rúm til að rekja
stöðu orkumála í heiminum og
framtíðarhorfur í þeim til neinnar
hlítar. Verður því að nægja að
stikla á nokkrum höfuðdráttum [1]:
Talið er að mannkyninu muni
fjölga úr 5,3 milljörðum manna
1990 í 8,1 milljarð árið 2020, og að
87% af þessari fjölgun muni verða í
núverandi þróunarlöndum.
Sem stendur eiga 2 milljarðar
manna í þróunarlöndunum, um
35% mannkynsins, ekki kost á að
kaupa orku á markaði en verða að
láta sér nægja eldivið til daglegra
þarfa sem sækja verður um sífellt
lengri veg eftir því sem skógar
eyðast, eða þá tað húsdýra sem
betur væri nýtt sem áburður. Eldi-
viðarburður er í þessum löndum
hefðbundið verk kvenna. Skóg-
areyðingin af þessum
völdum er víða alvar-
legt umhverfisvanda-
mál. (Við Islendingar
eyddum líka skógum
okkar meðan við vor-
um fátækir.)
Samanlögð verg
landsframleiðsla allra
landa heims, eða
heimsframleiðslan,
nam um 21,0 billjónum
(milljónum milljóna)
bandaríkjadala
(TUSD) árið 1990,
reiknað á verðlagi árs-
ins 1985; þar af 15
TUSD í iðnríkjunum
A sama hátt og okkur
kemur allt við hvar sem
er í heiminum, segir
Jakob Björnsson,
þannig kemur öðrum,
hvar sem er í heimin-
um, einnig allt við sem
við gerum - eða látum
----------------7------------
ógert - á Islandi.
og 6 í þróunarlöndunum. Búist er
við að árið 2020 nemi heimsfram-
leiðslan 55,7 TUSD, þar af 32,6
TUSD í núverandi iðnríkjum og
23,1 í þróunarlöndunum. Þetta
samsvarar 2,6% meðalhagvexti á
ári í iðnríkjunum, 4,6% í þróunar-
löndunum og 3,3% í heiminum sem
heild.
Heildarnotkun heimsins af orku
nam 370 exajúlum (EJ) 1990, eða
370 milljörðum milljarða júla (J)
[júl er grunneining fyrir orku]. Af
þessum 370 EJ voru 263 notuð í
iðnríkjunum og 107 í þróunarlönd-
unum. Árið 2020 er búist við að
orkunotkun heimsins hafi vaxið í
561 EJ, eða um 52%, 310 EJ í nú-
verandi iðnríkjum og 251 í þróun-
arlöndunum
Séu þessar tölur um orkunotkun
bomar saman við tölumar um
heimsframleiðsluna kemur í ljós að
framleiðslan á hverja orkueiningu,
svonefnd orkuskilvirkni, hefur vax-
ið frá 1990 til 2020 sem hér segir:
f iðnríkjum um 84%
I þróunarlöndum um 65%
í heiminum í heild um 75%
Þessi skilvirkari orkunotkun fel-
ur í sér mjög verulegan orkuspam-
að. Fyrir heiminn í heild táknar
hún að 2020 þarf 43% minni orku á
bak við hverja einingu í vergri
landsframleiðslu en 1990.
Árið 1990 sá eldsneyti úr jörðu
fyrir 77,7% af orkuþörfum heims-
ins. Búist er við að þetta hlutfall
verði 73,3% 2020. Eldsneyti verður
þannig áfram yfirgnæfandi orku-
gjafi næstu áratugi.
Sú losun á koltvísýringi sem
tengist orkunotkun var 1990 og bú-
ist er við að hún verði árið 2020
eins og taflan hér að neðan sýnir, í
milljörðum tonna af koltvísýringi
(Gt C02): Sjátöflu.
Það er þannig búist við því að
heildarlosun í heiminum sem teng-
ist orkunotkun vaxi um rúm 40%.
Aukningin í losuninni er nær tífalt
meiri í þróunarlöndunum en í iðn-
ríkjunum.
Notkun raforku vex hraðar en
orkunotkun í heild. Heildarvinnsla
raforku í heiminum nam 11,6
TWh/a árið 1990, en búist er við að
hún nemi 23 TWh/a 2020, þ.e. hafi
aukist um 98% borið saman við
52% aukningu á orkunotkun í
heild. Af raforkunni var 64,1% unn-
ið úr eldsneyti 1990 en búist er við
að 62,8% verði það árið 2020. Hlut-
deild vatnsorku í raforkuvinnslunni
var 18,2% 1990 og verður væntan-
lega 17,9% 2020. Samanlögð hlut-
deild vatnsorku og jarðhita var
18,5% 1990 og er talin verða
óbreytt 2020.
í erindi átta íslenskra höfunda á
17. þingi Alþjóða orkuráðsins í
Houston í Texas í september 1998
[2] vom leidd rök að því að hækka
mætti þessa samanlögðu hlutdeild
vatnsorku og jarðhita í 34% 2020
með samstilltum aðgerðum um all-
an heim til að nýta óvirkjaða vatns-
orku og jarðhita, og lækka hlut
eldsneytis, einkum kola, samsvar-
andi. Það hefði í för með sér 10%
minni orkutengda heildarlosun
koltvísýrings í heiminum 2020 en
þá sem að ofan er talin. Hún hefði
þá aukist um 26% í stað 40% á ára-
bilinu 1990-2020.
Efnahagslega nýtanleg
vatnsorka í heiminum
Talið er að sú vatnsorka sem
borgar sig að nýta við núverandi
kringumstæður nemi 13.100
TWh/a [2]. Af því var búið að virkja
2.517 TWh/a 1996 [3] og líklegt er
að sú tala verði komin í um 3.000
TWh/a árið 2000. Þess er ekki að
vænta að allar þessar 13.100
TWh/a verði í raun virkjaðar þegar
önnur sjónarmið, einkum umhverf-
issjónarmið, hafa verið tekin með í
reikninginn. I erindi íslensku átt-
menninganna var gert ráð fyrir að
6.500 TWh/a hefðu verið virkjaðar
úr vatnsorku 2020, auk 1.300
TWh/a úr jarðhita.
Mjög misjafnt er eftir löndum
hve stór hluti efnahagslegu vatns-
orkunnar hefur verið virkjaður.
Stöplaritið á 1. mynd sýnir nýting-
una 1996 í löndum með 20 TWh/a
af efnahagslega nýtanlegri vatns-
orku, eða meira.
Stöplaritinu má skipta í þrennt.
I efsta hluta þess eru ríki með nýt-
ingu á 90% efnahagslegrar vatns-
orku sinnar og þar yfir. Þar eru öll
stærstu iðnríki Vestur-Evrópu sem
ráða yfir umtalsverðri vatnsorku,
nema Italía, Bandaríkin og svo
Mexíkó. Sviss og Spánn eru einnig
í þessum hópi. I öðrum hlutanum
eru ríki með nýtingarhlutfall 51 til
71%. Meðal þeirra eru Ítalía, ýmis
fámennari iðnríki Vestur-Evrópu,
Kanada, Japan, Ástralía og Nýja-
Sjáland, eitt iðnríki í Austur-Evr-
ópu og tvö þróunarlönd í Suður-
Ámeríku. Þriðji ríkjahópurinn er
með 35% nýtingu og minna. I þeim
hópi eru þrjú iðnríki, Tyrkland,
Rússland og Island, sem hefur nýtt
minnstan hluta vatnsorku sinnar af
öllum iðnríkjum og minna en fjöl-
mörg þróunarlönd; þar á meðal
Kína.
Gróðurhúsavandinn
Sem kunnugt er hafa menn um
allan heim miklar áhyggjur af
hugsanlegri hitnun andrúmslofts-
ins vegna uppsöfnunar gróður-
húsalofttegunda í andrúmsloftinu,
einkum koltvísýrings. Eins og
Hjörleifur Guttormsson bendir á í
grein þeirri sem minnst var á í
upphafi þessa máls geta afleiðing-
amar hugsanlega einnig náð til
hafstrauma, þar á meðal
Golfstraumsins. Gagnstætt því sem
Jakob
Björnsson
Sviss
Spánn
Frakkland
Bandankin
Þýskaland
Mexíkó
Paraguay
Japan
Portúgal
Ítalía
Austurriki
Nýja Sjáland
Kanada
Noregur
Svíþjóð
Venezúela
Serbía
Ástralía
íran
Brasilía
Tyrkland
Indónesía
Kasakstan
Argentína
Kolombía
Kirgistan
Georgía
Rússland
Kína
Chíle
ÍSLAND
Guatemala
Kosta Ríka
Tajikistan
Bhutan
Bólivía
Nepal
Kamerún
Laos
Gabon
Padua N.G.
Alþ.l. Kongó
írak
Angóla
Madagaskar
Eþíópía
1100
j 99
195
192
91
90
71
170
í 69
67
66
164
164
Hlutfallsleg nýting
efnahagslegrar
vatnsorku 1996
í löndum með
20 TWh/a og þar yfir
1990 2020 Aukning 1990-2020
Gt C02 Gt C02 Gt C02 %
Iðnríki 16,2 17,0 0,8 5,0
Þróunarl. 5,5 13,4 7,9 144,2
Samtals 21,7 30,4 8,7 40,4
á við um súrt regn, sót og fleiri teg-
undir mengunar, sem eru stað- eða
svæðisbundin vandamál, þá er
gróðurhúsavandinn hnattrænn.
Afleiðingar, hvar sem er í heimin-
um, af vaxandi styrk koltvísýrings
eru nákvæmlega hinar sömu hvar
sem hann er losaður út. Andrúms-
loft jarðar gerir engan greinarmun
á iðnríkjum og þróunarlöndum.
Heildarmagn koltvísýrings sem
losnar út í andrúmsloftið er það
eina sem skiptir máli.
Sú 40% aukning í losun koltví-
sýrings vegna vaxandi orkunotkun-
ar í heiminum milli 1990 og 2020
sem áður er minnst á, og stafar að
níu tíundu hlutum frá þróunarlönd-
unum, hlýtur því að vera áhyggju-
efni um allan heim. Hin aukna
orkunotkun þróunarlandanna
stafar annarsvegar af iðnvæðingu
þeirra en hinsvegar af fólksfjölgun-
inni sem áður er minnst á. Iðnvæð-
ingin er óhjákvæmileg ef draga á
úr misvæginu milli ríkra landa og
fátækra í heiminum. Friður helst
ekki til langframa nema dregið sé
úr þessu misvægi. Mistakist að
halda friðinn og brjótist út styrjöld
milli „norðurs" og „suðurs" með
nútíma gereyðingarvopnum yrðu
afleiðingamar fyrir umhverfi
mannsins á jörðinni enn skelfilegri
en vegna hitnunar andrúmslofts-
ins, auk allra hörmunganna fyrir
mannkynið sjálft.
Það þarf því að gera hvort
tveggja í senn: Tryggja iðnvæð-
ingu þróunarlandanna og efna-
hagsframfarir í þeim og halda
gróðurhúsavandanum í skefjum.
Til þess þurfa þróunarlöndin að
iðnvæðast á orkuskilvirkari hátt,
komast af með minni orku á hverja
einingu í vergri landsframleiðslu,
en iðríkin gerðu á sinni tíð. Til þess
þurfa þau tækni og fjármagn frá
iðnríkjunum. En slík tilfærsla á
tækni og fjármagni verður ekki
nema efnahagur iðnríkjanna hald-
ist blómlegur og traustur. Kreppa í
þeim, t.d. vegna dýrrar orku, að
ekki sé talað um orkuskort, er ekki
líkleg til að stuðla að tilfærslu til
þróunarlandanna á tækni og fjár-
magni.
Hér er vandratað einstigi að
þræða. Það þarf að þræða með
gætni og margs er að gæta. Til
dæmis skiptir miklu máli hversu
hratt styrkur koltvísýrings í and-
rúmsloftinu eykst. Því hægari sem
aukningin er því auðveldar á um-
hverfið og mannkynið með að laga
sig að breytingunum. Það skiptir
máli hvort aukningin milli 1990 og
2020 er 26% eða 40%. Margt bend-
ir til þess að ná megi skjótari ár-
angri við að hægja á vextinum með
því að iðnríkin hjálpi þróunarlönd-
unum við iðnvæðingu sína en með
því að þau leggi fyrst og fremst
áherslu á að draga úr losun heima
fyrir, enda er vöxturinn miklu örari
í þróunarlöndunum.
Allri orkuvinnslu
fylgja áhrif á umhverflð
Mikiivægt er að gera sér grein
fyrir því að engin tækni til að vinna
orku úr náttúrunni er til sem ekki
hefur áhrif á umhverfið af einu tagi
eða öðru, og að slík tækni verður