Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 48
^48 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ aldrei til. Hún er jafn ómöguleg eins og að smíða eilífðarvél eða afl- vél með 100% nýtni. Við getum bætt nýtni núverandi aflvéla en hvert prósentustig verður eftir því '*J erfiðara sem við göngum lengra. Á svipaðan hátt getum við dregið úr eða mildað umhverfisáhrif orku- vinnslu en þar þyngist róðurinn eftir því sem lengra er róið. Og við munum aldrei geta útrýmt þessum áhrifum. Þessi umhverfisáhrif eru af margvíslegu og mismunandi tagi. Alvarlegustu áhrifin af vinnslu eldsneytis úr jörðu og umbreyt- ingu efnaorkunnar í því í aðrar orkutegundii-, svo sem raforku, eru losun koltvísýrings, en slíkri vinnslu fylgir auk þess margvíslegt rask á vinnslustað, úrgangur sem safnast fyrir, mengun vatns og lofts o.fl. Vinnslu á raforku úr vatnsorku fylgir, með örfáum und- antekningum í hitabeltinu, sáralítil eða þvínær engin losun koltvísýr- ings, en hinsvegar fer land undir miðlunarlón, fossar breytast eða hverfa, lífsskilyrði í ám breytast, oft til hins verra, og fleira. Víða er- lendis þarf að flytja fólk frá heim- kynnum sínum á landi sem fer und- ir vatn. Það höfum við ekki þurft að gera hér á landi, með einni undan- tekningu, og ekki era horfur á að við munum þurfa þess þótt við > virkjum meginhlutann af þeim rúmlega 40 TWh/a sem talið er hagkvæmt að virkja hér á landi. Undantekningin er Skeiðsfoss- virkjun. Við getum hrósað happi yfir að vera laus við þennan flutn- ingsvanda því að víða um heim er hann meðal allra viðkvæmustu um- hvei-fisvandamála sem fylgja bygg- ingu vatnsaflsstöðva. Orkuvinnslu úr öðram orkulind- um, svo sem jarðhita, vindorku, sjávarfóllum, bylgjuorku, sólar- orku og lífrænu eldsneyti, fylgja einnig margháttuð áhrif á um- hveifið. Mörgum yfirsést þetta vegna þess að nýting þessara orku- linda er enn í svo smáum stíl að áhrifanna gætir lítt ennþá. Það breytist með vaxandi nýtingu. Hið sama fannst mönnum líka um vatnsorkuna meðan hún var aðeins nýtt í smáum stíl. Af þessu leiðir að við skipulagn- ingu á orkuvinnslu í heiminum í framtíðinni er óhjákvæmilegt að velja milli mismunandi umhveifisá- hrifa, auk þess sem að sjálfsögðu þarf að taka tillit til kostnaðar við vinnsluna. Vegna hnattræns eðlis sumra alvarlegustu umhverfisá- ' y hrifanna, eins og losunar koltvísýr- ings, sem og vegna sívaxandi hnattvæðingar efnahagsstarfsem- innar í heiminum, getur þetta val ekki farið fram í einu landi án tillits til annaraa hluta heimsbyggðarinn- ar. Einstök ríki og þjóðlönd verða hvert öðra háð í æ ríkari mæli. Hér er óhjákvæmilegt að „hugsa hnatt- rænt“ eins og Borghildur orðaði það í grein sinni. Þetta er langt frá að vera vandalaust. Sem dæmi um það má nefna að í Kína er nú verið að reisa svonefnda Þriggja gljúfra virkjun í Jangtse-fljóti. Þegar hún verður fullgerð árið 2009 verður 4- hún stærsta vatnsaflsstöð í heimi, 18.200 MW að afli og vinnur 85 TWh/a, meira en tvöfalda þá raf- orku sem talið er hagkvæmt að vinna úr vatnsorku á Islandi. Virkjunin er á þéttbýlu lands- svæði og það þarf að flytja 1,3 milljónir manna til nýrra heim- kynna. Jafnvel þótt fólkinu vegni betur efnahagslega í nýju heim- kynnunum en hinum fyrri fylgir því stórfellt tilfinningalegt álag að verða þannig að yfirgefa heim- kynni sín. Sumt af því landi sem j virkjunin leggur hald á er mjög fagurt og mikil eftirsjá þykir að því. Enda hefur virkjuninni vissu- lega verið mótmælt, bæði innan Kina og utan. En. Á endingartíma sínum spar- ar þessi eina virkjun andrúmsloft- inu rúmlega 7 milljarða tonna af .„.koltvísýringi boríð saman við að "^fiætt væri við hana og kolastöðvar SKOÐUN FRETTIR Lækkun á losun koltvísýrings við nýtingu á 40 TWh/a af vatnsorku MYND2 Nýting til álvinnslu Nýting til vinnslu á fljótandi vetni Rafmagn frá kolakynntri stöð Rafmagn frá olíukyntri stöð Rafmagn frá jarðgasstöð Meðallosun vegna raforkuvinnslu til álvinnslu 1997 Meðallosun vegna álvinnslu sem til er komin eftir 1990 110,8 Margfeldi heildarlosunar Íslendinga1996 Margfeldi heildarlosunar íslendinga 1996 Olíu með núv. brennslutækni Jarðgas með núv. brennslutækni Olíu og notkun í eldsneytishlöðum Jarðgas og notkun í eldsneytishlöðum 1,8 1,2 reistar í staðinn, en Kínverjar eiga fim af ódýram kolum. Sjö milljarð- ar tonna af koltvísýringi era alvar- legt mál í heimi þar sem menn ótt- ast hitnun andrámsloftsins og að hækkuð sjávarstaða færi í kaf stór landssvæði. Land, þar sem einnig býr fólk sem þá yrði að flytja á brott; land, sem einnig er víða fag- urt og eftirsjá er að. Hvað gerum við íslendingar? Við Islendingar eigum orkulind- ir í formi vatnsorku og jarðhita sem eru miklar í hlutfalli við orku- búskap okkar í dag enda þótt þær séu ekki miklar á heimsmæli- kvarða. Af þeirri vatnsorku sem talið er borga sig að nýta höfðum við nýtt 12% 1996, sem er lægra hlutfall en í nokkru öðru iðnríki og lægra en í fjölmörgum þróunar- löndum. Hvernig hyggjumst við nýta orkulindirnar nú á tímum þegar menn hugsa hnattrænt, eins og Borghildur bendir á, nú á tím- um hnattvæðingar efnahagsstarf- seminnar í heiminumm, nú, þegar það er meiri sannleikur en nokkru sinni fyrr að enginn er eyland? Síst af öllu er nokkur eyland gagnvart hugsanlegum loftslags- breytingum. Tvennskonar sjónannið munu framar öðram verða ráðandi þegar Islendingar ákveða með hvaða hætti og í hvaða mæli þeir vilja nýta orkulindir sínar. Þessi sjónar- mið era: Efnahagsleg sjónarmið. Umhverfissjónarmið. Með efnahagslegum sjónarmið- um er hér átt við þann þjóðhags- lega ávinning sem þjóðin getur haft af nýtingu orkulindanna. Sök- um þess að almennur raforku- markaður hér á landi er og verður um langan aldur lítill í samanburði við orkulindirnar ræðst þessi þjóð- hagslegi ávinningur fyrst og fremst af þeim tækifæram sem okkur bjóðast til að nýta orkulind- irnar til raforkufreks iðnaðar. Ýmislegt bendir til þess að þau tækifæri verði mun fleiri í framtíð- inni en á undanfórnum tveimur til þremur áratugum. Umhverfisáhrifin af nýtingu ís- lensku orkulindanna er heppilegt að greina í tvo flokka: (1) Að land, sem eftirsjá þykir að, fer undir vatn, að fossar hverfa, að breyting verður á lífríki straumvatna og íleiri slík atriði sem mjög hafa ver- ið uppi á borðinu að undanförnu í umræðunni og (2) áhrif nýtingar- innar í þá átt að draga úr losun koltvísýrings. Síðamefndu áhrifín hafa nánast alls ekki verið þáttur í þeirri um- ræðu sem fram hefur farið. Hér er um jákvæð umhverfisáhrif að ræða. Að því er umhverfið varðar ræðst því afstaðan til þess í hvaða mæli skuli virkjað af því hvaða vægi menn vilja gefa hvoram flokki áhrifa um sig. Islendingar losuðu alls á árinu 1996 gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem jafngiltu að koltvísýringsígildi 2.856 þúsund tonnum innanlands og á miðunum og 395 þúsund tonnum í samgöng- um milli landa, eða 3.251 þúsund tonnum alls. Losunin innanlands samsvarar 10,6 tonnum af C02 að meðaltali á hvern íbúa landsins, sem er svipað og hjá mörgum ríkj- um í Vestur-Evrópu og í Japan, en hinsvegar rámur helmingur af los- uninni á mann í Bandaríkjunum. Það er auðvitað rétt sem sumir benda á að fyrir koltvísýringsbú- skap heimsins skiptir losun Islend- inga hverfandi litlu máli. En hæpið er að líta svo á að fámennið eitt sér leggi hverjum Islendingi minni ábyrgð á herðar en hverjum þegni annarra landa á að vinna gegn gróðurhúsavandanum í heiminum. Enda eiga þeir síst minna í húfi en aðrir gagnvart honum. Það má einnig segja að á heimsvísu muni lítið um þann skerf sem nýting ís- lensku orkulindanna getur lagt af mörkum til að draga úr losun koltvísýrings í heiminum. En það er tæplega gildur samanburður. Eðlilegra er á allan hátt að bera þennan skerf saman við losun Is- lendinga sjálfra. Súluritið á 2. mynd sýnir slíkan samanburð. Einingin á lóðrétta ásnum er áðurnefnd heildarlosun íslendinga 1996, 3.251 þúsund tonn að C02 ígildi. Súlurnar sýna um hve margfalda þá stærð nýting á 40 TWh/a af vatnsorku getur lækkað losun heimsins á koltvísýr- ingi, annars vegar ef öll sú raforka væri notuð til framleiðslu á áli en hinsvegar ef hún væri öll notuð til að framleiða fljótandi vetni sem notað væri í stað olíu og jarðgass. Tæknin til þess er raunar ekki markaðshæf í dag en gæti orðið það fljótlega ef/þegar efnahags- legar forsendur slíkrar vetnis- notkunar verða fyrir hendi. Myndin sýnir eina alveg ótví- ræða niðurstöðu: Með engu öðiu móti geta Islendingar lagt stærri skerf af mörkum til að draga úr losun á koltvísýringi íheiminum en með því að hýsa hér á landi raf- orkufrekan iðnað sem ella þyrfti að setja niður þar sem vinna þyrfti raforkuna til hans úr eldsneyti úr jörðu. Með engu öðru móti getum við stuðlað betur að því að Golfstraumurinn breytist ekki. Af þessari niðurstöðu leiðir auð- vitað ekki sjálfkrafa að íslensku orkulindirnar skuli nýttar með þessum hætti - eða að þær skuli nýttar yfirleitt. En hún er mikil- vægt innlegg í umræðuna um um- hverfísáhrif vatnsaflsvirkjana á íslandi. Umhverfisáhrif virkjana á Islandi eru nefnilega ekki þau ein að kaffæra Eyjabakka og neðri hluta Þjórsárvera. Vatnsaflsvirkj- anir, á Islandi og um allan heim, stuðla líka að því að draga úr loftslagsbreytingum af manna- völdum og þeim hættum sem af þeim geta stafað. Nauðsynlegt er að muna líka eftir því. Neikvæðu áhrifin á Islandi eru sama eðlis og neikvæð áhrif vatnsaflsvirkjana um allan heim. Við getum því ekki vænst þess að önnur vatnsorku- lönd verði viljugri en við til að taka við raforkufrekum iðnaði sem við viljum ekki hýsa. Þau hafa líka sín Þjórsái-ver og sína Eyjabakka að sjá eftir. í þessum löndum þarf auk þess víða að flytja fólk brott af svæðum sem fara undir vatn. Á Islandi eru það gæsir, en ekki fólk, sem þurfa að færa sig. Akvörðun okkar í þessu efni mun endurspegla mat okkar á því hvort vegur þyngra: Neikvæð áhrif virkjana á takmörkuðum svæðum í óbyggðum Islands, á landi sem er vel innan við 10% af miðhálendinu, eða jákvæð áhrif þeirra í þá átt að draga úr hugsanlegum skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga __ á Golfstrauminn - lífæð byggðar á Is- landi. Á tímum þeirrar hnattrænu hugsunar sem Borghildur minnist á í grein sinni verður áreiðanlega eftir því tekið annars staðar hver ákvörðun okkar verður. Jafnvel munu ýmsir telja að ákvörðunin varði þá líka. I því felst einmitt sú hnattræna hugsun sem hún bendir á. Það er vissulega rétt sem Hjör- leifur GuttoiTnsson segir í grein þeirri sem vikið var að í upphafi þessa máls, að loftslagsbreytingar af mannavöldum era slíkt alvöru- mál að okkur Islendingum ber sið- ferðisleg skylda til að leggja okkar af mörkum til að hamla gegn þeim. Það er líka rétt hjá honum að þar verða minni hagsmunir að víkja fyrir því sem meira máli skiptir, byggt á víðtæku og vitrænu mati. Spurningin er þá: Hvaða hagsmun- ir eru hinir meiri í þessu efni, þeir sem eiga að ráða, og hvaða hags- munir era hinir minni, þeir sem eiga að víkja? Og einnig: Leggur gjafmildi forsjónarinnar við okkur á hreinar og endurnýjanlegar orkulindir okkur einhverjar sið- ferðilegar skyldur á herðar í þessu efni? Eg læt þér, lesandi góður, eftir að svara þeim spurningum fyrir þig- Heimildir: 1. WEC Commission 1993 Energy for Tomorrow’s World. Kogan Page, London & St. Mart- in’s Press, New York. 2. BJORNSSON, Jakob et al. 1998 The Potential Role of Geothermal Energy and Hy- dropower in the World Energy Scenario in Year 2020. Erindi lagt fram af átta íslenskum höfundum á 17. þingi Alþjóða orkuráðsins í Houston í Texas í september 1998. 3. World Energy Council 1998 Survey of Energy Resources 1998. 18 Edition. World Energy Council, London. Höfundur er fyrrvernndi orkumáliistjóri. Jólagetraun Máls og menningar DREGIÐ var í jólagetraun Máls og menningar þann 17. desember sl. Eftirfai-andi vinningshafai- voru dregnir úr pottinum, samkvæmt fréttatilkynningu Máls og menning- ar: Heimsatlas Máls og menningar: Jóhann R. Kristjánsson, Hléskógum 13, 700 Egilsstöðum, Torfhildur Stefánsdóttii-, Vestursíðu 6C, 603 Akureyri, Laufey Steinsdóttir, Dúfnahólum 6,111 Reykjavík, Marta Sigtryggsdóttir, Smáragrund 7, 550 Sauðárkróki og Þóra Hrafnsdóttir, Hjarðarhaga 13,107 Reykjavík. Saga listarinnar: Sigríður S. Júlí- usdóttir, Hringbraut 84, 107 Reykja- vík, María Jóhannsdóttir, Þingvalla- stræti 27, 600 _ Akureyri, Margrét Björnsdóttir, Álfheimum 48, 104 Reykjavík, Magnús Elvar Jónsson, Kveldúlfsgötu 18, 310 Borgames og María Kristín Gunnarsdóttir, Vætta- borgum 8G, 112 Reykjavík. Eddu- kvæði: Ragnheidur Diljá Hrafnkels- dóttir, Sólvöllum 18, 760 Breiðdals- vík, Heba Júlíusdóttú, Nóatúni 31, 105 Reykjavík, Heiður Hörn Hjart- ardóttir, Bjai-gi, 310 Borgarnesi, Sigurlína Björnsdóttir, Álftamýi-i 18, 108 Reykjavík og Eyjólfur Hjartar- son, pósthólf 8984,128 Reykjavík. Sjávai-nytjar við Island: Margrét Jóna Jónsdóttir, Öldugranda 1, 107 Reykjavík, Þröstur Bjarnason, Hólmgarði 15, 108 Reykjavík, Þuríð- ur Sigurjónsdóttú, Vatnsnesvegi 30, 230 Kefiavík, Þorvaldur Kristleifs- son, Klappastíg 8, 245 Sandgerði og Bjarnveig Ingvadóttir, Hjai-ðarslóð 6C, 620 Dalvík. Goðsagnir heimsins: Hallfríður Frímannsdóttú, Sólheimum 14, 104 Reykjavík, Guðmundur A. Guð- mundsson, Blöndubakka 20, 109 Reykjavík, Sai’a Lind og Hrefna Dís Brynjólfsdætur, Viðarási 77, 110 Reykjavík, Hilmar Þ. Eysteinsson, Skúlagötu 64, 105 Reykjavík og Torfi Sigurðsson, Víðihlíð 33, 105 Reykjavík. Vinningar hafa þegar verið sendir vinningshöfum og þakkai’ Mál og menning þeim fjölmörgu sem tóku þátt í getrauninni, segii’ í fréttatil- kynningu. ----------------- Fræðslufundur um börn og áföll RAUÐI kross Islands gengst fyrir fræðslufundi um viðbrögð barna við áföllum, sorgarviðbrögð barna og stuðning við börn í sorg og í kjölfar áfalla. Fundurinn verður haldinn í Efstaleiti 9 kl. 20-22 mánudaginn 11. janúar. Fundurinn er ætlaður leiðbeinend- um í skyndihjálp og sálrænni skyndi- hjálp og raunar öllum almenningi. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir leið- beinendui’ en 700 kr. fyrir aðra. Fyrirlesari er Mai’grét Blöndal hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi í sálrænni skyndihjálp. Hún vinnur við fræðslu og forvarnarverkefni á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og við hjúkrun á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hún hefur öðlast mikla reynslu í stuðningi við fjölskyldur bama. ------♦-♦-♦---- Skíðasvæði Siglfírðinga opið SKÍÐASVÆÐI Siglfirðinga í Skarðadal verður opið um helgina frá kl. 11-16 laugardag og sunnu- dag. Á skíðasvæðinu er nægur snjór og gott færi. Göngubraut fyrir al- menning verður troðin við Iþrótta- miðstöðina að Hóli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.