Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 53
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 ðo^ Stórbúið Skarð hefur sett mikinn svip á margar samtíðir, þar er reisn og höfðingsskapur, þar er hlýtt við- mót og gestrisni, þar er dugnaður og ósérhlífni. Eg votta Dóru í Skarði, börnum þeirra Guðna og af- komendum öllum djúpa samúð. Fátt stendur jafn óhagganlegt og vinátta og traust. Megi minningin um Guðna í Skarði fylgja okkur inn í nið nýrrar aldar og vera hvatning til góðra verka. Megi góður Guð fylgja Guðna að gæðingum grös- ugra valla eilífðarinnar. Handtak hans er hoi’fið en hlý minning lifir. Guðni var enginn hvunndagsmaður, það er mikill söknuður að Guðna í Skarði, bæði sem vini og héraðs- höfðingja. Árni Johnsen. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvad sem var. Yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar. (Gr.T.) I dag kveð ég vin minn, Guðna Kristinsson, bónda og fyrrum hreppstjóra í Skarði á Landi. Guðni í Skarði, eins og hann var jafnan nafnkenndur, er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur vegna stórbrotinna bú- skaparhátta sinna og margvíslegra afreka á sviði hestamennsku, sem hann og fjölskylda hans hafa sam- eiginlega unnið um áratuga skeið. Guðni er ekki síður þekktur fyrir afskipti sín af félagsmálum, en hann var snemma kjörinn til for- ystu í heimabyggð sinni, þar sem hann naut trausts og virðingar, enda bar hann hag síns sveitarfé- lags mjög fyrir brjósti og vann að hagsmunum þess af heilum hug alla tíð. Stjómmál á landsvísu voru hon- um einnig hugleikin, hann var sjálf- stæðismaður í bestu merkingu þess orðs og var ófeiminn við að láta í sér heyra ef honum féllu ekki að- gerðir forystunnar. Guðni var kirkjuhaldari Skarðskirkju alla sína búskapartíð og vann það starf með stakri trúmennsku og virðuleik, enda mikill trúmaður þótt hann rækti sína trú í kyrrþey eins og títt er um okkur Islendinga. En ef til vill mun þó orðstír Guðna í Skarði lengst lifa fyrir hans sérstæða og einlæga persónuleika, hjartahlýju og höfðingslund, sem allir hrifust af, sem honum kynntust, og gerði hann að aufúsugesti á öllum mann- fundum. Hann bar með sér heiðan og hressandi andblæ, var hispurs- laus í tali við háa sem lága og í sam- vistum við hann fengu allir að njóta sín. Guðni hafði mjög næman skiln- ing á viðskiptum og þótt hans hlut- skipti yrði að stunda hefðbundinn búskap í sveit, með góðum árangri, hefði hann ekki síður getað orðið afreksmaður á sviði viðskiptalífsins. „En enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sín- um“ segir Jón úr Vör í einu kvæða sinna, og þau orð sönnuðust á Guðna í Skarði. Hann var alinn upp á menningarheimili íslensks bændasamfélags, þar sem hann tók í arf eiginleika góðra og vandaðra foreldra og mótaðist af samfélagi fólks, sem mann fram af manni hafði háð harða og oft tvísýna bar- áttu við óvægin náttúruöfl, þar sem Hekla gamla lék landið löngum grátt en gaf þó umhverfi sínu um leið tign og glæsileika. Það fólk hafði fyrir löngu orðið hluti af þessu umhverfi og ræktað með sér samskiptasiði, sem bera þann menningarblæ, sem undirritaður finnur einna helst hjá þeim, sem lifa og starfa í návígi við náttúruöfl- in og eiga gjaman allt sitt undir þeim. Aðalsmerki Guðna í Skarði var einmitt þessi arfleifð, ekki til- lærð menning, heldur menning hjartans, sem gerir sér ekki mannamun og á sér engar bóklegar forskriftir. Þar eru lykilorðin um- burðai-lyndi, hjálpsemi, gestrisni og skilningur á högum annarra. Slíkan mann var gott að eiga að vini og blanda geði við á góðum stundum, sem nú verða ekki fleiri. „Það stendur enginn lengur en hann er studdur" segir gamalt máltæki og svo sannarlega naut Guðni alla tíð stuðnings sinnar mikilhæfu eigin- konu, Sigríðar Theodóru Sæ- mundsdóttur. Saman sköpuðu þau, ásamt fjölskyldu sinni, þann anda velvildar, höfðingsskapar og gest- risni, sem einkennir heimilið í Skarði og hefur borið hróður þess innanlands sem utan. Ég kveð með söknuði góðan dreng, sem nú hefur lagt upp í sína hinstu för og þakka gömul og góð kynni. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér og bjart er alltaf, um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. (D. St.) Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum dýpstu samúð. Finnbogi Eyjólfsson. Rangárþing grætur og fjölskyld- an. Ættarmótin verða ekki söm eða mannfagnaðir hestamanna. Sorgin knýr dyra. Eyjólfur í Hvammi og tveir elstu synir hans, Kristinn og Agúst, síðan mamma og áður Há- kon og Einar, allt á rúmu ári. Lengi skal manninn reyna og fjölskyld- una. En gagnvart drottni, erum við ekkert. Við leyfum okkur ekki að spyi-ja, en lútum vilja hans. Honum fæddust vér og í hans náðarfaðm förum við öll að lokum. Hvort sem við lifum eða deyjum, enim við hendi almáttugs guðs. Guðni var allt sem prýtt getur besta frænda og vin. Umhyggju- samur, uppörvandi, tillitssamur, tryggur og voldugur. Stundum hringdi hann. „Frétti ég rétt að þú værir austanfjalls án þess að heim- sækja frænda þinn? Til hvers eru vinir eiginlega að þínu mati?“ Svona yfirsjón þýddi auðvitað margra daga bæjarflakk, hestamót og unað heima í Skarði. Guðni bar svipmót síns fræga og mikilfenglega héraðs. Stærsti bóndi landsins og hin undurfógru bláu augu og miklar augabrýr voru sí- vakandi og alltaf til í tuskið. Nokk- uð háði honum, að á unga aldri var honum vart hugað líf í veikindum, og gat skollans mjöðmin stundum verið grábölvuð eða að tungan fylgdi ekki alveg móðnum í mestu yfirferðinni. Þá setti hann bara þumalfingurinn við neðrivörina, yppti öxlum og auga glóðu. Þetta merki var álíka þýðingarmikið fyrir viðstadda, eins og þegar Nelson flotaforingi setti kíkinn við leppinn og sá ekld uppgjafarmerkið. Guðni var alltaf í stuði. Hreppstjóri Landmanna hafði sína háttu og meiningar. Fegurð sveitarinnar var honum nánast trú- arbrögð og ást, enda er vægast sagt víða hægt, að taka andköf þar um slóðir. Síðsumar sérstaklega drýpur höfgi af hverjum reit og við beygj- una neðan Skarðsfjalls fyllir Hekla skyndilega allt útsýni. Við fyrstu upplifun eru áhrifin eins og á skóla- balli forðum, að fá fallegustu döm- una í dansinn, sem maður einmitt kunni. „Héma stoppum við“ sagði Guðni um miðja nótt eftir hestamót og fór út. „Aktu nú hægt og fylgstu með“. Fjallið eina leið fram hjá vinstra megin, hraunið hægra megin og eldfjallið nálgaðist. Skyndilega víkkaði allt útsýnið í víðan dal með Skarðið eins og ævintýrahöll í miðj- unni. „Mikið á ég gott“, sagði yfir- valdið, „og svo er hún Dóra mín með heitt á könnunni heima“. Sig- ríður Theódóra, ást hans og gyðja, var reyndar með heitar pönnukökur líka. Guðni þekkti alla og allir voru vinir hans. Skarð er í þjóðbraut og þangað áttu margir erindi. „Hreppi“ líka einstaklega áhuga- samur um þjóðmál, búskap, við- skipti, afurðir, félagsmál, alltaf til í hestakaup og stoltur meðhjálpari Skarðskirkju. Vinahópurinn var einstakur, Ingólfur á Hellu, Geir Hallgrímsson, Sigurjón í Raftholti, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Steinþór Gestsson, sr. Emil Björnsson, Pétur á Egils- stöðum, Sigfinnur í Stórulág, þor- kell á Laugavatni, Sveinn Guð- mundsson og Ómar Ragnarsson, svo aðeins nokkrir séu nefndir af þjóðkunnum mönnum, sem Guðni leit á sem persónulega einkavini sína. MINNINGAR Starfsfólk Landsvirkjunar og verktakar við virkjanaframkvæmd- ir á hálendinu voru t.d. allir meira eða minna til heimilis í Skarði, þeg- ar mest gekk á og bílar Landsvirkj- unar allir á L-númerum. Einar „High“ heilsaði alltaf uppá Guðna á hestamótum og Halldór Eyjólfs sá um fánaborgina á Landréttum. Fjöldi barna ólst upp í Skarði við sveitastörf og allir telja það merki- legast við veru sína þar, að þeir fundu engan mun á sjálfum sér, sem aðkomubami, og sjálfri fjölskyld- unni. í Skarði eru einfaldlega allir ein stór fjölskylda. Guðni og Dóra studdu líka persónulega fjölda bama og einstaklinga, þótt þau væru fyrir löngu hætt að vera í sveit hjá þeim. Margir komu undir sig fótunum í lífinu með góðu orði einu saman frá Guðna og Dóru. Búrfell var vígt og Hekla gaus. Fjallferð framundan. Skrínur og kistur fullar af mat. Riðið í einum rykk inní Laugar, - 80 km. Allt úr- tökugæðingar og þrír skoskir fjár- hundar með í ferð. Valur, Snati og Kátur. Ég kominn uppí koju með hundana inní Laugum. Væri ekki rétt að kíkja í skrínurnar. Hangi- kjötslæri, stórsteikur, nýjar kart- öflur, flatbraut og smjör. Hundarn- ir dingluðu skottinu. Hangikjötið og steikurnar skornar ofaní hundana, ég nagaði beinin. „Ég gæti grátið“, sagði stórbóndi af Rangárvöllum. „Hundarnir fá betri mat hjá þér heldur en ég fékk nokkurntíma fram yfir fermingu," tók góðbóndi úr Holtunum undir. Snjóáhlaup, vitlaust veður og allir smalarnir komnir uppá fjöll að bjarga kindunum. Ég settur yfir safnið, - fór nánast einn með það ásamt hundunum frá Helli niður í Sölvahraun. „Aidrei skulu þessir hundar þínir fá of góðan mat,“ hljómaði nú kórinn í Áfangagili. „Húsbændurnir í Skarði kunna að nesta á fjallið," sagði ég og lék mér við hundana. Sr. Emil Björnsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, orti eitt sinn um Guðna: Guðni í Skarði gætir hjarðar sinnar, ellefu hundruð ær á beit, úrvalsfé í sinni sveiL Otal griph' eru þar í fjósi, hundnið kúa. - Hrossa stóð, hátt er ris á vorri þjóð. Stórbændur hafa yndi af búfé og ekki síður að geta sagst eiga það. Allir hafa eitthvað. Stjómmálamenn tala um fylgið og tenórarnir háa C- ið. Guðni gat nánast einn íslendinga farið um heilan hundraðshluta af landinu, frá Jökulgili í austri og nið- ur í mið Holt, og ef hann sá kind, þá gat hann sagt: „Þessi er örugglega frá mér“. „Mestu framfarir í sauð- fjárrækt á íslandi, undanfarna ára- tugi, eru í Landsveitinni," sagði Hjalti Gestsson, ráðunautur í Landréttum, í haust. „Það er gott að eiga hjá góðum“, segir máltækið og alltaf verður þjóðarauðurinn best geymdur hjá göfugmönnum. „Afi þinn sagði bændunum að leysa hnútana af böggunum, en skera þá ekki, þegar þeir lögðu ullina sína inn í Tryggvaskála," sagði yfírvaldið, þegar Fellsmúli kom í ljós austan Skarðsfjalls. „Hann fæddist hér. Gékk einn og sjálfur, sem ungur fjallamaður á Landmannaafrétti, upp með Tungnaá inní Jökulheima í Vatnajökli, þegar margir þorðu nánast ekki útá bæjarhelluna fyrir útilegumanna hræðslu. - Farðu svo uppá Skarðsfjall á morgun og finndu naglbítinn, sem þú tapaðir, ég fann fyrir þig beislið af þeim brúna á Skagafjarðarafrétti, sem þú týndir fyrir norðan. Það verður enginn ríkur af draslaragangi." Guðni kenndi mér, að það stæði enginn lengur, en hann væri studd- ur. Hann var einlægur trúmaður, mótaður í harðri lífsbaráttu upp- sveitarbóndans, veikindum á unga aldri og leið best, þegar hann gerði öðrum gott. Samt var alltaf stutt í létta Iund og kímni. „Reyndu nú að rétta úr þér, þegar þú ríður fram hjá þessum bæ þarna, svo það sjá- ist, að þú ert á hesti frá Skarði." Bljúgur, konungslundaður, sívak- andi búhöldur, örlátur, skarp- skyggn, næmur á tilfinningar ann- arra, mátulega kærulaus, fyndinn og umfram allt, - yndislegur. Síð- asti hestakaupahesturinn alltaf besti hestur á Islandi. Besti frændi og vinur. Leiðtogi í Iífsins ólgusjó. Margt, sem mér er svo kært vaknar í minningunni um Guðna. Mamma, amma, Gunna í Ingólfi, Eyjólfur, Kristinn, frændfólkið í sveitinni, einstaklingar og atburðir, ættai-mót, hestamót, réttir og hátíð- ir í Brúarlundi. Nú verður hann lagður til hinstu hvíldar í eldvígðri hátign Landsveitarinnar. „Reyndu ekki að teyma á honum, þegar þú kemur uppúr vaðinu á þjórsá. Gefðu honum lausan tauminn, hann fer sjálfur, hestarnir rata heim.“ Ég votta Dóru minni, Kristni og Helgu Fjólu, tengdabömum, barna- bömum og barnabarnabörnunum mína dýpstu samúð, sem og ætt- ingjum öllum, sveitungum, vinum og félögum. Guð ástar og eilífs kær- leika taki Guðna minn sér að hjarta og veiti honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Vinur okkar stórbóndinn og sveitarhöfðinginn Guðni Kristins^ son í Skarði Landsveit er allur. í hans tíð væ-ð Skarð eitt af mestu stórbýlum íslands enda hafði Guðni næmt auga fyrir öllum búskap og öllu því sem gætt var lífi og fegurð í náttúrunni. Hann hafði einstaklega næmt auga fyrir hestum og kindum og var af mörgum talinn fremstur meðal hestamanna. Guðni var höfð- ingi heim að sækja, leysti vanda þeirra sem leituðu til hans með glöðu geði og var sannkallaður vin- ur vina sinna. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í nánum samskiptum við Guðna og fjölskyldu hans í tugi ára. Skarð var annað heimili fyrir drengina okkar sem voru þar öllum stundum sem færi gafst hvort sem var í sumax--, jóla- eða páskafi-íum. Árið 1990 eft- irlét Guðni okkur okkar eigin sælu- reit í Skarðslandi þar sem við reist- um sumarhús og dveljum við þar í okkar frístundum í nánum tengslum við Skarðsfjölskylduna. Guðni var mikill fjölskyldumaður, fjölskyldan átti að standa saman í blíðu og stríðu og vera í nánum tengslum, honum fannst það t.d. mikill óþarfi þegar 2 af drengjunum okkar fóru utan til náms og „voru þá svo fjarri fjölskyldunni". Tengdaforeldrana tók Guðni upp á sína arma og síð- ustu árin sem tengdafaðir hans var á lífi bjó hann í góðu yfirlæti í Skarði og vildi hvergi annars staðar vera. Guðni hafði einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Hann sparaði ekki lofsyi'ðin ef svo bar við og fengum við oft að heyra ,ja þeir eru myndarlegir drengirnir hennar Möggu hans Jóns“. Að Guðna er mikil eftirsjá, hann var vinur í raun og eigum við honum mikið að þakka bæði fyrir okkar hönd og ekld síst fyrir það sem hann var drengjunum okkar. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan mann. Mann sem við bár- um mikla virðingu fyrir og mann sem við munum ætíð minnast með söknuði. Við biðjum guð að styrkja Dóru og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Eftirfarandi ljóð Sigurðar Breiðfjörð fylgi vini okkar. Dagsins runnu djásnin góð dýr um hallir vinda. Morgunsunnu blessað blóð blæddi á fjalla tinda. Dýrinvíðavaknaðfá, varpa hýði nætur. Grænar hlíðar glóir á, grösin skriða á fætur. Hreiðrum ganga fuglar frá, flökta um dranga bjarga, sólarvangasyngjahjá sálma langa og marga. Margrét Sæmundsdóttir og Jón Marvin Guðmundsson. Því get ég kvatt mín gömlu fóðurtún, án geigs og trega, þegar yfir lýkur að hugur leitar hærra fjallsins biún og heitur blærinn vanga mína strýkur. í lofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfí ég og sé að hillir uppi land með hvítum fjöllum. Þannig kveður F agraskógai^ skáldið í uppáhaldsljóði. A sumarkvöldi fyrir meira en hálfri öld kom ég í fyrsta sinni að Skarði í Landsveit. Síðdegis þennan dag hafði vei’ið haldið manntalsþing í gamla þinghúsinu, sem var nánast sambyggt við þávei-andi íbúðarhús. Þai’na sá ég í fyrsta sinn mai’ga af eldi’i bændum sveitainnnar. Þetta vox-u menn gamla skólans. Það fór ekki fi’amhjá mér að það ríkti ein- stakur notalegur andi í þessu sam- félagi. Velvild, hlýja og heiðarleiki, sem nánai’i kynni staðfestu. Gömlu bændui’nir hafa kvatt, en fornar dyggðir Landmanna era rótfastar í sveitinni og höfuðborginni. Trölla- tryggð og velvilji hefur mér þótt einkenna sveitungana. Búskapar- hættir um miðja öldina vora sam- bland af gömlum tíma og nýjum. Rafvæðing var ekki komin í sveit- ina, en ljósavél gekk með þungum reglulegum takti í hjalli vestan við bæinn í Skarði. Willys-jeppi nýr stóð í hlaðinu og græn Deutz-drátt- arvél í hlaðvarpanum eins og boð- beri nýrra tíma í búskaparháttum. Fallegt orgel mætti augum við inn- ganginn í íbúðarhúsið. Skarð var að fornu mesta bújörð í Landsveit, það er óbreytt. Þar er< gamall og sífellt nýr rausnargarður. Þar komu menn jafnan þegar haldið var inn í fjalladýrðina og aftur þeg- ar komið var í byggð. Sá er þetta skrifar var þar eitt sinn staddur á sumardegi þegar þrír tugir manna neyttu máltíðar auk heimamanna flest ókunnugt fólk, sem ekki var látið opna buddu. í Skarði hefur alltaf þurft að hafa stóra potta og stórar kaffikönnur - gömul og ný gestrisni fylgir höfuðbólinu. Kristinn bóndi í Skarði var un^. langt árabil leiðsögumaður inn í fjalladýrðina, meðan enn var farið á hestum að Fjallabaki og óbyggðina í norðri. Orð fór af honum, sem traustum, fróðum og skemmtilegum ferðamanni. Ki’istinn var eins og fæddur til að stjórna, í senn ákveðin og hlýr, og allir sem hann þekktu bára fyrir honum virðingu. Eigin- kona hans, Sigríður Einarsdóttir, var ljósmóðir þekkt af skörangs- skap, rausn og velvilja. Þessi hjón voru prýði sveitar sinnar og héraðs. Islenskur málsháttur segir: „Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni.“ Guðni í Skarði erfði hina góðu mannkosti foreldranna. Öllum sem honum kynntust var hlýtt til hans. í Landsveitinni gegndi hann auk- hreppstjórastarfsins, margháttuð- um félagsmálastörfum, sat um ái’a- tugi í sveitarstjórn, var kirkjuhald- ari og bar einlæga virðingu fyrir kirkju sinni og kristindómi. Óll störf leysti Guðni vel og samviskusam- lega af hendi. Umhirða um kirkju- garðinn og Guðshúsið í Skarði var og er sæmd fyrir sveitina. Hvergi hef ég séð feguxra handbragð á hleðslu hraungrýtis, en umhverfis graíreitinn. Við hlið Guðna í Skarði hefur í hálfan fimmta áratug staðið merk og traust kona, Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir. Dóra í Skarði, eins • og hún er nefnd í daglegu tali er _ eins og fædd í samfélag þar sem hönd styður hendi í blíðu og stríðu. Allstaðar til hjálpar, allstaðar til góðs. Það er ekki öllum gefið að taka við góðu búi og halda í horfínu, hvað þá að láta mörg strá vaxa þar sem eitt var áður og bústofninn margfaldast, byggja um leið af hin- um mesta stórhug fyrir fólk og bú- stofn. I aldarfjórðung hefur verið fé- lagsbú í Skarði. Með Dóru og Guðna hefur Kristinn sonur þeirra búið og Fjóla tengdadóttir. Mann- dóms fólk, sem hefur glöggt auga« fyrir öllum búfénaði og ræktun hans. Húsráðendur í Skarði eru þekktir fyrir að vilja leysa allra vanda. Fyrir fáum áram var sá er þetta skrifar staddur í Skarði á síð- kvöldi, þar var þá gestkomandi ung húsfreyja úr næsta nágrenni, sem fékk þarna upphringingu frá Land- spítalanum, að hún ætti að komír SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.