Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 54
?*4 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI KRISTINSSON Jj -gar í stað í aðgerð. Yngri hús- móðirin í Skarði, hún Fjóla Runólfs- dóttir, sagði um leið og hún heyrði tíðindin: „Eg skal keyra þig strax suður á bílnum okkar.“ Ungu kon- urnar fóru að hugleiða Reykjavík- urferðina. Pá heyrði ég að Guðni hreppstjóri kallar fram í ganginn. ,A-uðvitað ferðu Fjóla mín á nýja Subarunum mínum.“ Eg hafði veitt athygli glampandi nýjum bíl, við hlið hinna eldri í hlaðinu um leið og ég gekk í bæinn. Eg minnist margra góðra kvöld- stunda á heimili Skarðsfólksins. Sjálfsagt var að njóta þar meirihátt- ar góðgerða eftir manntalsþing og önnur embættisverk í Landsveit. Guðna hreppstjóra var hlýtt til sýslumanna í héraðinu og virti þá mikils, en í hans hreppstjóratíð voru þeir þrír. Bjöm Fr. Björnsson, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík og Friðjón Guðröðarson, sem í dag gegnir sýslumannsemb- ættinu. Ekki skorti umræðuefnið á þessum eftirminnilegu síðkvöldum. Stjómmál, landbúnaðarmál, trúmál. Guðni hafði eins og sýslumennirnir mikla ánægju af þessum samræð- um, enda hafa sýslumenn í hóflega stómm embættum mikla innsýn í . mannlegt samfélag. Svo marg- Tireytileg mál koma á þeirra borð. Skarð á Landi stendur austan undir Skarðsfjalli. Paðan er sýn til fjallahringsins hrífandi. Hekla er í hæfilegri fjarlægð, tignarleg og ógnandi, en nær, rennislétt víðáttu- mikil tún og valllendisgmndir, þar sem ungum hestum er riðið til gagns. Hestamennskan er gamal- gróin í Skarði og unga kynslóðin fetar í fótspor ættfeðranna og lætur merkið ekki niður falla. Öllum er afmörkuð stund og sér- *£iver hlutur undir himninum hefur sinn tíma, segir í helgri bók. Guðni í Skarði gekk ekki heill til skógar hin síðari ár og kallið kom að morgni jóladags. Við Margrét, eins og svo ótal margir eigum góðs að minnast frá heimilisfólkinu í Skarði og sendum ástvinum öllum blessunaróskir. í dag hljóma kirkjuklukkumar í virðulega Guðshúsinu, hreinum djúpum tónum, yfir sléttar gmndir, þegar góður sonur Landsveitar verður borinn til moldar. Pálmi Eyjólfsson. Á helgustu nótt ársins, hátíð ljóss •*pg friðar, hélt hann Guðni í Skarði til móts við Jjósið skæra, sem bíður okkar allra. Það á ekki illa við, að hann sem annaðist kirkjuna, var meðhjálpari og í forustu sóknar- nefndar í áratugi, væri kallaður til nýrra verka á helgri nóttu. Það þurfti ekki að koma á óvart að jarðvistardögum hans gæti lokið með litlum fyrirvara, en einhvern- veginn er það svo að fregn um and- lát samferðamanna kemur manni alltaf í opna skjöldu, breytingin er svo endanleg. Hann Guðni í Skarði hefur verið hluti af tilvera minni alla ævi. í barnsminninu er Skarð höfðubólið, þar sem búið var af reisn, það staf- -aði frá því einhverjum ljóma og virðing borin fyrir þeim sem þar bjuggu. Þar áttu einstæðingar og aldraðir skjól og mörg era þau bömin og unglingarnir sem átt hafa athvarf í Skarði. Á seinni áram er það þó fyrst og fremst hlýjan, um- hyggjan og væntumþykjan sem ég hef fundið stafa frá Skarðshjónun- um sem hæst ber. Þessu er líklega best lýst með því sem hann Guðni sagði við mig í síðasta skipti sem við hittumst. „Hún Dóra hefur alltaf haldið svo mikið upp á þig.“ Ég svaraði honum með því að mér hefði ♦iú alltaf fundist að hann gerði það ekki síður. Svo lengi sem ég man hefur verið sterk taug á milli æskuheimilis míns í Hjallanesi og Skarðs, þar kemur bæði til áratuga vinátta milli heimil- anna og frændsemi við þau hjónin bæði. Það er ómetanlegt að eiganst ^jlíka vini á lífsleiðinni, kunningjar geta verið margir en vinátta verður aldrei fullþökkuð. Hafðu þökk fyrir allt, Guðni minn, og blessuð sé minning þín. Þóru minni, Kristni, Helgu Fjólu og fjölskyldum þeirra sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Missir ykk- ar er mikill en minning um góðan dreng lifir. Pálína. Margs er að minnast þegar litið er til baka og 7. áratugurinn er rifj- aður upp. Það var sannarlega fögur sjón, er blasti við Eyjaliðinu, þegar komið var til lands, og stefnan um árabil tekin upp að Skarði, þar sem konan og börnin áttu sitt frændalið. Þá vora Sigríður og Kristinn í húsbændahlutverkinu, minnisstætt sómafólk, síðan hafa Dóra og Guðni gert garðinn frægan í áratugi og nú Fjóla og Kristinn. Já, þetta er gang- ur lífsins. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu í gamla Skarði, og öllum veitt af landskunnri rausn, sem haldist hef- ur þótt árin hafi liðið og nýir hús- bændur tekið við í þeim veglegu húsum, sem nú era löngu risin á þessu forna höfðubóli. Ennþá er mér í minni fagur dýrð- ardagur, er Árni í Klofa og Árný Filippusdóttir komu í heimsókn. Bæði höfðu þau verið í Eyjum, og átti Árný vart nógu sterk lýsingar- orð yfir fegurð Eyjanna. Henni þótti miður, hve Ámi lét sér fátt um finnast. Brýndi hún þá raustina og sagði með nokkram þunga, hvort honum fyndist virkilega ekki fallegt í Eyjum. Eftir stundar þögn, sagð- ist Ámi ekki geta neitað því að það gæti verið fallegt í Eyjum að líta til lands í góðu veðri! Guðni gaf sér ekki mikinn tíma af bæ. Hann naut sín best að vera kóngur í ríki sínu, og þeim hjónum búnaðist sannarlega vel. Var hann sáttur við dagsverkið. Guðni hafði alla tíð stífar meiningar um menn og málefni, svo unun var á að hlýða. Þegar ég kom að Skarði í haust, var verið að tygja sig á fjall. Guðni varð að sætta sig við, að þrekið fór dvínandi svo hann færi hvergi, enda öllu óhætt undir forastu Kristins. Það var notalegt eins og alltaf að eiga stundina með þeim heiðurs- hjónum. Að leiðarlokum þakka ég fyrir mig og mína og bið Dóra og fjöl- skyldunni blessunar Guðs. Jóhann Friðfinnsson. Einkenni höfuðbóla era af mörg- um rótum rannin. Ábúandi tekur við öllu forræði, þekkir land og veð- urfar því hann er sprottinn upp af þeirri mold sem fóstrað hefir fólk hans að langfeðgatali. Gegnum tíðina hefir fólk í hinni fögra sveit mætt skakkaföllum með því að setja öxlina upp í vindinn og hefja uppbyggingu og allar umbæt- ur án harmakveina. Skarð á Landi ber merki óskapa. Bæjarhús og kirkja stóðu áður und- ir Skarðsfjalli. Þar hylja nú djúpir sandhólar hina fyrri byggð. Fólkið byggði bæ sinn að nýju. Skarð á Landi er höfðingjasetur og því höfuðból. Hús meiri en almennt er til sveita. Hitt ber þó frá og sjálfsagt gleymist það oftast, að eftir veittan málsverð og fagnandi viðmót gat verið að heimafólk hefði í öðru að snúast en hjala við gesti. Búið eitt hið stærsta á Islandi. Víðfrægt af hestamennsku og hrossarækt. Þá er talað einungis um eina búgreinina. Samanburður við aðra ekki hafð- ur uppi og þaðan af síður mannjöfn- uður. Gripafjöldi og afkoma voru aldrei umræðuefni yfir borðum. Að morgni jóladags brann út kertaljós Guðna hreppstjóra í Skarði. Langvinn veikindi voru að baki. Jafnvel nákunnugum gleymd- ist yfirleitt að hinn umsvifamikli maður hafði búið við lömunaráfall þann tíma sem kallaður er mann- dómsár. Líklega býr manndómurinn í sál- inni frekar en umgjörðinni, líkam- anum. Höfuðból þola áföll. Höfðings- skapurinn birtist í samkennd og hlýju í garð náungans. Mistök ann- arra valda hi-yggð en verða ekki til aðhláturs. Guðni hreppstjóri studdist ekki við staf nema í viðlögum. Hann átti héraðs- og sveitarhöfðingja að konu. Dóróthea í Skarði bað prest- inn að flytja, eftir jólaboðskapinn, kveðju til sveitunga og gera kunn- ugt andlát bónda síns. Sigríður Dóróthea Sæmundsdótt- ir kom ung að Skarði. Hjúskapur þeirra Guðna varð 26. apríl 1964. Böm þeirra tvö era fólk framtaks og gædd því skapferli að vera kölluð til forystu á sínum vettvangi. Vel getur húsfreyjan í Skarði tek- ið undir með móður skáldsins mikla og sýslumanns Rangæinga: Ef að þótti þinn er stór, þá er von að minn sé nokkur. (Katrín Einarsdóttir.) Jörðin á það til að skjálfa. Loki gamli liggur bundinn og óhollustan drýpur í andlit honum. Eldur stend- ur upp úr fjöllum. Hraun taka óvænta stefnu en gjóska leggst yfir land. Bóndinn sem spurður var um fæðingardag krakka síns segir mikla sögu í stuttu máli. Lýsir raun- ar bjargþrotum. Það var „árið þegar Dimma dó og djöfullinn hún Hekla spjó“. Eftir að skálin hefir verið tæmd liggur Loki kyrr um stund. Blessunarlega verða hlé svo mannlífið getur færst í rétt horf. Misfellur sléttast þar sem land er stórt og af miklu að taka en mann- fólkið sveigist ekki í vindi heldur býður þess að falla í bylnum stóra. Þar er höfuðból. Sú árátta fylgir okkur að stytta nöfn og hafa sem fæst orð um hlut- ina. Húsfreyjan í Skarði ber sæmd- arheitið Dóra í Skarði. Guðni Kristinsson var jafnan nefndur hreppstjórinn. Vissu þá all- ir við hvern væri átt. Sunnan heiða að minnsta kosti. Ekki verður gengið fram hjá því að íslensk bændastétt hefir á síðari áram orðið fyrir þeim hafís sem öll- um ís er verri. Þráhyggjuumræða um landbúnað öll í þá veru að ýta bændafólki af þeim stalli er þjóð í nauðum hafði strax í upphafi sett hann á. Auðvitað fékk þetta tal á Guðna sem annað bændafólk. Neikvæð umræða, þó að vitlaus sé, er skaðleg í niðurrifi sínu. Jafnvel verri en grasmaðkurinn sem étur upp nýsprottin grösin. Fá- um þetta lánað hjá Hannesi Haf- stein: Ollum hafís verri er hjartans ís, sem heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. Við hjónin höfum átt góðu að mæta þar sem Skarðsfólk er. Upphafið var að sonur okkar, þá ungur að áram, gerðist kaupamaður á þessum rausnar garði. Umrót jarðar, veðráttu og mann- lífs ganga yfir. Kyrrðin hæfír best á kveðjustund. Kvaddur er búhöldurinn, hesta- maðurinn með hið næma auga. Guðna Kristinsson var gott að hitta hvort var í húsum hans, á förnum vegi, eða hestaþingum. Umfram allt var það hlýja hans, skopskyn og góðvildin sem eftir sit- ur í minningunni. Moldin gefur, moldin tekur. Megi hún umvefja og til sín taka þann er af henni var sprottinn og henni unni. Óskað er friðar ættingjum öllum og tengdafólki. Förunautnum með hið snotra hjartalag er aldrei hefir svo þungar byrðar borið að ekki gæti skotið vandræðum annarra of- an á milli. Lýsi hin hækkandi sól fjölskyldu Guðna Kristinssonar veginn. Hann veri í Guði kvaddur. Björn Sigurðsson. • Fleiri minningargreinar inn Guðna Kristinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. BJORN BJÖRNSSON + Björn Björnsson fæddist 17. jan- úar 1906 í Göngu- staðakoti í Svarfað- ardal. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 25. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voni hjónin Sigríður Jónsdóttir fædd á Kóngsstöð- um í Skíðadal og Björn Björnsson á Atlastöðum í Svarf- aðardal. Björn fór í Bændaskólann á Hólum 1925 og lauk þaðan bú- fræðiprófi 1927. _ Björn giftist Steinunni Ágústsdóttur 23. desember 1928. Foreldrar hennar voru Salbjörg Guðfinna Jónsdóttir frá Háakoti í Fljótum og Sig- urður Ágúst Sigurðsson sjó- maður frá Grafarósi. Steinunn mun vera seinust núlifandi þeirra sem fæðst hafa í Graf- arósi og átt þar heima. Börn Steinunnar og Björns eru: 1) Al- freð, f. 24.10. 1929, d. 29.2. 1984. 2) Valdimar, f. 16.2. 1931. 3) Sólberg, f. 7.11. 1932. 4) Björn, f.4.12. 1933, 5) Guð- björg Ágústa, f. 25.11. 1935. 6) Sig- urður, f. 29.2. 1940. 7) Fanney Björk, f. 10.12. 1943. 8) Kristín, f. 12.3. 1947. Björn var sjómað- ur fyrstu árin og vann þá ýmsa aðra vinnu sem til féll. Hinn 12. júní 1940 hóf hann vinnu hjá Kaupfélagi Austur- Skagfirðinga og starfaði þar síðan alla tíð meðan það félag var og hét. Lengst af var hann frystihússljóri og sláturhús- stjóri, alls í 31 ár. Þá fór hann að vinna á skrifstofu hjá frysti- húsinu. Hann starfaði í sóknar- nefnd Hofsóss. títför Bjöms fer fram frá Hofsóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Horfinn er á braut mætur maður, hann Björn Björnsson á Hofsósi. Ég undirrituð kynntist Birni full- orðnum manni. Maðurinn minn og nafni hans dvaldi þar sumarlangt frá því hann var bamungur og þar til hann varð unglingur eins og svo oft var hér áður fyrr. Mannmargt var á því heimili enda eignuðust þau Björn og Steinunn kona hans átta böm sem öll héldu mikilli tryggð við sitt æskuheimili og heimsóttu Hofs- ós á sumrin. Ég minnist fyrstu komu minnar til þeirra. Það var ferming hjá einni systurinni á Hofs: ósi og því öll systkinin þar heima. í eldhúsinu í Bjarkarlundi (en það heitir húsið sem þau bjuggu í) stóðu konumar og hjálpuðust að við að elda ofan í mannskapinn en Stein- unn stjórnaði auðvitað. Mikið var hlegið og fann ég að í þessum fé- lagsskap naut Björn sín vel, þ.e. að hafa fólkið sitt hjá sér. Björn var mikill veiðimaður og hafði hann ána í plássinu á leigu í mörg ár. Þar hafa börnin mín lært að veiða og stóðum við oft tímunum saman með stangir og renndum fyrir silung. Enn þó var einn sem alltaf fékk fisk, það var hann Björn, það var eins og hann vissi hvar fiskurinn héldi sig og var það oft þannig að enginn veiddi neitt nema hann. Við fóram með aflann heim í Bjarkarlund og Steinunn fussaði og sveiaði yfir sil- ungslyktinni sem hún sagðist ekki þola. En alltaf var það nú hún sem hjálpaði við að gera að fiskinum. Eitt sinn dvaldi Baddi sumar og veturlangt á Hofsósi hjá ömmu sinni og afa af því að móðir hans var veik. Hann minnist oft þessa tíma. Sér- staklega hve snjóþungt var þarna og erfitt að komast milli staða. Borgarbarn sem kynnist lífinu í slíku plássi sem Hofsós var, kemst í kynni við það hvemig hlutirnir ganga fyrir sig. Björn var frystihús- stjóri í frystihúsinu á Hofsósi og hafði með höndum stjórnun á fram- leiðslu fyrirtækisins og bar ábyrgð á því að allt gengi upp. Baddi hefur oft sagt mér að afi sinn hafi verið harður í horn að taka, hann þurfti oft að vanda um við fólk og hvetja það áfram og veit ég að hann sem barn, að fylgjast með afa sínum í þessari lífsbaráttu, lærði það, að til að hlutirnir gangi verður að vera heiðarlegur og trúr sjálfum sér. Barngóður maður var hann Björn og blíður, aldrei komum við svo í heimsókn að hann gæfi sig ekki að bömunum og gaukaði einhverju að þeim. Hann var mjög stoltur af sínu fólki. Við komum til þeirra á hverju sumri meðan þau bjuggu og var alltaf tilhlökkun að fara norður. Bjöm keyrði aldrei bíl og sagði hann mér að það væri það eina sem hann sæi eftir að hafa ekki gert, þ.e. að hafa ekki tekið bflpróf. Hann hafði gaman af því að skreppa í bfltúr um sveitina. Björn var mikið náttúrabarn. Eins og áður sagði var hann mikill veiðimaður og eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði var að tína ber. Hann var heilsuhraust- ur alla tíð og fylgdist vel með öllum þjóðmálum. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum Birni. Þau hjónin áttu sjötíu ára brúðkaupsafmæli á Þorláksmessu sl. og þá var hann hress en sagðist þó hafa dottið kvöldið áður og að hann kenndi til í fætinum. Um kvöldið var hann kominn með hita og á jóladagskvöld var hann allur. Steinunn mín, ég og Baddi send- um þér okkar samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir. Jæja elsku afi, þá er hlutverki þínu lokið í þessum heimi. Þú ert svo sannarlega búinn að skila þínu og við eram mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þinnar yndis- legu hlýju og kærleika öll þessi ár. Þær vora ófáar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman heima í Bjarkarlundi og munum við geyma þær í hjarta okkar. Alltaf þegar við töluðum um þig var talað um „greifann“ því þú varst alltaf svo tignarlegur og kátur þó svo að þú værir að verða 93 ára. Það er ekki lengra síðan en síðasta sumar að þú varst heima á Hofsósi og varst að tala um að þú þyrftir að fara að mála húsið. Sú hugsun lýsir því best hversu ungur þú varst í anda og vildir fá að taka þátt í öllu sem gert var. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín og eram þér eilíflega þakklát fyrir allt. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt Og hugardjúpið bjart og stillt. Snædís, Heba, Ólöf, Stefanfa og Valgerður. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.