Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 62
1 £,62 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens _ fHVNELSkJteM/sT) -t&hún elskar/h/g \ BEKU / ? [ Þettx &érii? upp t/læ&ypT \JN6/ieiF/S/E>V/E>BEITlN4 } . (( 1 , i’ /1-2.1 tlmM' í 4«i Grettir HVEZN/G G'ÁTU JÖLIN LIÐID SVONA FLJcrrr? Nt> VE&B ÚGÆ> PVRJA A£>Bie>AALVBS UPP> MytT 1 w I - www.garfleld.com tffXvH/le, /226 Smáfólk Og keypt- irðu hanskana handa henni? Auðvitað... ég seldi allt teikni- myndabókasafnið mitt til að fá pen- ingana... THEN I MET HER IN THE 5TORE, ANP 5HE 5H0UJEP ME THE NEU) PAlR OF 6L0VE5 SHE'D JU5T B0U6HT! Síðan hitti ég hana í búðinni og hún sýndi mér hanskana sem hún var nýbúin að kaupa! WELl. THEY 60 TO AT LEA5T PIPN'T UUA5TE.. 12-13-17 Svo að þú ætl- Hvers vegna ar ekki að að gefa henni gefa henni eitthvað sem hanskana sem hún á nú þeg- þú keyptir? ar?! Jæja, þeir voru þó ekki til ónýtis... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Eru 99 krónur í þínum hundraðkalli? Frá Karli H. Jósafatssyni: MARGIR hugsa með tilhlökkun til þess að aldamót nálgast og eru þeg- ar farnir að skipuleggja hvernig þeir ætla að fagna nýrri öld. Ein- hverjir ætla þó greinilega að taka forskot á sæluna og halda upp á aldamótin strax um næstu áramót, einu ári of snemma. Vandamálið er að 20. öldin er aðeins 99 ára þegar árinu 1999 lýkur. Nú hugsa eflaust margir sem lesa þetta að ég hljóti að vera eitthvað ruglaður, er ekki komin ný öld þegar árið 2000 renn- ur upp, eða hvað? Ein leið til að út- skýra að árið 1999 er ekki síðasta ár 20. aldar er að líkja öldinni við hundraðkall. Hugsaðu þér að þú sért að greiða fýrir vörur í búð með hundraðköllum þegar afgreiðslu- maðurinn segir við þig: „Því miður, það eru bara 99 krónur í þessum hundraðköllum, þú verður að borga meira.“ Þú myndir eflaust horfa for- viða á manninn og flýta þér út úr búðinni. Nú um áramótin tók ég eftir að margir vilja fara eins að með 20. öldina og snuða hana um eitt ár, þar á meðal ritstjóri DV sem hélt því fram í leiðara 2. janúar að nú væri síðasta ár aldarinnar hafíð. Einnig kemur sama fullyrðing fram á for- síðu vikublaðsins Séð og heyrt. Þetta er svo sem eðlilegt vegna þess að fólki finnst ártalið 2000 vera svo merkileg tala að ný öld hljóti að vera hafin þegar öll þessi núll birt- ast á dagatalinu. En því miður þá er þetta alger misskilningur. Aldamót- in sem margir bíða svo spenntir eft- ir eru ekki fyrr en í lok ársins 2000. Þetta er ekki spuming um skoðun heldur bláköld staðreynd. í árslok 1999 era aðeins liðin 99 ár af öld- inni. Er nokkur sem les þessa grein tilbúinn að halda því fram að 99 ár séu í einni öld? Hingað til hefur hver öld fengið að hafa sín 100 ár í friði. Fyrsta öldin byrjaði á ári númer 1 og endaði þegar árið 100 var búið, næsta öld hófst í byrjun ársins 101 og henni lauk í árslok ár- ið 200. Við getum borið síðustu 20 aldir saman við 20 hundraðkalla. Ef þú leggur þessa hundraðkalla á borð fyrir framan þig og telur svo krónurnai', þá er augljóst mál að það eru 2000 krónur í þessum 20 hundraðköllum, ekki 1999 krónur. Hið sama gildir um aldimar, 20. öldin hófst í byrjun ársins 1901 og hún endar í lok ársins 2000. Hugs- anlega er best að útskýra þetta með því að vísa í töfluna hér að neðan. Hver dálkur inniheldur 100 tölur, þannig að fyrsti dálkurinn getur hvort sem er átt við fyrsta hundrað- kallinn eða fyrstu öldina. Dálkurinn sem hefst á tölunni 1901 er 20. dálk- urinn, vegna þess að dálkarnir 19 sem á undan eru komnir innihalda alls 1900 tölur. Dálkurinn sem hefst á tölunni 2001 er 21. dálkurinn og við getum þá hugsað okkur að hann samsvari 21. öldinni. Eg vona að þeir sem hafa staðið í þeirri trú að aldamót renni upp um næstu ára- mót taki því ekki illa þó að þeim sé bent á að þeir hafa haft rangt fyrir sér. Það er eðlilegt að tala um árið 2000 sem aldamótaár, svo framar- lega sem fólk gerir sér grein fyrir að aldamótin koma í lok ársins 2000 en ekld í byrjun þess. Hér skipta hártoganir eða skoðanir engu máli, það er sama hve margir vilja trúa því að minna en ár sé í næstu alda- mót, ekkert getur breytt þeirri staðreynd að 21. öldin hefst ekki fyrr en 1. janúar árið 2001. 1 101 1901 2001 2 102 - 1902 2002 3 103 1903 2003 98 198 1998 2098 99 199 1999 2099 100 200 2000 2100 KARL H. JÓSAFATSSON, eðlisfræðingur, Hverafold 28. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi. Póstsendum samdægurs T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SlMI 552 1212 Loðfóðraðir gönguskór m/Skandia-Tex Litir: Svartur m/grænu Stærðir: 41 -46 Teg.: 3107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.