Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 09.01.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 67 í DAG íslendingar í fjölþjóðabekk í Svíþjóð 9 ára krakkar gefa út geisladisk ► SINDRI Jóhannsson og Sandra Guðnadóttir ganga í Humlebo-skólann í borginni Lundi í Suður-Svíþjóð. Fjöl- margir íslenskir krakkar, sem eiga foreldra við háskólanám þar, hafa gengið í þennan skóla. Sindri og Sandra eru níu ára og eru í bekk með krökkum sem koma frá allt að fimmtán ólíkum löndum. Nýlega gaf bekkurinn út geisladisk þar sem börnin syngja lög frá þess- um löndum, og er lagið „Á Sprengisandi“ þar á meðal, sungið bæði á íslensku og sænsku. Margir mættu í út- gáfuteitið; kennarar, skyld- menni og jafnvel stjórnmála- menn, og eru krakkarnir mjög ánægðir með viðtökurnar, en diskurinn seldist strax í 1.500 eintökum. Sigurlaug Ragnars- dóttir, mamma Sindra og Söndru, segir pabba eins stráksins í bekknum hafa feng- ið þessa snjöllu hugmynd þar sem hann á hljóðver. „Mér finnst að kennarar og skólar ættu að grípa þessa hugmynd á lofti, því það er svo margt hægt að gera skemmtilegt og nytsamlegt með börnunum. Þeim finnst þetta mjög gaman og svo rennur ágóðinn allur til styrktar góðgerðarstarfsemi, þ. á m. til dýra í útrýmingar- hættu.“ Diskurinn heitir „Söngvar- arnir“ og fæst á íslandi í Japis í Brautarholti. A bak jólum ÞÁ er hinum árlegu jóla- sveina- og flugeldasýningum lok- ið með slíkum tilþiifum að við erum farin að selja túristum flugeldaskotin, en nokkuð vantar enn á að við séum farin að skjóta jólasveinum eins og flugeldum, en það kemur, það kemur. Við þurfum aðeins að læra að klæða þá betur, enda veit enginn hvað- an þeir tötrar eru komnir, sem þeir eru skrýddir með af þeim sem halda að þeir séu þjóðlegir í hverri grein; jafn- vel þjóðbúningi karla, sem hefur enginn sérstakur íslendinga og annarra norræna manna við átta hundruð eftir Rrist. Ásalandið var til a.m.k. sextán þúsund árum fyrir Krist, item múmíur hvítra manna í Kína, sem hafa komið Silkiveg- inn svonefnda til grafarróar sinnar. Allur þessi þekkingar- hernaður er fenginn frá mesta landkönnuði samtímans og nú verða lærðir menn á Islandi að þegja fast og lengi. Annar Norðmaður, Knut Hamsun, var sýndur í kvik- LAUGARDEGI mynd á Stöð 2 SJONVARPA verið fýrr en poppari fékk hug- ljómun, ásamt nokkrum silfur- hnöppum, sem í þjóðsögum voru notaðir til að skjóta niður drauga, og sneið mönnum þjóð- búning. Síðan hafa íslenskir kai-lmenn orðið að athlægi allt til Washington í vestri fyrir að ganga í færeyskri múnderingu. Fleira hefur birst okkur um þessi jól en nauðsyn þess að fara að skjóta jólasveinum á loft eins og flugeldum nema þessum rauðklædda Nikulási, sem er innfluttur ásamt hreindýrasúpu frá Ameríku. Hingað kom sjálfur Heyerdahl norski, síðasti stóri landkönnuðurinn í heiminum, og fræddi okkur á því, að við vær- um runnin upp úr Azerbaydzh- an, eða frá Ásalandi, eins og þetta gamla ríki í Sovétríkjunum hét í kórréttri þýðingu frá örófi alda og heitir enn. Þessu skaut sem sagt gesturinn inn í Þymirósarsvefn Handritastofn- unar, sem miðar tímatal tilvistar íyrir jólahelgina. Hann var mikill könnuður á sviði andans, eins og landi hans, Heyerdahl, á sviði þekkingar og rannsókna. Hamsun lenti illilega upp á kant við norsku þjóðina með hjálp nokkurra haturs- manna og öfgasinna, svo ekki munu finnast önnur dæmi um meira mannhatur nema hjá mú- hameðstrúarmönnum, sem dæmdu höfund réttdræpan seint á tuttugustu öld. Grófar lygar, mannorðsþjófnaður og hrein manndráp á þessari öld af völd- um pólitískra spekúlanta hafa aftur á móti hvergi þótt ámælis- verð í neinum sérstökum mæli. Hamsum var talinn fylgjandi nasistum, en um leið og þeir fóru að drepa gísla snerist hann gegn þeim. Fjölmargir leituðu til hans að biðja um líf einhvers nákom- ins, en Terboven og þeir karlar neituðu bónum hans. Þá lagði hann á sig ferð til Hitlers. Sá fundur endaði með því að vinir Hamsuns hröðuðu ferð hans úr landi af ótta við að Hitler léti drepa hann. Norska þjóðin lét hann finna fyrir því seinna að hann hefði stutt nasista og lætur hann finna fyrir því enn. En starfsbræður hans víða um heim, sem studdu ofbeldspólitík tutt- ugustu aldar sitja eftir með pálmann í höndunum með þá þægilegu tilfiningu að við þá verður aldrei neitt sagt meðan helsti höfundur germanskur liggur óbættur hjá garði. Hér heima voru sýnd tvö leik- verk eftir íslenska menn og vöktu bæði athygli og viðbrögð nokkuð óvenjuleg í því hallelú- jalandi, sem Island er orðið hvenær sem talið berst að menningu. Annað verkið var eins konar stóðhestagloría eftir Hrafn Gunnlaugsson; fallega tekin mynd hvað alla tækni snerti. Sú saga fylgdi að klippt hefði verið úr nokkui’t atriði með hestum, sem er ótrúverð- ugt enda Hrafn kjarkmaður. Hann hélt rúmsenunni inni. Kannski hefði ráðið úrslitum hefðu folinn og hryssan verið f rúmi. Hin myndin var eftir Egil Eðvarðsson um svonefnt Sól- borgarmál. Mun þetta í þriðja sinn sem Sólborgarmál er tekið til kostanna af skáldum. I hin tvö skiptin fór það með himin- skautum, en í þetta sinn bar það öll merki þess að það hefði verið tekið til skáldskapar. Hafi raun- verulegar persónur verið á bak við önnur en sagan í heild, þá passar ekkert við raunveruleik- ann í leikritinu. Indriði G. Þorsteinsson AUKAKÍLÓIN BURT! Skráning er hafin í átakshópinn „Bætl heilsa - Betra líf“ sem fer af stað á mánudag. Eina skílyrðið til þátttöku er að vilja kveðja aukakílóin tyrir fullt og allt! Skráning í síma 862 8416 D A G S K R A My rk ir m usíkdagar - 2 5 , j a n lí a r 17?? Laugardagur 7. jarniar Salmiim í Kópavogi kl 17:30 ÍMueyski karrwierhúpminn Aldubaran Mánudagnr II. jaruíar Salminn í Kópavogi kl 20:30 Sigrún l’övaldsdóltir og Sriorri Sigfús Birgisson Þriðjudagur 12. janúar Salm inn í Kópavogi kl. 20:30 Arnaldur Arnarsson gítarleikar i Miðvikudagur 13. janúar Salurinn r Kópavogi kl. 20:30 Kinnm Bjarnason og Orn Magmíssori Föstudagur 15. janúar HAk<nabiö kí. 20:00 Sinióníuhljórnsveit Islands Laugardagur 16. janúar Gerðuberg kl. 16:00 Blásarakvintett Reykjavíkur Laugardagur 16. janúar Gerðuberg kl. 17:00 Málþing urn Jón Leifs Sunnudagur 17. janúar Salminri í Kópavogi kl. 20:30 Karnrnerhópurinn ( arnerau tita Miðvikudagur 20. janúar Salurinn í Ktípavogi kl. 20: 30 Guðriín Birgisdóttir, Martial Nardeau, Kolbeinn Bjarnason og Asbildur Haraldsdóttir, Pöstudagur 22. jauúar Ijarnarbíó kl. 20:30 Ævintýratónleikar l augardagur 2 3. jatiúar Seltjarnarneskirkja kl. 20:30 Blásarasveit Rey kjavíkur Sunnudagur 24.janúar Salminn i' Kópavogi kl. 20:30 Kamrnersveit Reykjavíkur Ma'nudagur 25 janúar .Salurimi í KópaVógi kl. 20:30 Harnrablíðarkórinn Mibosala við uinganginn TÓNSKÁl D A l- !• 1 AG ÍSl ANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.