Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 68

Morgunblaðið - 09.01.1999, Page 68
68 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK I FRETTUM Deep Blue og Rhodesy á Kaffi Thomsen ►í KVÖLD lieldur Virkni í sam- einnig þekktur fyrir sína eigin tón- vinnu við breska útgáfufyrirtækið Pai-tisan Recordings skemmti- kvöld á veitingastaðnum Kaffi Thomsen í Hafnarstræti. Þar munu Deep Blue og Rhodesy ásamt JD Indica frá bresku dansútvarpsstöðinni Rude FM í Lundúnum sjá um að snúa skífum og kynna fyrir landanum það helsta sem er að gerast í Partisi- an-fyrirtækinu og í drum & bass danstónlistinni í Bretlandi um ; j þessar mundir. Er þetta fyrsta ' kvöldið af mörgum sem Virkni hyggst standa fyrir ár hvert. Plötusnúðurinn Deep Blue gerir fleira en snúa skífúm því hann er list sem Partisan gefur út. Núna er hann að leggja lokahöndina á sína fyrstu breiðskífu og mun spila af henni fyrir gesti Kaffi Thomsen. Rhodesy gegmr líka öðru hlut- verki en plötusnúðs því hann er framleiðslustjóri hjá Partisan. Þeir Deep Blue og Rhodesy eru ekki íslendingum alveg ókunnir því þeir komu hingað í ágúst og spiluðu á Bióbarnum við góðar undirtektir. Þeir voru svo ánægð- ir með viðtökur Islendinga í ágúst að lítið mál var að telja þá á að koma og keyra af stað fyrsta Virknikvöld ársins. Tónlistarveisl- an hefst á Kaffi Thomsen kl. 22. DEEP Blue v Þeg„ Þeir í SÚLNASAL Hljómsveitin Pops leikur fyrir dansi. Athugið, þetta er síðasta ball Pops á árinu! Hljómsveitina skipa Pétur Kristjánsson söngvari, Óttar Felix Hauksson, Ólafúr Sigurðsson, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson og Birgir Hrafnsson. Miðaverð: 1000 kr. Arna og Stefán skemmta á MÍMISBAR -þín skemmtisaga! DANA Andrews og Gene Tierney í betsu mynd Premingers, Lauru. MARILYN Monroe í eldrauðu hlutverki krársöngv- ara í vestranum River Of No Return. Sögusviðið var í tíð gullæðisins í Kaliforníu. OTTO PREMINGER OTTO Preminger var Austun-íkismaðurimi einn íjölmargra, evr- ópskra kvikmyndar- gerðarmanna af gyð- ingaættum, sem flúðu Hitler og nasismann og settust að í Vestur- heimi. Fluttu með sér ferska vinda til Hollyvvood þar sem áhrif þeirra voru mjög greinileg og gætir enn. Preminger er þó af öðru sauðahúsi en þeir flestir; ekki af hinni borgaralegu gyðinga- stétt heldur var faðir hans ríkissaksóknari á Otto Preminger talaði og afkastamikli kvennamaður stað- festi ráð sitt, eins rann út samningur hans við Fox. Gerði það fyrir vin sinn, leiksljórann Billy Wilder, að fara með lilutverk yfir- manns í fangabúðum nasista í Stalag 17, (‘53). Gyðinglegur uppruni hans hefur vafalaust hjálpað Preminger í túlkun sinni á manninum, sem hann lék af slíkri innlifun að hlutverkið átti eftir að loða við hann lengi. tímum Habsborgara. Sjálfur hóf Preminger lögfræðináni en varð fljótt áhugasamari um leikhúsið og nam leik- og leiksljórn hjá Max Reinhardt. Flutti til Bandaríkjanna um miðjan fjórða áratuginn, setti upp verk á Broadway og var síðan ráðinn af Darryl F. Zanuck til 20th Century Fox. Þeir lentu uppá kant með þeim afleiðingum að Hollywood-ferli hans lauk næstum jafnskjótt og hann hófst. Leið Premingers lá aftur á Broadway, þar sem hann leik- stýrði næstu árin með góðum ár- angri. Sjálfur hljóp hami í skarðið og fór með hlutverk njósnara nas- ista í Margin For Error. Leikritið, leikarinn og leiksfjórinn Premin- ger hlutu mikið lof og fyrr en varði hafði Zanuck, af öllum möimum, keypt kvikmyndaréttinn. Sá þjóðsagnakenndi kvikmynda- mógúll og stórframleiðandi gróf stríðsöxina, Preminger hélt báðum hlutverkunum í kvikmyndagerð- inni. Hún sló svo rækilega í gegn að Zanuck faldi Preminger leik- stjórn Lauru, (‘44), þegar Rouben Mamoulian hvarf frá verkefninu. Arangurinn ein besta mynd ára- tugarins og sígild film noir. Uppfrá þessu varð Preminger einn þeirra ágætu manna sem gerðu leiksljórann sýiúlegri, ásamt mönnum á borð við Joseph L. Mankiewicz og Elia Kazan. Verk þeirra stuðluðu að því að al- menningur varð meðvitaðri um hið veigamikla hlutverk leikstjórans. Að sumu leyti háði það Premin- ger að vera samningsbundinn Fox, hann fékk að vísu nóg að gera við A-myndir, en fékk ekki að velja verkefnin. Undir þessum kringum- stæðum gerði hann nokkrar vin- sælar ágætismyndir einsog Fallen Angel, (‘45), Forever Aniber, (‘47), og ekki síst Daisy Kenyon, (‘47), sem hlaut afbragðsdóma. Sneri síð- an aftur að film noir forminu með fínum árangri, með Whirlpool, (‘49), Where the Sidewaik Ends, (‘50), þar sem hann hóaði saman öllum helstu samstarfsmönnum sínum við gerð Lauru, og ekki síst Angel Face, (‘52). Næstu ár boðuðu miklar breyt- ingar í lífí Premingers. Þessi um- Um svipað leyti fékk Preminger sitt fyrsta tækifæri sem framleið- andi og leikstjóri. Verkefnið , The Moon is Blue, (‘54), vann hann fyr- ir United Artists. Næstu árin var hann leiðandi í þeirri harðneskju- legu leikstjórahefð sem þeir inn- leiddu, Von Stroheim og De Mille. Á þessum árum gerði hann marg- ar, umtalaðar myndir, einsog T/ie Man With the Golden Arm, (‘55), þar sem tekið var á eiturlyfja- vandanum og Frank Sinatra sýndi hvers hann var megnugur sem leikari í hlutverki dópistans. Snéri síðan aftur á heimaslóðir hjá Fox og gerði þann fína vestra, River of No Return, (‘54), með Robert Mitchum og ungri og glæsilegri leikkonu, Marilyn Monroe að nafni. Þá var röðin komin að óvæntu hliðarskrefí á ferli harð- jaxlsins, sem var Carmen Jones, (‘54), sem ég mæli eindregið með. Sama er ekki hægt að segja um SaintJoan, (‘57), né Bonjour Tristesse, (‘57), þó eru ekki allir á sama máli hvað snertir síðar- nefndu myndina, sem byggð er á metsölubók Francois Sagan. Exodus, (‘60) er minnisstæðust fyrir tónlistina, einkum titillagið, sem maður hefur raulað æ síðan. Þá var komið að Advise and Consent, (‘62), bestu mynd Prem- ingers frá því hann lauk við Lauru. í kjölfarið fylgdi The Car- dinal, (‘63), og Anatomy of a Murder, (‘59), lítil en rómuð mynd, sem ég hef ekki komist í tæri við. Þar er góðleikarinn James Stewart sagður fara á kostum. Hún hlaut fjölda Oskarsverðlaunatilnefninga. Nú fór ferli þessa ábúðarmikla og umtalaða leikstjóra, sem margoft hafði staðið uppí hárinu á Bandaríska kvikmyndaeftirlitinu, heldur hrakandi.In Harm’s Way, (‘65), var steinrunnin risaeðla um árásina á Pearl Harbour, mér er hún einkum minnisstæð sökum mannveru sem kúrði inní dverglíkani tundurspills. Ekki mjög sannfærandi í tugmillj- óndalamynd. Sama ár kom Bunny Lake is Missing, með Lord Olivier og fleiri góðum mönnum, hún átti sín augnablik. Síðustu sex mynd- irnar hans voru mislukkaðar. Sú síðasta, The Human Factor, (‘80), var ábúðarmikil kvikmyndagerð metsölubókar Grahams Green. Úrvalsfólk í öllum plássum. Allt kom fyrir ekki. Svanasöngur þessa gustmikla leikstjóra var heldur lágstemmdur og barst ekki víða. „Ottó hinn hræðilegi", einsog hann var gjarnan kallaður af samstarfsmönnum, lést 1986. Hann þótti viðskotaillur en fylginn sér, kom m.a. mörgum listamönn- um, útskúfuðum af O-amerísku nefndinni hans Joe McCarthy, aft- ur til starfa í kvikmyndaborginni. Sígild myndbönd „LAURA“ Sígild rökkurmynd (fílm noh-) um mannshvarf sem snýst uppí morð- rannsókn undir stjórn lögreglu- mannsins Dana Andrews. Laura (Gene Tierney) er álitin myrt, birtist í miðri rannsókninni og verður ein grunaðra, ásamt húsbónda hennar og vonbiðli (Clifton Webb), kærasta (Vincent Price) og keppinaut hennar um ástir Price (Judith Andreson). Ofar öllu er skapanornin Laura, hríf- andi og glæsileg í meðfórum Tiemey og sjálf angar myndin af öllum und- irstöðuefnum rökkurmyndarinnar; svikum, glæpum, spillingu, ástum og afbrýði. Algjörlega ómissandi. „ADVISE AND CONSENT" ★★★★ Firnasterk (í minningunni), pólitísk ádeila á baktjaldamakkið í Wash- ington. Þar sem allt er fágað á yfir- borðinu en undir mullar maðkaveita bitlinga, framapots, fjárkúgana og ámóta huggulegheita. Stórkostlegur leikhópur með Charles Laughton (sem dó örskömmu eftir frumsýn- ingu), er ógleymanlegur. Telur m.a. Walter Pidegon, Lew Ayres, Henry Fonda, Franchot Tone, Don Murray, Gene Tierney. Á örugglega ekki síður erindi til kvikmyndahús- gesta í dag. „CARMENJONES„ irtrk'k Hliðarspor harðjaxlsins er jafn ánægjulegt og það er óvænt. End- urskoðuð kvikmyndagerð óperu Bizets er með þeldökkum leikurum eingöngu. Dorothy Dandridge fer fyrir úrvalsmannskap sem titilper- sónan, femme fatale, par exellence. Þau eru einnig minnisstæð Harry Belafonte, Pearl Baily og Diahann Carroll, sú síðastnefnda í sínu fyi-sta kvikmyndahlutverki. Litrík, ástríðufull og seiðandi og sýnir ljós- lega hversu Preminger var fjölhæf- ur. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.