Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 69

Morgunblaðið - 09.01.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 ,89 FÓLK í FRÉTTUM ... og líkaminn fylgdi með VISSULEGA var andinn reiðubúinn og ekki vantaði keppnisskapið svo að líkaminn átti engrar undankomu auðið þegar „gamlir“ fimleikamenn lögðu allt sitt í sölurnar á árlegu Jólamóti sínu í fimleikahúsi Ar- menninga daginn fyrii’ gamlárs- kvöld. Fregnir höfðu borist af þessu óvenjulega fimleikamóti þar sem gamlir íslandsmeistarar og reyndar nýjir líka reyna með sér í vægast sagt óhefðbundnum fimleikagrein- um þar sem hvergi var gefið eftir undir öflugum hvatningarópum. Reyndar voru í bland við þau at- hugasemdir um vaxtalag og saman- burður við hinar ýmsu dýrategundir - flestar hertu þær viðkomandi kappa en margur hefði bognað eða jafnvel brotnað. Fyrir 13 árum fundu nokkrir keppnisglaðir kappar upp á því að keppa um hver gæti stokkið hæst af trampólíni. Síðan bættist við hópinn og „köngulóarfótbolta" var bætt inn 1 dagskránna, sem varð sífellt meiri að umfangi. Nú 13 árum og jafn- mörgum mótum síðar spreyttu 20 garpar sig í 6 greinum, sem elstu garparnir, Ingólfur Stefánsson og Heimir Gunnarsson hönnuðu en nokkuð bar á því að þeir breyttu að- eins útaf reglum ef greinin virtist henta þeim yngri betur. Sem fyrr sýndu þeir mikið hugmyndaauðgi en allar greinar urðu að fela í sér mælingu á tíma eða hve oft menn gátu framkvæmt hinar ýmsu æfing- ar því fyrir nokkrum árum var reynt að gefa stig fyrir stíl og tilþrif en það leiddi af sér þvílíkar rökræð- ur að það varð næstum að sérstakri grein! Fyrst á dagskrá var handstaða á hæl og hnakka „en án hnakkaspiks“ þar sem menn áttu að standa á höndum við vegg með fæturna á gólfinu en spyrna sér síðan í hand- stöðu og setja hælana í vegginn. Þar sem flestir höfðu aldrei séð slíkar aðfarir var um að gera að spreyta sig síðastur til að læra tæknina og síðustu menn náðu rúmlega 20 spyrnum en þeir fyrstu fengu þess meiri hausverk er þeir hrundu niður örmagna. Næst á dagskrá var þotu- keppni niður tröppurnar, sem líka var ný grein og þá lærðu menn eftir nokkrar mínútur og nokkra sára rassa að hafa púða undir sér á snjó- þotunni. Flestir lögðu ofuráherslu á að ná sem bestum tíma og hirtu lítt um lendingu svo að nokkuð var um sára olnboga en ekki hvarflaði að neinum að barma sér - sérstaklega ekki í þessum hópi. í þriðju grein- inni átti að hoppa af trampólíni uppá tveggja metra háa dýnu og lenda standandi - þeir sem hreyfðu eftir lendingu fengu grimm refsistig og því gátu áhorfendur búið til auka- keppni um hvaða andlit væri mest afmótað af einbeitingu. Tímabraut með ýmsum þrautum var næst á dagkrá og nokkuð mun- aði á mönnum því brautin vai’ svo flókin að menn mundu ekki alltaf leiðina. Eitthvað var líka farið að ganga á þrekið en líkaminn fékk sem fyrr littlu ráðið því keppnis- skapið hafði tekið völdin. Keppend- ur voru óspart hvattir og leiðbeint en urðu að gæta sín vandlega því sumir mótherjanna reyndu - en þrættu fyrir síðar - að vísa á aðrar leiðir. í boltakastinu, þar sem kasta átti þungum bolta þvert yfir salinn, var vissara fyrir að alla að vera vel á verði þvi allur kraftur var lagði í kastið en minna í miðið. Síðasta greinin var stökk af kaðli. Eins og í öðrum greinum var mest kapp lagt á sveifluna og minna skeytt um lend- ingu en flestir lentu þó á dýnunni - ekki þó allir en sem fyrr þorðu menn ekki fyrir sitt litla líf að barma sér, slíkt var aðeins til að bjóða upp á fleiri athugasemdir um sig og sinn stfl. Urslit voru að einhverju leiti í samræmi við aldur en þeir sem íylgdust með töldu að bæta mætti þrjósku við þá útreikninga. Ónefnt skal hver var síðastur og fékk viður- nefnið Hómer, í höfuðið á spekingn- um úr sjónvarpinu, en óneitanlega MYNDLISTANAMSKEIÐ fyrir börn, unglinga og fullorðna - byrjendur og lengra komna. Teikning, málun (vatnslitir, akril, olía, silkimálun), myndvefnaður, teiknimyndasögur og fjöltækninámskeið fyrir börn og unglinga. UPPLÝSINGAR OG INNRITUN ( SÍMA 562 2457 OG 552 6570 i,r ■ POW** 0 ISX 2500* i y GX StSOO* 30% Gins0«ossdeS Soper ir“ . ems 'yfrSh'- POW€R gim: GX 2500+ Unnið úr kóresku Panex ginseng-rótinni „Ef ginseng-afurðir eru ósviknar innihalda þær ginsenosíð. Því meira þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu ginsenosð-innihaldi.” Úr bókinni Lækningamáttur líkamans bls. 192, birt með leyfi útgefanda og þýðanda bókarinnar. Ginsenosíð er hið virka efni ginseng-rótarinnar. Power ginseng inniheldur 30% ginsenosíð. Innfl. CetUS, sími 551 7733 KRISTJÁN Ársælsson sýndi glæsileg tilþrif í þotukeppninni og náði góðum túna í brautinni, sem reyndar er stiginn milli 1. og 2. hæðar í Armamisheimilinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins EKKI þurfti að biðja keppendur tvisvar um að stilla sér upp fyrir myndatöku enda vanir menn á ferðinni. Guðjón Gíslason og Kristján Ársælsson, sem eru fremstir á myndinni, buðu uppá þessa skemmti- legu tilþrif og Skarphéðinn Halldórsson lét ljós sitt skfna á trampólín- inu fyrir aftan - gat ómögulega hætt að skoppa þar. hljómar það vel með Heimi. Sigur- vegaranum Ki’istjáni Ársælssyni féll í skaut skjöldur og árituð jólasveina- húfa en það var léttvægt miðað við að sjá andlitið á þeim, sem ekki fengu neitt. Út með annan hund „Ég hef stefnt að þessu í átján ár, alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Kristján Ársælsson kampa- kátur með jólasveinahúfuna sína og verðlaunadiskinn en greinilegt að gleðin var mest yfir að sjá hina með enga húfu og engann disk. Hann bætti við hugsi. „Maður vinnur ekki svona mót nema með þrotlausum æfingum og reynslu. Það hjálpaði mér mikið þegar fór að fara með hundinn út að labba og ég skora á almenning að gera slíkt,“ sagði Kri- stján en bætti hlæjandi við eftir að hafa íhugað þessa gáfulegu setn- ingu: „samt ekki með hundinn minn.“ ÞRÖSTUR Hrafnsson lét flakka í orðsins fyllstu merkingu á síðustu grein Jólamótsins þegar menn stukku af kaðli sem allra lengt inná dýnu. Eflaust hefúr flugferðin árið áður setið á honum en þá náði hann ekki inn á dýnuna og fékk miður mjúka lendingu. Stöndum vörð um heilsuna I vetrarkuldanum C-500, GERICOMPLEX & SÓLHATTUR Þrír öflugir máttarslólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla að hreysti. Gericomplex inniheldur helstu vítamín og steinefni, lesitín og Ginsengþykknið öfluga G-115. Rannsóknir sýna að G-115 þykknið hjálpar blóðinu að flytja aukið súrefni út í frumur líkamans. Saman auka þessi efni líkamlegt og andlegt starfsþrek. C-vítamín er tekið aukalega í kuldatíð. Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling ráðlagði öllum að tryggja sér ávallt nægilegt C-vítamín. Sólhattur er einhver vinsælasta og mest notaða lækningajurt víða um heim, ekki síst á norðlægum slóðum, þar sem vetrarhörkur herja á heilsu manna. NÚ ER ÞESSI SAMSTÆÐA Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Fullt verð: lnrMðSU. Tilboðsverð: kr. 1.490,-* *Tilboð þetta gildir til 16. janúar Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.