Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 09.01.1999, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1999 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Vínar- veisla Sin- - fóníunnar VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Islands, sem jafnan eru vinsælustu tónleikar hljóm- sveitarinnar, voru haldnir í Laugardalshöll í gærkvöldi. Talar sumt tónelskt fólk um þrefalda hátíð á þessum árs- tíma, jól, áramót og Vínartón- leika. Að þessu sinni höfðu fé- lagar í hljómsveitinni annað til- efni til að kætast og klæða sig uppá því fyrr í vikunni fékk Sin- fóm'an vilyrði fyrir nýjum heim- kynnum í tónlistarhúsi í mið- borginni. , if, Vínartónleikarnir verða end- urteknir í Laugardalshöll í dag kl. 17 og í íþróttahúsinu á Egils- stöðum á morgun kl. 16. Flugleiðir selja Þyrpingu hótel sín í Reykjavík Kaupverð nemur tveimur milijörðum FASTEIGNAFYRIRTÆKIÐ Pyrp- ing, sem er í eigu fjölskyldu Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, hefur keypt Hótel Esju og Hótel Loftleiðir af Flugleiðum hf. Kaup- verð bygginganna nemur 2 milljörð- um króna sem greiðist upp á næstu vikum. Samhliða sölusamningi, und- irrituðu forsvarsmenn félaganna einnig langtíma leigusamning sem felur í sér að Flugleiðir leigja bygg- ingarnar af Þyrpingu næstu 15 árin og sjá áfram um rekstur hótelanna. Kaupþing hf. hafði milligöngu um viðskiptin og hefur umsjón með lánsfjármögnun fyrir hönd Þyrping- ar. Bókfært verð eignanna tveggja í reikningum Flugleiða er nú rúmlega 700 milljónir króna, sem er 1.300 milljónum króna undir söluverði. Eykur svigrúm í flugrekstrinum Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir sölu eignanna bæði koma til með að styrkja Flugleiðir fjárhagslega auk þess sem svigrúm móðurfélagsins til áframhaldandi uppbyggingar í flugrekstri og ferða- þjónustu eykst. „Með sölu hótelanna eykst bókfært fé Flugleiða um 20%. Samhliða söluhagnaði vegna þessara viðskipta þá gerum við einnig ráð fyrir jákvæðri rekstrarstöðu á ár- inu.“ Sigurður Gísli Pálmason, einn af eigendum Þyrpingar, segir kaupin í gær samræmast vel markmiðum fyrirtækisins um að hasla sér völl á fasteignamarkaði, jafnframt því sem félagið hafí mikla trú á vexti og við- gangi ferðamannaþjónustu á Is- landi. ■ Greiða fyrir/22 Morgunblaðið/Ásdís Samkomulag í sjávarútvegsnefnd um breytingar við kvótafrumarp Trillukarlar geti valið um mismunandi leiðir FULLT samkomulag náðist í gær innan stjómar- meirihlutans í sjávarútvegsnefnd Alþingis um breytingartillögur við frumvarp sjávarútvegsráð- herra um stjóm fískveiða varðandi fiskveiði- stjómun smábáta. Kynnt í dag Varð niðurstaða meirihlutans í sjávarútvegs- nefnd sú í gær, skv. heimildum Morgunblaðsins, að í frumvarpinu verði smábátaeigendum gefinn kostur á að velja á milli þeirrar leiðar sem fólst í tillögu sjávarútvegsnefndar, sem kynnt var sl. miðvikudag, og þess kerfis sem Landssamband smábátaeigenda lagði til en talsmenn þess lögð- ust harðlega gegn þeim breytingartillögum sem samþykktar höfðu verið í sjávarútvegsnefnd og ♦íingflokkum ríkisstjómarinnar sl. miðvikudag. Verður samkomulagið sem náðist í gær kynnt fulltrúum minnihlutans á fundi sjávarútvegs- nefndar sem hefst kl. 10 í dag. Skv. upplýsingum blaðsins felst í meginatrið- um í breytingartillögunum að smábátasjómenn í sóknardagakerfinu geti valið á milli þess annars vegar að framlengja veiðikerfi sóknardagabáta í tvö fiskveiðiár til viðbótar, þar sem handfæra- bátar fengju að róa 40 daga á ári en línu- og handfærabátar í 32 daga. Jafnframt yrði sett 30 tonna þorskaflahámark á hvern bát en þeir sem það vilja geti þó flust strax yfir í þorskaflahá- markskerfi. Þetta er sú leið sem fulltrúar Lands- sambands smábátaeigenda hafa lagt áherslu á. Hins vegar geti smábátaeigendur valið þá leið að framlengja sóknardagakerfið í tvö ár þar sem bátunum yrði heimilt að halda áfram að veiða á handfæri í 23 daga á ári, yfir sumartímann, á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september. Ekkert Sund kaupa Austur- stræti 17 FYRIRTÆKIÐ Sund ehf. sem er í meirihlutaeigu Gunnþórunnar Jóns- dóttur, ekkju Óla Kr. Sigurðssonar sem kenndur var við Olís, hefur keypt húseignina Austurstræti 17. Jón Kristjánsson, stjórnarformað- ur Sunda, segir að kaupin hafi farið fram í desember og hafi fyrirtækið nálgast fasteignasala þann sem hafði milligöngu um söluna að fyrra bragði. Eignin var keypt af erfingj- um Valdimars Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Valdi í Silla og Valda, þeim Sigurði og Þorkatli Valdimarssonum. „Kaupin fóru fram í fjárfestingar- skyni og við hyggjum ekki á neinar breytingar á húsnæðinu. Verslun 10-11 er á neðstu hæðinni og skrif- stofur á efri hæðum og svo mun verða áfram,“ segir Jón. Húseignin Austurstræti 17 er um 2.300 fermetrar að stærð. Sund keyptu eignina á viðunandi verði, að sögn Jóns, en kaupverð er ekki gefið upp. ---------------- Iceland Seafood Von um betri afkomu FRAMLEIÐNI fiskréttaverksmiðju Iceland Seafood Corporation, dótt- urfyrirtækis íslenskra sjávarafurða hf. í Newport News í Bandaríkjun- um, hefur aukist um helming á manntíma frá því verksmiðjan tók til starfa fyrir um ári. Benedikt Sveins- son, sem settist í forstjórastól fyrir- tækisins undh’ lok síðasta árs, segir að nú séu ýmis teikn á lofti um batn- andi afkomu verksmiðjunnar og því verði að nýta þau sóknarfæri sem gefast. A framleiðendafundi IS, sem hald- inn var í gær og fyrradag, sagði Benedikt að öllum væri Ijós hin erf- iða staða ISC í Bandaríkjunum. Hann sagði ljóst að auka þyrfti sölu fyrirtækisins á næsta ári. ■ Teikn á lofti/23 aflahámark yrði sett á veiðarnar. Sóknardagar verði bundnir kennitölu smábátaeigenda en ekki útgerð eða bát og þeir yrðu þar með framseljan- legir. Vildu koma til móts við álit smábátasjómanna Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra stað- festi í gær að niðurstaða lægi fyrir en vildi ekki tjá sig efnislega um breytingartillögurnar. „Það hefur í sjálfu sér alltaf legið fyrir samkomulag en þegar álit smábátasjómanna lá fyrir vildu menn reyna að koma til móts við það og menn telja sig hafa fundið leiðir til þess. Nú er verið að vinna tæknivinnu í tengslum við það,“ sagði Þor- steinn. ■ Geta valið/39 Enn er sprengt í Hagaskóla TVÆR rúður voru sprengdar í Hagaskóla um klukkan 21.30 í gærkvöldi og er talið að notast hafi verið við skotelda við þær sprengingar samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Lögreglan kannaði vettvang sprenging- anna í gærkvöldi og voru nokkrir unglingar færðir í ung- lingaathvarf í miðbænum. Öeinkennisklæddir lögreglu- menn stóðu vörð í skólanum á skólatíma í gær og bar þá ekk- ert til tíðinda. Að sögn lögreglu höfðu borist ábendingar í gær um hverjir væru forsprakkar þeirra sprenginga sem verið hafa í skólanum undanfarna daga og voru bundnar vonir við að upplýst væri hverjir þar væru að verki. Töldu menn góð- ar líkur á að ófremdarástandi því sem verið hefur í skólanum að undanförnu væri lokið, allt þar til fregnir bárust af spreng- ingunum í gærkvöldi. Töluverð- ur hópur unglinga mun þá hafa verið við skólann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.