Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilt um lögmæti arðgreiðslu hitaveitunnar í borgarstjórn Segja forsendur fj árhagsáætlun- ar breyttar SJALFSTÆÐISMENN í borgar- stjóm Reykjavíkur telja að forsendur fjárhagsáætlunai- borgarinnar og for- sendur stofnunai’ Orkuveitu Reykja- víkur hafi breyst vegna álitsgerðar Hreins Loftssonar hrl. íyrir Hafnar- fjarðarbæ. Hreinn telur að notendur Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði eigi endurkröfurétt á hendur henni vegna þess að of há afnotagjöld hafi verið innheimt á síðustu ámm. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1 borgarstjórn telja að óhóflegar af- gjaldskröfur R-listamanna af hita- veitunni hafi valdið því að nágranna- sveitarfélögin hafi talið á sér brotið. Afar lág arðsemiskrafa Borgarfulltrúar R-lista sökuðu sjálfstæðismenn um að ganga erinda flokkssystkina sinna í bæjarstjóm Hafnarfjarðar og að hafa ekki hags- muni Reykvíkinga að leiðarljósi. Helgi Hjöivar, borgarfulltrúi R- lista, sagði að Eyþór Arnalds, full- trúi D-lista, talaði eins og bæjarfull- trúi í Hafnarfirði um málefnið. Helgi benti á að orkuverð Hitaveitu Reykjavíkur væri með því lægsta sem þekktist og hefði ekki hækkað umfram verðlagsþróun á síðastliðn- um árum og arðsemiskrafa borgar- sjóðs væri afar lág. Reykjavíkurborg hefði lagt í mjög miklar fjárfestingar vegna Nesjavallavirkjunar, mun fyrr en annars hefði verið þörf, til þess að þjóna nágrannasveitarfélögunum. Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði R- listamenn um dylgjur vegna ásakana um að minnihlutinn gengi erinda annarra en Reykvíkinga. Hún sagði afgjöld af hitaveitunni dæmi um óhófiegar álögur. Forystumenn meirihlutans í Hafn- arfirði boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þeir kynntu lögfræð- iálit Hreins Loftssonar og kröfur Hafnarfjarðarbæjar á hendur Reykjavíkurborg og Hitaveitunni. ■ Hafnfirðingar krefjast/10 Morgunblaðið/Ásdís Solana fundar með ráðamönnum JAVIER Solana aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins kom hingað til lands í gærkvöldi. Hann mun fyrir há- degi í dag eiga fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra. Munu þeir m.a. ræða stöðuna í alþjóðamálum og undir- búning 50 ára afmaílis NATO seinna á þessu ári. Islensku ráð- herrarnir héldu Solana kvöld- verðarboð í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi og var myndin tekin við það tækifæri. Morgunblaðið selt í 53.365 eintökum VIÐ skoðun á upplagi Morgunblaðs- ins síðari helming liðins árs, júlí til desember 1998, í samræmi við regl- ur Upplagseftirlits VI, var staðfest að meðaltalssala blaðsins á dag var 53.365 eintök. Sama tíma árið 1997 var meðaltalssalan 52.327 eintök á dag. Er aukningin 1038 seld eintök á dag. Upplagseftirlit Verslunarráðsins annast eftirlit og staðfestingu upp- lags piæntmiðla fyrir útgefendur, sem óska efth- því og gangast undir eftirlitsskilmála. Trúnaðarmaður eft- irlitsins er löggiltur endurskoðandi. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem nýtir sér þessa þjónustu nú. Gengið frá kaupum Jóns Ólafssonar í Skífunni á Arnarneslandi í Garðabæ Lýsir áformum um að byggja íbúðarhverfi JÓN Ólafsson, eigandi Skífunnar, hefur keypt Arnamesland í Garðabæ og hyggst byggja það upp sem íbúðahverfí eða selja öðrum möguleik- ana til þess. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ segir að Garðabær hafi nægilegt byggingarland á Hraunsholti til ársins 2004, miðað við núverandi stefnu bæjaryfii-valda um þróun bæjarins. Landið sem Jón hefur keypt er á Arnarnes- hálsi, austan Hafnarfjarðarvegar. Liðlega 34 hektarar eru sunnan í hálsinum og tæpir 10 norð- an í honum og liggur sá hluti landsins að Kópa- vogi. Landið er því 44 hektarar að stærð. Það er keypt af 22 erfíngjum. Fréttastofa Stöðvar 2 sagðist hafa heimildir fyrir því að landið hafi ver- ið keypt á 700 milljónir kr. staðgreitt, á tvöföldu því verði sem Garðabær hefði boðið eigendunum, en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Jóns vill ekki staðfesta þá upphæð. Jón Ólafsson er staddur erlendis. í fréttatil- kynningu sem send var út fyrir hann í gær kom fram að um væri að ræða spennandi fjárfesting- arkost, þar sem Arnarneslandið væri eitt eftir- sóttasta byggingarlandið í nágrenni höfuðborg- arinnar og hentaði sérlega vel til íbúðarbyggð- ar. Fram kemur að ráðgert er að hefja sölu á lóðum á næstunni. Sigurður G. Guðjónsson seg- ir að Jón hafi áform um að byggja upp á landinu, hugsanlega í samstarfi við aðra aðila eða selja öðrum möguleikana til þess. Bendir í því sam- bandi á að fleiri aðilar hafí sóst eftir kaupum á landinu. Sigurður segir að þegar sé samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið en tekur fram að málið verði að vinna í samvinnu við bæjaryfirvöld í Garðabæ og segir að væntanlega verði óskað eft- ir fundi með þeim í næstu viku, eftir að Jón kem- ur til landsins. Nægar lóðir til 2004 Bæjarstjórn Garðabæjar skipulagði landið sunnan í Arnarneshálsi með deiliskipulagi sem samþykkt var árið 1997 og gerði þar ráð fyrir lið- lega 380 íbúðum og alls hátt í 1.200 manna hverfi. Bæjarstjórnin hafði hug á því að eignast landið og gera það að næsta bygg- ingasvæði bæjarins. Ekki náð- ust samningar við eigendur og Hæstiréttur hafnaði í byrjun síðasta árs eignarnámi sem bærinn hafði fengið dæmt sér til handa. Eiríkur Bjarnason, bæjar- verkfræðingur í Garðabæ, seg- ir að þegar séð var í hvað stefndi með samninga við eig- endur Arnameslands hafi ver- ið ákveðið að byggja í staðinn upp nýtt íbúðarhverfi, álíka stórt, í landi bæjarins í Hraunsholti. Stefnt væri að því að úthluta 50-60 lóðum á ári og væri útlit fyrir að landið dygði bænum til ársins 2004.1 þessu sambandi gat hann þess að það væri vilji þæjarstjórnar að byggja bæinn hóflega hratt upp, ráða jafnóðum við viðbótina til þess að geta haldið í horfi með þjónustu fyrir alla íbúa bæjar- ins. Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri sagði að bæjaryfirvöld myndu hlusta á allar góðar til- lögur, þegar leitað var viðbragða hans við hug- myndum um uppbyggingu á Arnameslandi. Aðalatriðið væri að hugmyndirnar samiýmdust almennum hagsmunum Garðbæinga og áformum bæjaryfirvalda um uppbyggingu og þjónustu við íbúana. Dagsbrún/Framsókn, FSV og Sókn Sameinað félag fær nafnið Efling - stéttarfélag STJÓRN sameiginlegs félags Dagsbrúnar - og Framsóknar, Starfsmannafélagsins Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum samþykkti á fundi í gær að nafn hins nýja félags skyldi vera Efl- ing - stéttarfélag. Var þetta ákveðið í kjölfar atkvæðagreiðslu um nafn félagsins sem fram fór meðal félagsmanna en þar fékk nafnið Efling - stéttarfélag flest atkvæði. Halldór Björnsson, formaður Eflingar - stéttarfélags, segir að ýmsar hugmyndir um hvert ætti að vera nafn hins sameinaða félags hafi legið í loftinu allt frá árinu 1996 en nú liggi niðurstaðan fyrir. Dagsbrún var elst stéttarfélaganna fjögurra sem sameinuðust í hinu nýja félagi og má rekja sögu nafns- ins allt aftur til ársins 1906, þegar Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað. Halldór segist munu sakna Dagsbrúnamafnsins nú þegar það hverfur út úr verkalýðsumræð- unni. „Eg hugsa að nafnið muni loða við mig á meðan ég er hér en ég sakna þess auðvitað. Það þýðir hins vegar ekkert að tala um slíka hluti." Gula línan á mbl.is LESENDUM mbl.is gefst nú kostur á að nýta sér þjónustu Gulu línunnar á Netinu. Vefur Gulu línunnar er þjónustuvef- ur þar sem notendur geta leitað eftir vöi-um og þjónustu hjá skráðum fyrirtækjum. Leitarvef Gulu línunnar má nota með tvenns konar hætti. Hægt er að leita eftir ákveðn- um fiokkum sem finna má til vinstri á upphafssíðunni eða með því að slá inn leitarorð innan merkts svæðis. Þegar niðurstaða hefur fengist er hægt að þrengja leitina enn frekar eftir staðsetningu eða öðrum leitarskilyrðum sem fyrirtækið á að uppfylla. Þessi tenging er tilrauna- verkefni fyrirtækjanna Miðl- unar og Morgunblaðsins. Hægt er að nálgast vef Gulu línunnar með því að smella á hnappinn Gula línan sem er til hægri á mbl.is undir flokknum Nýtt á mbl.is. Einnig má slá inn slóðina: www.mbl.is/gulalinan Sérblöð í dag A FOSTUDOGUM Skondmr gaukar Um Andesfjöll á klyfjuðum hjólhestum • Örn stefnir að því að : bæta flugsundsmetin / C8 • •••••••••••••••••••••••••• : Arna Steinsen verður : KR-ingur í einn dag / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.