Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Horft frá brúnni eftir Arthur Miller frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld
Miskunnar-
leysi lífs-
reglnanna
Leikritið Horft frá brúnni eftir bandaríska
leikritahöfundinn Arthur Miller verður
frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Mar-
grét Sveinbjörnsdóttir fylgdist með æfíngu.
SÖGUSVIÐIÐ er hafnarhverfí
ítalskra innflytjenda í Brook-
lyn í New York í kringum
1950 og miðpunktur þess er heimili
hafnarverkamannsins Eddie Cai'bo-
nes og eiginkonu hans, Beatriee.
Með hlutverk Eddies fer Eggert
Þorleifsson og Hanna María Karls-
dóttir leikur eiginkonuna. Á heimil-
inu er einnig Katrín, 17 ára systur-
dóttir Beatrice, sem þau hafa geng-
ið í foreldrastað, en með hlutverk
hennar fer Marta Nordal.
Þegar tveir frændur Beatrice frá
Sikiley, ólöglegir innflytjendur,
flytja inn á heimilið, fer fljótlega af
stað atburðarás sem persónurnar
eiga erfítt með að henda reiður á.
Þeir koma frá Sikiley, þar sem fá-
tækt og atvinnuleysi er gífurlegt, og
fara að vinna við höfnina. Eldri
bróðirinn, Marco, sem Þórhallur
Gunnarsson leikur, á eiginkonu og
þrjú böm, sem hann sendir peninga
til þess að þau geti skrimt. Sá yngri,
hinn Ijóshærði Rodolpho, er hins
vegar laus og liðugur og leyfír sér
að eyða peningum í plötur, fót og
bíóferðir, auk þess sem hann leggur
fyrir en sendir ekki heim til Italíu.
Hann ætlar sér nefnilega að gerast
amerískur ríkisborgari. Með hlut-
verk hans fer Guðmundur Ingi Þor-
valdsson. Rodolpho og Katrínu
verður fljótt vel til vina og þróast
vináttan smám saman í ást. Þá
blossar upp afbrýðisemi hjá Eddie
og smátt og smátt kemur í ljós að
tilfinningar hans til fósturdótturinn-
ar eru mun flóknari en hann sjálfur
gerði sér grein fyrir. Hann einsetur
sér að skilja elskendurna að - með
afdrifaríkum afleiðingum.
Hlutverk Katrínar er frumraun
Mörtu hjá Leikfélagi Reykjavíkur
en eftir að hún lauk leiklistamámi
frá Bristol Old Vic í Bretlandi vorið
1995 réðst hún til Leikfélags Akur-
eyrar. Hún segir það einstakt tæki-
færi að fá að þreyta framraun sína
hjá LR í Horft frá bránni. „Bæði að
fá svona gott hlutverk og svo í svona
mögnuðu leikriti," segir hún. Guð-
mundur Ingi lauk prófl frá Leiklist-
arskóla Islands síðastliðið vor. Horft
frá bránni er önnur uppfærslan sem
hann tekur þátt í hjá LR, en hann
lék Johnny Casino og síðar Kenickie
í rokksöngleiknum Grease.
f öðram persónum í leikritinu
ber fyrstan að nefna lögfræð-
inginn Alfieri, Hjalta Rögn-
valdsson, sem er einskonar sögumað-
ur, sem fylgist með framvindunni úr
fjarlægð, og hafnarverkamennina
Louis, Ara Matthíasson, og Mike,
Ellert A. Ingimundarson. í hlutverk-
um lögreglumanna era þeir Jón J.
Hjartarson og Jóhann G. Jóhanns-
son, Steindór Hjörleifsson leikur
Lipari slátrara og Margrét Ólafs-
dóttir konu hans og tveir „kafbátar"
eru þeir Sigursteinn Stefánsson og
Þorleifur Amarsson. Nágrannana
leika þau Anna Man'a Einarsdóttir,
Christopher Astridge, Magnús Þor-
steinsson, Geir Magnússon, Gíslína
Petra Þórarinsdóttir, Hrefna Gunn-
arsdóttir, Jóna Sólbjört Ágústsdóttir,
Lian Molloy, Linda Hafsteinsdóttir,
Sigríður R. Bjamadóttir og Sóley
Björt Guðmundsdóttir.
Kristín Jóhannesdóttir er leik-
stjóri verksins, leikmynd er eftir
Stíg Steinþórsson, búningar eftir
Helgu I. Stefánsdóttur, um hljóð sér
Ólafur Öm Thoroddsen og lýsing er
í höndum Ögmundar Þórs Jóhannes-
Morgunblaðið/Golli
EGGERT Þorleifsson sem Eddie (t.h.). í hlutverki ljdshærða ítalans Rodolpho er Guðmundur Ingi Þor-
valdsson og Katrfnu leikur Marta Nordal.
sonai-. Samband þeiiTa Katrínar og
Eddies er mjög náið. „Það er mikil
ást á milli þeima, skilyrðislaus ást,
sem er saklaus þangað til aði-ir fara
að skilgreina hana á annan hátt og
nefna öðru nafni en þau hafa upplif-
að hana sjálf, þannig að þessi ást fer
að verða flóknari og meiri en hún
virðist vera. Eddie er í stöðugri yf-
irfærslu tilfínninga sinna yfir á
aðra, hann getur engan veginn
horfst í augu við - og veit kannski
ekki einu sinni sjálfur - hvaða til-
finningar hann ber til hennar.
Þannig að hann er stöðugt að finna
aðrar ástæðm- og önnur rök fyrir
því sem hann gerir. Hann missir
tökin þegar annai- aðili kemur í spil-
ið og hennar ást fer allt í einu að
snúast frá honum og yfir á aðra
manneskju.
vo er Katrín líka að vakna til
lífsins sem kona, hann sér
hana breytast fyrir augum
sínum úr barninu sem skoppar í
kringum hann, þjónar honum og
elskar hann takmarkalaust, yfir í
konu sem vill fara út í lífið, vinna og
vera til sem einstaklingur," segir
Mai-ta. „Það er samt alveg spurning
hvað þetta er, það er látið að því
liggja að hann sé búinn að halda
henni í hálfgerðri einangrun, hann
vill ekki hleypa henni út. Það kemur
fram að síðastliðin tvö ár sé þetta
búið að bitna á sambandi þeirra Be-
atrice. Ef hann hefði leyft Katrínu
að fai'a út, ef hún hefði fengið að
hitta annað fólk og þar af leiðandi
líka aðra karlmenn, hefði hún þá
nokkum tíma orðið svona ofboðs-
lega háð honum? Hann ki-efst ástar,
hann krefst dýrkunar og hann
krefst þjónustu, og við fyi-stu sam-
keppni þá fríkar hann út,“ segir
Guðmundur Ingi.
eatrice, eiginkonu Eddies, er
hætt að standa á sama um
ástandið á heimilinu. Hún ótt-
ast það sem hún skynjar á milli fóst-
urdótturinnar og eiginmannsins og
hvetur hana til að standa á eigin fót-
um, taka eigin ákvarðanfr og lifa
sínu eigin sjálfstæða lífi. „Það er
kannski spuming hvort Beatrice
finnst Rodolpho álitlegur tengdason-
ur eða hvort hún vill bara losna við
Katrínu af heimilinu til þess að fá
manninn sinn aftur og bjarga hjóna-
bandinu," segir Guðmundur Ingi.
Eddie tönnlast á því að Rodolpho
sé ekki eðlilegur. Eitt er að hann er
ljóshærður og svo syngur hann og
dansar og kann meira að segja að
sauma. Hann er með öðram orðum
listhneigður. „Ef drengur fæðist
með svona hár á Ítalíu þá held ég að
hann geti ekki verið eðlilegur. Hann
hlýtur alltaf annaðhvort að vera
settur í einhverja aðstöðu af samfé-
laginu eða líta sjálfui- í spegil og
hugsa með sér: Eg er ekki eins og
allir hinir, annaðhvort er ég fífl eða
ég hef einhverja hæfileika sem aðrir
hafa ekki. Eg held að hann líti sjálf-
ur svo á,“ segir hann.
Allt snýst verkið um heiður og
mannorð, sem maður ver fram í
rauðan dauðann, hvað sem það
kostar. Marco, eldri bróðir
Rodolphos, er holdi klæddur fulltrái
sikileyska samfélagsins. „Hann er
svo akkúrat maður; ef Eddie býður
þeim að vera og segir að þeir þurfi
ekki að borga leigu og þurfi ekki að
borga fæði, þá á það að standa, al-
veg skilyrðislaust. Hann skilur ekki
annað,“ segir Guðmundur Ingi, „ef
þú býður eitthvað, þá krefstu
einskis í staðinn."
„Hið mikilvægasta í leikritinu
Horft frá bránni var í mínum huga
að leyfa atburðunum að þróast
áfram: Miskunnarleysi lífsregln-
anna, því í kringum mig fann ég tor-
tímandi ójafnvægi milli tilfinningar
og dómgreindar. Lífstréð breyttist í
kræklótta vafningsjurt," er haft eft-
ir höfundinum um verkið í leikskrá.
erkið, sem er frá árinu 1956,
var fyrst sett á svið hér á
landi í Þjóðleikhúsinu haust-
ið 1957, þá í þýðingu Jakobs Bene-
diktssonar, og fyrir tíu áram var
það sett upp hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Nú er það leikið í nýtri þýð-
ingu Sigurðar Pálssonar. Á síðustu
misseram hefur Horft frá bránni
verið sýnt á Broadway við miklar
vinsældir. „Þetta er ekki bundið
neinum ákveðnum tíma, vegna þess
að það fjallar um þessar frumtil-
finningar sem era alltaf til staðar,"
segir Marta. „Leikrit sem fjallar um
ást í svona margbreytilegum mynd-
um hlýtur að vera sígilt,“ segir Guð-
mundur Ingi og heldur áfram:
„Miller sagði sjálfur að hann hefði
aldrei skilið verkið til fullnustu. Það
er ofsalega erfítt að komast til
botns í því og það er enginn einn
flötur á því sem er réttari en ann-
ar.“
EINN ÉG SIT
OGSAUMA
MYIMÐLIST
Hafnarborg, Hafnarfirði
VEFLIST
KAFFE FASSETT
Til 8. febrúar. Opið frá miðvikudegi
til mánudags frá kl. 12-18. Aðgangs-
eyrir kr. 300
KAFFE Fassett er aufúsugestur
hinn mesti, enda snjall textílhönn-
uður sem heldur sig á þeim stað í
þróunarstiganum þar sem hann get-
ur bæði unnið hönnunarverkefni
fyiir hinn stóra markað og sest nið-
ur með gömlum konum við arineld-
inn og numið af þeim sjaldgæfar,
hefðbundnar og hálfútdauðar að-
ferðir. Hann veit sem víst er að til
þess að hafa gaman af hlutunum
verður maður að halda sjálfum sér í
formi, vera vakandi og forðast það
sem dæmt er til að gerast fyrr eða
síðar; að starfsemina dagi uppi í
ópersónulegri fjöldaframleiðslu.
Hver man ekki eftir Laura Ashley
og mannvænni byggðastefnu henn-
ar meðan hún naut krafta sinna og
hélt um stjórnvöl fyrirtækis síns?
En er á meðan er, og enn er Fas-
sett í fullu fjöri, á fleygifart út um
allan heim að klippa, sníða, sauma
og prjóna. Nú er hann aftur kominn
í Hafnarborg, að þessu sinni með
bútasaum, og líkt og fyrri daginn er
það Storkurinn; hin ágæta prjóna-
verslun í Kjörgarði við Laugaveg,
sem hefur veg og vanda af kynning-
unni. Bútasaumur á sér, eins og
flestir vita, langa sögu í Bandaríkj-
unum. Vatteraðar bútasaumsá-
breiður prýða velflest listiðnaðar-
söfn vestanhafs og eitt sinn sagði
Bandaríkjamaður mér í bríaríi að
þjóðfáni fylkjanna fimmtíu - Stjörn-
umar og strípurnar - væri undir
töluverðum áhrifum af þessari þjóð-
legu iðju.
Það fer ekki milli mála að Fassett
er mikill smekkmaður á liti. Teppin
hanga eftir veggjum salarins á ein-
földum, sveigðum stálteinum, svo að
þau falla frjálslega eins og tjöld án
þess að snerta sjálfa veggina. Það
er gaman að skoða öll þau fjöl-
mörgu tilbrigði sem hann raðar
saman og sjá hve hispurslaust hann
gengur til verks. Til dæmis er
stjömumynstrað teppi á vegg á
jarðhæðinni gegnt stiganum sem
gert er úr rifnu og götóttu efni.
Slíkir smáhnökrar virðast hvergi
spilla ágæti verksins. Sama má
segja um ófrágenginn borðdúk, sem
lagður er á teborð framan við versl-
unarsvæðið. Fassett kemst upp með
hæpnari frágang en gerist og geng-
ur, enda telur hann sig skapandi
listamann en ekki saumakonu. Og
þó svo hann gangi óspart í sjóði
genginna kynslóða og viðurkenni
vandræðalaust skuld sína við hina
„óþekktu, amerísku húsmóður" á
öldinni sem leið má dást að þrot-
lausri elju og brennandi áhuga
þessa sísaumandi eldhuga.
Halldór Björn Runólfsson
BLEIKAR og bláar toppveifur. Illuti af teppi eftir Kaffe Fassett.
Bútasaumur, 200 x 169 cm.