Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Eyjólfur Birgir
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
7. ágúst 1943. Hann
lést í Rigshospitalet
í Kaupmannahöfn
hinn 13. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Hrefna Ingvarsdótt-
ir, f. 6.10. 1921, d.
7.8. 1978, og Guð-
J* mundur Eyjólfsson,
f. 23.7. 1915. Guð-
mundur fórst með
Dettifossi hinn 21.2.
1945 frá tveimur ungum sonum,
Birgi eins og hálfs árs og Guð-
mundi Ingvari 21 dags gömlum.
Hrefna giftist Sigurbirni Ólafs-
syni rafeindavirkjameistara
vorið 1951 og gekk hann bræðr-
unum í föðurstað. Birgir var
elstur fjögurra bræðra en þeir
eru Guðmundur Ingvar, f. 30.1.
1945, og hálfbræður hans, Arn-
ar, f. 16.1.1949, og Rafn, f. 31.1.
1955.
Hinn 11. desember 1965 kvænt-
ist Birgir Helenu Svavarsdótt-
ur, f. 15.12. 1947 í Reykjavík,
dóttir hjónanna Svavars Sig-
urðssonar og Sólveigar Guð-
mundsdóttur. Börn Helenu og
Birgis eru: 1) Linda Sólveig, f.
11.2. 1965, kennaranemi, gift
Svan Hector Trampe, nema í
tölvunarfræði. Börn þeirra eru
Steinar Hrafn og Sandra
Hrönn. 2) Stúlka, f. 28.3. 1966,
d. 1.4. 1966. 3) Brynja Björk, f.
Kveðja til eiginmanns míns og
besta vinar, hans afa.
Það er engin tilviljun að þú kveð-
ur mig í dag, elsku Biggi afi, þú
varst í eðli þínu fyrir að halda upp á
stóru stundirnar.
Far þú með friði, friður guðs sé
með þér.
Ég veit að þið Birgitta takið á
móti mér þegar kall mitt kemur.
Þakka þér allt og allt.
Þín eiginkona og besti vinur
Helena anuna.
Það eru engin ný sannindi að til-
vera okkar sé undarlegt ferðalag.
Þegar maður íyrst veit af sér er
ferðin löngu hafin og áður en maður
áttar sig á því er miðinn útrunninn,
ferðalokin handan við homið. Þess
vegna er það svo mikilvægt að eiga
góða og trausta ferðafélaga. Fólk
sem getur af þekkingu sagt frá því
sem fyrir augu ber, útskýrt það sem
ferðalangamir ekki skilja, tekið á
móti nýju fólki í hópinn eða borið
mann á herðum sér yfir fossa og
flúðir. Þannig era sannir leiðsögu-
menn. Þannig var hann pabbi minn.
Það er því undarleg tilfinning að
sitja um kyrrt í lífsins lest og veifa
þeim sem er kominn á sinn áfanga-
stað. Nú tekur hið óþekkta við, nýj-
ar slóðir án leiðsögumanns. Þá spyr
maður sjálfan sig hver muni nú
benda fólki á leyndardóma hálendis-
**-ins, furðuverk náttúrannar eða
spjalla um heima og geima, mann-
lífsins fjölskrúðugustu hliðar. Það
þarf líka einstakan hæfileika til að
halda utan um svona stóran hóp.
Benda þeim til sætis sem ekki finna
sinn stað, gæta þess að enginn verði
eftir á brautarpallinum og hugsa
fyrir nægu veganesti handa öllum.
Allt þetta gerði hann pabbi minn.
Ungir menn sem era að springa
úr ferða- og athafnaþrá þurfa hjálp.
Hvort sem málið snýst um Lego-
kubba, bflabrautir, smíðar eða eitt-
hvað allt annað, en því miður era
“* ekki allir jafn heppnir og ég, að fá
þá hjálp og leiðsögn sem þeir þurfa.
Ég var minntur á það nýlega, hvem-
ig pabbi minn átti það oft til, eftir
langan vinnudag, að leggjast með
mér á stofugólfið í Hjaltabakkanum
í bfla- og kubbaleik. Þetta gerði
hann glaður, vel vitandi hversu
gg erfitt og sárt það yrði að standa upp
aftur. I minningunni sé ég líka fyrir
mér þrútnar og vinnulúnar hend-
17.5. 1968, forn-
leifafræðingur,
dætur hennar og
Hermanns Aspar
eru Ágústa Hlín og
Þórdís Björk. 4)
Birgir Fannar, f.
24.4. 1970, nemi í
arkitektúr, sonur
hans og sambýlis-
konu hans, Dag-
marar Valgerðar
Kristinsdóttur,
söngnema, er Hilm-
ar Yngvi. Fóstur-
dóttir Birgis og
Helenu er Rósa
Svavarsdóttir, hárgreiðslu-
meistari, f. 28.9. 1961, gift Gísla
Eysteinssyni, verktaka. Dóttir
þeirra er Sólveig Svava. Dóttir
Rósu frá fyrra hjónabandi er
Harpa Dögg.
Birgir lærði bflvélavirkjun hjá
SVR í Reykjavík 1962-1966.
Hann _ fékk meistararéttindi
1970. Á starfsferli sínum vann
hann m.a. sem verkstjóri hjá
Ford-verkstæðum, Kr. Krist-
jánssyni, Bjarma og Sveini
Egilssyni í Reykjavík.
1968-1970 var hann verkstjóri
hjá Dráttarbrautinni í Neskaup-
stað. Um árabil rak hann eigið
bifreiðaverkstæði í Reykjavík.
Síðustu árin starfaði hann sem
leigubifreiðarsljóri á Bæjarleið-
um í Reykjavík.
Utfor Birgis verður gerð frá
Breiðholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
urnar hans nostra af nærgætni við
plastmódelin mín. Þá var oft erfitt
fyrir lítinn hnokka að sitja kyrr. En
alltaf brosti hann pabbi minn.
Eftir því sem líður á ferðalagið og
farþegarnir læra sjálfir að bjarga
sér þarf leiðsögumaðurinn að kunna
að draga sig í hlé, leyfa hinum að
spreyta sig. Stundum þurftum við
að minna hann pabba minn, leið-
sögumanninn, á þetta. En ákefðin
hans var bara sprottin af umhyggju.
Þér fannst svo erfitt að leyfa okkur
að læra af reynslunni, en hver láir
þér það? Þeir sem þekktu þig skildu
svo vel hve erfitt það var fyrir þig að
sitja auðum höndum. Enda hvatt-
irðu alla til að fylgja draumum sín-
um eftir. Og oft þótti þér sárt að
geta ekki hyllt báða, þegar tveir
ferðalangar lögðu hvor í sína áttina
og klifu hamarinn. Ég held að fáir
hafi í raun gert sér grein fyrir því
hve stoltur þú varst á slíkum augna-
blikum. Þau augnablik eiga eftir að
verða fleiri og þá hugsum við til þín,
pabbi minn.
Það mátti því vart á milli sjá, hvor
okkar var ánægðari, gamlársdaginn
1993, ég, nýbakaður faðirinn, eða
þú, þrautreyndur afinn, en þó svo
ungur að áram. Svo duglegur varstu
að opna faðminn fyrir nýjum ferða-
löngum að það fer að verða erfitt
fyrir okkur hin að hafa tölu á öllum
barnabörnunum og barnabarna-
börnunum sem þú fékkst lánuð í við-
bót við þín eigin. Og öll skipuðu þau
sérstök heiðurssæti hjá þér, pabbi
minn, hvert á sinn hátt.
En það vora fleiri sem þú tókst
undir þinn verndarvæng. Þú lést
ekki spítalarúmið aftra þér frá því
að standa í bréfaskriftum landa á
milli, til að gera það sem þú gast til
að aðrir gætu látið drauma sína ræt-
ast. En þótt margt sé nefnt er
mörgu sleppt. En einu má ekki
gleyma. Þú varst aldrei of mikill
maður til þess að verða jafningi
þeirra sem þú fylgdir. Hvort sem
um var að ræða tveggja ára gamlan
„hamingjumola11 sem glímdi við tré-
púsl, eða tvítugan „mann“ að fást við
ástina og allar hennar óteljandi hlið-
ar. Stundum ráðlagðirðu, stundum
hlustaðirðu bara, en alltaf varstu til
taks með útbreiddan faðminn þegar
einhver þurfti á að halda. Það verð-
ur erfitt að finna annað hálsakot að
leita í, pabbi minn.
En ferðalangarnir verða nú að
spjara sig sjálfir. Ég veit að jafnvel
á þínum síðustu stundum hafðirðu
áhyggjur af því hvort þú hefðir und-
irbúið allt nógu vel. Og dæmigert
fyrir þig var að áhyggjurnar snerast
ekki um sjálfan þig, heldur okkur
hin. Hafðu ekki áhyggjur, pabbi
minn. Okkur finnst það kannski
óhugsandi núna, en það tekst öragg-
lega að halda ferðinni okkar áfram,
þótt svona stórt ský hafi dregið fyrii'
sólu. Á morgun birtir og þá leggjum
við aftur af stað. En í dag hugsum
við til þín. Hvfldu í friði.
Birgir Fannar.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
langt um aldur fram kær bróðir.
Trúin á lífið er sterk og á ég því
mjög erfitt með að sætta mig við þá
staðreynd að líf hans sé nú slokkn-
að. En Guð ræður, hann gefur og
hann tekur. Við bræður vorum sam-
rýndir í æsku, enda lítill aldursmun-
ur á okkur. Svo ungir urðum við
föðurlausir að aðeins umsagnir eig-
um við um hann. En við áttum ynd-
islega móður sem ásamt sinni stóra
og sterku fjölskyldu annaðist okkur
af bestu getu. Síðqr giftist móðir
okkar Sigurbimi Ólafssyni og við
eignuðumst bræðurna Arnar og
Rafn. Það var líflegt á æskuheimili
okkar þar sem fjórir lífsglaðir og
ærslafullir drengir ólust upp í leik
og starfi.
Ungur gekk Birgir að eiga eftirlif-
andi eiginkonu sína; Helenu
Svavarsdóttur. Þau vora hvort öðru
sérlega góð. Traustir og tryggir vin-
ir. Ekki er öllum gefin góð heilsa og
fóra þau hjón í gegnum mikla erfið-
leika af þeim sökum. En ávallt stóðu
þau þétt saman og styrktu hvort
annað í blíðu og stríðu.
Aðdáunarvert var að horfa á og fá
að fylgjast með hve styrk stoð Hel-
ena var bróður mínum og allri fjöl-
skyldunni nú þessa síðustu mánuði.
Hafí hún sérstaka þökk frá mér og
mínu fólki fyrir það. Helena og Birg-
ir eiga þrjú mannvænleg börn;
Lindu Sólveigu, Brynju Björk og
Birgi Fannar. Auk þess ólu þau upp
Rósu Guðbjörgu, systur Helenu, frá
12 ára aldri. Öll hafa þau stofnað
sínar fjölskyldur og eru bamabörnin
mörg, því ásamt sínum barnabörn-
um var hann afi margra annarra
barna og löngu orðinn langafi að
nafni til, þótt ungur væri. Fáa afa
hef ég séð stoltari af öllum barna-
hópnum sínum en hann Birgi bróður
minn. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og aldrei glaðari en við ferm-
ingar, giftingar og aðra fjöl-
skyldufundi og var hann þá kóngur í
sínu ríki, glæsilegur, glaður og reif-
ur og kunni öðrum betur að taka á
móti fólki, gestrisinn og gjöfull.
Þannig lifir hann umfram allt í
minningunni. Helenu og fjölskyld-
unni allri óskum vð Gullý og börnin
okkar alls þess besta með kærri
þökk fyrir allar góðar stundir.
Guðmundur Ingvar
Guðmundsson.
Nú kveð ég þig elsku mágur minn
og fóstri, þakka þér fyrir allt það
sem þú hefur gefið mér og fjöl-
skyldu minni. Öll árin sem ég fékk
að búa á heimili ykkar Helenu syst-
ur minnar, alla þá þolinmæði sem þú
sýndir mér þegar ég flutti inn á
heimili ykkar 15 ára gömul. Þú tutt-
ugu og fimm ára og Helena tuttugu
og eins árs, Linda þriggja ára,
Brynja þriggja mánaða og tveimur
áram seinna fæddist Birgir Fannar.
Svo það að þú seinna leist á þig sem
afa dætra minna Sólveigar og Berg-
lindar.
Elsku Biggi, það gaf mér svo mik-
ið að geta komið út til Kaupmanna-
hafnar og stutt Helenu og bömin
ykkar og að fá að sitja við hlið þína
þegar kallið kom.
Elsku Helena Linda, Brynja,
Biggi, Rósa og fjölskyldur. Megum
við hljóta allan þann styrk sem við
þurfum á þessari erfiðu stundu.
Ó, þú brostir svo blítt
og ég brosti með þér
eitthvað himneskt og hlýtt
kom við hjartað í mér.
(Stefán frá Hvítadal)
Elsku Biggi, ég kveð þig með
þökk í hjarta.
Sesselja Svavarsdóttir (Lilla).
Afi er sá sem klappar varlega á kinn,
og kætist er fmnur hann ungbarnailm.
Með hönd þér á hnakka og enni í senn,
hamingjan eltist við þess konar menn.
I lundinn á hólnum hann leggst og kúrir um
stund,
og langar að eiga við ömmu svolítinn fund.
Haldast í hendur og hugs’ ekki um neitt,
nema gleðin’ og vorin, sitt líf yflrleitt.
En lundurinn fólnaði, Ijósið varð nótt
og lífið hans afa var búið svo fljótt.
Við trúum því ekki, og trúum ei enn,
að frá okkur teknir séu þvOíkir menn.
Þegar vetur kóngur breiðir kápuna nýja,
við köllum og biðjum um sumar án skýja,
því þar er hann afi okkar, svo sæll og svo
glaður,
í sálu og hjarta alveg einstakur maður.
Fyrir hönd allra afakrakkanna:
Ágústa Hlín, Þórdís Björk,
Hallur, Steinar Hrafn,
Sandra Hrönn, Hilmar Yngvi,
Sólveig Svava, Kristófer,
Svava Ósk, Sólveig, Berglind
og Harpa Dögg.
Mig langar með nokki'um orðum
að kveðja Bigga afa minn og þakka
honum fyrir allar góðu stundirnar,
sem við áttum saman. Ég minnist
þess að áður en hann fór til Dan-
merkur í haust langaði mig á bíó á
„Godzilla". Allir héldu að þessi
mynd væri um líf sjávarskrímsla og
engan langaði að sjá hana nema mig,
svo ég hringdi í afa og það var ekki
málið, hann var kominn að sækja
mig innan tíu mínútna. Svona var
hann afi. Ef eitthvað var var hann
stokkinn af stað um leið.
Oft fóram við í útilegur með allri
fjölskyldunni því afa fannst svo
gaman að ferðast. Þegar afi fékk sér
nýja tölvu hringdi hann oft í mig og
bauð mér í heimsókn. Við áttum al-
veg frábærar stundir saman við að
komast til botns í öllu sem hægt var
að gera í nýju tölvunni. Það var
stoltur afi sem horfði á mig á ferm-
ingardaginn minn í fyrra í upphlutn-
um hennar ömmu.
Elsku Biggi afi, ég veit að nú ertu
kominn á góðan stað og nú líður þér
miklu betur en á spítalanum og nú
ertu líka kominn heim. Guð blessi
þig-
Þfn
Harpa Dögg.
Elsku Biggi afi minn, nú ert þú
engillinn okkar hjá guði, alveg eins
og engillinn sem þú smíðaðir og
amma málaði og þið gáfuð mér í
jólagjöf. Mig langar að senda þér
bænina mína:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir tninni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir allt afi minn.
Þín
Sólveig Svava.
Hann afi var mjög góður og
skemmtilegur. Áður en hann lagðist
inn á spítalann í Danmörku fóram
við saman í dýragarðinn og skemmt-
um okkur vel.
Ég er að læra á þverfiautu og
vildi halda konsert fyrir afa og
ömmu. Ég tók ekki nótnastatífið
með til Danmerkur svo að afí var
statífið mitt í staðinn, það var snið-
ugt.
Hann afi smíðaði svo mikið handa
mér. Hann var svo flínkur að smíða,
því að einu sinni var hann að laga
bfla. Þegar ég var Iítil smíðaði hann
eldavél handa mér.
Einu sinni var bara afi að passa
okkur í átta daga. Þá fór afi með mig
og Þórdísi systur á skíði. Afi horfði
á, á meðan við skíðuðum.
Mér þótti mjög vænt um afa og
mun alltaf hugsa fallega. til hans.
Ágústa Hlín Hermannsdóttir
Aspar.
Hann afi var svo hugrakkur að
leggjast á sjúkrahúsið þó að hann
væri svo veikur, því að hann vildi
láta sér batna. Ég man þegar ég var
lítil, þá lá ég alltaf á maganum hans,
því hann var svo stór og mjúkur og
þar sofnaði ég oft. Hann var svo
góður. Hann kom oft til Noregs að
passa okkur systurnar. Hann afi
keyrði mig og Ágústu systur oft í
skólann og sótti okkur líka. Ég fékk
afmælisgjöf frá afa og ömmu þegar
ég var sjö ára, dúkkuvöggu sem
hann smíðaði og amma Helena mál-
aði blóm á hana. Ég leik mér oft
með dúkkuvögguna.
Afi smíðaði engil handa mér í jóla-
gjöf, hann var rosalega fallegur og
amma málaði hann bláan, gulllitað-
an, rauðan og bleikan. Ég ætla alltaf
að hafa engilinn hjá mér.
Ég get ekki gleymt þér, afi, og
hvað þú gerðir með mér.
Ég vona að þú hafir það gott uppi
á himninum hjá Guði.
Þórdfs Björk Hermannsdóttir
Aspar.
Hann var afi okkar, hann var blíð-
ur, hann var góður, hann var afi
okkar allra.
Þessi maður var afi minn og verð-
ur það alltaf. Maður var alltaf vel-
kominn á hans heimili og verður það
alltaf þó að hann sé farinn. Hann var
besti maður sem ég hef þekkt og
verður það alltaf, það var alltaf pláss
í hjarta hans fyrir öll afabörnin. Það
er ólýsanlegt hvernig hann var,
hann var æðislegur.
Ég votta samúð mína Helenu
Svavarsdóttur, Brynju Birgisdóttur
og dætram, Lindu Birgisdóttur og
börnum, Birgi Birgissyni og syni.
Þórhildur Sigurðardóttir.
Elsku afi. Nú ert þú farinn frá
okkur. Við vitum að nú líður þér vel
en söknuðurinn er mikill. Þú tókst
snemma að þér afahlutverk, ekki
nema þrítugur, og kemur þá upp í
hugann sú saga er þú fórst í bank-
ann og við mamma með þér. Þú
varst þá þrjátíu og eins árs, mamma
tuttugu og eins árs og ég tveggja
ára. Voram við þar saman er ég kall-
aði þig afa og afgreiðslukonurnar
ætluðu ekki að trúa sínum eigin eyr-
um er þú svaraðir þessu kalli. Þú
hefur nú eignast mörg afabörn síðan
þá og passað þau vel. Það er svo
margs að minnast þegar ég hugsa
um þig, ekki síst öll ferðalögin sem
við höfum farið í þar sem þú gast
alltaf frætt okkur um landið okkar.
Einnig er mér minnisstæð ferðin
er við fórum í bæinn, fóram búð úr
búð til að kaupa handa mér fallega
skartgripi fyrir ferminguna mína.
Þessir munir era mér ómetanlegii’ í
dag, og nýt ég þess að horfa á ljós-
myndina sem tekin var af okkur á
fermingardaginn minn, þú í þínum
smóking og ég í Helenu smóking.
Margt höfum við brallað og átt sam-
an síðan þá en mín síðasta minning
er frá því þegar þið Helena og
mamma komuð til mín í Sólgarð í
september. Við sátum saman við
eldhúsborðið og ræddum veikindi
þín og þessa ferð út, ásamt því að
tala um öll afabörnin og langafa-
börnin. Ég veit að það verður skrítið
fyrir Kristófer og Svövu Ósk að eiga
ekki eftir að hitta langafa á leigu-
bílnum.
Við geymum þig í hjarta okkar og
gleymum þér aldrei. Mig langar að
skrifa nokkrar ljóðlínur sem mér
finnst eiga við um þig:
Þú ert blómið fegurst blóma,
með brosið hlýtt og augun skær.
Augu sem af öllu ljóma,
atlot mild sem vorsins blær.
Með þessum orðum kveð ég þig
afi minn og við vitum að þú vakir yf-
ir okkur.
Elsku amma Helena, Linda,
Brynja, Biggi, Rósa og fjölskyldur,
megum við hljóta styrk í okkar
djúpu sorg.
Lokaorð mín læt ég vera bænina
sem þið kennduð mér:
Nú legg ég augun aftur,
0, guð þinn náðarkraftur
min veri vörn í nótt
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Blessuð veri ætíð minning þín.
Sólveig Guðmundsdóttir.
BIRGIR
- GUÐMUNDSSON