Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efasemdir um samstarf frjálslyndra demókrata og breska Verkamannaflokksins Afsögn Ash- downs áfall fyrir Blair Sú ákvörðun Paddys Ashdowns að segja af sér sem leiðtogi Frjálslynda demókrata- flokksins í Bretlandi í sumar kom mörfflim breskum þingmönnum á óvart. Brotthvarf hans er talið mikið áfall fyrir Tony Blair forsætisráðherra og vekur efasemdir um framtíð náins samstarfs Frjálslynda demókrataflokksins við bresku stjórnina. London. The Daily Telegraph. PADDY Ashdown sagði í fyixadag að hann hefði ákveðið að segja af sér í sumar sem leiðtogi Frjáls- lynda demókrataflokksins vegna þess að hann hefði þegar gegnt leiðtogastarfmu í ellefu ár og vildi ekki taka þátt í næstu kosningum til breska þingsins þegar hann verður sextugur. Hann hefði alltaf viljað ákveða sjálfur hvenær hann drægi sig í hlé. „Of margir stjórn- málaleiðtogar eru bomir út eða þeim sparkað burt.“ Ashdown, sem verður 58 ára í næsta mánuði, er nú reyndasti og langelsti flokksleiðtoginn í Bret- landi - 20 árum eldri en William Hague, leiðtogi íhaldsflokksins. Hann hyggst segja af sér „skömmu eftir“ kosningarnar til Evrópu- þingsins í júní og láta af þing- mennsku í næstu kosningum til neðri málstofu breska þingsins. Fjölskylda Ashdowns hefur lagt fast að honum að draga sig í hlé vegna mikilla anna sem hafa fylgt leiðtogastarfinu. Eiginkona hans, Jane, kvaðst vera „himinlifandi" yf- ir ákvörðun hans. „Við sáum hann aldrei. Helgarnar tilheyrðu flokkn- um eins og virku dagarnir." Tengt afsögn Mandelsons? Mörgum breskum þingmönnum kom þó á óvart að Ashdown skyldi hafa tilkynnt ákvörðun sína í fyrra- dag, daginn sem stjórnin lagði fram tillögur sínar um breytingar á lávarðadeildinni. Nokkrir þing- mannanna leiddu getum að því að Ashdown hefði í og með ákveðið að draga sig í hlé vegna afsagnar Pet- ers Mandelsons, fyrrverandi við- skipta- og iðnaðarráðherra, sem var einn af helstu stuðningsmönn- um náins samstarfs stjórnarinnar við Frjálslynda demókrataflokk- inn. Ashdown, sem hefur barist fyrir hlutfallskosningum til breska þingsins, varð einnig fyrir von- brigðum í september þegar Blair ákvað að stinga tillögu um þjóðar- atkvæðagreiðslu um breytingar á kosningalöggjöfinni undir stól. Ashdown kvaðst hafa íhugað að tilkynna afsögn sína fyrir jól en frestað því vegna deilunnar um af- sögn Mandelsons og til að geta tryggt að starfssvið samstarfs- nefndar Frjálslynda demókrata- flokksins og stjórnarinnar yrði aukið. Hann hefur beitt sér fyrir því að nefndin fjalli um stefnu stjórnarinnar í varnarmálum Evr- ópu og utanríkismálum. Blair bjartsýnn á frekara samstarf Með þessari ákvörðun Ashdowns mánuði eftir afsögn Mandelsons missir Blair annan af helstu sam- starfsmönnum sínum. Ashdown ræddi reglulega við forsætisráð- herrann og þeir unnu saman að því að mynda bandalag milli vinstri- og miðflokkanna til að halda Ihalds- flokknum frá valdastóli næstu kjör- tímabilin. Blair sagði að Ashdown væri „einn af mikilhæfustu flokksleið- togum sinnar kynslóðar". Forsætis- ráðherrann kvaðst í gær vera sann- færður um að samstarfi flokkanna yrði ekki slitið þrátt fyrir brott- hvarf Ashdowns. Astæðan væri sú að flokkarnir ættu svo margt sam- eiginlegt og breskir kjósendur vildu að flokkarnir ynnu saman og Óvissa um afdrif kín- versks auðjöfurs Peking. The Daily Telegraph. MOU Oizhong, einn af litríkustu viðskiptajöfrum Kína, var nýlega handtekinn vegna gífurlegrar skuldasöfnunar, en skuldir Mous eru taldar nema nálægt tveimur milljörðum ísl. króna. Greindi síð- degisblaðið Yangcheng Evening News frá því að Mou hefði verið handtekinn í borginni Wuhan 7. janúar sl. ásamt nokkrum næst- ráðenda í viðskiptaveldi hans. Þessar fréttir hafa hins vegar ekki fengist staðfestar hjá kín- verskum stjómvöldum og hafa önnur dagblöð í Kína dregið fréttaflutning Yangcheng Evening News í efa. Mun slík dulúð hins vegar vera afar einkennandi fyrir Mou en upphaf viðskiptaveldis hans má rekja um tuttugu ár aftur í tímann þegar hann fékk lánaðar tvö þúsund krónur frá vinum sín- um og hóf að selja ódýrar klukkur. Kom hann ár sinni svo vel fyrir borð að hann var seinna talinn vera orðinn næstríkasti maður Kína. Seint á áttunda áratugnum var Mou dæmdur til dauða eftir að hafa farið opinberlega fram á efnahagsumbætur í heimalandi sínu. Slapp hann naumlega frá því að vera dreginn fyrir aftökusveit- ina þegar Maó dó en var nokkrum árum síðar látinn dúsa í fangelsi um nokkra hríð vegna grunsemda um að ýmislegt væri athugavert við auðsöfnun hans. Reuters PADDY Ashdown ásamt Jane, konu sinni, á skrifstofu sinni í breska þinginu í gær. hættu öllum úreltum flokkadrátt- um. Ákvörðun Ashdowns hefur þó vakið efasemdir um að samstarf flokkanna haldist jafn náið og verið hefur. Sú stefna Frjálslynda demókrataflokksins að halda uppi „uppbyggilegri andstöðu" við stjórnina hefur sætt vaxandi gagn- íýni meðal flokksbræðra Ashdowns vegna þeirrar ákvörðunar Blairs að fresta þjóðaratkvæðinu um hlut- fallskosningarnar. Nokkrir flokks- bræðra Ashdowns höfðu jafnvel talið hugsanlegt að hann myndi neyðast til að segja af sér vegna deilunnar fyrir næstu þingkosning- ar. Ashdown sagði að samstarfið myndi haldast eftir að hann dregur sig í hlé því það hefði skotið of föst- um rótum til að hægt yrði að slíta því. Heimildarmenn The Daily Tel- egraph segja hins vegar að ein af ástæðum þess að Ashdown hyggst segja af sér sé að hann hafi fengið sig fullsaddan á gagnrýninni á náið samstarf hans við Blair. Þótt flokk- urinn hafi lagt blessun sína yfir samstarfíð nýlega hafi það ekki verið gert fyrr en eftir harða rimmu. Kosningar í skugga valdabaráttu Frjálslyndir demókratai- standa einnig frammi íyrir sex mánaða bar- áttu milli leiðtogaeftia flokksins á sama tíma og hann býr sig undir mikilvægar kosningar - til sveitar- stjórna í Englandi, skoska þingsins, þingsins í Wales og Evrópuþingsins. Þrír menn eru taldir líklegastir til að taka við leiðtogastarfinu af Ashdown: Charles Kennedy, tals- maður flokksins í landbúnaðarmál- um, Nick Harvey, kosningastjóri flokksins, og Simon Hughes, tals- maður í heilbrigðismálum. Kenn- edy er þekktastur þessara manna, en Harvey er talinn njóta stuðnings Ashdowns. Hugsanlegt er að tveir aðrir gefi kost á sér í starfið, þeir Menzies Campbell, talsmaður flokksins í varnar- og utanríkismálum, og Don Foster, sem fer með menntamál. Vitað er að Kennedy og Hughes hafa báðir efasemdir um samstarfið við Verkamannaflokkinn og verði þeir kjörnir er talið að dregið verði úr samstarfinu við Blair og að flokkurinn fjarlægist stjórnina. Farsælasti leiðtoginn frá Lloyd George Þótt Ashdown dragi sig í hlé án þess að hafa náð fram hlutfalls- kosningum til neðri málstofu breska þingsins hefur hann tryggt slíkar kosningar til Evrópuþingsins og þinganna í Skotlandi og Wales. Hann hefur einnig eflt flokkinn og gert hann að mikilvægu afli í bresk- um stjómmálum, þriðja aflinu, og næststærsta flokknum í sveitar- stjómum landsins. Flokksbræður Ashdown telja hann farsælasta leiðtoga Frjálslyndra demókrata frá dögum Davids Lloyds George, sem var forsætisráðherra Breta á ái-unum 1916-22. Þegar Asdown varð leiðtogi árið 1988 var fiokkurinn í mikilli lægð eftir samrunann við Jafnaðar- mannaflokkinn, aðeins með 19 þingmenn og horfur voru á að flokkurinn myndi hverfa alveg af þingi vegna fylgisaukningar Verka- mannaflokksins. I síðustu kosningum fékk Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn 46 þing- sæti, fleiri en nokkm sinni fyrr frá árinu 1929. Ashdown kvaðst skilja við flokkinn „í uppsveiflu“ og eftir að hafa náð fram mörgum af helstu markmiðum sínum. Hann sagði í viðtali við RBC-sjónvarpið að hann vildi að sín yrði minnst fyrir að hafa breytt Frjálslyndum demókrötum úr „flokki mótmæla í valdaflokk“. Hann hefði ákveðið að segja af sér af persónulegum ástæðum. „Fjöl- skyldan hefur mátt fórna miklu. Við höfum ekki haft nægan tíma til að vera saman.“ Evru-reikningum hafnað í Maastricht YFIRVÖLD í borginni Maastricht í Hollandi neita að borga reikninga sem gefnir era út í hinni sameigin- legu mynt Evrópusambandsins, evra. Málið vekur athygli sakir þess að í Maastricht var grundvöllur að nútímaskipulagi Evrópusam- bandsins lagður árið 1991, þar á meðal ákvörðunin um sameigin- legu myntina. Reikningar sem gefnir era út í evra verða endursendir, að sögn talsmanns borgaryfirvalda í Maas- tricht. Sagði hann að þar til annað yrði ákveðið yrði farið að fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar í Haag um að taka einungis góða reikn- inga sem gefnir eni út í hollenska gjaldmiðlinum, gyllini. Gengur bæjarstjórnin þar með gegn héraðsstjóminni í Limburg- héraði, en Maastricht er innan þess, sem nýlega samþykkti að borga reikninga sem skrifaðir væru í evrom. Jospin ' krefst skaðabóta LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, krafðist þess í gær að Þjóðverjar greiddu Frökkum skaðabætur felli þeir úr gildi samninga við Frakka um að taka við kjarnorkuúr- gangi frá þeim til vinnslu. Kvaðst Jospin telja eðlilegt að Þjóðverjar stæðu við gerða samninga en ný rikisstjórn í Þýskalandi, sem Græningjar eiga aðild að, hefur hins vegar áhuga á að draga úr og hætta síðan vinnslu kjarn- orkuúrgangs og notkun kjarn- orku til raforkuframleiðslu. Lýstu Þjóðverjar vilja sínum í gær til að leita málamiðlunar í deilu sinni um þessi mál við Frakka og Breta. Quayle í framboð DAGBLÖÐ í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að Dan Quayle, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hygðist senn til- kynna þann ásetning sinn að bjóða sig fram í forkosningum repúblikana sem forsetaefni þeirra í kosningum sem fram fara á næsta ári. Quayle var varaforseti í forsetatíð George Bush 1989-1993. Holbrooke ásakaður BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið sakai- Richard Hol- brooke, sem Bill Clinton Banda- ríkjaforseti vill að verði æðsti fulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, um að hafa brotið lög um siða- reglur, að sögn The New York Times. Greindi dagblaðið frá því að ásökunin á hendur Holbrooke tengdist viðskiptasamningum sem Holbrooke gerði við banda- ríska sendiráðið í S-Kóreu fyrir þremur ái-um. Krefst dóms- málaráðuneytið að Holbrooke greiði sekt vegna brots á siða- reglum en fyrrverandi stjórnar- erindrekum er í mörgum tilfell- um bannað að efna til viðskipta- samninga við fyrrverandi sam- starfsmenn. Holbrooke mun hins vegar vera tregur til að greiða sektina enda telur hann sig ekkert rangt hafa gert. Enginn hagvöxtur í Bretlandi GERT er ráð fyrir að upplýsing- ar um hagvöxt á síðasta fjórð- ungi ársins 1998 í Bretlandi, sem gerðar verða opinberai- í dag, muni leiða í ljós að enginn vöxtur hafi átt sér stað á tíma- bilinu og að einungis hafi orðið 1,4% hagvaxtaraukning á árinu öllu. Líklegt þykir að tölur yfir fyrsta ársfjórðung þessa árs sýni enn frekari samdrátt og þar með hefði hagvöxtur verið neikvæður í tvo ársfjórðunga en það er skilgreint tæknilega sem „samdráttur“ efnahags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.