Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Markmiðin með hern-
aðaríhlutun eru óljós
Loftárásir NATO á Serbíu verða æ
líklegri en því fer þó fjarri að innan
bandalagsins sé eining um þær.
Urður Gunnarsdóttir kynnti sér málið í
höfuðstöðvum NATO í Belgíu.
ÞESSI ungi drengur fékk brauðbita hjá hjálparstarfsmönnum í
Popoz í Kosovo í gær. Þúsundir íbúa Kosovo hafa verið á flótta und-
anfarnar vikur, kaldir og matarlitlir. Ræddu blaðamenn í gær m.a.
við ijölskyldu sem hafði aðeins getað tekið með sér poka af hveiti,
sem fólkið blandaði vatni og hafði nærst á í um viku.
JAVIER Solana, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
NATO, sagði í gær að banda-
lagið myndi beita hermætti gegn
stjórnvöldum í Júgóslavíu ef það
teldi slíkt nauðsynlegt til að ná fram
pólitískri lausn á átökunum í Kosovo.
„Ef eina málið sem Milosevic [forseti
Júgóslavíu skilur, er ofbeldi, þá mun
hann mæta ofbeldi,“ sagði Solana í
Kaupmannahöfn. Herþotur NATO á
Ítalíu og í Adríahafi eru reiðubúnar
til árása á skotmörk í Serbíu, sem er
í júgóslavneska ríkjasambandinu
með Svartfjallalandi, með tveggja
sólarhringa fyrirvara. Því fer þó
fjarri að eining sé um ái-ásir innan
NATO og þjóðir utan bandalagsins
hafa mótmælt þeim, fara þar Rússar
fremstir í flokki.
Sú pólitíska lausn sem NATO
sættir sig við byggir á því að Alban-
ar í Kosovo fái sjálfsstjórn en hérað-
ið verði sem fyrr hluti af sambands-
ríkinu Júgóslavíu. NATO hefur lagt
á það áherslu að það styður ekki fullt
sjálfstæði héraðsins og Solana ítrek-
aði þessa afstöðu í gær. „Við sættum
okkur ekki við óbreytt ástand . . .
en við föllumst heldur ekki á sjálf-
stæði Kosovo," sagði Solana.
Innan NATO er lögð geysileg
áhersla á að hemaðarlausn sé ekki
til á ástandinu í Kosovo, þar sem yfu-
2.000 manns hafa fallið, fyrir viku
voru yfir 40 manns myrt í bænum
Racak. Þúsundir manna eru á flótta
og átök hafa víða blossað upp. Hem-
aðarlausn felst í raun í vopnuðum
átökum, þar sem NATO-herir yrðu
sendir til að berjast við serbneska
hermenn í Kosvo. Fyrir slíku er eng-
inn vilji innan NATO, enda yrðu slík
átök mannskæð og gætu dregist
mjög á langinn. Þá er óljóst hvert
framhaldið yrði, hvort hernema ætti
Kosovo eða jafnvel Serbíu alla, hvort
steypa ætti stjórninni osfrv.
Umfang hernaðaraðgerða óljóst
Því stendur NATO fast á því að
árásir á Serba geti aðeins verið til
þess að knýja fram pólitíska lausn.
En í þessu er margt afar óljóst. Til
dæmis er ekki vitað hversu umfangs-
ríkar mögulegar loftárásir á Serba
yrðu, hvort þær yrðu fyrst og fremst
til að sýna Milosevic að NATO væri
full alvara eða til að lama varnir
Serba og að draga úr hemaðarmætti
þeirra.
Talið er líkiegt að gerðar verði
árásir á allt að 600 skotmörk í Jú-
góslavíu, fyrst og fremst loftvarnar-
stöðvar, flugvelli og birgðageymslur.
NATO hefur heimildir fyrir því úr
serbneska hernum að ólíklegt sé að
þeir komi við miklum vömum.
Verði gripið til árása verða eftir-
litsmönnum Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu, ÖSE, fluttir úr
landi en um 850 manns em nú á veg-
um stofnunarinnar í Kosovo. Grípi
Serbar til þess að taka eftirlitsmenn
í gíslingu til að verjast árásum, eins
og gerðist í Bosníustríðinu, er um
1.800 manna franskt herlið, undir
merkjum NATO, reiðubúið að koma
til aðstoðar en það er staðsett í Fyrr-
um júgóslavneska lýðveldinu Ma-
kedóníu.
Vonast til að veikja
stöðu Milosevic
En fleira er óljóst en umfang
mögulegra hernaðaraðgerða, því
markmiðin með slíkum aðgerðum
em einnig óljós. Raunar lýsti yfir-
maður í herstjórnarmiðstöð NATO í
Mons í Belgíu því yfír í samtali við
Morgunblaðið að hann teldi mark-
miðin í besta falli óljós, í versta falli
engin. Bandaríkjamenn hefðu lýst
því yfíi’ að þeir vildu koma Slobodan
Milosevic frá völdum en það væri
ekki yfirlýst markmið árásanna, þótt
enginn vafí léki á því að margir von-
uðust til þess að þær myndu að
minnsta kosti veikja stöðu forsetans.
Hins vegar gæfu nýlegar árásir
Breta og Bandaríkjamanna á Irak
ekki tilefni til bjartsýni, þar sem þær
virtust hafa styrkt stöðu Saddams
Husseins, leiðtoga landsins, í sessi,
þótt ætlunin hefði verið þveröfug.
„Eg held að stjórnmálamennimir
hafí ekki hugmynd um hvað þeir vilji
í Kosovo og viti heldur ekki hvernig
eigi að leysa vandann. Mín persónu-
lega skoðun er sú að við eigum að
halda okkur eins fjairi svæðinu og
kostur er, ég tel það algert brjálæði
að ætla sér að hafa hemaðarafskipti
af Kosovo," sagði áðurnefndur yfir-
maður.
Þótt viðhorf hans eigi meira skylt
við kalt raunsæi en mannúð, er Ijóst
að hann er ekki einn um þessa skoð-
un. Rökstuddi hann hana m.a. með
því að hann teldi í raun litla hættu á
því að átökin í Kosovo breiddust út
en það hefur verið ein aðalröksemdin
fyrir afskiptum Vesturveldanna af
átökunum í Kosovo.
Téður yfirmaður lýsti ennfremur
efasemdum um hverjir ættu að
stjóma í Kosovo fengi héraðið sjálfs-
stjóm. Vegna ítaka Frelsishers
Kosovo, KLA, og fleiri vopnaðra
hópa, væri mikill óstöðugleiki í land-
inu, engin leið væri að vita hver tal-
aði fyrir munn meirihluta Kosovo-
Albana og mikil hætta væri á inn-
byrðisátökum.
Verður Rússum meira ágengt?
Svartsýni manna í yfirstjóm her-
afla NATO er ekki ný af nálinni,
hennar gætti einnig í Bosníustríðinu
er mjög var þrýst á um afskipti
bandalagsins. Það hefur nú opið um-
boð til eftirlits með því að friðarsam-
komulaginu þar verði framfylgt og
er ekkert fararsnið á eftirlitssveitun-
um frá Bosníu.
En pólitískur vilji er fyrir því að
finna friðsamlega lausn á deilunni,
þótt Atlantshafsbandalagið telji sig
þurfa að beita hótunum til að ná
henni fram. Wesley Clark, yfirmaður
herafla NATO, sagði eftir fund sem
hann átti með Milosevic í fyrradag,
að forsetinn léti ekki undan, vegna
þess að hann teldi hemaðarógnina
ekki enn raunhæfa.
Vestrænum sendimönnum hefur
ekkert orðið ágengt með Milosevic
undanfamar vikur en því gæti verið
öðravísi farið með Rússa, sem beita
Serba nú auknum þrýstingi. Vera
kann að Milosevic kjósi að láta und-
an þrýstingi þessarar bræðraþjóðar
til að halda andlitinu í stað þess að
láta vestræna herforingja og stjórn-
málamenn segja sér fyrir verkum.
Alexander Avdejev, sérlegur sendi-
maður Rússa, er nú í Kosovo til að
reyna að telja Milosevic hughvarf.
Segjast Rússar ekki geta varið Serba
í það óendanlega ef þeir verði ekki við
kröfum þjóða heims. I rússneska
blaðinu Kommersant í gær var haft
eftir háttsettum starfsmanni ráss-
neska utanríkisráðuneytisins að
Avdejev hefði sagt Milosevic að staða
ÖSE og þar með áhrif Rússa á mál-
efni Evrópu væra í hættu. Rússar era
í ÖSE og var fullyrt að Avdejev hefði
sagt Milosevic að veiktist staða ÖSE
mjög vegna átakanna í Kosovo, hefði
það afgerandi áhrif á áhrif Rússa á
ýmis Evrópumál.
Enn er of snemmt að segja til um
hvort þrýstingur Rússa dugir til að
höggva á hnútinn en á meðan á við-
ræðunum stendur leikur enginn vafi
á að aðilar deilunnar nota tímann til
að styi-kja stöðu sína.
Sparnaðarfrumvarp samþykkt í neðri deild þingsins í Brasilfu
Gengi realsins
lækkaði í kjölfarið
Sau Paulo. Reuters.
GENGI brasilíska gjaldmiðilsins,
realsins, lækkaði veralega í gær
þrátt fyrir, að mikill meirihluti neðri
deildar brasilíska þingsins hefði þá
verið búinn að samþykkja mikilvægt
frumvarp, sem miðar að því að
minnka fjárlagahallann. Atkvæða-
greiðslan var túlkuð sem skilaboð til
fjárfesta um að Brasilíumenn væra
staðráðnir í að koma í veg fyrir efna-
hagshrun í landinu eftir hálfs mánað-
ar baráttu við fjármagnsflótta og
gengislækkun.
Neðri deild þingsins samþykkti
frumvarp um að auka framlög ríkis-
starfsmanna í lífeyrissjóði þeirra, en
þeir eru taldir á meðal helstu orsaka
fjárlagahallans, sem er um 8% af
vergri landsframleiðslu. Greiðslum-
ar úr sjóðunum hafa verið sjö sinn-
um meiri en framlög ríkisstarfs-
mannanna.
Fernando Henrique Cardoso, for-
seti Brasilíu, sagði að samþykkt
frumvarpsins væri mikill sigur fyrir
stjórnina og skýr skilaboð til fjár-
festa, ekki aðeins í Brasilíu, heldur
öllum þeim ríkjum, sem standa
frammi fyrir hættu á fjármagns-
flótta og gengislækkunum vegna
gj aldeyrisbrasks.
Fjárfestar litu á atkvæðagreiðsl-
una sem prófstein á það hvort
stjórnin væri fær um að kljást við
fjárlagahallann, sem var meginorsök
fjármálaólgunnar. Neðri deildin
hafði hafnað lífeyrisframvarpinu
fjórum sinnum en það var loks sam-
þykkt að áeggjan stjórnarinnar, sem
sagði það bráðnauðsynlegt til að af-
stýra efnahagshruni.
Þrátt fyrir þennan áfanga í glímu
Brasilíustjórnar við fjárlagahaliann
lækkaði gengi realsins mikið í gær og
hefur þá fallið um 28% frá 12. janúar.
Er ástæðan sögð sú, að farið er að
gæta verulegs dollaraskorts í landinu.
„í gíslingu IMF“
Frumvarpið var samþykkt með
335 atkvæðum gegn 147 og fjórir
þingmenn sátu hjá. Einn þingmanna
stjórnarandstöðunnar, Delfim Netto,
sagði að sér hefði snúist hugur vegna
þess að Pedro Malan fjármálaráð-
herra hefði verið „í gíslingu IMF
[Alþjóðagjaldeyrissjóðsins] og
Bandaríkjastjórnar" og lífeyrisfram-
varpið væri „lausnargjaldið" sem
Brasilíumenn þyrftu að greiða.
Stjóm Brasilíu lofaði spamaðarað-
gerðum og viðamiklum umbótum til
að minnka fjárlagahallann í nóvem-
ber þegar hún samdi við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og nokkur ríki um
lán að andvirði 41,5 milljarða dala,
2.900 milljarða króna.
Talið er fullvíst að efri deild þings-
ins samþykki einnig frumvarpið en
fréttaskýrendur era ekki eins vissir
um að neðri deildin samþykki skatta-
lækkanir sem era taldar nauðsynleg-
ar til að minnka fjárlagahallann.
Gengi realsins hefur lækkað um 24%
á einni viku og talið var að samþykkt
lífeyrisframvarpsins myndi styrkja
gjaldmiðilinn, að minnsta kosti næstu
daga, en gengið hélt þó áfram að
lækka í gær. Seðlabanki Brasilíu hef-
ur hækkað vexti sína í 41% til að
stemma stigu við fjármagnsflóttanum
og koma í veg fyrir mikla verðbólgu.
Hlerunar-
hneyksli
í Moskvu
Moskvu. The Daily Telegraph.
DAGBLAÐ í Moskvu skýrði
frá því í fyrradag, að auðjöfur-
inn Borís Berezovskí væri
grunaður um að hafa njósnað
um Tönju, dóttur Borís
Jeltsíns, forseta landsins.
Moskovskí Komsomolets
sagði frá því, að við húsleit lög-
reglu hjá öryggisgæslufyrir-
tæki, sem tengdist Berezovskí,
hefði fundist ýmislegt efni um
háttsetta, rássneska stjórn-
málamenn og þar á meðal um
„fjölskylduna" og „Tönju“.
Fann lögreglan einnig að sögn
blaðsins skilaboð til Berezovskí
frá Sergei Sokolov, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins,
þar sem hann segist hafa upp-
lýsingar, sem hann og Tanja
hafi áhuga á.
Blaðið sagði ekki nánar frá
þessum upplýsingum en það
hefur áður sakað Tönju
Jeltsínsdóttur um eitt og annað,
til dæmis, að hún hafi keypt sér
kastala erlendis. Því neitar hún.
í Rússlandi hefur lengi verið
talað um þau tök, sem Ber-
ezovskí hafi á Jeltsín og fjöl-
skyldu hans og svo virðist sem
hann og fjandmenn hans
einnig sjái sér hag í gera sem
mest úr þeim. Þau hafa þó
vafalaust minnkað því að
margir bandamanna hans í
Kreml hafa misst starfið sitt og
viðskiptaveldi hans hefur orðið
illa úti í kreppunni.
Fjórir fórust
í árekstri
flugvóla yfir
Englandi
London. Reuters.
FJÓRIR fórust þegar
Tornado-sprengjuþota breska
flughersins skall saman við
litla Cessna-einkaflugvél yfir
Nottinghamshire í miðju
Englandi í gær með þeim af-
leiðingum að báðar flugvélarn-
ar hröpuðu til jarðar. Dreifðist
brak úr flugvélunum yfir stórt
svæði, að sögn lögreglu, en
þrátt fyrir að meginhluti
Cessna-vélarinnar kæmi niður
í aðeins hundrað metra fjar-
lægð írá barnaskóla varð eng-
inn á jörðu niðri fyrir meiðsl-
um.
Herþotan var af gerðinni
Tornado GRl og vora tveir
menn um borð. Fórst annar
þeirra í árekstrinum en hinum
tókst að skjóta sér út úr vél-
inni en lést seinna af sárum
sínum. Báðir farþegar
Cessnu-vélarinnar létust
einnig en þotan mun hafa flog-
ið inn í Cessnuna miðja og rif-
ið á hana stórt gat.
Sjónarvottur að atburðinum
sagðist hafa heyrt mikinn
skell og þá litið upp. „Herþot-
an virtist vera að rifna í sund-
ur og ég sá flugmann skjóta
sér út úr henni og svífa til
jarðar í fallhlíf," sagði sjónar-
votturinn, Beryl Peck. „Þotan,
sem var í logandi ljósum,
hvarf því næst bak við skóg-
lendi og síðan heyrði ég mikla
sprengingu."
Það sem eftir var af Cessna-
vélinni kom til jarðai’ í ná-
grenni bæjarins Mattersea og
dreifðist „eins og smásnifsi"
út um víðan völl.