Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR + Gyða Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1918. Hún lést, á Sjúkra- húsi Reykjavíkur að n.orgrú 14. janúar. Foreldrar Gyðu voru Guðmundur Grímsson, fisksali í Reykavík, f. 11. jan- úar 1889, d. 7. mars 1960, og Guðmund- ína Oddsdóttir hús- móðir, f. 28. júní 1888, d. 18. nóvem- ber 1969. Gyða var annað barn foreldra sinna en systkini hennar eru í aldursröð: Bettý, f. 30. júlí 1914, d. 29. jan- úar 1990; Sigríður, dó á barns- aldri; Ágúst, f. 9. desember 1922; Grímur, f. 15. ágúst 1925, og Sigríður, f. 18. ágúst 1929, d. 19. september 1980. Gyða giftist 1. október 1937 Inga Guðmundssyni verka- manni hjá Sælgætisgerðinni Freyju á Þingeyri við Dýra- fjörð 1. október 1916, d. 30. mars 1971 eftir Iangvinn veik- indi. Foreldrar hans voru Guðmundur Jó- hannes Jóhannesson, f. 20. apríl 1887, d. 2. maí 1963, og Júliana Sigurborg Guð- mundsdóttir, f. 12. júlí 1889, d. 3. febrú- ar 1978. Gyða og Ingi eignuðust tíu börn. Þau eru: 1) Birna, f. 4. desember 1937, gift Braga Bjarnasyni og eiga þau fimm börn og ellefu barnabörn. 2) Guðmundur Ingi, f. 1. maí 1939, kvæntur Sigrúnu Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Gunnar, f. 24. júní 1940, drukknaði 1. febr- úar 1973. Gunnar var tvíkvænt- ur. Fyrri kona Gunnars er Kol- brún Gunnarsdóttir og áttu þau þrjú börn og eru barnabörnin fjögur. Seinni kona Gunnars er Kolbrún Þorsteinsdóttir. 4) Skúli, f. 24. nóvember 1941, drukknaði 5. aprfl 1961. 5) Guð- mundína, f. 15. janúar 1943, gift Sævari Reyni Ingimarssyni, sem drukknaði 1973. Þau eignuðust tvö börn, síðar eignaðist hún son með Ólafi Ásgeirssyni. Hún á tvö barnabörn. 6) Júlíus, f. 15. ágúst 1944, kvæntur Vikt- oríu Þóru Árnadóttur. Eiga þau fjögur börn og 2 barna- börn. 7) Bettý, f. 9. desember 1945, gift Valgarði Reinhards- syni. Eiga þau þrjú börn og 8 barnabörn. 8) Ástríður, f. 30. nóvember 1948, gift Magnúsi Theodorssyni og eiga þau tvö börn á lffi en einn son misstu þau barnungan. Þau eiga eitt barnabarn. 9) Hulda Fríða, f. 29. júní 1950, var gift Guð- mundi Rúnari Jónssyni og eiga þau tvö börn. Seinni maður Huldu er Sigurbjörn Þorleifs- son og eiga þau tvö börn. Hulda á tvö barnabörn. 10) Sigurður, f. 4. desember 1957, kvæntur Sólrúnu Rögnvalds- dóttur og eiga þau tvær dætur. Gyða og Ingi bjuggu öll sín hjúskaparár í Reykjavík. Með heimilisstörfum starfaði Gyða við ræstingar í Bústaðabúðinni í nokkur ár. Hún hóf störf sem gangavörður í Breiðholtsskóla árið 1971 og starfaði þar í 15 ár, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Gyðu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Okkur börnin þín langar að kveðja þig með örfáum oróum. Við munum sakna þess að haí'a ekki lengur stoð okkar í Hólm- garðinum. Þar áttum við okkar heimili síðustu bemskuárin og þú í fjöratíu og átta ár. Það var aldrei lognmolla í kringum þig, elsku mamma, og alltaf mikið um að vera, bæði í leik og starfí. Þú varst mikill leiðtogi og kom sá hæfileiki sér vaialaust oft vel við að stjórna stór- um og líflegum barnahópi. „Þú hlærð,“ sagði afí þegar bræðumir slógust, einu sinni sem oftar, fí’ammi í kompu og það lýsir betur en mörg orð þinni léttu lund og kímni. Þér fannst gaman að spila og var oft tekið í spil á heimilinu og kenndir þú bæði okkur og börnun- um okkar að spila. I lífi þínu hafa skipst á skin og skúrir, en bæði gleði og sorg mættir þú með óbilandi æðraleysi og bjartsýni og gafst okkur gott veganesti með for- dæmi þínu. Eftir að við fóram að heiman og stofnuðum okkar eigin heimili, gátum við leitað til þín eftir aðstoð við uppeldi og heimilisstörf, þegar mikið lá við. Þá mættir þú með bankarann og tókst til hendinni eins og þér einni var lagið. Það var þér og okkur öllum mikið áfall þegar þú veiktist fyrst fyrir nokkram árum. En með lífsgleði þinni og bjartsýni tókst þér að sigr- ast á þeim veikindum, ekki aðeins einu sinni heldur aftur nokkram ár- um síðar. En undanfarið ár hefur þér hrakað mikið og hratt og það hefur verið erfítt að sjá þig svona veikburða og lasna. Elsku mamma. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farin að þrá undir það síðasta. Minningamar um liðna atburði era óteljandi en minning þín lifir áfram og við gleymum þér aldrei. Okkur langar að kveðja þig með hluta úr ljóði Huldu skáldkonu, „Segðu það móður minni“. Fljúgðu heira, heim yfir hrannageim, lítinn bæ langt frá sæ laugaðu í dögg og blæ, sumardögg og svalablæ. Móðir mín þar sefur, morgunljósið vefur enni hennar, brjóst og brár, blítt og rótt hún sefur, hún sem þúsund hefur hlotið tregasár, allt þó öðrum gefur: ástarbros og tár, lífoggleði, ljúfu geði, krafta og æviár. Meðan tárið tefur tært á rósarkinn, láttu blakta um ljórann inn ljósa sumarfeidinn þinn; henni segðu harminn minn. Löngun mína láttu skína líkt og geisla um gluggann inn. Enn þá man ég æsku mína, engu blómi skal ég týna. (Hulda skáldkona) Guð blessi þig elskan. Börnin. Með þessu versi vil ég kveðja tengdamóður mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir góðar stundir við eld- húsborðið í Hólmgarðinum. Hvíl þú í friði. Sigrún Pálsdóttir. Það var að morgni 14. janúar að ég fékk fregnir af því að hún amma Gyða væri látin. Hún var búin að vera veik og síðustu vikurnar var hún búin að vera ansi slöpp á milli, og síðustu tvo dagana hrakaði henni og ákvað ég að fara til hennar dag- inn áður en hún fór, og er ég mikið fegin því að hafa fengið að kveðja hana þá. Hún var á milli svefns og vöku en samt sagði hún við mig: „Ert þetta þú þarna?“ Ég vissi ekki hvort hún þekkti mig en hún sagði svo nafnið mitt og það gaf mér al- veg ofsalega mikið. Takk fyrir það, elsku amma mín. Hún amma Gyða var kjamakona, + Afi okkar, tengdafaðir og langafi, ÁRMANN JAKOBSSON, fyrrverandi bankastjóri, Skólavörðustíg 23, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 21. janúar. Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Ármann Jakobsson, Sverrir Jakobsson, Katrín Jakobsdóttir, Hildur Svavarsdóttir, Ásta Svavarsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Signý Thoroddsen, Ingibjörg Egilsdóttir og langafabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móöir og amma, ÁSA JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Kálfárvöllum, til heimilis á Valbraut 9, Garði, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni miðvikudagsins 20. janúar. Útförin fer fram frá Útskálakirkju mánudaginn 25. janúar kl. 14.00. Walter Borgar, Þorsteinn Á. Waltersson, Sigríður Þ. Þorleifsdóttir, Ósk Waltersdóttir, Óskar F. Snorrason, Eirikur Waitersson, Sigrún Jónasdóttir, Anna Borg Waltersdóttir, Ásgrímur Stefán Waltersson og barnabörn. hún ól tíu börn og eru átta enn á lífi, tvo drengi missti hún af slysföram og afa missti hún einnig árið 1971. Hún amma sagði alltaf að ég mundi slá hana út í barneignum en það er erfitt að feta í fótspor hennar svo ég játa mig sigraða. Það eru ekki margir sem geta fetað í fótspor hennar en hún átti 67 afkomendur og sagt var að afi hefði hætt að fara í göngutúra með henni þegar barna- hópurinn var orðinn þannig að afi var með kerru, amma með vagn og kúluna út í loftið og fleiri börn að ganga með, en nákvæmlega á tutt- ugu árum komu tíu börn. Hún var búin að búa ein síðan afi dó og líf hennar og yndi var að spila og hekla, og eru ófáir sem eiga ynd- islegar hannyi'ðir eftir hana. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum var ég alltaf að selja fyrir hana húfur sem hún gerði, ég gekk hús úr húsi og það þótti mér ofsalega gaman. Á sunnudögum hér áður komu allir saman í Hólmgarðinum, ungir sem aldnir, og þá var oft mikið fjör og margar buxurnar snjáðar af því að vera búnar að renna í stiganum allan daginn en það var besta ef ekki eina leikfangið þá. Þegar mamma mín fór á fæðingardeildina þegar ég var þriggja ára fékk ég að vera hjá ömmu og var hún ennþá að stríða mér á því að ég vildi alltaf fá að hringja í vin minn sem bjó þá í sama húsi og ég á Reynimelnum. Ég man sérstaklega eftir klukk- unni í stofunni sem hélt fyrir mér vöku þegar ég svaf stundum hjá ömmu því hún hringdi á hálftíma fresti þegar ég svaf í sófanum í stof- unni. Alltaf var gaman að fá ömmu Gyðu í heimsókn til okkar, hvort sem var til að borða og spila eða í afmæli til okkar. Hún kom oft í mat til mömmu og pabba um helgar og var okkur börnunum þá oft boðið með. Guð geymi þig, elsku amma Gyða. Ásta Kristín. Mig langar í fáeinum orðum að kveðja hana ömmu mína Gyðu Guð- mundsdóttur. Það var alltaf gaman að koma í Hólmgarðinn og spjalla við ömmu. Hún sagði mér fréttir af ættingjum og sögur af prakkarastrikum pabba og systkina hans þegar þau voru lít- il. En það sem er mér minnisstæð- ast um ömmu er þegar ég bjó hjá henni í þrjár vikur þegar foreldrar mínir fóra til Flórída. Við styttum hvor annarri stundirnar yfir spilum. Það sem mér fannst alltaf svo skrít- ið var að hún hafði kartöfluflögur með lambakjötinu. Á meðan ég var hjá henni fékk ég botnlangakast ömmu til mikillar mæðu, en amma og Hólmfríður tóku þessu með jafnaðargeði. Draumurinn minn rættist sem var að fá að fara í sjúkrabíl upp á spít- ala og var amma á inniskónum mér við hlið. Allt fór þetta vel að lokum og var þetta ævintýrið okkar ömmu. Elsku amma, ég sakna þín mikið en núna ertu hjá Inga afa og öllum hinum sem þér þykir vænt um. Vertu bless, amma mín. Bryndís. Elsku amma, það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért ekki leng- ur meðal okkar. Það er af svo ótal- mörgu að taka og innstæðan svo stór í minningarbankanum sem við eigum um þig. Þú varst sterk kona með mikinn persónuleika, þú geisl- aðir af lífsgleði og hafðir einstakan léttleika. Þú varst heldur engin venjuleg amma, þú varst eiginlega eilífðaranglingur. Manstu allar stundirnar í Gyðu- gangi í Breiðholtsskóla, allar húf- urnar sem við seldum íyrir þig, all- ar heimsóknirnar í Svíþjóð og öll spilin sem við spiluðum. Alltaf hélstu að þú værir að fá síðasta permanentið. Manstu hvað þú varst forvitin, það var ekki hægt að gefa þér jólagjöfína fyrr en kl. sex á að- fangadagskvöld. Við tengdumst órjúfanlegum böndum. Okkar fyrstu bernskuminningar tengjast þér flestar á einn eða annan hátt. Árum saman liðu aldrei margir dagar án þess að þú rækir inn nefið. Osjaldan hljópstu undir bagga með pabba og mömmu og fóstraðir okkur systkin- in í lengri eða skemmri tíma. Það var okkur því öllum ómetanlegt að þín síðustu jól skyldir þú dveljast hjá foreldrum okkar. Amma, þú varst alveg einstök kona, enda þurfti sterk bein til að ala upp tíu fjörug böm við kröpp kjör þar sem eitt skeiðið tók við af öðru. Elsku amma, nú kveðjum við þig. Um leið erum við stolt af því að hafa átt ömmu eins og þig. Nú ertu kom- in til afa, Lárasar Inga og allra hinna og þar líður þér örugglega vel. Megi minningin um þig lifa. Guð blessi þig. Erla og Gunnar. „Ert þetta þú, nafna mín?“ Með þessum orðum var amma vön að taka á móti mér þegar ég kom að heimsækja hana í Hólmgarðinn. Þangað var alltaf gott að koma. Á hverjum sunnudegi þegar ég var barn hittist fjölskyldan hjá ömmu. Við frændsystkinin dunduðum okk- ur við að skoða myndaalbúmin hennar ömmu á meðan fullorðna fólkið tók í spil. Amma var mikil spilakona, kenndi mér marías og ég man að þau voru ófá skiptin sem hún leyfði mér að vinna svo ég færi ekki að gráta. En í þessum mlaum var manni ekki sýnd nein miskunn þegar líða tók á. Þegar fjölskyldan stækkaði hættu þessar sunnudags- ferðir og samverustundirnar færð- ust inní eldhús yfir kaffiglasi. Þar var margt rætt, það var fátt sem amma vissi ekki eða lét fram hjá sér fara, hún hafði ótrúlegt minni. Oft var mikið hlegið þegar hún var að segja sögur af pabba litlum, sögur af Inga afa, pabba sínum og mömmu eða skemmtilegar frásagn- ir af hinu og þessu. Hún vissi líka allt um „ástartruflanir" (eins og hún kallaði það) unga fólksins í fjöl- skyldunni, hverjar væru óléttar eða hverjir væra að skiija. Stundum var þetta það fyrsta sem maður heyrði af þegar maður spurði frétta: „Nei, Gyða mín, nú er fátt að frétta, eng- inn óléttur eða skilinn." Amma Gyða var nefnilega mikill húmoristi. Hún átti til að vera einstaklega orð- heppin og stundum nokkuð orð- hvöss. Amma var falleg kona, alltaf vel til höfð og glæsileg. Ég furðaði mig einu sinni á því af hverju hún væri að hafa fyrir því að mála sig. Jú, við vorum bara að fara í Hagkaup. En hún hafði svar við því eins og öðru. Hún ætlaði ekki að líta út eins og drusla ef hún skyldi detta niður í búðinni. Amma, þú varst einstök kona og um persónu þína er til fjöldinn ailur af lýsingarorðum en fá segja allt sem mig langar að segja um þig. Það er svo margs að minnst. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég mun varðveita minningu þína og ég minnist þín með söknuði. Þín nafna, Gyða Guðmundsdóttir. Elsku amma, við viljum fá að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka fyrir aliar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf glatt á hjalla í Hólmgarðinum og eigum við eftir að sakna þess að geta ekki komið þangað. Þegar við vorum lítil var það fastur liður að fjölskyldurnar hittust á sunnudögum hjá þér. Þetta var eins og á ættarmóti, slík- ur var fjöldinn. Þið fullorðna fólkið tókuð í spil en við krakkarnir lékum okkur í norðurherberginu, renndum okkur niður stigann eða skoðuðum myndaalbúm. Við höfum oft talað um það hversu þolinmóð þú varst að hafa okkur öll hjá þér þessa sunnu- daga, sjálf búin að ala upp tíu börn. Þrátt fyrir þennan gestagang, sem var þitt líf og yndi, munum við aldrei eftir heimili þínu öðruvísi en snyrtilegu og fínu. Sjálf varst þú ætíð vel til höfð, í kjól eða pilsi, hár- ið vel greitt og neglurnar langar og vel snyrtar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.