Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 21 VIÐSKIPTI Birgðasöfnun spáð í áliðnaði í heiminum BILL Gates, forstjóri Microsoft, hefur ástæðu til að kætast. Fyrirtæki hans hefur hagnast vel umfram það sem spáð hafði verið. Hagnaður Micro- soft eykst um 75% mmmmm * ■■ ■■' lr' ___ Redmond, Washingdon. Reuters. HAGNAÐUR Microsoft hugbún- aðarrisans jókst um 75% á síðasta ársfjórðungi, meir en spáð hafði verið, vegna góðrar sölu á öllum framleiðsluvörum fyrirtækisins. Hagnaður á þremur mánuðum til desemberloka jókst í 1,98 millj- arða dollara, eða 73 sent á hluta- bréf, úr 1,13 milljörðum, eða 42 sentum, ári áður. Sérfræðingar höfðu spáð 59 sentum á hlutabréf. Microsoft Office 97 viðskipta- hugbúnaðurinn hélt áfram að selj- ast vel, tæpum tveimur árum eftir að hann var settur á markað. Microsoft Windows NT stýrikerf- ið, sem sókn hugbúnaðarrisans inn á fyrirtækjamarkað byggist á, seldist einnig vel. Sömu sögu var reyndar að segja um alla fram- leiðslu fyrirtækisins. Nú þegar síðustu tölur um af- komu Microsoft hafa verið birtar er ljóst að hagnaður fyrirtækisins hefur verið meiri en sérfræðingar hafa spáð fímm ársfjórðunga í röð. Intel og Apple tölvufyrirtækið skiluðu einnig methagnaði á síð- ustu þremur mánuðum ársins í fyrra. Réttarhöldin gegn Microsoft, sem hófust fyrir rúmum þremur mánuðum, hafa greinilega ekki haft áhrif á afkomu fyrirtækisins. London. ÁL HEFUR staðið illa að vígi á heimsmörkuðum síðan gengi reals- ins var fellt í Brasilíu, en búizt er við að markaðurinn verði í jafnvægi á þessu ári að sögn brezka blaðsins Financial Times. Verð á málmum hefur tekið kipp í hvert sinn sem fréttir hafa borizt af framleiðsluerfíðleikum á fyrstu vik- um ársins, en hækkanir hafa fljót- lega runnið út í sandinn að sögn blaðsins. I fyrra gerði næstum því helm- ingur sérfræðinga ráð fyrir að verð á áli mundi hækka, en verðið lækk- aði um 15%. Nú er sagt að verð hlutabréfa í áliðnaði sé hærra en opinberar tölur gefí til kynna og flestir sérfræðing- ar búast við auknum umframbirgð- um á þessu ári. Framleiðendur fár- ast yfir kostnaði, en eru tregir til að draga úr íramleiðslunni að ráði. Rekstrarkostnaður er að mörgu leyti í samræmi við verð málmsins og framleiðendur hafa litla ástæðu til að minnka framleiðsluna segir Financial Times. Sérfræðingur BBC Domino Securities, Emie Nutter, sem spáir hærra álverði en flestir samkvæmt könnun FT, heldur því fram að jafn- vel þótt hófleg aukning verði á álf- ramleiðslu í heiminum muni mark- aðurinn vera í sæmilegu jafnvægi. Sérfræðingur Metal Bulletin Rese- arch kveðst hins vegar „sérstaklega neikvæður" í afstöðu til áls. Áhrif frá Brasilíu Ál"*hefur staðið illa að vígi á heimsmörkuðum eftir gengisfelling- una í Brasilíu. Brasilíumenn fram- leiða mikið af áli og samkeppni frá þeim mun harðna vegna gengisfell- ingarinnar. Sérfræðingar segja þó að þeir hafí of lítið svigrúm til að auka framleiðsluna, því að flestar brasilískar álbræðslur vinni með fullum afköstum. Paul O’Neill frá Alcoa hefur neit- að því í viðtali í Brídge News að vinnsla verði aftur hafín í bræðslum fyrirtækisins, sem hafa ekki verið í notkun, því að það muni hafa nei- kvæð áhrif á mörkuðum. Miðlarar tóku vel í viðtalið, en O’NeiIl sagði einnig að hann gerði ekki ráð fyrir að keppinautai- fyrir- tækisins mundu draga úr álfram- leiðslu í náinni framtíð. Ummæli hans stuðluðu að verðlækkun á áli. Dregið úr framleiðslu? Sérfræðingar Financial Times telja að umskipta sé ekki að vænta í málmiðnaði nema stórfyrirtæki dragi úr framleiðslu. En verðið þurfi ef til vill að lækka meir og stærstu fyrirtækin geti beðið eftir keppinautum sínum. Þar sem miðl- arar geri ráð fyrir niðurskurði nú þegar kunni niðurskurðurinn aðeins að stuðla að stöðugu verði. Aðrir telja mestu máli skipta hvenær bati verði í Asíu - eftir- spurn en ekki framboð sé lykillinn. Hins vegar er bent á að erfíðleikar á málmmarkaði eigi rætur að rekja til of mikillar fjárfestingar á sínum tíma í Asíu, sem leiddi til eftir- spumar eftir málmum. Arabískt flugfélag það „bezta í heimi“ London. Reuters. FLUGFÉLAG Ai-íbíska furstasam- bandsins við Persaflóa, Emirates- flugfélagið, hefur verið valið bezta flugfélag heims annað árið í röð í ár- legri skoðanakönnun. Flugfélagið er í eigu ríkisstjórnar- innar í Dubai og hrósaði sigri í skoð- anakönnuninni, sem náði til kaup- sýslumanna víða um heim. Könnunin er gerð á vegum fyrh’tækis, sem gef- ur út ferðahandbækur, OAG Woríd- wide. British Airways var talið veita bezta þjónustu á íyrsta farrými og valið bezta evrópska flugfélagið. Keppinauturinn Virgin Atlantic Airways var hins vegar valið bezta flugfélag á flugleiðum yfír Atlants- haf. Það var einnig talið bezta flugfé- lag farþega á vildarfarrýmum á löngum flugleiðum í heiminum. Singapore Airlines hafnaði í öðru sæti á eftir Emirates-félaginu og var um leið valið bezta flugfélag Asíu, bezta flugfélag á leiðum yfir Kyrra- haf, bezta flugfélag á leiðum frá Evr- ópu til Austur-Asíu og Ástralíu og bezta félag í heiminum fyrir farþega á túristafarrými. Air Canada var valið bezta flugfé- lag Norður-Ameríku og Qantas bezta flugfélag Kyrrahafssvæðisins. Varig í Brasilíu var valið bezta flugfélag Karíbahafs, Mið- og Suður- Ameríku og South African Airways var valið bezta flugfélag Afríku. Swissair var valið bezta flugfélagið á stuttum leiðum í Evrópu og Mið- austurlöndum fyrir farþega á vildar- farrými, en British Midland Airways var valið bezta félagið á stuttum leið- um fyrir farþega á túristafarrými í Evrópu, Afríku og Miðausturlönd- um. Changi-flugvöllur í Singapore var valinn „flugvöllur ársins“ fjórða árið í röð. Síðustu dagar útsölunnar Þú kaupir eina flík á útsölunni og önnur fylgir í kaupbæti (aðeins greitt fyrir dýrari flíkina). Tvenn jakkaföt á verði einna, tvær skyrtur á verði einnar o.s.frv. Gríptu tækifærið - tvisvar! fierra GARÐURINN KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.