Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆGT SKREF FYRIR ÍSLENSKA TUNGU EKKERT OKKAR veit í raun hver afdrif íslenskrar tungu verða á næstu árhundruðum. Öll hljótum við hins vegar að óska þess að hún haldi velli og við verðum að vinna markvisst að því. Eitt af því sem þarf að gera til þess að hún haldi áfram að vera til sem lifandi mál er að sjá til þess að við getum notað íslenskuna í öllum okkar daglegu störfum, að við getum orðað allar gjörðir okkar, alla hluti, á móðurmálinu. Mikill skilningur hefur verið á þessu og er nýyrðasmíði fjölmargra íðorðanefnda til vitnis um það. I sumum til- fellum höfum við hins vegar átt óhægt um vik og er tölvu- geirinn eitt dæmi þess, þar sem hugbúnaður er að mestu leyti erlendur. Með tilliti til þess að samskipti fólks og vinna fer í æ ríkari mæli fram með tölvum var gríðarlega mikilvægt skref stigið síðastliðinn miðvikudag er íslenska ríkið gerði samkomulag við Microsoft-fyrirtækið um að framleiða íslenska útgáfu af nýjasta stýrikerfi fyrirtækis- ins og Internet Explorer-vafranum. Ein af forsendum þess að íslenskan lifi hina svokölluðu upplýsingabyltingu af er að hún sé eitt af þeim tungumálum sem verði inni í grunnum ráðandi markaðslausna tölvugeirans, að Islend- ingar geti með öðrum orðum notað sitt eigið tungumál við vinnu á tölvur. í samningi ríkisins og Microsoft er kveðið á um að ís- lensk stjórnvöld beiti sér fyrir sérstöku og markvissu átaki til að uppræta þjófnað á hugbúnaði á íslenskum markaði. Skuldbinda stjórnvöld sig til að útrýma ólög- mætum hugbúnaði úr ríkisfyrirtækjum fyrir lok þessa árs, en vísbendingar eru um að meira sé um slíkan hug- búnað hér á landi en í nágrannalöndunum. Frumkvæði ríkisins á þessu sviði er mikilvægt og til eftirbreytni, en gera má ráð fyrir að útgjöld vegna þessa verði þegar til lengdar lætur arðbær fjárfesting í öflugri innlendri hug- búnaðargerð fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað, eins og Björn Bjarnason menntamálaráðherra benti á í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en ráðherrann hefur unnið mikilsvert starf í þessum efnum. Gert er ráð fyrir að um níu mánuði taki að þýða hug- búnaðinn á íslensku og hann verði markaðssettur hér á komandi hausti. Brýnt er að haldið verði áfram á þessari braut, að menn haldi vöku sinni í varðstöðunni um tung- una í síbreytilegum heimi. ÖLDRUNARVANDAMÁLIÐ NÚ BÍÐA 235 aldraðir einstaklingar eftir dvalarrými í Reykjavík og þar af eru 119 í mjög brýnni þörf fyrir úrlausn sinna mála. 203 aldraðir einstaklingar sem eiga við líkamlegan og andlegan heilsubrest að stríða bíða eft- ir hjúkrunarrými. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra segir að á þessu ári verði hjúkrunarrýmum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu og markmiðið sé að innan tveggja ára þurfí enginn í brýnni þörf fyrir vistun að bíða lengur en í 90 daga. Þetta kemur fram í umfjöllun um málefni aldraðra í Morgunblaðinu í gær. Öldrunarvandamálið er sjálfsagt með því erfiðasta sem hvílir á herðum heilbrigðisyfírvalda, af þeirri einföldu ástæðu að í þeim hópi, sem þarf á öldrunarþjónustu að halda, er stöðug fjölgun. Þjóðin er að eldast og sífellt stærra hlutfall hennar telst til aldraðra. Það er ekki vansa- laust að 119 einstaklingar í höfuðborginni í mjög brýnni þörf fyrir vistun vegna heilsubrests skuli vera á biðlistum og 235 aldraðir í allt bíði eftir dvalarrými. Þetta er fólk, sem á betra skilið. Víst er að allir Islendingar fínna fyrir þessu öldrunar- vandamáli einhvern tíma á lífsleiðinni. Ef það er ekki vegna eigin öldrunar, þá vegna einhvers nákomins. Þjóð- félagið hefur mikið breytzt á síðustu árum. Aður fyrr voru aldraðir á heimilum sínum eða barna sinna eða barnabarna. Nú eru minni möguleikar á því. Nú verður að treysta sífellt meira á samfélagið um umönnun aldr- aðra og sjúkra. Kröfur þar um munu vaxa á næstu árum og taka verður tillit til þess í tíma. FERLIVERK, læknisverk sem gerð eru á sjúkrahúsum án innlagnar sjúklings, voru fyrst skilgreind formlega í reglugerð heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins árið 1992 og síðar í sambærilegri reglugerð ráðuneytisins frá árinu 1996. I báðum reglugerðun- um var kveðið á um að sjúklingar skyldu gi-eiða gjald fyru- ferliverk í samræmi við reglugerð um hlutdeild sjúki-atryggðra í kostnaði vegna heil- brigðisþjónustu. í síðarnefndu reglu- gerðinni sem nú er jafnframt í gildi er tekið fram að með ferliverkum sé átt við þá sérfræðimeðferð sem sjúkling- um er veitt á sjúkrahúsum og krefjist ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningartilfellum. Ennfremur segir þar að með sérfræðimeðferð sé átt við meðferð hjá háskólamenntuð- um sérfræðingum, þai- á meðal viðtöl, skoðanir, rannsóknir, lyfja- og geisla- meðferð, skurðlækningar og sjúkra- þjálfun. Auk þess er kveðið á um að það teljist ekki innlögn ef gert er ráð fyrir skemmri dvöl á sjúkrahúsi en 24 klukkustundir. Þannig teljast til dæm- is öll göngudeildarverk, þ.e. verk sem unnin eru á göngudeildum sjúkrahúsa, til feriiverka, en verk sem unnin era á öðrum deildum sjúkrahússins og krefjast ekki innlagnar eru sömuleiðis skilgreind sem ferliverk. Ferliverk eru gerð á stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík, á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði, Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og öðrum sjúkrahúsum víða um land, en þar sem ferliverk eru læknisverk sem krefjast ekki innlagnar á sjúkrahús er einnig hægt að vinna þau á stofum almennra lækna eða sérfræðilækna utan spítal- anna. Flest ferliverk era þannig minni háttar skurðaðgerðir eða rannsóknir, til dæmis í háls-, nef- og eyrnalækn- ingum, augnlækningum eða bæklun- arskurðlækningum, en rétt er að taka fram í þessu sambandi að engin ferliverk era unnin innan sumra sér- greina læknisfræðinnai’. Ferliverk er hægt að gera hvort sem er á sjúkrahúsum eða á einka- reknum stofum utan sjúkrahúsanna, eins og áður kemur fram, og segir Kii- stján Erlendsson, iyrrverandi skrif- stofustjóri heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, að ein aðalhugsun- in á bak við upphaflegu reglugerðina um ferliverk og að greiða beri fyrir slík verk hafi verið sú að koma í veg fyrir að sjúklingum sem og sérfræði- læknum verði mismunað. Sjúklingum verði með öðrum orðum ekki mismun- að með því að láta þá borga fyrir læknisverk á einkarekinni stofu á sama tíma og ekki þurfi að greiða fyrir sömu verk á sjúkrahúsum og læknum verði ekki mismunað með því að láta þá innheimta fyrir læknisverk sem ekki er innheimt fyrir á sjúkrahúsum. I síðara tilvikinu er þannig verið að jafna samkeppnisaðstöðu þeirra aðila sem inna svokölluð ferliverk af hendi. Sé nánar litið á greiðsluskilmála sjúklinga í núgildandi reglugerð um ferliverk kemur fram að gi’eiðslu- skylda sjúklinga breytist ekki þótt til innlagnar komi í framhaldi af ferliverki. Þetta ákvæði er reyndar túlkað á þann hátt hjá einstaka sjúkrahúsum að sjúklingar þurfi að ekki að greiða fyrir ferliverk séu þeir lagðir inn í nokkra daga vegna fylgi- kvilla í kjölfar ferliverks. Þetta stað- festir til að mynda Sigrún Guðjóns- dóttir fjármálastjóri hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „Ef sjúklingur liggur inni í marga daga þá er litið á það sem innlögn og hann greiðir ekki fyrir ferliverkið,“ segir hún. Á hinn bóginn er kveðið skýrt á um það í reglugerð- inni að sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi af öðrum orsökum skuli ekki gert að greiða fyrir meðferð, sem annars telst ferliverk. „Sama gildir um sjúklinga sem era í dagvistun. Með dagvistun er átt við að sjúklingur komi reglubundið á sjúkrahús til dval- ar yfir daginn, en dvelji þar ekki yfir nótt,“ segir í reglugerðinni. Heilbrigðisþjónustan lúti ákvæðum samkeppnislaga Þrátt fyrir reglugerðimar um ferliverk virtust vera brögð að þvi í fyrstu, að minnsta kosti, að sjúklingum væri mismunað eftir því hvert þeir leit- uðu. Til dæmis þurftu þeir sjúklingai’ sem fóra á kvensjúkdómadeild Land- spítalans ekki að greiða fyrir minni háttar aðgerðir á sama tíma og greiða þurfti fyrir sams konar aðgerðir sem Æ fleiri aðgerðir á sjúklingum falla undir skilgreininguna feriiverk sem felur í sér glaldtöku LÆKNAR að störfum á Ríkisspítulunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tekjur sjúkrahúsa af ferli- verkum 445 milljónir á ári Þróun heilbrigðisþjónustunnar á síðari ár- um hefur leitt til þess að æ fleiri læknis- verk er hægt að gera án þess að til inn- lagnar á sjúkrahúsi þurfi að koma. Slík verk eru skilgreind sem ferliverk í reglu- gerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins og ber sjúklingum samkvæmt henni að greiða fyrir þau. Arna Schram kynnti sér þýðingu þessara ferliverka, upp- haf þeirra, framkvæmd og hugsanlega þró- un þeirra í framtíðinni. Úr gjaldskrám lækna á) Hlutur sjúklings Nr. Heiti læknisverks \3/ <r. samtals 81-007-06 Tekið tunguhaft 4.455 2.622 81-021-06 Skökulagsaðgerð á eym j ^ 19.470 8.628 81 -023-01 Kviðarholsspeglun, eingöngu v. greiningar 30.195 12.918 81 -024-03 Sköpulagsaðgerð á nefi v. áverka eða fæð.galla ijf A V SL » 22.770 9.948 81 -025-02 Æðahnútar, ein hlið * \ rb 25.245 10.938 55-003-01 Viðtal og skoðun vegna heyrnar i 4.455 2.622 55-010-01 Rör sett í/stungið á hljóðhimnu beggja vegna í svæfingu 11 6.270 3.348 55-012-01 Nefkokskirtlar teknir \ ; ] 7.920 4.008 55-013-01 Nefkokskirtlar teknir og sett rör (1 eða 2) eða stungið á hljóðhimnum 1 9.570 4.668 55-018-02 Hálskirtlataka (með eða án nefkirtlatöku) - gerð með leiser y 24.750 10.740 55-019-02 Hálskirtlataka (með eða án nefkirtlatöku) ásamt röraísetningu/ ástungugerð með leiser 27.885 11.994 57-016-01 Tekið æxli úr brjósti 6.600 3.480 53-008-01 Aðgerð á liðbrjóski, liðb., liðpoka 34.650 14.700 gerðar vora á einkareknum stofum. Ymsar ástæður virðast hafa verið fyrii’ því að ekki var innheimt fyrii’ einstaka ferliverk á sjúkrahúsum. í grein eftir Kristján Sigurðsson sviðsstjóra kven- lækningasviðs Ríkispítalanna, sem birtist í Morgunblaðinu 19. desember sl„ segir að dregist hafi að hefja inn- heimtu fyrir ferliverk á kvenlækninga- sviði fram til ái’sins 1998. í viðtali við Vigdísi Magnúsdóttur setts forstjóra Ríldsspítalanna í Morgunblaðinu árið 1996 kemur ennfremur fram að spítal- arnir hafi ekki rakkað fyrir ferliverk þar sem reglugerð þar um hefði ekki verið talin nógu skýr. Fyrir tæpu ári féll hins vegar dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þai’ sem ís- lenska ríkinu bar að greiða Árna Ing- ólfssyni kvensjúkdómalækni, sem ásamt 20 öðram rak einkarekna stofu, 8,5 milljónir króna í bætur fyrir tekju- skerðingu sem hann varð fyrir vegna framkvæmdar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins á reglugerðinni um ferliverk og reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heil- brigðisþjónustu. í dómnum var ítrekað að atvinnustarfsemi á sviði heilbrigðis- mála skyldi lúta ákvæðum samkeppn- islaga og þar af leiðandi ítrekuð sú hugsun á bak við reglugerðina um ferliverk að eklá mætti mismuna sjúk- lingum eftlr því hvort aðgerðin væri unnin á einkarekinni stofu eða á sjúkrahúsi. Islenska ríkið áfrýjaði dómnum, en í lok október sl. staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að atvinnustarfsemi á sviði heilbrigðisþjónustunnar félli und- ir ákvæði samkeppnislaga. í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu er nú unnið að endurskoðun reglugerðarinnar um ferliverk og segir Guðríður Þorsteinsdóttir skrifstofu- stjóri að drög að nýrri reglugerð hafi legið fyrii’ í ráðuneytinu í um tvö ár. Hún segir að í drögunum sé meðal ann- ars kveðið ítarlegar á um hvað felist í ferliverki og telur hún að búast megi við því að reglugerðin verði gefin út af ráðpneytinu á allra næstu vikum. Á síðasta ári urðu nokkrar breyt- ingar á tilhögun greiðslna vegna ferliverka. Fyrir þann tíma sáu sér- fræðilæknar sjálfir um að innheimta hlut sjúklingsins og hlut Trygginga- stofnun ríkisins (TR) í kostnaðinum við ferliverkið, hvort sem þeii’ unnu á einkarekinni stofu eða á spítala. Kostnaðurinn var miðaður við gjald- skrá TR og Læknafélags Reykjavíkur og greiddu sérfræðilæknar hluta inn- heimts kostnaðar, eða um 40% til 60%, til stofnunarinnar. Þannig voru þessir sérfræðingar á spítulunum í raun verktakar þegai- þeir unnu ferliverkin. Aðiir sérfræðilæknar unnu á hinn bóginn ferliverkin sem starfsmenn spítalans, þ.e. fengu ekki sérstaklega greitt fyrir þau verk, á sama hátt og verktakar, fremur en nú. Á liðnu sumri var hins vegar tekin upp sú nýbreytni að láta sjúkrahús halda að öllu leyti utan um þau ferliverk sem unnin eru á stofnuninni og semja síðan sérstaklega um laun til þeirra sérfræðinga eða verktaka sem gera þau ferliverk. Þannig voru þessi ferliverk tekin inn í þjónustusamning spítalanna við íslenska ríkið og þeir fjármunir sem áður fóru í gegnum TR til sérfræðinganna á spítölunum fara nú beint í gegnum ríkið til spjtalanna. Samkvæmt þessari nýju tilhögun eiga spítalarnir að leggja fram áætlun um fjölda ferliverka skömmu fyrir undfrbúning fjárlagafrumvarpsins og ber þeim að endunneta þá áætlun á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu er gert ráð fyrir að heildarein- ingafjöldinn fyrir ferliverk sem unnin verða á sjúkrahúsum landsins á þessu ári verði um 2,7 milljónir. Miðað við það verða samanlagðar heildartekjur spítalanna af ferliverkum um 445 milljónir króna. Þar af verður þátt- taka sjúklinga að meðaltali um 35% og ríkið greiðir mismuninn, eða um 65%. Áætlaður kostnaður vegna ferliverka var reiknaður nákvæmlega út fyrir síðustu samninga TR við sér- fræðilækna. Kostnaðurinn er fenginn út með því að skipta vinnutímanum niður í einingai- og í hverri einingu er gert ráð fyrir gjaldi vegna launa, notk- unar á tækjum, húsnæðis og fleiri þátta. Reiknað er út hvað hver eining kostar, en frá áramótum hefur hún verið metin á 165 krónur. Síðan er fundið út hvað hvert ferliverk tekur margar einingar, þær einingar lagðar saman og margfaldaðar með 165 krón- um. Þá kemur út heildarverðið fyrir ferliverkið. Ofaná þetta getur lagst sérstakt tækjagjald ef svo ber undfr og er það einnig miðað við ákveðnar margar einingar. Hlutur sjúklingsins í heildarverðinu er miðaður við reglu- gerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt núgildandi reglugerð greiðir sjúklingur alltaf fjórtán hund- rað krónur fyrir hvert ferliverk. Sú upphæð er dregin af heildarkostnaðin- um við ferliverkið og ber sjúklingnum síðan að greiða 40% af afganginum. Sé sjúklingur með afsláttarkort greiðir hann að sjálfsögðu minna. Ef eitt dæmi er tekið um heildar- verð fyrir ferliverk miðað við gjald- skrá frá TR kemur í ljós að hálskirtla- taka, gerð með leiser, er metin á 100 einingar og sérstakt tækjagjald er metið á 50 einingar. Samtals eru þetta 150 einingar. Heildarkostnaðurinn er 27.885, en hluti sjúklings er sam- kvæmt því 10.740, en sé hann með af- sláttarkort verður hann 3.733 krónur. SÍFELLT fleiri læknisverk falla undir ferliverk sem sjúklingar þurfa að greiða sérstaklega fyrir. I samningum spítalanna við þá sér- fræðilækna sem sinna ferliverkum sem verktakai’ er kveðið á um hlutfall launa til læknisins fyrir hvert verk. Þetta hlutfall er mismunandi eftir sér- fræðigreinum. Sérfræðingar á sjúkra- húsum, sem kjósa að vinna ferliverk sem verktakar, eru yftrleitt ekki í 100% starfi hjá sjúkrahúsinu og eiga að vinna ferliverkin utan síns hefð- bundna vinnutíma. Þeir fá yfirleitt sérstaklega greitt fyrir ferliverkin frá spítalanum í lok hvers mánaðar, þ.e. sú greiðsla leggst ofaná umsamin mánaðarlaun. Með öðram orðum fer sú greiðsla eftir því hve mörg ferliverk voru unnin. St. Jósefsspítalinn í Hafnar- firði er reyndar undan- “ tekning fi’á þessari reglu, því hann er eini spítalinn sem greiðir sérfræðing- um einungis fyrir unnin verk. Þar eru sérfræðingar ekki á föstum launum. Hver verður þróunin? Kristján Erlendsson, fyri’verandi ski’ifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, játar því aðspurður að þróun heil- brigðisþjónustunnar á síðustu árum hafi verið það hröð að sífellt flefri læknisverk falli undfr ferliverk. Fram- farir í tækni og betri aðstæður utan spítala geri það mögulegt. En þýðir það að þróunin sé að verða sú að sjúk- lingar borgi fyrir æ fleiri aðgerðir sem unnai’ era á sjúkrahúsum? „Nei, það get ég ekki sagt, því þrátt fyrir allt eru ferliverk einungis lítið brot af þeim verkum sem unnin eru á sjúkra- húsum. Að sama skapi eru greiðslur fyrir þau einungis lítið brot af heildar- fjárveitingu ríkisins til sjúkrahús- anna,“ segir Kristján. í þessu sambandi bendir Þórður Sverrison augnlæknir á að á síðast- liðnum árum hafi frekar dregið úr ferliverkum á sjúkrahúsum, þar sem æ fleiri sérfræðingar séu farnir að sinna slíkum verkum á einkareknum stofum utan spítalanna. Þróunin sé einnig í þá átt á öðrum Vesturlöndum. Segir hann að sumir læknar telji það hagkvæmara að sinna verkefnunum á einkareknum stofum vegna þess að erfitt geti verið að gera samninga við sjúkrahúsin til lengri tíma. Sigurður Guðmundsson landlæknir tekur undir það að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri verk sem falla undir ferliverk séu að færast yfir til einkarekinna stofa. Hann bendfr þó á að margir telji það ákveðinn ókost vegna þess að það þýði að sjúkrahúsin sitji uppi með lang þyngstu og erfiðustu tilvikin. Það geti til að mynda haft áhrif á rekstrarstöðu þeirra. „En það sem er ekki hvað síður mikilvægt í þessu sambandi snýr að þjálfun og kennslu heilbrigðisstétta; lækna- nema, hjúkranamema, unglækna og fleiri slíkra. Sé dregið úr ferliverkum á spítulum sjá þessir hópar miklu minna af léttari tilvikum en ella.“ Sig- urður bendir jafnframt á að séu ferliverk tengd sjúkrahúsunum sé hægt að nýta starfsfólk þeirra, rann- sóknarstofur og tæki, komi eitthvað fyrir. „Síðast en ekki síst nýtast þessi ferliverk til kennslu, sem er mjög mik- ilvægt,“ ítrekar hann. Iljúkrunarfi’æðingar gagnrýna kerfið Þrátt fyrir að margir beri lof á þetta svokallaða ferliverkakerfi hafa ýmsir orðið til að gagnrýna það og má segja að hjúkrunarfræðingar séu hvað há- Hjúkrunarfræð ingar gagn- rýna ferla- verkakerfið Meginhugsunin sú að sjúkling- um verði ekki mismunað værastir í þeim hópi. í samtali við Ástu Möller formann Félags íslenskra hjúkranarfræðinga kemur fi-am að gagnrýni þeirra sé margþætt og að einn þátturinn sé sá að sjúklingur þui’fi ekki að greiða fyrir ferliverk sé hann lagður inn á sjúkrahús af öðrum orsökum. I því, segir Ásta, felst ákveðin mismunun. Sjúklingar borgi fyrir ferliverk í sumum tilvikum en öðram ekki. Það geti því oft verið sjúklingnum til hagsbóta að hann lendi í „vandræðum“ vegna aðgerðar- innar, því þá er hann lagð- ur inn og getur sparað sér mikla fjármuni. Hún segir jafnframt að slík innlögn geti komi sérfræðingnum illa, út frá fjárhagslegu “~~ sjónarmiði, því þá fái hann ekki sérstaka greiðslu fyrir verkið. „En sé sjúklingurinn ekki lagður inn fá sérfræðingarnir pening í sinn vasa og það sama má segja um stofnunina," segir hún. Þá telur Ásta að velflestir sjúklingar séu grunlausir um að þeir þurfi að borga fyrir ákveðnar aðgerðir á spítala en ekkert fyrir aðrar. „Eftir aðgerð sem fellm’ undir ferliverk standi því margir frammi fyrir því að þurfa að greiða háa fjárhæð í stað þess að fá spítalaþjónustuna endur- gjaldslausa eins og þeir áttu kannski von á,“ segir hún. Gagnrýni hjúkrunarfræðinga snýr einnig að því að einungis læknar fái greitt sérstaklega fyrir ferliverk en ekki aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem að vinnunni komi, til dæmis hjúkrun- arfræðingar. „Læknirinn er í sumum tOfellum verktaki við þessar aðgerðir en hjúkranarfræðingurinn bara tæki og fær bara greidd sín fóstu laun frá spítalanum," segir hún. í greinargerð nefndai’ á vegum Borgarspítalans árið 1995, sem Lilja Stefánsdóttir hjúkranarfræðingur veitti forystu, segir m.a. um þetta gagnrýnisatriði: „Hjúkranarfræðingar hafa haft margai’ athugasemdir vegna þess fyrirkomulags sem nú er viðhaft vegna ferliverka. Hjúki’unarfræðingar hafa almennt ekki haft áhuga á slíku fyrirkomulagi, m.a. vegna þess að sam- kvæmt kenningum í stjómun og víð- tækri reynslu getur það aldi’ei gengið að tvær fagstéttir vinni hlið við hlið, þar sem önnur stéttin hagnast á mikl- um afköstum en hin tapar, vegna auk- ins álags en óbreyttra launa.“ Þá er í greinargerðinni bent á að sérfræðingar á spítulum hafi leyfi til að stunda ferliverk utan síns vinnutíma, þ.e. í vaktafríum, sumarfríum og fríum vegna uppsafnaðrar vinnu, en mjög erfitt sé að hafa eftirlit með því að þannig sé þessu háttað í raun og veru. Kristján Erlendsson var "““ spurður um þessa gagn- rýni hjúkranarfræðinga og sagði hann að hún væri vissulega sjónarmið sem taka bæri tillit til. „En það er hægt að hugsa sér þessa samninga um ferliverk á ýmsan hátt,“ segir hann og bendir á að þar sem ferliverk miðist við læknisverk sé eðlilegt að læknar fái greitt fyrir sína vinnu samkvæmt því. „En þá er eftir hlutur spítalans og inni í þeim hluta er reiknaður kostnað- ur og þar með talinn greiðsla til ann- arra starfstétta sem vinna að ferliverkinu. Það er því spítalanna að semja við til dæmis hjúkrunarfræð- ingana um það hvernig þeir fá greitt fyiir sín verk. Til dæmis hvort þefr fái ákveðin laun fyrir hvern klukkutíma eða ákveðin laun fyrir hvert verk,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.