Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR1999 59 Samviskan bankar Frá Ástþóri Magnússyni: YFIR jólahátíðarnar, á meðan Is- lendingar belgdu sig út af fleiri þúsund tonnum af mat og drykk, létust á annað þúsund börn í Irak af vannæringu, lyfjaskorti og menguðu vatni. Þessi blessuð börn sem samkvæmt ákvörðun hins „siðmenntaða heims“ eiga ekki rétt til lífsins, þurfa að gjalda þess hvar þau fæddust. Fyrir tvö þúsund ár- um fæddist mannkyninu frelsari sem naumlega slapp frá ákvörðun hins „siðmennta heims“ að öll sveinbörn fædd á því árinu skyldu líflátin. Börnin í Irak eru einnig of- sótt vegna fæðingarstaðarins. Þessar voluðu sálir fæddust á gjöf- ulum olíulindum er lúta stjórn fyrr- um bandamanns hinna siðmennt- uðu sem nú er fallinn í ónáð. Hann skal svældur út með kúgun barn- anna. Þetta eru stjórnmál ársins 1999. Snúðu síðustu þremur tölun- um á hvolf og þú færð út töluna 666. Hefurðu heyrt um hana úr helgri bók sem í hávegum var höfð um jólin? Að morgni aðfangadags jóla, þegar íslensk þjóð var að raða lost- ætinu í skápa sína og búa sig undir að svelgja í sig jólakræsingunum voru þrír einstaklingar í flugvél á Keflavíkurflugvelli með sjötíu þús- und jólapakka í farteskinu f'yi'ir þá sem minnst mega sín. Flugferð þeirra var stutt, því er vélin var komin í flugtaksstöðu gaf yfirvaldið skipun um að þessir jólasveinar skyldu hvergi fara með pakkana, matinn eða vítamínin. Börnin í Irak gætu bara étið það sem úti frýs. Oneitanlega koma mér upp í hugann svipmyndir frá tímum nas- ista í Þýskalandi. Yfirvaldið hafði látið þau boð út ganga að gyðing- um og öðru undirmálsliði skyldi útrýmt. Settar voru upp verk- smiðjur til að vinna verkið fljótt og vel. Yfii-menn þessara stofnana stjórnuðu fjöldamorðum í vinnu- tímanum, og komu síðan brosandi og glaðir heim í faðm fjölskyldunn- ar. Margir þeirra voru hlýir og góðir fjölskyldum sínum og áttu með þeim góðar stundir utan vinn- unnar. Sá jólasveinn sem hefði bankað þar á dyr með sjötíu þús- und gyðingagjafir hefði vafalaust verið fordæmdur af hinum ýmsu samtökum og hagsmunaaðilum þriðja ríkisins. Þannig er einnig Island í dag. Formaður Skotveiðifélagsins, tals- maður LIU fyiár kvótakónga og nokkrir aðrir kammeratar úr sam- tökum er tengjast góðærinu og yf- irstjórn Islands með einum eða öðr- um hætti, hafa fordæmt heimsókn mína á heimili utanríkisráðherra um hádegi á aðfangadag. Að ég skyldi voga mér að banka á dyr ráðherrans og biðja um viðtal um það leyti sem hátíð hinna útvöldu barna var að ganga í garð með sjö- tíu þúsund jólapakka til bann- færðra barna er slík ósvífni að hinn siðmenntaði heimur líður ekki slíkt. Að trufla meltingu ráðherrans á þessum degi veislunnar gengur út yfír allan þjófabálk. Börnin í írak hafa ekkert að gera með jólapakka, það er bara tímaspursmál hvenær þau drepast. Okkur kemur þetta ekkert við, allra síst ráðheiTanum sem vill fá að vera í friði í faðmi fjölskyldunnar um þessa hátíð barnanna. Nokkur orð um bakgrunn Irak fyrir þá sem ekki þekkja til. Landa- mæri Mið-Austurlanda voru dregin af Bretum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina sem stjómuðu svæðinu í nokkra áratugi í gegnum leppa sem margir hverjir hafa verið hinir verstu harð- stjórar. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina tóku Bandáríkjamenn við stjórninni. Saddam Hussain var lengi bandamaður þeirra, byggði upp mikið herveldi með aðstoð bandarískra vopnaframleiðenda og háði stríð við Irani og Kúrda að undirlagi Henrys Kissingers eftir þjóðnýtingu olíufyrirtækja landsins sem áður voru í eigu Breta. Þegar Kúveit, sem áður var hérað í Irak, en var aðskilið fyrir British Petroli- um, ögraði Saddam með því að dæla olíu úr sameiginlegum lindum á landamærunum, og ganga gegn samkomulagi um sölu og markaðs- verð, hélt Saddam fund með banda- ríska sendiherranum í Bagdad til að fá blessun Bandaríkjanna á að innlima Kúveit með valdi. Þessi saga er rakin í ævisögu bandaiíska hershöfðingjans Colin Powell sem lýsir því hvernig Saddam hélt sig hafa grænt ljós frá Washington til ódæðisins. Skúli Halldórsson tónskáld sendi Friði 2000 stuðningsyfirlýsingu ásamt þessum jólasálmi: Heims um ból Halda menn jól Gleðja sig Gleypa í sig Gleyma stríðshrjáðu börnum heims Haldasvojól Heims um ból ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. Útsala Helgartilboð Smekkbuxur frá kewa I k KIENZO Tiinberiand JIIII11II kr. 2.990 ENGLABÖRNÍN Laugavegi 56. P.s. Dúndurtilboð á skóm kr. 990. Útsalan heldur áfram Úlpur • Kápur • Kjólar Dragtir • Pils • Blússur og margt fleira Tískuverslun • Kringlunni 8-12 • Sími 5533300 fAuglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 22. janúar til 19. mars nk. munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunar- varnareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni-í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Heimilisfang Bílapartasalan við Rauðavatn, bílapartasala/1 Við Suðuriandsveg, 110 Rvk. Bílaverkstæði Jóns Inga ehf., bifreiðaverkstæði/8 Súðarvogur 54, 104 Rvk. Bflaþvottastöðin Laugin ehf., bón- og bflaþvottastöð/10 Vatnagarðar 38, 104 Rvk. Dýraiand sf„ Gæludýraverslun/8 Dýraland sf„ Gæludýraverslun/8 ER-þjónustan ehf„ bifreiðaverkstæði/2 Fjölprent ehf„ sáldprentun/8 Framköllun Einars, framköllunarþjónusta/8 Frumherji hf„ bón- og bflaþvottastöð/10 Hveradekk ehf„ smurstöð, bifreiðaverkstæði/8 Kringlan 7, 103 Rvk. Þönglabakki 6, 109 Rvk. Kleppsmýrarvegur, 104 Rvk. Skipholt 35,105 Rvk. Gnoðarvogur 44-46, 104 Rvk. Hestháls 6-8, 110 Rvk. Jafnasel 6, 109 Rvk. ístak hf„ bifreiðaverkst., jámsmiðja, trésmíðaverkst./8 Smiðshöfði 5, 112 Rvk. Kattholt/Kattavinafélag íslands, kattagæsla/8 Kvikk þjónustan, bifreiðaverkstæði/8 Lögreglan í Reykjavík, bifreiðaverkstæði/8 Málmsteypa Ámunda, málmsteypa/8 Papco hf„ pappírsiðnaður/8 Prentstofan Hvíta Örkin, prentstofa/8 P.S. Rétting, réttingaverkstæði/8 Rafeindaþjónustan Örfirisey ehf„ rafeindaverkstæði/8 Eyjarsióð 9, 101 Rvk. Reykholt ehf„ prentstofa/8 Langholtsvegur 109, 104 Rvk. RST Net ehf„ spennaviðgerðir/8 Smiðshöfði 6, 112 Rvk. Strætisvagnar Rvk„ bifreiða-, trésmíðaverkst., smurstöð/8 Borgartún 35, 105 Rvk. Stangarhylur 2,110 Rvk. Sóltún 3, 105 Rvk. Bfldshöfði 8, 112 Rvk. Skipholt 23, 105 Rvk. Stórhöfði 42, 112 Rvk. Hótel Loftleiðir, 101 Rvk. Súðarvogur 52, 104 Rvk. Tannlæknastofa Braga Ásgeirssonar/10 Tannlæknastofa Eiríks Bjömssonar/8 Tannlæknastofa Friðleifs Stefánssonar/5 Tannlæknastofa Guðrúnar Gunnarsdóttur/10 Tannlæknastofa Gunnars Benediktssonar/5 Tannlæknastofa Gunnars Dyrset/5 Tannlæknastofa Ingólfs Amarsonar/10 Tannlæknastofa Hauks Filippussonar/10 Útfararstofa Kirkjugarðanna, trésmíðaverkstæði/8 Vélvirkinn, bifreiðaverkstæði/8 Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, bifreiðaverkstæði/5 Volti ehf„ rafvélaverkstæði/8 Síðumúla 15, 108 Rvk. Þangbakka 8, 109 Rvk. Rauðarárstígur 40, 105 Rvk. Ármúla 26, 108 Rvk. Sólheimar42, 104 Rvk. Óðinsgata 7, 101 Rvk. Síðumúla 15, 108 Rvk. Síðumúla 15, 108 Rvk. Vesturhlíð 2, 101 Rvk. Súðarvogur 40, 104 Rvk. Skúlatún 1, 105 Rvk. Vatnagarðar 10, 104 Rvk. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. fbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14,105 Reykjavík, fyrir 19. mars nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.