Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Kirkjuheimsókn sunnudagaskóla Arbæjarkirkju SÚ hefð hefur komist á í sunnu- dagaskólastarfi Arbæjarkirkju að fara a.m.k. einu sinni á vetri í kirkjuheimsókn fyrir utan vorferðalagið. Fyrirhugað er að heimsækja kirkjuskólann á Akranesi nk. laug- ardag, 23. janúar, ef veður leyfir. Lagt verður af stað með rútu frá Árbæjarkirkju kl. 10.15. Heim- koma verður u.þ.b. kl. 13. Allir eru velkomnir með í ferðina, börn, pabbar, mömmur, ömmur, afar, vinir og vandamenn. Vinsamlegast skráið ykkur í ferðina í kirkjusímann 587 2405 fyrir hádegi fóstudaginn 22. janú- ar. Foreldrar athugið að sunnu- dagaskólinn verður í kirkjunni sunnudaginn 24. janúar kl. 13 þrátt fyrir ferðina á laugardaginn. Við starfsfólk sunnudagaskólans viljum nota tækifærið og lýsa gleði okkar vegna góðrar aðsóknar for- eldra/aðstandenda og barna í sunnudagaskólanum nú á nýju ári. Margt spennandi er framundan í starfinu sem ekki er vert að segja frá hér og nú. Munið að skrá ykkur í ferðina fyrir hádegi í dag. Prestar og starfsfólk sunnudaga- skólans. Samkoma í Að- ventkirkjunni í kvöld SAMKOMUR samkirkjulegu bænavikunnar halda áfram í kvöld og verður þá samkoma í Aðvent- kirkjunni við Ingólfsstræti og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Öm Bárður Jónsson, fræðslustjóri þjóðkirkjunnar. Tónlistaifiutning- ur verður í höndum heimamanna og einnig verður almennur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomur bænavikunnar. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 23. janúar kl. 15. Þorrafagnaður. Reynir Jónasson spilar á harmonikku. Inga J. Bachman syngur. Litli kórinn syngur. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10-12 í dag fóstu- dag. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-10 ára böm kl. 17-18.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og líflegur söngur. Ræðumaður Erling Magnússon. Karlasamvera í neðri sal kirkjunnar kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla íd. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Halldór Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. „Farðu og sjáðu“ sýnd í bíósal MÍR VERÐLAUNAMYND Elims Klimovs „Farðu og sjáðu“ verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. sunnudaginn 24. janúar kl. 15. I kvikmyndinni er sagt frá ógnar- verkum þýska innrásarhersins í Hvíta-Rússlandi á árinu 1942 og örlögum eins og af þeim rúmlega 600 þorpum í landinu, sem fasista- herimir jöfnuðu við jörðu. Aðalpersóna myndarinnar er drengurinn Flera, sem finnur riffil grafinn í jörðu og gengur til liðs við sveitir skæruliða að baki víglín- unnar. Hans bíða óskaplegar hörmungar og ógnir, missir for- eldra og annarra ástvina, en harka þessa unga drengs, sem reynt hef- ur svo margt, er ótrúleg, segir í fréttatilkynningu. I hlutverki drengsins er Alexei Kravtsjenko, en aðrir helstu leik- arar eru Olga Mironova, Lu- bormiras Lauciavicus, Vladas Bagdonas og Viktor Lorents. Myndin er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis og öllum heim- Námskeið og fyrirlestur á vegum Mann- spekifélagsins SIGRÚN Harðardóttir sem rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki í Dan- mörku, sem byggir á Rudolf Stein- er, fullorðinsfræðslu, heldur nám- skeið sunnudaginn 24. janúar og fyrirlestur mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Námskeiðið nefnir hún: „Leik- þættir lífsins - efli dýrahringsins.“ A námskeiðinu kemur fram hvern- ig dýrahringurinn hefur áhrif á lífslexíur okkar. Það verður gert með orðum, sögnum og líkamleg- um æfingum. Fyrirlesturinn er um Rudolf Steiner, fullorðinsfræðslu, sem byggir á leið til andlegs þroska og sálarlegs vaxtar út frá hugmynd- um mannspekinnar. Bæði námskeiðið og fyririestur- inn eru í húsnæði mannspekifé- lagsins að Klapparstíg 26, 2. hæð. í LANDSBÓKASAFNI íslands - Háskólabókasafni hefur verið sett upp sýning til þess að minnast þess að 5. nóvember 1998 voru lið- in 150 ár frá því að Þjóðólfur, fyrsta nútímalega fréttablaðið á Islandi, hóf göngu sína. Þjóðólfur kom út hálfsmánað- arlega, talsvert örar en hin fyrri blöð og var auk þess í stærra broti. Þjóðólfur var í fararbroddi til 1874 er Isafold hóf göngu sína og eftir það annað tveggja stærstu blaðanna fram á annan áratug 20. aldar er dagblöðin náðu fótfestu. Sýningin er í forsal þjóðdeildar og stendur út janúar 1999. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sori í Hamra- borginni HINN 19. janúar síðastlið- inn birtist stutt klausa í Morgunblaðinu þess efnis að fargjöld Almennings- vagna yrðu hækkuð um 10,3%. Fullorðingjaldið yrði þá 150 kr. í stað 130 kr., barnagjaldið 60 kr. í stað 55 kr., 10 miða kort 1.200 kr. í stað 1.100 og þar fram eftir götunum. Hækkun fargjaldanna er tilkomin vegna launa- hækkunar starfsmanna. Skiljanlegt er að vagn- stjórarnir fái aðeins hærri laun, enda fer ég nærri um það að strætóakstur er varla sérlega skemmtileg vinna og fer illa með fólk líkamlega að sitja allan daginn við stýri. En það sem mér finnst svo skrýtið er að þrátt fyr- ir þessi himinháu fargjöld virðist ekki vera hægt að leggja meira í biðstöðvar og skýli AV. Ég bý (því miður) í Kópavogi og bið- stöðin við Hamraborgina er vægast sagt ömurleg. Það er greinilegt að það er enginn sem lætur sig varða aðbúnað og öryggi farþeganna sem bíða eftir að taka vagn í biðskýlinu. í fyrsta lagi virðist það vera alveg óþekkt dæmi að hafa starfsmann á vakt í biðskýlinu. Það býður upp á glæpi af ýmsu tagi, sér- stakiega að kvöldlagi þeg- ar færri eru á ferð. En þá myndu glæpirnir auðvitað eiga sér stað fyrir utan biðskýlið, því biðskýlinu er læst klukkan 19 á hverju kvöldi, sama hvernig viðr- ar. Já, það er merkilegt hvílíkt skemmtanagildi það hefúr að standa úti í hríðarbyl og vita að ef ein- hver slöttólfurinn réðist á mann með ili áform í huga, þá yrði bara ekki sála til að hjálpa manni. I öðru lagi er biðskýlið sóðalegt, það er hvorki sal- emi (nema náttúrulega undirgöngin með allri sinni unaðslegu hlandfylu), klukka á vegg né tíkalla- símar, í stuttu máli hefur skúrinn við Hamraborgina afar fá einkenni þess að vera eitt af aðalbiðskýlum strætisvagnaþjónustu í fjórða ríkasta landi heims. Hlemmur er svo sem engin höll, en það er bara hlýlegt og notalegt að koma á Hlemm miðað við þennan sora. Ég hef líka oft verið að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef ég þyrfti að kaupa græna kortið eða farmiða og væri einmitt stödd í hinu margum- rædda biðskýli. Ég yrði að finna upp á einhveijum ör- þrifaráðum, því aldrei virð- ist vera nokkur maður í farmiðasölunni. Hér með mælist ég til þess að ráðamenn (hvort sem það eru stjórnendur AV eða bæjarstjórn Kópa- vogs) sjái sóma sinn í því að bæta úr þessu máli. Það er ekki nóg að byggja fín hús og verslunarmið- stöð í nýja hverfinu og láta allt hitt drabbast nið- ur. Anna Guðlaugsdóttir, nemi og Köpavogsbúi. Tapað/fundið Motorola-sími týnd- ist á Broadway MOTOROLA-sími týndist laugardaginn 16. janúar á veitingahúsinu Broadway. Finnandi vinsamlega hringið í síma 862 0101. Gullhringur týndist GULLHRINGUR, gamall og stór með stórum rauð- gulum steini sem skiptir litum eftir birtu, týndist helgina fyrir jól. Hringur- inn hefur mikið tilfinninga- gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband við Sigríði í síma 568 3670. Fundarlaun. Silfurlitt armband týndist SILFURLITT armband týndist 17. janúar líklega á leiðinni frá Kópavogsbraut að Lyfju í Lágmúla. Skilvís finnandi hafi samband við Maríu í síma 511 6211 og 557 8806. Brúnn kjóll týndist BRÚNN kjóll fauk úr glugga á mótum Lauga- vegs og Vatnsstígs milli kl. 17-18.30 þriðjudaginn 19. janúar. Þetta er nýr kjóll og er hans saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 1733. Eyrnalokkar í óskilum FRÁ síðasta ári eru 2 stakir eyrnalokkar (fyrir göt) í óskilum. Upplýsing- ar í síma 552 5811. Lykill í óskilum í Hafnarfirði LYKILL, merktur með gulum punkti, fannst fyrir ofan Hvammabraut í Hafnarfirði á Þorláks- messu. Upplýsingar í síma 555 2663. SKAK IJm.sjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á öflugu opnu móti í Linares á Spáni sem lauk um síðustu helgi. Ara Minasjan (2.450), Armeníu var með hvítt, en Andrei Sokolov (2.565), Frakklandi hafði svart og átti leik. Svartur hafði fórnað manni fyrir sókn, en hvítur hugðist bjarga sér með millileiknum 23. Re3-g4 sem hótar hvítu drottn- ingunni. En svart- ur fann afar lag- lega leið: 23. - Haf8!! (Óvenjulega glæsileg drottningarfórn) 24. Rxh2 - Rxd4+! og hvít- ur gafst upp eftir þennan lokahnykk, þvi 25. cxd4 - HÍ2+ 26. Kdl - Ba4+ leiðir til máts. Flétta sem á örugglega eftir að birtast víða. SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... VÍKVERJI, sem er viðskiptavin- ur Landssíma íslands hf., þurfti á dögunum að ná símasambandi við mann, sem hann vissi að átti farsíma, GSM, og hringdi hann því í 118 til að fá upplýsingar um símanúmer mannsins. Honum var þá tjáð að við- komandi væri ekki með skráðan síma. Víkverji vissi að það var ekki rétt og kom þá í ljós að Landssíminn veitir ekki viðskiptavinum sínum þá þjónustu að gefa upp GSM-síma hjá Tali hf., sem er hitt fyrirtækið, sem veitir GSM-símaþjónustu. Það er hart að þurfa að greiða stórfé fyrir fyrirspurnir í 118, sem bera eigi meiri árangur en þetta dæmi sýnir. Það hljóta líka að vera hagsmunir Landssímans að menn geti hringt í alla síma, þar sem hann tekur gjald af hverri hringingu fyrir sig. Þetta finnst Víkverja furðuleg af- staða. Hvers vegna skyldi Landssím- inn ekki þjónusta viðskiptamenn sína með jafneðlilegum upplýsingum og hvert númer menn hafa sem við- skiptavinur Landssímans vill hringja í. Nú er það svo að Landssíminn býð- ur fslendingum erlendis upp á þá þjónustu að þeir geti fengið skráð númer sín erlendis í símaskrá Lands- símans, þótt þeir skipti alls ekki við Landssímann. Hvers á þá viðskipta- vinur Landssímans að gjalda hér heima, sem neitað er um upplýsingar um ákveðin númer hér innanlands, aðeins vegna þess að maðurinn úti í bæ, sem er handhafi símans, skiptir við fyrirtæki sem er í samkeppni við Landssímann? Þetta er fáránlegt. Landssími íslands hf. verður að fara að gera sér grein fyrir því að það er komið á markað hérlendis annað fyrirtæki, sem leyfi hefur til þess að reka símakerfí, og hafi þeir ekki gert sér það ljóst að viðskipta- vinir Landssímans geta þurft að hringja í fólk, sem skiptir við Tal hf., þá er eins gott að þeir hristi af sér slenið og vakni af einokunarsvefni sínum. Það er komið annað fyrirtæki sem rekur síma og það getur ekki verið viðskiptavinanna að þeir finni á sér hjá hvoru fyrirtækinu, Lands- símanum eða Tali, sá aðili, sem þeii' þurfa að hringja í, er í viðskiptum. XXX LANDSSÍMINN er með tölvu- símaskrá á Netinu, þar sem menn geta flett upp símanúmerum. En þar eru engin númer birt, sem eru númer frá Tali hf. Slái gestur á heimasíðu Landssímans inn númer sem hann veit að er frá Tali hf. kem- ur upp fullyrðingin: „Ekkert fannst" og síðan kemur upp „Rauði ki-ossinn, Þverholti 15“, þótt flestir viti að hann hefur flutzt og er í Efstaleiti 9. Þetta er óskiljanlegt bull, sem sæmh' ekki nútímastofnun sem Landssímanum. Slík svör eru óþolandi og í raun móðgun við viðskiptavininn. Réttara væri að upp kæmi svar, sem segði að þetta símanúmer væri á vegum Tals hf. En Tal hf. hefur ekki komið sér upp tölvusímaskrá, heldur verða símnotendur að hringja í símanúm- er, sem er sjö stafa tala og mjög erfitt að muna. Það er í raun óskilj- anlegt að Tal skuli ekki hafa komið sér upp tölvusímaskrá eins og Landssíminn, svo að aðgengilegt sé að finna númer í þeirra kerfi. Hvers virði eru símanúmer, sem ekki er hægt að finna í símaskrá? Slíkt kerfi minnir óneitanlega á símakerfi Sov- étríkjanna sálugu, sem var þannig að engin símaskrá var gefin út vegna „öryggissjónarmiða". Eina síma- skráin, sem til var yfir Moskvu í þá daga, var símaskrá, sem sendiráðin söfnuðu saman, og var hún síðan prentuð fyrir sendiráðin í Moskvu og París. Það hlýtur að vera krafa símnot- enda að þessi tvö símafyrirtæki geti komið sér saman um eina símaskrá yfir alla símnotendur í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.