Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 72
r Jjf
KOSTAB O K
j með vaxta þrepum j
A W MMRRWMNS ^ www.bi.is j
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Laxárdalur
Stórt snjó-
■' flóð féll
yfír veg
200 METRA breitt snjóflóð féll
í Laxárdal í Suður-Þingeyjar-
sýslu í gærkvöld. Flóðið féll á
milli veiðiheimilisins Rauðhóla
og bæjarins Kasthvamms. Fór
það yfir veginn og að Laxánni.
Sýslumaðurinn á Húsavík
sendi frá sér viðvörun vegna
flóðsins í gærkvöldi og minnti á
að snjóflóðahætta væri ekki
liðin hjá, snjósöfnun væri mikil
í hlíðum og snjóþekja ótrygg.
Flutningar
Eimskips
jukust um
5% í fyrra
•^“AUKNING varð á flutningum
Eimskipafélags Islands hf. á síð-
asta ári. Þá flutti félagið 1.268 þús-
und tonn en hafði flutt 1.202 þús-
und tonn árið 1997. Nemur aukn-
ingin liðlega 5%.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
félagsins, segir að niðurstaðan sé í
samræmi við hagþróun hér á landi
á síðasta ári.
Loka skrifstofum í Rússlandi
Gert er ráð íyrir að velta Eim-
skipafélags Islands og dótturfélaga
þess árið 1998 verði svipuð og árið
á undan, en þá var hún 16,3 millj-
arðar króna.
Félagið ætlar að loka skrifstof-
“^um sínum í Rússlandi í febrúar
vegna óviðunandi afkomu.
„Þetta hefur verið mjög harður
markaður og hart á honum bitist.
Við teljum það ekki áhugaverðan
giundvöll að halda rekstri skrif-
stofu í Rússlandi áfram,“ sagði
Hörður.
■ Flutningar/20
Hjálpa
pabba
að moka
TÖLUVERT snjóaði í Eyjafirði í
fyrrinótt og þegar íbúar Dalvíkur-
byggðar risu úr rekkju í gærmorg-
un blasti við þeim um 30 cm jafn-
fallinn snjór til viðbótar við þann
snjó sem fyrir var. Birkir Elí Stef-
ánsson, sem er nú ekki nema 18
mánaða gamall, var að hjálpa
pabba sínum að moka stéttina
framan við heimili þeirra við
Mímisveg á Dalvík í gær og stóð
sig bara nokkuð vel. Alex Freyr
bróðir Birkis og félagi hans Elís
Orri Guðbjartsson höfðu hins veg-
ar meira gaman af því að leika sér
í skaflinum framan við húsið.
Samtök gegn hugbúiiaöarþjófnaði efna til átaks hérlendis
Ólögleg- sala talin
nema milljarði
BSA-samtökin, sem helstu hugbúnaðarfyrirtæki heimsins standa að og
vinna að því að útrýma hugbúnaðarþjófnaði á alþjóðavísu, hyggjast efna
til sérstaks átaks hérlendis innan skamms, í því skyni að draga úr notk-
un ólöglegs hugbúnaðar. Einn af helstu yfirmönnum BSA á Norðurlönd-
unum mun koma hingað til lands í næstu viku í því skyni að fara yfir
stefnumörkun í þessum málum og kynna sjónarmið samtakanna. Velta
vegna sölu ólögmæts hugbúnaðar hérlendis er talin nema um einum
milljarði króna, að sögn Sveins Jónatanssonar lögmanns BSA hérlendis.
Morgunblaðið/Kristján
BSA (Business Software Alli-
ance) gætir hagsmuna helstu fram-
leiðenda hugbúnaðar í heiminum,
þar á meðal Microsoft, Adobe,
Novell, Lotus og Symantec, og er
höfuðmarkmiðið að berjast gegn
brotum á höfundarrétti á sviði hug-
búnaðar. Sveinn segir að eðli máls-
ins samkvæmt sé ekki hægt að upp-
lýsa í smáatriðum hvernig staðið
verði að átakinu.
„Eg get þó upplýst að markmið
átaksins er að herða tökin á ólög-
legum hugbúnaðarmarkaði hér-
lendis. Við ætlum að endurskoða
allar aðgerðir gegn hugbúnaðar-
þjófnaði, sem við teljum að sé alltof
mikill og almennur miðað við ná-
grannalöndin. Þannig má benda á
að undanfarna mánuði hefur okkur
fundist bera mikið á ýmsum gylli-
boðum, þar sem hugbúnaður er
boðinn til sölu á grunsamlega lágu
verði. Þetta ætti fólk að varast og
jafnvel að spyrjast fyrir, leiki vafi á
uppruna búnaðarins. Vitund og
virðing þjóðarinnar fyrir hugbún-
aðarrétti virðist ekki vera upp á
marga fiska, þó svo að þessi mál
hafi skánað lítillega á seinustu ár-
um,“ segir Sveinn.
Að hans sögn var ónefnt fyrir-
tæki innan tölvugeirans staðið að
sölu ólögmæts búnaðar fyrir rúmu
ári, þ.e. búnaðurinn var ekki með
upprunaskírteini frá framleiðanda
og rétthafa, og kærði BSA þau við-
skipti til lögreglu sem rannsakaði
málið. Málinu lyktaði að sögn
Sveins með að viðkomandi fyrii’tæki
greiddi skaðabætur sem námu
milljónum króna.
„Við höfum gert samkomulag við
aðila utan réttar sem hafa verið
staðnir að verki og veitt áminningar
í vægari tilvikum. Þá hafa samtökin
staðið að máli sem vonir standa til
að ljúki brátt hjá embætti Ríkislög-
reglustjóra. Umfang þess máls er af
svipaðri stærðargráðu og áðurnefnt
mál. Rannsókn þess er á lokastigi
og það er Ijóst að um allumfangs-
mikið mál er að ræða á íslenskan
mælikvarða. Við vonum að það fari
fyrir dóm, þannig að réttarstaðan
skýrist í þessum efnum. Eins erum
við að skoða ýmis önnur mál, t.d.
sölu hugbúnaðar á Netinu, sem við
teljum að sé vafasöm í nokkrum til-
vikum. Við fýlgjumst vel með því
sem gerist á markaði og tökum á
móti ábendingum og kærum,“ segir
hann.
Heimildir til aðgerða
verði rýmkaðar
Sveinn segir forsvarsmenn BSA
hafa áhuga á að allt eftirlit verði
strangara og allar aðgerðir gegn
ólöglegri starfsemi verði markviss-
ari. „I því sambandi höfum við
reynt að eiga gott samstarf við lög-
reglu, en eins og allir vita tekur
það sinn tíma að þjálfa menn með
sérþekkingu á þessu sviði. Þá höf-
um við rætt við menntamálaráðu-
neytið um að fjölga úrræðum til að
stemma stigu við þjófnaði hugbún-
aðar, meðal annars að heimildir í
lögum verði rýmkaðar til að hægt
verði að framkvæma harðari að-
gerðir. Slíkar aðgerðir eru heimilar
í flestum nágrannalöndum okkar,
þar á meðal s.k. einkaréttarlegar
húsleitarheimildir, sem felur í sér
að eigandi hugverks, hvort sem það
er bók, hugbúnaður, tölvuforrit eða
tónlist, geti að vissum skilyrðum
uppfylltum gripið til slíkra að-
gerða. Þegar starfsemi sem þessi á
í hlut, getur verið mikilvægt að afla
sönnunargagna án þess að viðkom-
andi aðilar fái veður af yfirvofandi
áhlaupi,“ segir hann.
Stolnir GSM-
símar gerðir
ónothæfír
SAMSTARF hefur tekist með
lögreglunni í Reykjavík og
Landssímanum og Tali hf., sem
gerir stolna GSM-síma að verð-
lausum og gagnslausum varn-
ingi. Að sögn Omars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í Reykjavík, vöknuðu
hugmyndir um aðgerðir á þessu
sviði þegar þjófnuðum fór að
fjölga verulega á GSM-símum.
Omar Smári segir að í hverjum
mánuði sé tilkynnt um að meðal-
tali 60-80 stolna síma.
Olafur Þ. Stephensen, for-
stöðumaður kynningar- og upp-
lýsingamála hjá Landssímanum,
segir að aðgerðin felist í því að
loka svokölluðu IMEI-númeri.
Hingað til hafa þeir sem hafa
tapað síma látið loka símkorti
sínu en hægt hefur verið að nota
símann eftir sem áður með öðru
korti. Með því að loka IMEI-
númerinu er síminn hins vegar
með öllu óvii-kur. Ólafur segir að
þegar hafi IMEI-númeri 100-200
GS_M-síma verið lokað.
Ómar Smári segir að með
þessari aðgerð sé verið að gera
stolna GSM-síma að verðlausum
varningi og ljóst er að þjófar
hafa ekki lengur eftir neinu að
slægjast. Þetta geti orðið til þess
að spara lögreglu fyrirhöfn og
tíma því fastlega má búast við að
þjófnuðum á þessum þarfagrip-
um fækki snarlega.
Kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier um næstu mynd sína
Björk og
Deneuve stór-
kostlegar saman
ALLAR Iíkur eru á að stórleikararnir Catherine
Deneuve og Stellan Skarsgárd leiki á móti Björk
Guðmundsdóttur í myndinni Dansari í myrkrinu
eða Dancer in the Dark sem gerð verður af danska
leikstjóranum Lars von Trier. Hlutverk Bjarkar í
myndinni var skrifað með hana í huga og hefjast
tökur 10. maí næstkomandi. Hún er stödd hérlendis
um þessar mundir og er að semja tónlist við mynd-
ina. Þetta kemur fram í samtali við Lars von Trier í
blaðinu f dag.
Leiksljórinn talaði við Deneuve um helgina og
sóttist hún að fyrra bragði eftir hlutverki í mynd-
inni. „Ef okkur tekst að finna lendingu í launamál-
um held ég að Björk og Catherine Deneuve eigi eft-
ir að verða stórkostlegar saman á hvíta tjaldinu,"
segir von Trier.
Deneuve hefur leikið í hátt í hundrað myndum á
ferli si'num og Stellan Skarsgárd var tilnefndur til
evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í fyrra fyrir
LEIKSTJÓRINN Lars von Trier við tökur
á Fávitunum.
frammistöðu sína í mynd Spielbergs Amistad og í
óskarsverðlaunamyndinni Good Will Hunting.
I samtalinu ræðir von Trier um Dogma-myndina
Fávitarnir sem sýnd hefur verið á Kvikmyndahátíð
í Reykjavík við góða aðsókn og segir að hlátur hafi
verið rótin að Dogma-reglunum. „Jafnvel alvarleg-
ustu og hryllilegustu myndir mínar eru sprottnar
úr hlátri. Eg hef kómíska sýn á lífið en það þýðir
ekki að mér sé ekki alvara þegar ég lifi því,“ segir
hann.
■ Engin rjúpa/64