Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 47 ekki fara yfir 80% og rakastig í óeinangruðum húsum skuli að jafnaði ekki vera umfram 10% þess sem er úti. A öllum húsum skulu vera gluggar sem tryggja að þar gæti dagsbirtu. Önnur lýsing skal vera næg svo að ávallt sé hægt að fylgj- ast með hrossum. Glugga, ljós og rafmagnsleiðslur skal verja þannig að ekki valdi hrossum skaða. Óheimilt er að hafa hross í stöðug- um hávaða og varast ber að þau verði fyrir óvæntum hávaða. I við- aukanum kemur fram að hljóð- styrkur skuli ekki fara yfir 65 dB (A). Gólf skulu vera með óskreipu yf- irborði sem auðvelt er að þrífa. Steypt gólf í básum skulu klædd mjúku undirlagi, þar sem hrossin standa, svo sem gúmmímottum eða sambærilegum efnum. í stíum skal gólfi haldið þuiru og mjúku með hæfilegum undirburði. Ganga skal frá niðurföllum þannig að þau valdi ekki slysum eða óþægindum. I eða við hesthús skal vera hlaða eða geymsla þar sem hey eða ann- að fóður er geymt svo að það skemmist ekki vegna raka eða á annan hátt. Heimilt er að geyma plastpakkað hey utandyi’a enda séu það varið ágangi dýi-a og skemmdum. Daglegt eftirlit með útigangshrossum að vetri Um fóðrun og umhirðu segir: Hross skulu ávallt hafa nægan að- gang að hreinu og ómenguðu drykkjai-vatni. Fóður skal að magni, gæðum og næringarinni- haldi fullnægja þörfum hrossa til vaxtar, viðhalds og framleiðslu. Forðast skal allar snöggar fóður- breytingar, sérstaklega þegar sleppt er eða tekið á hús og þegar flutt er á milli beitarhólfa. Myglu í heyi skal fjarlægja sem kostur er og hey með miklu ryki í skal bleytt fyrir gjöf. Hrossum ber að gefa ormalyf efth- þörfum, að jafnaði einu sinni á ári, og ungviði oftar. Hrossum skal haldið hreinum, fax og tagl klippt eftir þörfum og hóf- ar snyrtir. Óheimilt er að hafa hross í gerði eða gróðurlitlum hólfum lengur en 12 klst. án fóðurs. Standi hross í gerði lengur en fjórar klst. Skulu þau hafa aðgang að drykkjarvatni. Um folaldshryssur gildir að óheimilt er að hafa þær í gerði lengur en tvær klst. án vatns og fóðurs. Eftir notkun skulu hross ávallt fá aðgang að nægu drykkj- arvatni. Hross sem ganga úti að vetri til skulu geta leitað skjóls í sérstöku húsi, eða skýli sem hefur þrjá veggi hið minnsta nema jafngilt náttúrulegt skjól sé fyrir hendi að mati eftirlitsaðila. Þar skal vera nægilegt fóður og vatn. Umhverfi, hönnun og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slys- um og gripir haldist hreinir. Ætíð skal vera nægilegt rými innanhúss fyrir hross á útigangi sem þurfa sérstakrar umönnunar við. Fylgj- ast skal reglulega með hrossum í girðingum í heimalöndum a.m.k. daglega á vetrum og vikulega á sumrum. Þar sem hross eru í hagagöngu skal eigandi þeirra skriflega tilgreina aðila innan sveitarfélagsins, sem er ábyrgur fyrir eftirliti og umsjá hrossanna og skal hann vera samþykktur af sveitarstjórn. Sveitarstjórn er heimilt að fengnum tillögum bú- fjáreftirlitsmanns eða héraðsdýra- læknis að banna útigöngu á svæð- um þar sem fyrrgreind skilyrðum eru ekki uppfyllt. Við beit hrossa skal þess ætíð gætt að næringarþörf þeirra sé fullnægt í hvívetnta, að þau fái næga hreyfingu og ekki sé of þröngt í högum. Sérstaklega skal þess gætt að foldshryssur, folöld og trippi, eins til þriggja vetra, hafi ávallt aðgang að nægu beiti- landi. Allir sem nýta land til beitar skulu gæta þess að beit rýri ekki landgæði og ekki sé beitt á land sem er illa farið vegna jarðvegs- rofs eða er mjög hætt við rofi. Við mat á beitarþoli hrossahaga og að- gerðum til úrbóta skal taka mið af ástandsflokkun lands samkvæmt mati Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og Landgræðslu ríkis- ins. (Mat þetta er birt í ritinu Hrossahagar, aðferð til að meta ástand lands, sem gefið var út í maí 1997 og á heimasíðunni www. rala.is/umhvd/hhagar.) Búfjáreftirlitsmenn sveitarfé- laga skulu fylgjast með ástandi hrossahaga í byggð, þar með talið á eyðibýlum og öðrum stöðum þar sem ekki er stöðug búseta. Járna skal hross ef þau eru rekin um langan veg Eingöngu skal nota heilbrigð hross til reiðar, burðar eða drátt- ar. Álag á hross má aldrei vera meii'a en þrek þeirra leyfir. Við rekstur eða flutning skal ávallt sýna hrossum fyllstu nær- gætni svo að þeim líði eins vel og kostur er. Þui-fi að reka hross um langan veg skal járna þau áður en lagt er af stað. Óheimilt er að of- gera hrossum í rekstri eða flutn- ingum. Þau skal hvíla reglulega. í flutningum skal litið til hrossanna a.m.k. á fjögurra klst. fresti og oft- ar við erfiðar aðstæður. Við flutn- inga á hrossum skal flutningatæki vera með traustum hliðum og yfir- byggt. Gæta skal þess að loftræst- ing sé góð. Ef hætta er á hálku á flutningapalli skal strá sandi, heyi, hálmi eða tréspónum á pallinn. Gangbretti, sem notuð eru þeg- ar hross eru leidd af eða á flutn- ingatæki skulu vera með hliðar- kanti og þvemmum til að koma í veg fyrir að hrossin skriki eða renni út af brettinu. Halli gang- brettis skal ekki vera umfram 30 gráður, bil milli efsta hluta brettis og flutningapalls ekki vera meira en 6 sm og hæð frá enda brettis og upp á pall vera mest 25 sm. Graðhestum eldri en 16 mánaða skal haldið sér og þeh' bundnir ef þörf krefur. Folaldshryssum og sjúkum hrossum skal ávallt haldið sér í flutningum. Sérstakrar að- gæslu er þörf við flutning á merum nærri köstun og fyrstu fjórar vik- urnar á eftir köstun. Bundin hross og þau sem eru í stíum skulu geta hreyft sig til að halda jafnvægi. I viðauka fylgja reglur um bása- stærðir og rými í húsum og er þá átt við lágmarksmál. Básar þar sem hross eru bundin þurfa að vera 165 cm langir og 110 sm breiðir. Stíur þar sem hross eru laus þurfa að vera 3,0 fermetrar fyrir hross fjögurra vetra og eldri, 2,2 fermetrar fyrir trippi og 1,8 fermetrar fýrir folöld. Básastærð fyrir fullorðið hross í flutningum þarf að vera 180 sm að lengd og 80 sm að breidd, en stíur 1 fei-metri. Enn er ekki ákveðið hvaða refs- ing mun liggja við brotum á reglu- gerðinni. Yfir 1.200 notendur KERFiSÞROUN HF. Fákafeni11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega SOLARKAFFI í kvöld 22. janúar, að BROADWAY - Hótel íslandi Húsið opnar kl. 20.00 en kl. 20.30 hefst hefðbundin hátíðar- og skemmti- dagskrá með rjúkandi heitu kaffi og rjómapönnukökum að ísfirskum sið. Almennur dansleikur til kl. 3 e.m. Aðgangseyrir kr. 2.000 eða kr. 2,400 m. fordrykk. Aðgangur á dansleik eftir kl. 11, kr. 1.200 Miða og borðapantanir í síma 533-1100 milli kl. 13-17 eða við innganginn. Greiðslukortaþjónusta. STJÓRNIN íþróttir á Netinu ýi> mbl.is ALUTAf= e/777/VMÐ NYTl Orkan jókst til muTia! NATEN - er nóg! Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Reykjavík, Apótekin, verslanir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Hornabær Hornafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Veffang: www.naten.is Stefán Rögnvaldson BygginagmeistQri „Ég hef tekið Naten samfleitt í 2 ár. Ég varð fljótt þróttmeiri, orkan jókst til muna, og svefn varð betri. Naten hefur einnig góð áhrif á kynorkuna og kemur jafnvægi á líkama og sál" NATEN er 100% hreint, lífrænt náttúruefni. Takir þú NATEN þarfnast þú engra annarra vítamína eða fæðubótarefna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.