Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætis- ráðherra- hjónin til Mexíkó DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra fer í opinbera heimsókn til Mexíkó á sunnu- dag ásamt eiginkonu sinni, Astríði Thorarensen, í boði Ernesto Zedillos, forseta Mexíkó. Með í för verða einnig Olafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri, Orri Hauksson, aðstoð- armaður ráðhen-a og Albert Jónsson, fulltrúi í forsætis- ráðuneytinu. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiberra í Washington og eiginkona hans, Bi-yndís Schram, slást í hópinn í New York. Auk Zedillos mun forsætis- ráðherra m.a. hitta að máli fjármálaráðherra landsins og sjávarútvegsráðhen'a og snæða morgunverð með full- trúum úr atvinnulífi Mexíkó. Loks mun hann ræða við þing- menn og taka á móti Islend- ingum sem búsettir eni í land- inu. Heimsækja íslensk fyrirtæki Opinbera heimsóknin stend- ur yfir dagana 1.-2. febrúar í Mexíkóborg, en áður mun ráðherra og föruneyti hans heimsækja borgirnar Gu- yamas og Mazatlan á vestur- strönd Mexíkó. Þar hafa nokkur íslensk fyr- irtæki í sjávarútvegi og iðnaði haslað sér völl í samvinnu við innlenda aðila. Með í ferðinni verða Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda og eiginkona hans, Þorbjörg Jónsdóttir, og Atli Már Jósafatsson hjá J. Hinriksson. Síðastnefnda fyiártækið framleiðir nú toghlera fyrir markað í Rómönsku Ameríku auk Bandaríkjanna í útibúi sínu í Mazatlan, Poly-Ice, en þar í borg starfar einnig Technored, sem í eigu Neta- gerðar Vestfjarða. Grandi og Þormóður rammi eiga á hinn bóginn hlut í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki í Guyamas. Forsætisráðherra og föru- neyti hans munu koma heim föstudaginn 5. febrúar. Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Bjarnason, Finnur Ingólfsson, Páll Pétursson og Davíð Oddsson í Ráðherrabústaðnuni í gær. Stofna orkusjóð og nefnd um skipulag hálendisins STEFNT er að stofnun orkusjóðs og varanlegrar nefndar um skipu- lag hálendisins, samkvæmt því sem fram kom á kynningarfundi fjög- urra ráðherra um málefni hálendis- ins í Ráðherrabústaðnum í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra hóf fundinn og sagði að þar sem mikil umræða hefði skapast um há- lendismálin í þjóðfélaginu og mikils misskilnings gætt hafi verið ákveðið á Alþingi að kynna þessi mál rækilega. Hluti þeirrar kynn- ingar felist í útgáfu bæklingsins Hálendi íslands, sem prentaður hafi verið í 60.000 eintökum og dreift verði til almennings á næst- unni. Bæklingnum verður dreift með Morgunblaðinu á næstunni auk þess sem hann verður sendur þeim aðilum sem málið snertir sér- staklega. Sagði forsætisráðherra að þær breytingar sem gerðar hafi verið á stjórnsýslu hálendisins á síðasta ári hafi verið mikilvægar, þar sem nauðsynlegt hafi verið að eyða þeirri lagaóvissu sem ríkt hafi um eigendaforræði og eignarhald á landi á hálendinu. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að koma skipulagi hálendisins í sam- ræmt horf og að nú hilli undir nið- urstöður þeirrar vinnu. Fráleitt sé hins vegar að draga þá ályktun að búið sé að skella einhverju í lás. Hlutina megi alltaf taka til athug- unar og skipulagi megi alltaf breyta. Þá sagði hann að til stæði að sett yrði lagaákvæði um stofnun varan- legrar 12 manna nefndar sem fjalli um skipulag hálendisins. Nefndinni verði falið að fylgjast með því að samræmi sé milli skipulags sveit- arfélaganna og svæðaskipulags há- lendisins. Þá muni hún fylgja eftir skipulagshugmyndum og gera nýj- ar tillögur. Stefna mótuð um framkvæmd rannsdkna á hálendinu Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði megintil- gang lagasetningar um rannsóknir á nýtingu auðlinda í jörðu vera að móta heildstæða stefnu um það hvernig staðið skuli að rannsóknum og nýtingu auðlinda í jörðu á há- lendinu. Enda sé mikilvægt að skýrt sé með hvaða hætti skuli staðið að leyfisveitingum og að greinarmunur sé gerður á leyfum til rannsókna og nýtingar. Finnur sagði einnig að unnið væri að undirbúningi stofnunar orku- sjóðs, sem veiti fé til stöðugra rannsókna á þessu sviði. Sagðist hann vonast til þess að lög um slík- an sjóð yrðu samþykkt á þessu þingi, en sjóðurinn mun að öllum líkindum njóta endurgi-eiðslna Landsvirkjunar á útlögðum kostnaði vegna rannsóknar á virkj- unarmöguleikum Jökulsár á Fljóts- dal. Páll Pétursson félagsmál- aráðherra sagði mikilvægi þess að stjórnskipun hálendisins verði kom- ið í fast horf m.a. sjást á því að 400 skálar, sem reistir hafi verið í heim- ildarleysi, standi nú á hálendinu. Þá sagði hann það mikilvæga breyt- ingu frá fyrra horfi að sveitarfélög- unum sé nú færð ábyrgð á ýmsum þjónustuþáttum á hálendinu. Þá sagðist hann fagna greinilegri viðhorfsbreytingu þjóðarinnar gagnvart málefnum hálendisins. „Þjóðin hefur greinilega mikinn áhuga á þessum niálum," sagði hann. „Ég vildi að svo hefði verið þegar við stóðum í Blöndudeilunni á sínum tíma.“ Hreinn Loftsson hrl. telur arðgreiðslu Hitaveitu Reykjavíkur í borgarsjóð ólögmæta skattheimtu Hafnfirðingar krefj- ast endurgreiðslu BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar ákvað í gær að krefjast lækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði og endurgreiðslu oftekinna hitaveitugjalda á íbúa Hafnarfjarðar fyrir síðustu fjögur ár. Byggir bæjarráðið þessa samþykkt á því áliti Hreins Lofts- sonar hrl. að svokallaðar arðgreiðslur Hitaveitunnar í borg- arsjóð Reykjavíkur séu ólögmætar skattaálögur. Jafnframt óska Hafnfirðingar eftir viðræðum um tímabundna endumýjun samnings síns við Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem Krísuvíkurland verði undan- skilið. I áliti sínu, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær, kemst Hreinn Loftsson að þeirri niður- stöðu að samkvæmt orkulögum hafi Hafnarfjarðarbæ verið óheim- ilt að framselja einkaleyfi bæjarins til starfrækslu hitaveitu ótíma- bundið til Hitaveitu Reykjavíkur. Slíkt framsal sé aðeins heimilt í til- tekinn tíma með leyfi iðnað- arráðherra og hafi ekki komið fram að slíks leyfis hafi verið aflað þegar samningurinn var gerður og jafn- vel þótt svo hafi verið telur lög- maðurinn að slíkt ótímabundið framsal hafi verið óheimilt. Bendir lögmaðurinn á það að í samningn- um, sem er frá 1973, sé gert ráð fyrir 7% arðsemi fjárfestingar. Samkvæmt því hafi Hitaveita Reykjavíkur fengið fjárfestingu sína í Hafnarfirði til baka og ríf- lega það, því með 7% arðsemi skili fjárfesting sér til baka á 10-15 ár- um. Því telur hann að veigamikil rök hnígi að því að samningstíminn sé Jiðinn. í þeim samningum sem Hafn- firðingar munu óska eftir við Reykjavíkurborg er lögð áhersla á tímabundna endurnýjun leyf- istímans og heimild Hafnarfjarðar- bæjar til að leysa til sín einkaleyfið og eignir tilheyrandi hitaveitunni í lok leyfistímans. Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar leggja sér- staka áherslu á að í væntanlegum samningi verði engin ákvæði um einkarétt Hitaveitu Reykjavíkur til jarðhitaleitar og virkjunar til hús- hitunar í eignarlandi Hafnarfjarð- arkaupstaðar, það er að segja í Krísuvík, líkt og kveðið er á um í samningnum frá 1973. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri svaraði í gær játandi spurningu um það hvort til greina kæmi að höfða mál á hendur Reykjavíkurborg ef samningar næðust ekki. 35-50 þúsund á ljölskyldu Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg stóraukið það af- gjald sem hún innheimtir hjá Hita- veitu Reykjavíkur og í gær kom fram hjá forráðamönnum Hafnar- fjarðarbæjar, bæjarstjóranum og Þorsteini Njálssyni formanni bæjarráðs, að gjaldið næmi nú um og yfir 30% af rekstrartekjum, eða 800-900 milljónum kr. á ári. Hreinn Loftsson telur að eigandi Hitaveit- unnar hafi ekki heimild til þess að taka afgjald af Hafnfirðingum um- fram þær þarfir sem starfsemi veitunnar í bæjarfélaginu krefst. Hann segir að reglur um þjónustu- gjöld aðila á borð við Hitaveitu Reykjavíkur séu tiltölulega skýrar; gjald verði að hvíla á lagaheimild og gjaldið megi ekki vera hærra en nemur kostnaði við að veita tU- greinda þjónustu. Hærri gjöld verði fremur að teljast almenn tekjuöflun eða skattur sem styðj- ast verði við skýra heimild til skattlagningar. I ályktun bæjarráðs um viðræð- ur við Reykjavíkurborg er lögð áhersla á lækkun gjaldskrár Hita- veitu Reykjavíkur gagnvart not- endum í Hafnarfirði og að borgar- stjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að leiðrétta oftekin hita- veitugjöld íbúanna. Bæjarstjórn mun hafa forgöngu um að reikna út ofteknar álögur. Magnús Gunnarsson telur að hér sé um að ræða 80 milljónir kr. á ári, eða sem svarar til 35 til 50 þús. kr. á hvert heimili í Hafnarfirði síðastliðin fjögur. Fram kom á fundinum í gær að íbúar annarra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðis- ins kynnu að vera í sömu stöðu, fyrir utan Reykvíkinga sjálfa sem greiddu í eigin sjóð með of háu vatnsverði. Á grundvelli umrædds lög- fræðiálits hefur orðið ákveðin stefnubreyting hjá bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði, sem áður hafa krafist þess að fá hlutdeild í arði Hitaveitu Reykjavíkur. Nú er slík- ar arðgreiðslur taldar ólöglegar og því halið fram áð notendur eigi að njóta lækkunar orkuverðs. Vegna þessa hefur meirihlutinn í bæjar- stjóm ákveðið að falla frá tillögu í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs um arðgreiðslu Rafveitu Hafnar- fjarðar í bæjarsjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.