Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 51
Elsku afí minn. í dag kveð ég þig
í bili. Þó ekki værum við blóðbönd-
um tengd varstu sá besti afi sem
hægt væri að hugsa sér. Alltaf bros-
andi og kátur og sérstaklega barn-
góður. Ófáar eru stundirnar sem
rifjast upp er ég var sem barn hjá
afa og Helenu í Hjaltabakkanum.
Öll þau skipti sem ég fékk að koma
og skreyta jólatréð og sofa á milli.
En árin hafa liðið og önnur börn
tekið við. Þú varst sanngjam maður
en lést ekki segja þér hvað sem var
og minnist ég sérstaklega eins at-
viks fyrir u.þ.b. sex árum er við vor-
um saman í sumarbústað og fórum
að ræða bameignir og ég sagði þér
að ef ég ætlaði einhvern tíma að
eiga böm yrðu þau svört og helst
með krullur. Þetta ræddum við
fram og til baka og þá virtir mína
skoðun, þótt ekki værir þú ýkja
hrifinn:
Þúvarstengillájörðu,
nú engill á himni.
Þú varst höfuð okkar niðri,
nú höfuð okkar uppi.
Minninguna um þig geymi ég
innra með mér og ég veit að er við
hittumst aftur muntu taka vel á
móti mér.
Megi okkur hlotnast sá styrkur
sem við þurfum á að halda í söknuði
okkar og sorg.
Berglind Borgarsdóttir.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna
þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Ég votta fjölskyldu Helenu og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð. Hann mun ávallt lifa í hjört-
um okkar allra sem vorum svo
lánsöm að kynnast honum.
Arnar Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
Hann var 55 ára með yfirvegað
fas. Blik vináttunnar, traustleikans
og kímninnar kúrði í augnahyl og
hlýtt var alltaf handtak hans.
Þannig var síðasta myndin af hon-
um. Fyrir rösklega hálfum þriðja
áratug leiddist ég til kynna þessa
manns. Allt frá þeim fyrsta degi
hafa leiðir okkar legið saman á vegi
vináttunnar. Framkoma Birgis var
slík. Hann var geðþekkur og dag-
farsprúður og gaf af sér hvívetna,
ekki síst gleði á góðri stund.
Ég eignaðist með honum vini, vini
sem hann átti fyrir. Barnsmóðir
mín er systir Helenu, eftirlifandi
eiginkonu hans.
Ég sá hann sem bakhjarl tengda-
systkina sinna eftir að þau, frekar
ung, höfðu misst foreldra sína.
Tengda- og svilfólk sitt lét hann sér
annt um og var gott að vera sam-
vistum við þann hóp við öll tæld-
færi. Heimili hjónanna Birgis og
Helenu á Hjaltabakka stóð opið,
sem vin í lífshlaupi þeirra, sem að
minni hlutdeild snýr, mannkær-
leiksheimili.
Biggi „afi“ varð ekki aðeins faðir
og afi eigin barna. Hann var orðinn
elstur í tengdafjölskyldunni, ungui'.
Hann varð afi Sólveigar minnar frá
því hún lærði að tala og þrátt fyrir
seinni tíma skilning og vit, fram á
hinstu stund og að honum látnum
sagði hún við pabba sinn: „Biggi afi
og Helena...“ Framlag hans þakka
ég af heilum hug fyrir þor og dug á
mannræktarsviði.
Sjúkdómur steðjaði að honum
sem lúta varð í lægra haldi fyrir og
lést hann á sjúkrahúsi f Kaup-
mannahöfn 13. þ.m.
Á kveðjustund þökkum við Bryn-
dís samfylgd og vináttu til margra
ára og vottum Helenu og börnun-
um, Lindu, Brynju og Birgi,
tengdabörnum og bamabörnum,
Munda bróður hans og öðrum ást-
vinum okkar dýpstu samúð. Eigi má
sköpum renna.
„Biggi afi“._ Hvfl í friði, góði vin.
Guðm. Óskar Hermannsson.
+ Ágiísta Björns-
dóttir var fædd
í Reykjavík 17.
febrúar 1917. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Þingeyinga 15. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Ástráð-
ur Erlendsson, f. 11.
maí 1880, d. 4.
ágúst 1970, og Guð-
rún Pálsdóttir, f. 17.
júní 1887, d. 4. júní
1922. Áður höfðu
þau eignast Hafliða,
f. 24. feb. 1908,
liann lést af slysförum 13. maí
1918; Guðbjörgu Ástríði, f. 10.
ágúst 1909. Hún dó úr berklum
30.1. 1910.
Ágústa var ung að aldri tekin
í fóstur af móðurafa sínum Páli
Hafliðasyni skipstjóra og seinni
konu hans Guðlaugu Ágústu
Nú er hún Gústa frænka mín far-
in á vit feðra sinna. Ailtaf kemur
dauðinn manni á óvart þótt auðsætt
sé að hverju stefni. Hún hélt upp 80
ára afmæli sitt fyrir tæpum tveimur
árum og þá var nú ekki að sjá að
aldurinn væri sá. Hún var geislandi
af gleði eins og oftast því stutt var
alltaf í glettnina.
Frá því ég man eftir mér var
Gústa frænka alltaf nálæg. Hún
missti móður sína mjög ung og var
tekin í fóstur hjá ömmu og afa enda
barnabarn afa frá fyrra hjónabandi.
Var hún tekin fegins hendi inn á
heimilið eins og lítill sólargeisli og
flest systkinin orðin fullorðin og
heyrði maður sögur þar sem mikið
var látið með stelpuna. Mömmu
þótti undurvænt um þessa systur
sína sem kom heim og saman við
samverustundir þeiira og við syst-
urnar hændust að Gústu frænku.
Var alla tíð gaman að koma í heim-
sókn til hennar og varð manni tíð-
förult til hennar eftir að hún stofn-
aði heimili og átti bömin og síðan
heimsóknir hennar til mín.
Hún frænka mín var með græna
fingur eins og sagt er um þá sem
unna gróðri og var hún um tíma
með blómasölu á Hlíðarveginum
þar sem hún bjó lengst. Var gaman
að koma og sjá garðinn og síðast í
sumar var ekki annað en hægt að
dást að garðinum hennar þótt heils-
an væri lin.
Ferðalög voru alltaf ofarlega hjá
þeim hjónum og voru þær ófáar
ferðirnar sem þau hjónin fóru fyrst
á mótorhjóli um landið og síðar
gangandi og/eða á bfl. Ekki finnst
mér vera mörg ár síðan við hjónin
fórum í heimsókn til Gústu og Lofts
og sýndi hann okkur þá kvikmynd
frá Lónsöræfum og frásagnargleðin
og nákvæmnin var slík að það var
eins og við væram komið þangað.
Börnin þeirra eiga þar fjársjóð sem
er vert að halda upp á.
Það er svo margs að minnast og
þakka eftir langa samveru en góðu
minningamar á maður alltaf.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég
votta börnum þínum og öðrum af-
komendum samúð mína.
Guðlaug Ágústa Lúðvfksdóttir.
Landið vort fagra með litskrúðug íjöllin,
leiftrandi fossa og glóð undir ís,
blár girðir særinn og gnæfir hátt mjöllin,
glitklæðin þín skóp þér hamingjudís.
(Á.Th.)
Þessai’ ljóðlínur koma mér í hug
er ég minnist minnar kæru vinkonu,
Ágústu Bjömsdóttur. Hún var mik-
ill náttúruunnandi og fjallgöngu-
kona. Fegurð landsins heillaði hana
jafnt vetur sem sumar. Hún átti
þess kost að ferðast mikið um fjöll
og dali frá æskuárum með góðum
ferðafélögum. Minningarnar voru
henni dýrmætar.
Ég kynntist Ágústu í Kvenna-
skólanum 1932. Þá var Kvennaskól-
inn almennur skóli, með forstöðu-
konu, Ingibjörgu H. Bjarnason, og
Lúðvíksdóttur. Hjá
þeini ólst hún upp
ásamt börnum þeirra
sem hún talaði ávallt
um sem systkini sín.
Þau eru í aldursröð:
Ágúst, Guðbjörn,
Haraldur, Alexía
Sesselja, Bergþór,
Árni, Hannes, Sigríð-
ur og Bjarni. Þau eru
öll látin.
Að loknu námi í
Kvennaskólanum í
Reykjavík starfaði
Ágústa hjá trygg-
ingafélagi Sigfúsar
Sighvatssonar, Nye Danske, til
ársins 1946. Árið 1942 giftist hún
Lofti Ámundasyni eldsmið frá
Sandlæk og hófu þau búskap í
Reykjavík en fluttu um 1950 í
Kópavoginn. Börn þeirra eru. 1)
Halla Lovísa, maki Völundur Þ.
Hermóðsson. Börn þeirra eru
strákar bara úti á götu! Vinátta
okkar Ágústu hefur varað frá þeim
árum, og aukist með árunum. Það
leið enginn dagur svo, á seinni ár-
um, að við töluðum ekki saman í
síma að minnsta kosti einu sinni,
enda er löng leið úr Hafnarfirði inn
í Kópavog. Ef við heyrðum eitthvað
spaugilegt í útvarpi eða sjónvarpi
eða lásum í blaði urðum við að
hringja, og mikið var hlegið. Hér
kemur örlítið sýnishorn: Einhvem
tíma í haust var sagt frá því að snjó-
að hefði í Bláfjöllum og fréttinni
fylgdi þessi orð: „Nú eru fyrstu for-
vöð að komast á skíði!“ Einhvern
tíma var verið að segja frá gamla
tímanum þegar konurnar þvoðu í
Laugunum: „Þá varð að handbera
allt á manneskjum." Og við hlógum
dátt.
Ágústa og maðurinn hennar,
hann Loftur Ámundason frá Sand-
læk, voru næstum því frumbyggjar
í Kópavogi. Þau keyptu gamlan
sumarbústað með stórri lóð og
fluttu þangað um 1950. Loftur dó
fyrir nokkrum árum. Þarna við
Hlíðarveginn í Kópavogi sá Ágústa
góða ræktunarmöguleika og kom
sér upp urtagarði með vermireitum
og tilheyrandi og nefndi garðinn
Rein. Hún vann líka mikið utan
heimilis, líka áður en hún giftist, t.d.
hjá Garðyrkjufélagi Islands og í
fjölmörg ár, alveg til þess síðasta,
sá hún um þáttinn Blóm vikunnar
sem birst hefui' vikulega í Morgun-
blaðinu. Þar að auki sá hún lengi
um þátt í útvarpinu sem hún nefndi
,Á-ður fyrr á árunum“. Var sá þátt-
ur mjög vinsæll og átti marga aðdá-
endur. Þegar ég lít til baka undrast
ég atgervi og orku Ágústu. Hún átti
marga vini og góða, sem sakna
hennar sárt, og þakka alla þá gleði
og vináttu sem hún gaf þeim og er
ég ein í þeirra hópi. Kveð ég svo
mína kæru vinkonu með orðum
Jónasar:
Kættir þú margan að mörgu
svo minnst verður lengi.
Hulda Runólfsdóttir.
Gengin er góð kona. - Síðastliðið
föstudagskvöld barst fregnin um
andlát Ágústu Björnsdóttur til fé-
laga Garðyi-kjufélags íslands. Sú
fregn kom ekki alveg á óvænt, þar
sem við vissum að þrek hennar var
smám saman að fjai'a út, en samt
sem áður grunaði engan okkar að
stundaglas hennar væri runnið út.
Skýi' og létt voru svör hennar
skömmu fyrir jól, þegar síðast var
rætt við hana um hagsmuni félags-
ins okkar, félags, sem hún bar svo
mjög fyi-ir brjósti og hugsjónum
þess helgaði hún drjúgan þátt af lífi
sínu og staifi.
Þegar Ágústu er minnst, fljúga
mörg orð gegnum hugann. Hún var
ræktandi, fræðari, leiðbeinandi auk
þess sem hún var mér samstarfs-
maður, vinur og ferðafélagi. Góðir
eiginleikar Ágústu voru samtvinn-
aðir og nutu margir góðs af þeim.
Steinunn Birna, maki Sigmund-
ur Hreiðarsson, börn þeirra Jó-
hann Ágúst og Vilberg Lindi. 2)
Páll Gunnar, maki Sigrún Þ.
Snædal. Þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Þórhalla og
Ágúst Orn. Sambýliskona Páls
er Hrönn Benónýsdóttir. 3)
Ámundi, sambýliskona hans er
Unnur Garðarsdóttir. Börn
þeirra ei-u Ágúst Þór, Hulda
Lovísa, Brypjar Rafn, Auður
Lilja og Erla Rún. Önnur börn
Ámunda eru: Loftur og Aðal-
heiður, sonur hennar er Elmar
Freyr.
Ágústa starfaði um árabil við
bókhald á skrifstofum Kópa-
vogsbæjar, rak gróðrarstöðina
Rein við Hlíðarberg samhliða
félagsstörfum fyrir Garðyrkju-
félag fslands og Kvenfélag
Kópavogs. Auk þessa vann hún
að þáttagerð fyrir útvarpið og
ritstörfum, t.d. Blóm vikunnar í
Mbl. til margra ára.
títför Ágústu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarð-
sett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Ágústa hafði yndi af ræktun frá
unga aldri og hún var óspör á að
miðla öðrum af reynslu sinni og
þekkingu. Heimili þeirra hjóna,
Lofts Ámundasonar og Ágústu, stóð
við Hlíðarveg í Kópavogi. Þar rak
Ágústa garðyrkjustöð um nokkurt
skeið, en stöðina sína nefndi hún
Rein. Það var ekki aðeins unnt að
kaupa plöntur í Rein. Ágústa fylgdi
þeim úr garði með leiðbeiningum og
góðum ráðum og margir viðskipta-
vinir hennar urðu ævilangir vinir.
Áhrif Ágústu og litlu garðyrkju-
stöðvarinnar hennar voru ótrúlega
mikil og hún varð mikil lyftistöng
fyrir ræktun í Kópavogi á þeim ár-
um sem Kópavogsbær var í hvað ör-
ustum vexti. Bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi sýndu Ágústu þakklæti sitt á
síðastliðnu ári, þegar henni var veitt
viðurkenning fyrir ræktunarstörf
sín.
Um langt skeið sá Ágústa um
þætti í útvarpinu, sem nutu mikilla
vinsælda. í þáttum sínum miðlaði
hún enn fróðleik og þar naut rækt-
unaráhugi hennar sín vel, áhugi á
mannrækt ekki síður en garðrækt.
Ágústa sagði einstaklega vel frá og
hafði góða útvarpsrödd og næmni
hennar og öruggum smekk í vali á
efni og flytjendum var viðbrugðið.
Framlag hennar í þágu Garð-
yrkjufélagsins var mikið og fjöl-
breytt. Hún var í stjórn þess í hart-
nær áratug, síðast sem varafor-
maður árin 1980-82 og var aðstoð-
arkona á skrifstofu þess 1983-85
auk þess sem hún var ætíð boðin
og búin að rétta fram hjálparhönd
ef á þurfti að halda allt fram á síð-
ustu ár. Félagið naut góðs af hæfi-
leikum Ágústu til að miðla öðrum
og fræða og þeir eru ótaldir
fræðslufundirnir sem hún hélt um
garðrækt innan félags sem utan. >•
Ágústa var einnig skínandi ritfær
og þennan hæfíleika sinn nýtti hún
í þágu ræktunarinnar. Frá árinu
1975 hefur Garðyrkjufélagið haft
fastan þátt í Morgunblaðinu. Þessi
þáttur nefnist Blóm vikunnar.
Ágústa hafði umsjón með þættin-
um allt frá upphafi fram á síðustu
stund, en greinarnar hafa birst
reglulega að undanskildum fimm
árum, sem þær féllu niður. Þarna
vann Ágústa bæði mikið og óeigin-
gjarnt starf, því auk þess að leggja
línurnar og halda utan um þáttinn „■
skrifaði hún fjölmargar greinar
sjálf, bæði um ræktun almennt og
um ræktun og meðferð einstakra
plantna. Greinarnar í Blómi vik-
unnar eru alls 700 talsins svo geta
má nærri að á þessum vettvangi
varði Ágústa drjúgum tíma, sem
hún taldi vel varið vektu greinarnir
áhuga lesanda. Fjölmargir hafa
safnað greinum Ágústu, jafnvel allt
frá upphafi. Auk skrifa sinna um
Blóm vikunnar, skrifaði Ágústa
fjölmargar greinar um ræktun í
tímarit.
Á 100 ára afmæli Garðyrkjufé-
lags íslands 1985 var Ágústa
heiðruð fyrir störf sín í þágu félags-
ins og ræktunar almennt. Hún var
þá sæmd gulllaufinu, æðsta heiðurs-
merki félagsins, en hún er fyrsta
konan, sem það hefur hlotið.
Ég kynntist sjálf Ágústu náið við
undirbúning fyrir þetta stórafmæli
félagsins, en þá sá Ágústa um veg-
lega útvarpsdagskrá til að minnast
þessara tímamóta. Eins hefur þátt-
urinn hennar Blóm vikunnar oft
orðið okkur umræðuefni. Best
kynntist ég henni þó líklega í ferð-
um félagsins erlendis, en hún tók
þátt f nær öllum ferðum, eftir því
sem heilsan leyfði. Við vorum
nokkrum sinnum herbergisfélagar
og það var mér ómetanleg ánægja.
Ágústa var ftíð kona svo eftir var
tekið. Fegurð hennar innri manns
var ekki síðri. Frá henni stafaði
blíðu og kærleika. Hún hafði sér-
staka hæfileika til að laða fólk að
sér og laða það góða fram í öðrum.
Hún var óþreytandi að fræða og
leiðbeina á sinn einstaklega hlýja og
persónulega hátt. Hún var vinmörg
og vinfóst. Vinir hennar hjá Garð-
yrkjufélagi íslands munu sakna
hennar. Börnum hennar og fjöl-
skyldu allri eru fluttar samúðar-
kveðjur og þakkir fyrir að hafa mátt
deila hjarta Ágústu með þeim. Það
er skarð fyrir skildi þegar Ágústa
Bjömsdóttir er fallin frá.
Sigríður Hjartar, formaður
Garðyrkjufélags Islands.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁSBJÖRNJÓNSSON,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesí,
áður til heimilis
á Gunnlaugsgötu 17,
sem lést þriðjudaginn 12. janúar, verður jarð-
sunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 23.
janúar kl. 14.00.
Börn, tengdabörn og afabörn.
+
Astkær móðir okkar,
MARTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR
frá Bræðraborg,
Fáskrúðsfirði,
síðar til heimilis
á Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 20. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
AGUSTA
BJÖRNSDÓTTIR