Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 22

Morgunblaðið - 22.01.1999, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Breytt lög um skattalega meðferð hagnaðar af sölu aflaheimilda Ekki lengur hægt að afskrifa aflaheimildir Ef seldur er kvóti verður að kaupa kvóta fyrir hagnaðinn, ellegar borga af honum fullan tekju- og eignaskatt. Lagabreytingar þessa efnis gengu í gildi fyrir rúmu ári en fyrir þær var hægt að fresta skattgreiðslum vegna hagnaðar af sölu aflaheimilda með fasteignakaupum og afskriftum. Helgi Mar Árnason velti fyrir sér skattalegri meðferð aflaheimilda. ÁÐUR en lögunum um tekju- og eignaskatt var breytt í árslok 1997 var heimilt að fresta skattgreiðslum af söluhagnaði sem myndaðist við sölu aflaheimilda með því að fjárfesta í nánast hvaða annarri fymanlegri eign sem var. Með lagabreytingunni er hinsvegar ekki lengur litið á afla- heimildir sem fyrnanlega eign, og því er nú einungis heimilt að fresta skatt lagningu hagnaðar af sölu þeirra með því að fjárfesta aftur í aflaheimildum. Ef ekki er fjárfest aftur í aflaheimild- um bera að greiða tekjuskatt af hagn- aðiaf sölu þeirra. Aður en fyrrnefnd lagabreyting var gerð var litið á aflaheimildir sem fyrnanlega eign. Útgerðarmaður sem seldi aflaheimildii' gat þannig frestað skattlagningu söluhagnaðar með því að kaupa aðra fymanlega eign, sem gat verið nánast hvaða eign sem var, þó ekki hlutabréf, þar sem þau era ekki talin fymanleg eign. Útgerðar- maður sem t.d. seldi aflaheimildir fyr- ir lagabreytinguna með hagnaði að fjárhæð 500 milljóna. kr. gat fjárfest í öðram fymanlegum eignum, s.s. fast- eignum og þannig afskrifað keyptar eignir um sömu fjárhæð og nam sölu- hagnaðinum. Með því frestaði hann greiðslu skatts af umræddum hagn- aði. Rétt er að taka fram að umrædd skattskuld féll ekki niður við þessa aðgerð þar sem hér var einungis um frestun á skattgreiðslum að ræða. Með fyrrgeindri lagabreytingu er þetta ekki lengur heimilt. Breytingin sem gerð var á lögum um tekjuskatt og eignaskatt er eftir- farandi: ,Á því ári sem skattskyldur hagnaður af sölu aflahlutdeildar, eða sambærilegra réttinda í sjávarút- vegi, færist til tekna er skattaðila heimilt að færa niður stofnverð afla- hlutdeildar sem keypt hefur verið á tekjuárinu eða á síðustu 12 mánuð- um áður en salan fór fram, um fjár- hæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Þá getur skattaðili farið fram á frestun skattlagningar sölu- hagnaðarins um tvenn áramót, enda kaupi hann aflahlutdeild í sjávarút- vegi innan þess tíma og færi hana niður um fjárhæð sem nemur hinum skatt skylda söluhagnaði. Ef afla- hlutdeild er ekki keypt innan tilskil- ins tíma telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því er hann myndaðist, framreiknað- ur tO þess árs þegar hann er tekju- færður, að viðbættu 10% álagi.“ Lagabreyting þessi tók gildi í lok desember 1997. Þeir sem þannig seldu kvóta fyrir breytingu laganna og nýttu sér heimildir þeirra til að fresta skattlagningu hagnaðarins um tvenn áramót geta fjárfest í nánast hvaða fyrnanlegri eign sem þeir kjósa til ársloka 1999. Þeh- sem hins vegar seldu aflaheimildir með hagn- aði eftir gildistöku laganna hafa ekki lengur þessa heimild. Aðgreina þarf skip og kvóta í sölusamningi Við sölu á skipi og aflaheimildum ber nú að aðgreina söluverð skips og aflaheimilda í slíkum viðskiptum. Aflaheimildir eru þá verðlagðar á markaðsverði og einungis er unnt að afskrifa aðrar aflaheimildii- um hagnað af sölu þeirra. Hagnað af sölu skips er hinsvegar heimilt að af- skrifa á móti öðrum fymanlegum eignum eins og áður. Ef bókfært verð aflaheimilda nemur 100 milljón- um hjá seljanda en markaðsverð þeirra nemur 500 milljónum króna við sölu þeirra myndast um 400 milljóna króna söluhagnaður vegna kvótans. Ekki er lengur heimilt að fresta skattlagningu þessa söluhagn- aðar með t.d. fasteignakaupum. Eina heimild til frestunar felst í því að kaupa aflaheimildir. Rétt er að taka fram að seljendur hafa tveggja ára frest til að fjárfesta aftur í aflaheim- ildum. Ef það er ekki gert innan til- skilins frests ber að greiða tekju- skatt af hagnaðinum. Hagnaði af sölu skipsins, má hins vegar fresta t.d. með fasteignakaupum. Hefur nýst þeim sem fara út úr greininni. Þeir sem hætta útgerð geta því að- eins frestað skattgreiðslum af öðram eignum en aflaheimildum, með fjár- festingu í öðram eignum á móti sölu- hagnaði. Margir útgerðarmenn sem hætt hafa útgerð og horfíð úr grein- inni hafa nýtt sér þessa heimild til að breyta um starfsvettvang, t.d. með kaupum á verslunar- eða skrifstofu- húsnæði. Það er þó ekki þar með sagt að skattkvöðin hverfí, heldur er henni einungis frestað. Þegar fjárfest er í slíkum eignum, fá kaupendumir ekki afskriftir af eigninni, vegna þess að þeir hafa afskrifað hana fyrirfram á móti söluhagnaðinum. Þai- með verður árlegur hagnaður af rekstri HIGH DESERT PROPOLIS Útsölusiaðir: Biómaval Reykjavik og Akureyri, Hagkaip, Nýkaup, apótekin, verslanir K.A o.fl. Dreiflng: NIKO ehf -sími 568 0945 eignanna hærri sem nemur árlegum afskriftum og þar með skattgreiðslur á næstu áimm. Þessi heimild getur ráðið úrslitum um það hvort menn era tilbúnir, eða hafa fjárhagslegt bolmagn, til að hætta í greininni og fara í annars konar atvinnurekstur án þess að „missa allt strax í skatt“ eins og einn viðmælenda Morgun- blaðsins orðaði það. Leiddi til hærra verðs á kvóta. Eitt af markmiðum með lagabreyt- ingunni þar sem afskriftir aflaheim- ilda voru bannaðar var að lækka markaðsverð þeirra, þar sem þau fé- lög sem kaupa aflaheimildir geta nú ekki lengur afskrifað þær og þar með lækkað skattgreiðslur. En reyndin hefur hins vegar orðið sú að verð á aflaheimildum hefur ekki lækkað. Frekar verður að telja að þær hafi hækkað í verði. Alexander G. Eðvarðsson, löggiltur endurskoð- andi, segir þær hömlur sem í felist þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um stjórn fiskveiða geti einungis leitt til hærra verðs á aflaheimildum. „Þau skilyrði að öll viðskipti með kvóta fari um Kvóta- þing veldur því að framboð minnkar og verð hækkar. Eins hafa þær regl- ur, sem kveða á um að ef fiskiskip LOÐNUSKIPIN vora flest komin á miðin á svokölluðu Rauða torgi, austan við Reyðarfjarðardjúp, í fyrrinótt eftir brælu síðustu daga og fengu mörg hver góðan afla. Skipin náðu 4-5 köstum yfir nóttina en engin veiði er yfir hádaginn og láta skipin þá reka. Voru flest þeirra komin með 400-600 tonn í gær en Jón Kjartansson SU fékk mest, eða um 700 tonn. Að sögn skipstjómarmanna er loðnan frem- ur dreifð en þeir segja mikið magn á slóðinni og era bjartsýnir á að veiði verði mjög góð þegar loðnan gengur upp á landgrunnið. Þeir segja loðnuna einnig mun stærri og aflar minna en 50% af úthlutuðum aflaheimildum tvö ár í röð falli afla- hlutdeild þeirra niður, leitt til þess að minni kvóti en áður er seldm' milli skipa, sem leiðir til verðhækkunar. Allt stuðlar þetta að óhagræði í greininni. Út frá sjónarhóli atvinnu- greinarinnar eru þessar breytingar því ekki til góðs, því þær hindra eðli- leg og hagkvæm viðskipti. I þessu tilviki eru hagmunir sjómanna settir ofar þessum hagsmunum,“ segir Alexander. Alexander segir mega deila um það hvort aflaheimildir séu fyrnan- legar eða ekki. „Félög kaupa réttindi til að hafa af þeim tekjur, hvort sem það era aflaheimildir, námaréttindi, vatnsréttindi og svo framvegis. Það er óeðlilegt ef ekki má gjaldfæra kostnað þann sem lagt er í til öflunar tekna. Hins vegar má deila um það á hversu löngum tíma skuli heimilt að gjaldfæra þau réttindi sem hér um ræðir. Þeir sem telja að ekki beri að afskrifa keyptar aflaheimildir halda því gjarnan fram að fiskurinn í sjón- um sé endurnýjanleg auðlind sem ekki sé rétt að afskrifa. Það kann að vera rétt en það breytir ekki þeirri afstöðu að félögum skuli vera heimilt að gjaldfæra fjárfestingu í aflaheim- ilda á áætluðum nýtingartíma þeirra hjá félaginu. Rétt er að benda á í þessu sambandi hvað kann að gerast ef lög um stjórn fiskveiða verða ein- hvern tíma afnumin og veiðar gefnar frjálsar. Við það yrðu keyptar afla- heimildir félaga verðlausar og félög- um hefði ekki verið gefinn kostur á að gjaldfæra kaupverð þeirra á móti þeim tekjum sem nýting þeirra skapaði félaginu. I mínum huga er ekki mikill munur á gjaldfærslu afla- heimilda eða afskiift af fasteign sem félag notar í rekstri sínum. Hana er heimilt að afskrifa samkvæmt ákvæðum skattalaga þó sýna megi fram á að hún hækki í verði á hverju ári. Á sama hátt finnst mér að af- skrifa megi keyptar aflaheimildir í skattframtölum félaga, vegna þess að þær era keyptar með til að auka tekjur viðkomandi félagahafa," segir Alexander. betri en fékkst í fyrravetur og því stefni í skínandi góða yertíð. Rannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson sem nú eru í árlegum loðnurannsóknaleið- angri Hafrannsóknastofnunnar voru einnig á miðunum í gær. Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs- stjóri á Bjarna Sæmundssyni, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa leitað að loðnu langt suður og austur af veiðisvæðinu en þar hafi ekkert sést til loðnu sem væri í raun gott fyrir mælinguna. „Við munum nú leita norður eftir en að því loknu ættu línurnar að fara að skýrast," sagði Sveinn. Dagskráin þín er komin út 20. janúar-2. febrúar Hilmar Jensson gítarleikari kynnir hlustendum Rásar 1 framsækinn djass. Litið inn hjá Loga, llluga og Þóru í Gettu betur. Afleiðingar af hvarfi Michaels Jordans úr körfuboltanum. Kvikmyndayfirlit, gagnrýni og einkunnagjöf Sæbjörns Valdimarssonar. í Dagskrárblaðinu þínu. / allri sinni mynd! 1969-1999 30 ára reynsla Einangrunargler GLERVERKSMIÐJAN i/ei*k Eyjasandur 2 • 850 Hella « 487 5888 • Fax 487 5907 Stefnir í skínandi loðnuvertíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.