Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Kvikmyndahátíð í Reykjavík LEIKSTJÓRINN bregður á leik með leikurunum. LOKAATRIÐI myndarinnar er afar áhrifaríkt. Lars von Trier leikstjóri og höfundur Dogma-myndarinnar Fávitarnir L ARS von Trier á merkan feril að baki sem leikstjóri. j Hann er 42 ára og tilheyrir I nýrri kynslóð danskra leik- stjóra sem vakið hafa heimsathygli. Hann skapaði sér nafn árið 1984 með myndinni Frumatriði glæpsins eða „Forbrydelsens element" og hefur verið haldið á lofti sem einum fram- úrstefnulegasta kvikmyndagerðar- manni Dana. Trier útskrifaðist úr Danska kvik- myndaskólanum árið 1984 og tvær myndir sem hann gerði í skólanum árið 1981 og 1982 voru valdar bestu myndir á Kvikmyndahátíðinni í Munchen árið 1984. Kvikmynd hans Evrópa frá árinu 1991 vann sömu verðlaun, fékk dómnefndarverðlaun í Cannes og vann til fleii'i verðlauna. En það voru sjónvarpsþættirnir Riget I frá árinu 1984 sem voru vendipunkturinn hvað áhorfendur snertir og leikhússútgáfan í fram- haldi af því sem naut mikilla vin- sælda í Danmörku. Eftir gerð Brimbrots árið 1996 sem hreppti Grand Prix-verðlaunin í Cannes mætti hann þangað galvaskur með Fávitana í farteskinu. Myndin vakti mikla athygli fyrir opinskáa, sláandi og hjai’tnæma frásögn af ungu leit- andi fólki sem stuðar samfélagið með því að vera þroskaheft í þykjustunni. Blaðamaður byrjar á að segja Lars von Trier að Fávitarnir hafi fengið góðar viðtökur á Kvikmynda- hátíð í Reykjavík. „Það kemur mér ekki á óvart. Eg held að íslendingar séu í snertingu við sinn innri fávita og kunni því að meta myndina. Sú hugmynd sem ég hef haft hingað til um íslensku þjóð- ina er nefnilega sú að henni standi á sama um reglur og viðmið í þjóðfé- laginu og það fínnst mér jákvætt," svarar von Trier. -Er rétt að þú haíir skrifað hand- ritiðá fjórum dögum? Já,“ svarar von Trier. „Mér finnst gott að setja mér reglur. Ein af þeim var að lesa ekki yf- ir það sem ég hafði skrifað., Eg gerði það allt í einu áhlaupi og las það ekki aftur fyrr en ég byrjaði að vinna með leikurum." -Hvaðan kom hug- _______________ myndin um fáviskuna? „Myndin er að hluta til byggð á franskri mynd La Grande bouffe sem er í uppáhaldi hjá mér. Hún er með af- bragðs leikurum á borð við Michel Piccoli og fjallar um menn sem _______________ loka sig inni í húsi og ““ ætla að borða sig í hel. Mér fannst það áhugaverð hugmynd, lék mér aðeins með hana og komst að þeirri niður- stöðu að í stað þess að borða væri hægt að gera eitthvað annað. Þá kom fáviskan inn í spilið.“ -Og hugmyndin um fáviskuna? „Það er góð spurning,“ svarar von Trier og veltir vöngum. „Þú verður eiginlega að spyrja sálfræðinginn minn að því.“ -Heldurðu að hann geti svarað mér? „Eg efast um það,“ svarar von Tri- er og hlær. Engin rjúpa á j ólunum Leikstjórinn Lars von Trier er mörgum að góðu kunnur eftir myndina Brimbrot og Fávitana sem vaða uppi á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Svo er hann líka að leggja drög að mynd með Björk Guðmunds- dóttur í aðalhlutverki. Pétur Blöndal sló á þráðinn til hans og talaði við hann um fávitann í okkur öllum. 6W,6U p xr i Ég vil að myndir Ijúkist upp í þeim skilningi að áhorfendur viti ekki alveg hverju þeir eiga von á næst. -Fávitarnir eru gerðii■ eftir mynd- ina Brimbrot sem kom inn á píslar- göngu Krists. að má segja það,“ svarar von Trier. „En flestar sögur gera það upp að einhverju marki; þetta er sígilt þema í vestrænni leik- húsfræði.“ -Ertu trúaður? „A minn eigin hátt. Eg er kaþólsk- ur. Eg verð að taka fram að fjöl- skylda mín er ekki mjög trúuð. En ég er leitandi maður.“ -Fávitarnir og Veislan hafa fengið hrós fyrir Dogma-stílinn. Af hverju hefur þessi eiður einfaldleikans, Dogma, vakið svona mikla lukku? „Veislan er stórkostleg mynd og ég held að það hafi ekkert með Dogma- reglurnar að gera,“ svarar von Trier. „En Dogma-reglurnar hafa verið mér og Thomas Vinterberg [leikstjóra Veislunnar] innblástur. Þegar maður býr til reglur sem meina manni um margt af því sem maður á að venjast við kvikmyndagerð getur maður ein- __________ beitt sér betur á öðrum sviðum, t.d. að leikurún- um. Eg veit að þetta hefur verið Thomas mikill innblástur og svo sannarlega mér líka.“ -En Dogma-reglurn- ar eru ekki ávísun á góða mynd. „Vissulega ekki,“ svarar von Trier. „En ég held að það geti verið hollt meðal mörgum leikstjórum að fá sér smá- skammt af Dogma endrum og eins.“ -Er rétt að Francis Ford Coppola hafí staðið til boða að gera Dogma- mynd? „Honum var boðið það,“ svarar von Trier og skellihlær. „Það tilboð var sér á parti en öllum stendur það til boða. Allir geta gert Dogma- myndir. Við erum með fámenna stjóm hér í Danmörku og öllum er frjálst að fylgja reglunum, fá okkur til að skoða myndina og athuga hvort við séum sammála um að þetta sé Dogma-mynd. Ef hún er það er ég viss um að allir verði ánægðir og ef hún er það ekki er ég viss um allir verði engu að síður ánægðir.“ -Er rétt að Harmony Korine [leik- stjóri Kids og Gummoj sé að vinna að Dogma-mynd? „Eg var ekki búinn að heyra af því,“ svarar von Trier. „En ég vissi að bandarísk Dogma-mynd væri í bí- gerð, tvær franskar, ein spænsk og ein sænsk sem Vilgot Sjöman ætlar að gera. Svo þetta er mjög áhuga- vert allt saman, alveg frábært.“ -Ætlar þú að gera aðra Dogma- mynd? „Mín yrði ánægjan. En næsta mynd mín verður ekki í Dogma- stílnum." -I tíundu reglu Dogma er skrifað að ekki megi eigna neinum leik- stjórnina í lok myndarinnar. Af hverju? „Við ræddum mikið um samfélagið þegar við sömdum reglurnar og auð- vitað er það dálítið bjánalegt en þetta er hugsað sem einhvers konar ögrun; að áhorfendur eigi ekki að hugsa persónulega um myndina. Þeir eigi að einbeita sér að listaverk- inu en ekki listamanninum. n við Thomas vorum sammála um að þetta væri það versta ' sem nokkur leikstjóri gæti hugsað sér vegna þess að mörgum leikstjórum þykir mestu skipta hvar og hvenær nafn sitt kemur fram í myndinni; hvort það er nákvæmlega þar sem tónlistin byrjar eða þar sem hún nær hápunkti. Ef maður sættfr sig við að geta ekki eignað sér mynd- ina er maður virkilega að leggja sig fram um að fylgja Dogma-reglunum. Auðvitað er þetta ögrun en þetta er líka heimskulegt vegna þess að allir vita hver gerði myndina. Okkur fannst þetta bara fyndið.“ -Vinterberg hefur sagt í viðtali að þið hafíð hlegið mikið þegar þið vor- uð að semja reglurnar. Ef til vill var þetta ekki svo alvarlegt eftir allt saman? E: „Ég hef alltaf hlegið mikið við gerð mynda minna og verka,“ svarar von Tiier. „Jafnvel alvarlegustu og hrylli- legustu myndir mínar ei-u sprottnar úr hlátri. Eg hef kómíska sýn á lífið en það þýðfr ekki að mér sé ekki alvara þegar ég lifi því. Það er mikil alvara á bakvið Dogma-reglumar. Þessi regla um leikstjórann er vissulega heimsku- leg en hún hefur alvarlegan undirtón.“ -I Dogma-reglunum segir að ekk- ert megi aðeins vera á yfírborðinu. Er það ástæðan fyrir kynlífsatriðinu sem á sér staðíraun og veru? að hafði ekki svo mikið með Dogma-reglurnar að gera,“ svarar von Trier. „Það var meira vegna þess að ég vil að myndfr ljúkist upp í þeim skilningi að áhorf- endur viti ekki alveg hverju þeir eiga von á næst. Um leið og kvikmyndin verður raunveruleg, sem gerist þeg- ar þroskaheftu krakkai-nfr birtast á skjánum og í samfaraatriðinu, fer skáldskapurinn inn á svið raunveru- leikans að því leyti að áhorfendur vita að leikari fær ekki standpínu eftir ábendingu leikstjórans og krakkarnir eru í raun þroskaheftfr. Þetta er mér mikilvægt og það hefur ekkert með Dogma að gera.“ -Hefurðu verið gagmýndur fyrir samfaraatriðið? „Ekki mikið,“ svarar von Trier. „Það hefur mefra að segja verið sýnt í Noregi þar sem kvikmyndaeftirlitið er hvað strangast. Næst verðum við að gera mun meira til þess að vekja gagnrýni. Ég verð að vinna að því.“ Hann hugsar sig um og bætir við: „Ekki þó í næstu mynd. Ég lofa því að þar verður engin standpína.“ -Ég tók nýlega viðtal við Björk Guðmundsdóttur og hún staðfesti að hún myndi semja tónlist við næstu mynd þína Dansara í myrkrinu og einnig leika í myndinni. „Það er gott að heyra.“ -Geturðu sagt mér af hverju þú valdir hana í hlutverkið? „Ég fékk hugmynd að myndinni og fór að svipast um. Þegar stungið var upp á henni við mig skrifaði ég myndina með hana í huga. I raun er þetta eins og að spyrja: Af hverju valdirðu systur þína eða bróður? Ég gerði það ekki. Þetta _____________ var bara rökrétt. Ég er ekki að segja að þetta verði vandalaust. En þetta er fullkomlega rökrétt og að baki er mjög djúp sannfæring af minni hálfu.“ -Hún sagði einnig að persónan sem hún leik- ur í myndinni væri mjög lík henni sjálfri, jafnvel smáat- riði sem hún hefði haldið að enginn vissi um. „Ég þekkti hana ekki neitt, bara út frá lögunum,“ svarar von Trier. „Við skulum sjá til - þetta verður mjög spennandi. Hún er einmitt á íslandi núna að semja tónlistina.“ -Hún sagði líka að þið ættuð það sameiginlegt að vera mjög þrjósk? „Já, samstarfið verður mjög at- hyglisvert,“ segir von Trier og hlær. „Myndin um myndina verður athygl- isverðari en myndin sjálf.“ Hann heldur áfram: „Én við skulum bara Ég held að Björk og Catherine Deneuve eigi eftir að verða stórkostlegar saman á hvíta tjaldinu. bíða og sjá hvað gerist. Við erum bæði búin að hella okkur út í verk- efnið og ég er viss um að útkoman verður áhugaverð.11 -Hvenær hefjast tökur? „Þær hefjast 10. maí.“ -Er rétt að Catherine Deneuve muni leika í myndinni? Við töluðum saman um helgina hér í Danmörku en enginn samningur hefur verið gerður. Hún sóttist hins vegar eftfr hlutverk- inu að fyrra bragði sem var mjög ánægjulegt. Ef okkur tekst að finna lendingu í launamálum held ég að Björk og Catherine Deneuve eigi eft- fr að verða stórkostlegar saman á hvíta tjaldinu.“ -Eru fíeh-i leikarar í myndinni? „Ég mun aftur vinna með Jean- Marc Bair og ef til vill verður Stell- an Skarsgaard í einu hlutverkinu. En það á eftfr að staðfesta það.“ -Verður myndin langt frá Dogma- stílnum? „Nei, ég myndi ekki kveða svo sterkt að orði,“ segir von Trier. „Ef hægt er að skilgreina hana á ein- hvern máta er hún eins konai’ Brimbrot, nema bara söngleikurinn. En ég hlakka virkilega til að hefjast handa við myndina og ekki síst til að heyra tónlist Bjarkar. Ég vildi óska þess að ég væri á Islandi.“ -Mér hefur verið sagt að þú sért fíughræddur. „Ojá, ég flýg aldrei, sérstaklega ekki til íslands. Ég er viss um að það er mjög hættulegt að lenda á flug- vellinum þar. En ég vænti þess að Björk komi hingað þegar hún leikur í myndinni.“ - Svo er líka tónlist í Fávitunum. „En vegna Dogma-reglnanna urð- um við að taka upp tónlistina á sama tíma og við tókum upp myndina. Sem var raunar alveg yndislegt. Þetta vai’ eins og í gamla daga þegar fyrstu tal- myndh’nai’ vora gerðar. Þá voru heilu sinfóníuhljómsveitirnar á tökustað. En það sem er varhugavert er að maður verður að vera alveg ákveðinn í því að tónlistin verði notuð í mynd- inni því ekki er hægt að breyta því eftfr á. Þetta er eins og smá leikur en ég held að maður hafi gott af hon- um vegna þess að þá verður ögn erf- iðara að gera kvikmyndir. Ef til vill er það orðið of auðvelt vegna þess að maður þarf ekki lengur að hugsa. Sem er að mínu mati stór þáttur við gerð myndarinnar - hugsun, tilfinn- ing eða hvað það nefnist.“ -Ertu ánægður með hvernig leiknum lauk? á,“ svarar von Trier. ,AUt var þetta mjög ánægjulegt. Þetta var leikur sem fólst í að fella niður alla leiðinlegustu þætti tækn- ivinnunnar og svo gekk leikurinn út á að gera myndina áhugaverðari fyr- ir alla þátttakendur vegna frelsisins sem honum fylgdi. Ég er líka ánægður með myndina. Ef til vill ætti ég ekki að vera að básúna það, en ég geri það nú samt. Það hefði verið auðveldara að gera aðra mynd í anda Brimbrots en það var gott fyrir sálina að breyta til.“ -Ertu búinn að ákveða hvað verð- ur eftir myndina Dansara í myrkrinu? „Nei, nei, nei, nei,“ svarar von Tri- er. „Ég held ég þurfi að taka mér að minnsta kosti tveggja ára hvíld eftir Bjarkarmyndina,11 segir hann og hlær. „Kannski fimm.“ -Hvað ætlarðu þá að hafa fyrir __________ stafni? „Ég veit það ekki. Ég hefði gaman af því að fara að veiða. Ég talaði við Sjón og hann sagði mér að stangveiði væri góð á Islandi. Svo ég öf- unda ykkur að geta farið með stangimar 1 þessar htlu spildur sem er fyrir mér hin algjöra afslöpp- un. Fékkstu þér ijúpur á jólunum?“ -Ha!? svarar blaðamaður hvumsa. „Ég sagði við Sjón að við Danir ætluðum að innlima Island aftur, láta þá taka upp dönsku krónuna og banna rjúpu á jólunum. Hann sagði mér að hún væri afar hátt skrifuð hjá íslendingum og þai’ væru þefr veikastir fyrir. Svo það verður engin rjúpa á jólunum hjá íslendingum." Það virðist satt hjá Trier að hlátur- inn sé undirstaða lífsspeki hans því hann hlær ógurlega og bætir við: „Þið skuluð því njóta frelsisins með- an þið getið.“ JÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.