Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknarflokks á Norðurlandi eystra „Raunhæft að reikna með þremur þingmönnum“ VALGERÐUR Sverrisdóttir al- þingismaður sem fékk afgerandi kosningu í fyrsta sæti á lista Fram- sóknarflokksins í prófkjöri flokksins á Norðurlandi eystra sagðist m.a. þakka góða kosningu því forskoti sem hún hefði sem alþingismaður og að hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Ég hóf mína kosningabaráttu í byrjun janúar og tók hálfan mánuði í það að ferðast um kjördæmið og ræða við fólk. Það skilaði sér og allt gekk upp. Þetta er því mikill gleði- dagur,“ sagði Valgerður. „Þetta var mikil törn, en þó hún sé erfið þá er þetta afskaplega skemmtilegt og gefandi. Sú mikla hlýja sem ég fann hvartvetna fyrir er mér mikilvæg." Hún sagði að sem leiðtogi flokks- ins í kjördæminu gleddi það sig mikið hversu mikil þátttaka var í prófkjörinu, en um 2.500 manns kusu og er það meiri þátttaka en Valgerður átti fvrirfram von á. „Þetta sýnir að fólk hefur áhuga á að taka þátt í prófkjöri og hafa þannig áhrif á hverjir verða þing- menn þess næstu árin,“ sagði Val- gerður. Framsóknarflokkur hefur að mati Valgerðar meðbyr um þess- ar mundir og sagði hún mikilvægt að forystusveitin í kjördæminu sneri bökum saman nú í upphafi kosningabaráttu. „Mér finnst alveg raunhæft að reikna með því að við getum fengið þrjá menn kjöma,“ sagði Valgerður. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera í forystu fyrir listann, en það mikla traust sem mér hefur verið sýnt hvetur mig til dáða,“ sagði Valgerður. „Ég er afskaplega þakklát öllu því fólki sem lagði á sig mikla vinnu um allt kjördæmið svo að þetta prófkjör gæti farið fram og þá er ég einnig mjög þakklát því fólki sem vann fyrir mig og sýndi mikla ósérhlífni sem og þeim sem studdu mig,“ sagði Valgerður. Bjóst við betri árangri „Því er ekki að leyna að þessi úr- siit urðu mér mikil vonbrigði. Það hlýtur alltaf að verða, þegar menn stefna að ákveðnu marki en mis- tekst,“ sagði Jakob Björnsson sem stefndi að kjöri í 1. sæti listans, en hafnaði í 4. sæti. „Satt best að segja Niðurstöður prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1999 Atkvæði greiddu 2.497 Auðir seðlar og ógildir voru 55 1. sæti 1.- 2. sæti 1.- 3. sæti 1.- 4. sæti 1.- 5. sæti 1.- 6. sæti SAM- TALS Hlutfall 1. Valgerður Sverrisdóttir 1.343 2.242 89,8% 2. Daníel Árnason 384 1.493 2.325 93,1% 3. Elsa Friðfinnsdóttir 72 838 1.701 2.246 89,9% 4. Jakob Björnsson 615 774 1.172 1.844 2.028 81,2% 5. AxelYngvason 13 145 400 792 1.090 1.304 52,2% 6. Bernharð Steingrímsson 15 76 233 536 794 1.089 1.089 43,6% Valgerður. bjóst ég við betri árangri, en það hefur verið ofmetið." Jakob sagðist alla tíð hafa gert sér grein fyrir að það væri mikil áhætta að bjóða sig fram gegn sitj- andi þingmanni. „Það var samt alltaf ljóst, í þessum kosningum eins og öðrum, að ekkert er gefíð fyrirfram og mér fannst sjálfsagt að reyna. Ég er reynslunni ríkari eftir þetta prófkjör og er þakklátur þeim sem studdu mig,“ sagði Jakob. „Nú þurfum við að horfa fram á við, næsta verkefni er kosningabaráttan sem framundan er.“ Góðar undirtektir komu á óvart Daníel Arnason hlaut góða kosn- ingu í 2. sæti, en að því stefndi hann. „Það kom mér satt að segja á óvart hversu góðar undirtektir mitt framboð fékk, ég átti ekki von á svo miklum stuðningi,“ sagði Daníel. Daníel. Elsa. Hann kvaðst ekki hafa á reiðum höndum skýringar á góðu gengi sínu, „en mér dettur í hug að teng- ing mín við atvinnuh'fið og áhugi á því geti orðið samfélaginu hér í kjördæminu til framdráttar. Vissu- lega finnur maður að það vantar meiri spennu og frískleika í atvinnu- lífið á svæðinu og ég tefldi í próf- kjörinu fram minni reynslu af at- vinnulífinu," sagði Daníel. Hann sagðist einnig njóta þess að vera Þingeyingur og hafa starfað sem sveitarstjóri í sýslunni en vera nú búsettur á Akureyri og taka þar þátt í atvinnulífi. Vonbrigði „Ég fer ekkert í grafgötur með það að úrslitin eru mér vonbrigði. Þegai- maður hefur sett stefnuna að ná ákveðnu marki en nær því ekki veldur það vonbrigðum," sagði Elsa Friðfinnsdóttir sem hlaut kosningu Jakob. í 3. sæti listans en stefndi að 2. sæti. „I þessari stöðu er langur vegur milli 2. og 3. sætis.“ Elsa sagðist hafa vonast til að uppskera eins og henni fannst hún hafa sáð til með vinnu sinni fyrir flokkinn undanfarin á. „Mér hefur verið treyst fyi-ir sífellt ábyrgðar- meiri störfum innan flokksins, bæði hér á Akureyri og á landsvísu. Ég gerði mér ákveðnar vonir um fram- hald þar á, þegar þær svo ganga ekki eftir veltir maður fyrir sér af hverju maður hafi eytt öllum þess- um tíma og orku í þetta starf und- anfarin ár. Mér finnst ég ekki hafa uppskorið eins og ég sáði til og það eru mér vonbrigði,“ sagði Elsa. Hreinsið snjóinn MIKILL snjór er nú á Akur- eyri og víða ógreiðfært heim að húsum, en fyrir því hafa blað- berar Morgunblaðsins fundið síðustu daga. Blaðberar fara því fram á það við áskrifendur blaðsins að þeir geri þeim auð- veldara fyrir og sjái til þess að greiðfært verði heim að dyrum húsa sinna. Víða slúta snjó- hengjur einnig niður af þökum, en slíkt getur skapað hættu. Húseigendur era því beðnh- um að gera viðeigandi ráðstafanh-. Skíðaganga fyr- ir almenning SKÍÐASAMBAND íslands stendur fyrir útbreiðsluátaki um þessar mundir með yfir- skriftinni „Skíðagöngukennsla fyrir almenning". Nú um helg- ina gefst Akureyringum og nærsveitarmönnum kostur á að bregða sér á gönguskíði í Hlíðarfjalli þar sem kennsla fer fram þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennslan stendur yfir frá ki. 14 til 17 bæði á laugardag, 23. janúar og sunnudaginn 24. janúar. Hraðskákmót HRAÐSKÁKMÓT íýrir 45 ára og eldri verður haldið í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á vegum Skákfélags Akur- eyi'ar fóstudagskvöldið 22. jan- úar og hefst það kl. 20. Sveita- keppni grannskóla verður haldin á sama stað og hefst kl. 13.30 á sunnudag og verður fram haldið á sama tíma á mánudag, 25. janúar. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kh'kjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag, 23. janúar, kl. 11. Fermingarfræðsla á sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta á sunnu- dag kl. 14. Kyrrðar- og bæna- stund á mánudagskvöld, 25. janúar, kl. 21. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag kl. 13.30. Innvegin mjólk hjá Mjólkursamlagi KEA í fyrra Nýr þjónustusími : 533 10 20 Frábær tílboð á brúguefnum, rauðum, hvítum og rósa. Byriunarsett með öllu sem barf til víngerðar kr. 2.990 Sölarhrings víngerðarefní, hvit og rauð, (er tilbúið á 24 tímum) Vikuvín i rauðu, hvítu og ýmsum ávaxtaútfærslum. rslanir Ámunnar Nóatúni og Faxafeni hafa verið fluttar í SKEIFUNA 11D (milli Griffils og Kentucky Fried) Mun meiri en árið áður INNVEGIN mjólk hjá Mjólkur- samlagi KEA á síðasta ári nam rúmum 20,6 milljónum lítra, sem er tæplega einni milljón lítra meira ár- ið 1997. Hólmgeir Karlsson mjólk- ursamlagsstjóri sagði að mest aukn- ing hefði orðið síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Hann sagði að samlagið hefði því fengið umtalsvert meiri mjólk en árið áður. Mjólkurframleiðendur hefðu tekið vel í þá beiðni KEA að auka mjólkurframleiðsluna, enda fengju þeir greitt fullt verð fyrir alla umframmjólk. „Það kom aldrei bakslag í mjólkurframleiðsluna í haust og bændur hafa gefið fóður- bæti með og haldið kúnum í fullri framleiðslu. Og ekki er útlit fyrir neina breytingu á yfirstandandi ári.“ Mjólkurframleiðendur á svæði Mjólkursamlags KEA voru nánast jafnmargir í fyrra og árið áður, í kringum 170. Hólmgeir sagði hins vegar að bændur hefðu heldur verið að bæta við sig framleiðslurétti. Ár- ið 1986 var meðalframleiðsluréttur á svæði KEA um 80.000 lítrar á ári en árið 1996 var meðalframleiðslu- rétturinn 114.000 lítrar á ári. Síðan hefði orðið heljarstökk á síðasta ári og í fyrra var meðálframleiðslurétt- urinn orðinn 120.000 lítrar og væra langstærstu meðalbú landsins í Eyjafirði. Einn með um 400.000 lítra fullvirðisrétt Fjórir framleiðendur á svæðinu eru með yfir 300.000 lítra fullvirðis- rétt og þar af er sá stærsti með 397.000 lítra. Aðrir tíu framleiðend- ur eru með yfir 200.000 lítra full- virðisrétt. Afurðastöðvarverð til bænda hækkaði um áramót í 33,79 krónur pr. lítra en var áður 32.41 króna. Til viðbótar fá bændur beingreiðslur frá ríkinu miðað við fullvirðisrétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.