Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 55 í MINNINGAR STEINDOR J. BRIEM + Steindór Briem fæddur á Galtastöð- um í Gaulverjabæj- arhreppi í Arnes- sýslu hinn 28. nóv- ember 1919. Hann lést á Dvalarheimil- inu Asi í Hvera- gerði aðfaranótt 10. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Gunnlaugsdóttir Briem frá Kiðja- bergi, f. 23. sept. 1887, d. 23. jan. 1973, og_ Jón G. Briem frá Hruna í Árnessýslu, f. 22. des. 1884, d. 2. mars 1968. Þau hófu búskap á Galtastöðum 1914 en brugðu búi árið 1924 og fluttust til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Barónsstíg 65. Stein- dór var þó öll sín unglingsár á sumrin hjá föðursystur sinni, Elínu Steindórsdóttur Briem og manni hennar Árna Árnasyni bónda á Oddgeirshólum. Systk- ini Steindórs voru Gunnlaugur J. Briem, fulltrúi og fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 27. sept. 1917, kvæntur Zophaníu Einarsdóttur Briem frá Siglu- firði, f. 28. jan. 1925, og Soffía J. Briem, f. 23. sept. 1921, gift Sigurði J. Briem, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, frá Melstað í Miðfirði, f. 11. sept. 1918, d. 28. okt. 1994. Hinn 1. maí 1963 kvæntist Steindór Málfríði Jónsdóttur frá Stekkholti í Biskups- tungum, dóttur Jensínu Maríu Jen- sen og Jóns Jónas- sonar bónda þar. Þau eru bæði látin. Böm þeirra Stein- dórs og Málfríðar em þessi: 1) Guðrún Sigríður Briem, f. 4. mars 1964, giftist Þresti V. Þoi-steins- syni og em böm þeirra: María Dögg, f. 4. okt. 1987, og Anna Steinunn, f. 5. mars 1991. Þau slitu samvistum. Sambýlismaður Guð- ninar er nú Guðmann Þ. Kai-ls- son og er sonur þeirra Bergþór Páll, f. 11. okt. 1995. 2) Kristinn Geir Briem, f. 17. sept. 1965, starfsmaður hjá Yleiningum í Aratungu. 3) Jón Briem, f. 9. okt. 1966, jámsmiður í Reykjavík. Hann kvæntist Maríu Hallgríms- dóttur frá _ Selfossi og böm þeirra em: Ásta Björg, f. 18. okt. 1992, og Rakel Fríða, f. 5. jan. 1995. Þau slitu samvistum. Steindór var búfræðingur frá Hvanneyri en stundaði aldrei hefðbundin landbúnaðarstörf heldur almenna verkamanna- vinnu í Reykjavík, aðallega jámalagnir við húsbyggingar. Hann fékk síðar meir inni á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði. Utför Steindórs fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Torfastöðum. Mig langar að minnast Steindórs Briem í fáeinum orðum þar sem leiðir okkar lágu alloft saman á yngri árum. Faðir hans og móðir mín voru systkin. Af því leiddi að hann var stundum snúningarlreng- ur hjá foreldrum mínum og ég var mjög oft gestur hjá foreldrum hans. Hafði reyndar verið bai-n- fóstra hjá þeim áður en Steindór fæddist. Upp frá því vom þau mér í öllu sem bestu foreldrar og sam- skiptin vora mikil. Eg hlýt að minnast þess að ég var ekki ein um það að njóta góðs á heimili þeirra Jóns og Guðrúnar, segja mátti að það væri opið hús hjá þeim þar sem þau bjuggu seinna í Reykjavík, svo var gest- kvæmt þar. Óllum var tekið opnum örmum, jafnt hefðarfólki sem lán- litlum, og hófust fljótt glaðlegar samræður. Auður var ekki mikill í þessum garði. Síst á krepputímum, en í því andrúmslofti hlýju og glað- værðar sem þarna var leið bæði mér og öðram vel. Þegai' ég lít til baka finnst mér að við Steini, sem við kölluðum hann, hefðum átt sumt sameigin- legt. Við gerðum, held ég, ekkert mjög mikið með okkur sjálf. Hug- urinn stóð ekkert sérstaklega til mennta. En á þessum tímum þegar þjóðin hafði eiginlega allt að vinna var víða þörf fyrir fólk þó að það væri ekki hámenntað. Mér auðnað- ist að ná titlinum „prjónakona" og var ánægð með það, en Steini varð búfræðingur, og ef til vill hefði hon- um fallið vel að vinna að landbún- aði. En aldrei hefur verið auðvelt fyrir eignalaust fólk að reisa bú. Hann náði því ekki að vera titlaður bóndi þó að hann hefði til þess menntun, en það kom í hans hlut að vinna að húsasmíði. Hans verkefni var að leggja steypustyrktarjárn. Nú kom það í ljós að hann var búinn þeim kostum sem farsælir eru á leiðinni til gæfu. Hann var handlaginn og athugull. Taldi held- ur ekki eftir sér að feta leiðina upp á við þó að hann hefði ekki iðn- menntun. Yfirmenn hans hafa greinilega séð kosti hans því að ekki vantaði hann vinnu. Svo fór að honum var falið að leggja járn í stórbyggingar og held ég að hann hafi átt góðan tíma og fundið sig á réttri hillu á meðan orka hans leyfði honum að starfa. Alveg gæti ég trúað að Steini, þessi hógværi maður, hefði getað stundað ýmislegt annað en þessa iðn. Hann fékkst nokkuð við ljóða- gerð sér til gamans, en flíkaði því ekki og mér er ekki kunnugt um að kvæði hans eða vísur hafi birst op- inberlega. Einnig var hann frí- stundamálari. Eg leit svo til að ein af myndum hans hafi verið af- bragð. Gæti verið svo um fleiri. Ég er ekki kunnug því. Ég minnist þess að Halldór Laxness sagði einu sinni að ef hann gæti skrifað setn- ingu sem væri í alla staði góð, væri það sigur. Eigum við ekki að segja að nú að leiðarlokum sé sigur unninn. Við kveðjum góðan dreng sem mér er minnisstæðastur fyrir það hvað hann tók öllu góðu gamni fegin- samlega. Á sínum æskudögum festi hann sér í minni skrýtin orð og setningar og kveikti með þeim kátínu þar sem það átti við. Ég vona að glettnin, þessi góða ættar- fylgja frá Gunnlaugi á Kiðjabergi, Jóni Briem og fleiri ættfeðram, megi lengi njóta sín hjá niðjunum. Að lokum votta ég Málfríði og bömum þeirra hjóna innilega sam- úð mína og óska þeim allra heilla í framtíðinni. Katrín Árnaddttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Litlar breytingar á skipun sterkustu Rey kj avíkur s veitanna BRIDS llmsjón Guðm. Sv. Hermannsson Reykjavíkurmótið ÞÓTT nokki-ar breytingar hafi orðið á skipan sterkustu íslensku brids- sveitanna frá síðasta keppnistímbili er kjarninn í þeim flestum sá sami. Hér á eftir verður farið yfir nokkrar af þeim sveitum sem búast má við að blandi sér í baráttuna á íslándsmót- inu síðar í vetur. Islandsmeistarasveit Samvinnu- ferða-Landsýnar er óbreytt frá því í fyrra, en þar spila Helgi Jóhanns- son, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Páll Arnarson, Karl Sigurhjartarson og Þorlákur Jóns- son. Sveit Landsbréfa, sem um þessar mundir freistar þess að verja Reykj avíkurmeistaratitilinn, hefur tekið nokkrum breytingum. Þar hafa Aðalsteinn Jörgensen og Sig- urður Sverrisson gengið til liðs við Björn Eysteinsson, Jón Baldursspn, Magnús Magnússon og Sverri Ár- mannsson. Og kjarni Bikarmeist- ara siðasta árs er nú í sveit Holta- kjúklings, þeir Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Ásmund- ur Pálsson og Jakob Kristinsson. Þriðja parið er bræðurnir og lands- liðsmennirnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir. Margai' fleiri öflugar sveitir taka nú þátt í Reykjavíkurmótinu sem lýkur nú um helgina. Sveit Stillingar er skipuð Braga Haukssyni, Sigtryggi Sigurðssyni, Guðmundi Sveinssyni, Val Sigurðssyni og Erlendi Jónssyni. Sveit Granda er skipuð Gylfa Bald- urssyni, Jóni Steinai-i Gunnlaugssyni, Sigurði B. Þorsteinssyni, Birni Theó- dórssyni, Esther Jakobsdóttur og Ljósbrá Baldursdóttur. Sveit Ný- herja er skipuð ísak Emi Sigurðs- syni, Hermanni Friðrikssyni, Hrólfi Hjaltasyni, Oddi Hjaltasyni, Jóni Þorvarðarsyni og Sverri Kristinssyni. Sveit Þriggja frakka, sem skipuð er Jónasi P. Erlingssyni, Steinari Jóns- syni, Kristjáni Blöndal, Rúnari Magnússyni, Hjalta Elíassyni og Ei- ríki Hjaltasyni. í sveit Strengs spila Páll Valdimai'sson, Ragnar Magnús- son, Júlíus Sigurjónsson, Hrannar Erlingsson og Matthías Þoi’valdsson. Þá er kjarninn í kvennaliðinu, sem spilaði á Norðurlandamótinu sl. sum- ar, í sveit Guðrúnar Óskarsdóttur, en með henni spila Anna Ivarsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir, Soffía Daní- elsdóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Svala Pálsdóttir. Að stinga eða stinga ekki á milli Það sem af er hefur baráttan um efsta sætið í Reykjavíkurmótinu staðið á milli sveita Stillingarj Landsbréfa og Samvinnuferða. I leik síðarnefndu sveitanna kom fyrir áhugavert spil. Austur gefur, AV á hættu. Vestur Norður * Á43 v 9642 * G104 * K97 Austur * DG8752 * K10 v - V DG107 ♦ Á9763 ♦ 2 * 108 * DG6542 Suður ♦ 96 v ÁK853 ♦ KD85 ♦ Á3 Við langflest borðin var lokasamn- ingurinn 4 hjörtu í suður eftir að vestur hafði sýnt spaðalit. Vestur spilaði oftast út spaðadrottningu sem sagnhafi drap með ás úr borði, austur henti kóngnum undir; og spilaði litlu hjarta. í svona stöðu dugar lítt að hugsa sig lengi um og víða létu austurspilar- amir sjöið án umhugsunar. Og þá var komið að sagnhafa. Þegar horít er á hjartalitinn einan er það augljós ör- yggisspilamennska að setja áttuna heima. Og þeir sem það gerðu vom verðlaunaðir þegai' vestur fylgdi ekki lit. Þannig spilaðist vöm og sókn í leik efstu sveitanna og spilið féll því. Aust- urspilaramii' bölvuðu sjálfum sér hins vegar þegai' þeir sáu að vestur átti tígulásinn, því hefðu þeir stungið á milli í hjartanu, gátu þeii' náð tíguls- tungu og þannig fjóram vamarslög- um. Eins og nærri má geta bjó spilið til sveiflui' í salnum þegar það vannst og tapaðist á víxl. Góð frammistaða ungmennaliðs Islenskt ungmennalið tók þátt í árlegu móti í Hertogenbosch í Hollandi fyrr í þessum mánuði. Alls tóku 24 lið þátt í mótinu, flest frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjun- um og Kanada. Fyrst spiluðu liðin einfalda umferð í undankeppni en fjögur efstu liðin spiluðu til úrslita. I íslenska liðinu spiluðu þrír nýlið- ai’ að þessu sinni: Guðmundur Hall- dórsson, Frímann Stefánsson og Páll Þórsson, auk Sigurbjörns Haralds- sonai' sem hefur orðið mikla leik- reynslu þrátt fyrir ungan aldur. ísak Örn Sigurðsson var fyrirliði. Það er athyglisvert að spilararnir era allir Norðlendingar en þar er mesta gróskan meðal yngri spilara um þessar mundir. Hafi einhverjir haft efasemdir um liðið voru þær fljótar að hverfa þegai' fram í mótið sótti, því Islendingarnir voru nær allan tímann í baráttu um úrslitasætin og enduðu að lokum í 6. sæti. Liðið fékk sérstök verðlaun á mótinu fyrir besta frammistöðu þeirra liða sem höfðu lægstan meðal- aldur. Samkvæmt upplýsingum ísaks stóðu Sigurbjöm og Guðmundur sig mjög vel á mótinu og þegar mótið var reiknað út í tvímenningi höfnuðu þeir í 5. sæti af rúmlega 80 pöram. Frím- ann og Páll stóðu sig einnig vel, þótt þetta væri þeh'ra fyrsta alþjóðlega mót, og enduðu yfir meðalskori í tví- menningsútreikningnum. Það verður gaman að sjá hvemig liðið stendur sig á Norðurlandamóti ungmenna í sumar, en þar hafa Islendingar Norð- ui’landameistai'atitil að verja. Vinningaskrá 35. útdráttur 21. janúar 1999. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 70644 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 3856 29241 63050 66972 Kr. 50.000 Ferðavinningur 8135 23282 30142 37170 40326 59696 14609 29256 34868 38567 40412 60218 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 1689 10268 19139 26271 43928 49805 59720 70094 2045 10788 19191 27836 43963 49857 60594 71331 2801 12210 20050 29097 43998 50229 60873 71336 3748 12259 21206 29181 44221 51119 61477 72277 3913 12612 21620 30650 45787 53012 61668 72283 4431 15440 21971 32919 46236 53134 62192 75346 4500 16521 22356 35554 46518 53677 62774 76032 5743 16904 23224 35630 46753 54612 63096 76484 5837 17126 24769 36920 46875 55199 63891 79241 6324 18613 25184 37342 47391 56678 65161 6962 18621 25242 40919 47664 56941 66139 8403 18878 25268 41275 48089 57894 66291 8930 19011 26077 42703 48757 58590 69747 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 10091 17082 25750 49241 61948 17576 37691 26839 62933 73561 639 18757 27034 49848 63230 18973 41690 52116 19770 75314 1747 19785 12351 42734 53179 13037 20543 44740 53513 66585 76519 20924 45170 54640 4379 21494 31831 67931 14337 22662 34014 68933 77630 34620 69365 34989 15100 7134 58026 69681 79128 8377 58263 70020 70385 16598 70722 25568 36965 49173 Næsti útdráttur fer fram 28. janúar 1999 Hcimasíða á lnterneti:www.itn.is/das/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.