Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞAÐ er tilkomumikil sjón að sjá gróðurhúsið að Hverabakka II upplýst að kvöldi til. Aukin ræktun við raforku Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Tilraun til innbrots í ratsjár- stöð REYNT var að brjótast inn í birgðastöð Ratsjárstofnunar á Stokksnesi við Eystra-Horn skammt austan Hafnar í Hornafirði á miðnætti að- famótt fimmtudags. Viðvörunarkerfi stöðvar- innar fór í gang eftir að spenntur hafði verið upp gluggi í eldhúsi hússins, en þegar lögreglan kom á vett- vang voru gerendur flúnir. Lögreglan á Höfn, sem rann- sakar málið sagði að ekki væru nein sérstök verðmæti í ratsjárstöðinni svo vitað væri. ÞAU setja óneitanlega tilkomu- mikinn svip á umhverfi sitt í vetr- armyrkrinu, upplýstu gróðurhús- in. Garðyrkjubændur eru að berj- ast fyrir því að fá ódýrara raf- magn en með því telja þeir sig geta ræktað meira og ódýrara grænmeti allt árið. Eins og er greiða þeir 3,63 kr. fyrir hverja kílówattstund en benda á að stór- iðjan greiði miklum mun lægra raforkuverð. Þrátt fyrir þetta hefur ræktun við raflýsingu aukist mikið á liðn- um árum. A siðastliðnu ári voru notaðar tæplega 20 gígawatts- stundir í þessum tilgangi. Nú er ræktað undir ljósum, agúrkur, tómatar, salöt og jarðarber en með lægra raforkuverði segjast garðyrkjubændur getað ræktað fleiri tegundir. Garðyrkjubændur segja að þetta gæti skipt framtíð ylræktarinnar sköpum að hafa aðgang að ódýrari raforku. I þessu gróðurhúsi sem er að Hverabakka II við Flúðir eru ræktuð árlega yfir eitt hundrað tonn af agúrkum sem fara á markað allt árið. Ekkert eitur er notað við ræktunina, eingöngu lífrænar vamir eins og gert er í öllum gróðurhúsum nú orðið. Þá má geta þess að nú nýlega eru komnir á markað tómatar sem ræktaðir em undir ljósum á Flúð- um og jarðarber koma á næst- unni. Ráðstefna Landverndar um hálendið Hagsmunaaðilar ræða saman í Ráðhúsinu RÁÐSTEFNA um þekkingu, vemd og nýtingu há- lendis íslands verður haldin á morgun í Ráð- húsi Reykjavíkur. Til- gangur hennar er að miðla faglegri þekkingu um hálendi íslands og mismunandi viðhorfum um vemd og nýtingu þess og skapa þannig grandvöll fyrir frekari faglega, rökstudda um- ræðu til að sameina sjón- armið og ná víðtækri sátt um vemd og nýtingu þess - þannig hljóðar yfir- skrift ráðstefnunnar í Ráðhúsinu. Hún er öllum opin. Guðmundur Guð- mundsson er verkefhis- stjóri hjá Landvemd við samstarfsverkefni Land- vemdar og tuttugu annarra aðila um hálendi Islands. Skyldi vera mikil þörf fyrir umræður um þessi mál að hans mati? „Já, það er þörf á faglegri og málefhalegri umræðu um vemd og nýtingu hálendisins. Þetta er mál sem snertir okkur öll og það er nauðsynlegt að reyna að ná víðtækri sátt um nýtingu og vemd hálendisins og það er til- gangurinn með þessu verkefni." - Hvers vegna var þessu verk- efni hrundið af stað? „Umræðan um hálendið er í mörgum tilvikum illa til þess fall- in að skapa sátt og vera gmnd- völlur til faglegrar stefnumótun- ar um vemd og nýtingu hálendis- ins. Þess vegna beitti Landvemd sér fyrir samstarfi aðila sem hafa með málefni hálendisins að gera og þeirra sem eiga hagsmuna að gæta um vemd og nýtingu há- lendisins, í þeim tilgangi að afla og kynna sem víðtækasta þekk- ingu um hálendið og skapa þannig grandvöll fyrir rök- studda og málefnalega umræðu um nýtingu þess. Settir vom á laggimar fjórir starfshópar, einn sem fjallai- um umhverfis- og náttúmvemd, annar um orkuvinnslu og orkunýtingu, sá þriðji um ferðaþjónustu og úti- vist og loks sá fjórði um beitar- og hlunnindaafnot. Þessa hópa skipa ýmsir sérfræðingar og hlutverk hópanna er að taka saman upplýsingar um hvem málaflokk og áform um vernd og nýtingu hálendisins og undirbúa framsetningu þess á ráðstefnu þeirri sem nú stendur fyrir dyr- um.“ - Stangast þessi sjónarmið ekki töluvert á? „Jú, vafalaust gera þau það og þess vegna er rík þöif á að allir hagsmunaaðilar ræði saman. Takist þess- um aðilum að ná bærilega víðtækri sátt um þessi mál munu stjómvöld vafalaust taka tillit til þeirra sjónarmiða við sínar ákvarðanir.“ - Af hverju er verið að haida þessa ráðstefnu núna? „Af þvi að það er brýnt að gera þetta núna. Nýlega vom sett lög sem hafa mikil áhrif á þessi mál, framundan em þýðingarmiklar ákvarðanir sem þarf að taka. Þess vegna má ekki bíða með að komast að niðurstöðum um hina ýmsu þætti þessa máls.“ ► Guðmundur Guðmundsson fæddist 3. júní 1945 í Ámes- sýslu. Hann lauk kennaraprófi 1973 og stundaði tveggja ára félagsleiðtoganám í Svíþjóð 1975-’77. Hann starfaði sem kennari á Selfossi 1973 til ‘75. Eftir nám í Svþjóð var hann eitt ár kennari við Samvinnu- skólann í Bifröst. Fræðslufull- trúi hjá SÍS árin 1978 til ‘86. Framkva;mdastjóri hjá Sam- bandi málm- og skipasmiða frá 1986 til ‘91, næstu fjögur ár sveitarstjóri hjá Raufarhafnar- hreppi. Sveitarstjóri Hvamms- tangahrepps var hann frá 1994 til ‘98. Nú starfar Guð- mundur sem verkefnisstjóri hjá Landvernd um hálendi Is- lands. Hann er kvæntur Guð- rúnu Þórönnu Jónsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn. - Halda margir fyrirlestra á ráðstefnunni? „Ráðstefnan hefst klukkan 12.30 með setningarávarpi Jóns Helgasonar, formanns Land- verndar. Því næst flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarp. Eftir það verður fjallað um hina fyrrgreindu fjóra mála- flokka og hafa hópstjórar þar framsögu. Síðan verða pall- borðsumræður, þeim stjómar Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður, formaður umhverfis- nefndar Alþingis. Þátttakendur auk hans verða Freysteinn Sig- urðsson, varaformaður Land- verndar, og framsögumenn starfshópanna, þau Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor, Svein- bjöm Bjömsson forstöðumaður, Haukur Jóhannesson jarðfræð- ingur og Ólafur R. Dýrmunds- son landnýtingarráðunautur. Ráðstefnunni lýkur klukkan 17 með sam- antekt Páls Skúlasonar háskólarektors, sem er ráðstefnustjóri. A ráð- stefnustaðnum verður uppi sýning á skipulagi miðhá- lendisins. Hægt verður að fá upplýsingar um ráðstefnuna og hálendisverkefnið á vef ráð- stefnunnar, sem settur hefur verið upp í samstarfi við Ríkis- útvarpið. Ráðstefnan verður tekin upp og send beint út á vefnum, þannig að þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með henni á netinu. Vefslóðin er www.mv.is/landvernd. Þörf á viðtækri stefnumótun i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.