Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 33
NYSKOPUN
Hugmyndin að samkeppni um viðskiptaáætlanir sótt til Þýzkalands
Miklar vonir bundnar við
nýja „frumkvöðlabylgju“
Samkeppni um gerð
Verðlaunaðir frumkvöðlar
ÞESSIR ungu og athafnasömu Rostockbúar - f.v.: Stephan Aldinger, Jan Stange, Steffen Mitzner og Walter
Gericke - unnu til 1. verðlauna í fyrstu umferð „StartUp“-frumkvöðlasamkeppninnar í Þýzkalandi. Þeir
bjuggu til tæki sem virkar sem gerfilifur og gæti bjargað lífi hundraða þúsunda Iifrarsjúklinga. Hjálpin sem
þeir fengu x gegn um þátttöku í samkeppninni við gei’ð fagmannlegrar viðskiptaáætlunar hefur hjálpað þeim
við að feta sig með góðum árangri inn á braut sjálfstæðs atvinnurekstrar.
HIN þn'tuga Nicole Fels bregður hér á leik í einni búðanna sem hún
rekur. Hún segir ekkert jafnast á við tilfínninguna sem það gefi sér að
sjá eigið frumkvæði bera ávöxt.
viðskiptaáætlana hefur
nú verið hrundið af
stað hér á landi að
frumkvæði Nýsköpun-
arsjóðs atvinnulífsins,
í samvinnu við Við-
skiptaháskólann í
Reykjavík, KPMG
og Morgunblaðið.
Auðunn Arnórsson
kynnti sér þá reynslu
sem fengizt hefur af
slíkri samkeppni í
Þýzkalandi, þangað
sem hugmyndin er sótt.
HUGMYNDIN að því að
efna til samkeppni um við-
skiptaáætlanir er sótt til
Þýzkalands. Haustið 1997
var þar í fyrsta sinn framkvæmt
svipað átak á vegum vikmátsins
Stern, þýzku sparisjóðanna og ráð-
gjafarfyrirtækisins McKinsey. Auk
þess studdu verkefnið stjórnendur í
átta af stærstu fyrirtækjum Þýzka-
lands (Daimler-Benz, Siemens o.fl.).
Arangurinn af samkeppninni, sem
bai’ heitið „StartUp", þótti það góður
að efnt var til nýrrar umfei’ðar nú í
vetur og er að óbreyttu fyrirhugað að
samkeppnin fari fram á hverju ári
fi’amvegis.
Einkum vegna hinna atvinnuskap-
andi mai’gföldunai’áhi’ifa sem fylgir
athafnasemi frumkvöðla þykja stuðn-
ingsáætlanir við þá sem vilja fara út í
að stofna ný fyrirtæki til að virkja
eigin viðskiptahugmyndir ein helzta
vonin í baráttunni við atvinnuleysis-
vandann, stærsta samfélagsvandann
sem Þjóðverjai’ eiga við að etja um
þessar mundii’.
„Það er fyrir löngu kominn tími til
að aðstæður til stofnunar nýrra fyrir-
tækja batni hér í landi,“ skrifaði
Stem er verkefnið var fyrst kynnt.
„Því ung og hugmyndarík fyrirtæki
era fyrir Þýzkaland og hinar fjórar
milljónir atvinnulausra í landinu eina
vonin um betri framtíð og ný at-
vinnutækifæri.“
í Þýzkalandi hefur frá því
snemma á sjöunda áratugnum sjálf-
stæðum atvinnurekendum sem hlut-
fall af starfandi íbú-
um landsins fækkað
úr yfir 20% í um 9%.
Ymsar ástæður eru
raktar fyrir þessu,
en StartUp-sam-
keppnin er talin ein-
hver bezt heppnaða
tilraunin til að snúa þessari þi’óun
við.
Þegar verkefninu var hrundið af
stað var það vandlega kynnt í Stern
og gátu allir sem þess óskuðu fengið
sent sérstakt hefti um viðskiptaáætÞ
anagerð ásamt tölvudisklingi. I
fyrstu umferð samkeppninnar var
alls hátt í 53.000 slíkum leiðbeining-
arheftum dreift til áhugasamra og
2152 frágengnar viðskiptaáætlanir
voru sendar inn. Sérvalin dómnefnd
lagði mat á allar innsendar áætlanir
og verðlaun voru veitt fyrir þær
beztu. Auk þess fengu þeir aðilai’,
sem áttu fimm beztu áætlanirnar,
ókeypis ráðgjöf hjá McKinsey í eitt
ár.
Atvinnusköpun frumkvöðla
„StartUp" var ekki hugsað sem
nýsköpunarsamkeppni eingöngu.
„Góð hugmynd nægir ekki,“ segir
Stern. Það sem vei’ið sé að leita eftir
sé ekki einhver leikur með hug-
myndir, heldur áþreifanlegar, frum-
legar viðskiptaáætlanir, sem x-aun-
hæft sé að hi’inda fljótt í framkvæmd
og skapa þar með störf.
í blaðinu segir að mjög athyglis-
vei’t sé hve mörg störf hafi skapazt í
tengslum við þau verkefni sem þátt
tóku í keppninni. Á fyrsta árinu eftir
að þeir 50, sem bezt komu út úr
keppninni, hófu rekstur sinna fyrii’-
tækja, komst meðalstarfsmanna-
fjöldi þeirra í milli fimm og sex. 80
manns voru farin að vinna hjá einu
þessara nýstofnuðu
fyrirtækja í lok
fyrsta starfsársins.
Herbert Henzler,
forstjóri Þýzkalands-
deildar McKinsey-
r áðgj afarfyrii*tækis-
ins, sem sat í dóm-
nefndinni og fór ýtarlega yfii’ áætl-
anir þeirra sem bezt komu út úr
samkeppninni, segir þá uppbyggi-
legu „frumkvöðlastemmningu" sem
lesa hefði mátt út úr hinum innsendu
viðskiptaáætlunum hafa haft rnikil
áhrif á sig. „Þetta getur hvatt fjöld-
an allan af ungu fólki hér í landi til
dáða,“ segir Henzler.
„Þau fyrirtæki, sem hefja rekstur
upp úr þessai’i keppni, munu á
næstu þremur til fimm árum sjá yfir
tíu þúsund manns fyrir atvinnu,"
segir Herbert Henzler.
Margir niisreikna sig
Um ijórðungur frumkvöðlafyrir-
tækja, sem stofnuð hafa verið í
Þýzkalandi á síðari ái’um, hafa reynzt
þui’fa að gefast upp innan þriggja
ára. Samkvæmt könnunum Deutsche
Ausgleichsbank, sem sérhæfir sig í
að veita áhættufé í ný fyrirtæki, eru
tvær meginástæður fyrir^ rekstrar-
strandi nýrra fyrirtækja. í meira en
tveimur af hverjum þremur gjald-
þrotatilfellum segja aðstandendm’
viðkomandi fyrirtækja að þeh- hefðu
misreiknað skammtímalánsfjár-
magnsþörf sína. 61% vísuðu til ófull-
nægjandi upplýsinga, þ.e. skort á
nógu góði-i þekkingu á mai-kaðnum.
„Þessum vandamálum geta fi-um-
kvöðlar mætt með því að gera ýtar-
lega viðskiptaáætlun,“ hefur Stern
eftir Stefanie Pump, sem fer fyrir
séi-fræðingahópi hjá sparisjóði Ham-
borgar, sem veith’ fyrirtækjastofn-
endum faglega ráðgjöf í gerð fjár-
málaáætlana. „Þar við bætist, að því
betri og skýrari sem viðskiptaáætlun-
in er, þeim mun auðveldara er að afla
fjámiagns í reksturinn," segir Pump.
NæiTÍ því tveir af hvei’jum þremur,
sem tóku þátt í samkeppninni, höfðu
ekki enn stofnað fyrh-tækið sem fyrir
þeim vakti þegar þeir fengu þátttöku-
gögnin í hendurnai’. Nefnt er dæmi
um ungan eðlisfræðing í Hamborg,
sem hafði dottið í hug ný greiningar-
aðferð. Hann hafði brætt hugmynd-
ina með sér í þrjú ár þegar sam-
keppnin kom til. „StartUp hjálpaði
mér að fara skipulega út í stofnun
fyi’irtækis,“ sagði hinn ungi eðlis-
fræðingur, Henning Stiller, í Stern.
Fyx’h’ háskólastúdentinn Stefan
Blumer í Essen vai’ handbókin um
gerð viðskiptaáætlunar tilefni til að
fai-a í’ækilega yfir þær hugmyndir að
sjálfstæðum rekstxá, sem hann var
k^»grköpun"99
f SAMKEPPNI UM VIÐSKIPTAÁÆTLANIR
þegar byrjaður að hrinda í fram-
kvæmd, og sía út galla á þeim. Og fé-
lagarnir Mathias Dahms og Rainer
Jacken, sem þegar á árinu 1997
höfðu fai-ið út í að gera alvöi’u úr
hugmyndum sínum um rekstur happ-
di’ættissölu í gegn um Netið náðu sér
í gegn um StarpUp-samkeppnina í
staðfestingu á því að þeir væru á
réttri bi-aut. Nú eru þeir með 14
manns í vinnu hjá sér. „Hið jákvæða
mat sem viðskiptaáætlun okkar fékk
hleypti hug í okkai’ lið,“ sögðu þeir.
Fyrir flesta þátttakendur opnaði
samkeppnin greiðari leið að styi’kj-
um og áhættufjánnagni. Faglega
unnin viðskiptaáætlun auðveldar til
muna góða kynningu nýn-ar við-
skiptahugmyndai’.
Ekkert jafnast á við
að vera sinn eigin herra
Sem dæmi um einstakling, sem lét
drauminn um að vei’ða sinn eiginn
herra í atvinnulífinu, rekur Stern
hvernig hin þrítuga Nicole Fels gaf
vel launað starf hjá stórri tízkuvöru-
vei-zlun upp á bátinn, til að stofna
eigin fyrirtæki. Hugmynd hennar vai’
sú að selja lagerafganga viðm--
kenndra vörumerkja á lágu verði. Nú
er hún eigandi heillai’ keðju lágverðs-
verzlana sem nefnist „Preis&Wert“.
Fels þarf að leggja hai-t að sér - hún
situr við búðarkassa frá kl. 9 til 18:30,
þá snýr hún sér að ski’ifstofuvinnunni
til kl. 23. En hinum unga fyrirtækja-
rekanda finnst ekkert að því að vinna
svona mikið. „Þegai’ maður einu sinni
sér, hvemig eigið frumkvæði fer að
bera ávöxt, þá langar mann aldrei
aftur til að starfa sem launþegi."
Sigurvegarar fyrstu umfei’ðar St-
artUp-samkeppninnai’ voru tveir
ungir læknar í Rostock, þeir Jan
Stange og Steffen Mitzner. í félagi
við efnafræðinginn Stephan Aldinger
og eðlisfræðinginn Walter Gericke
stofnuðu þeir fyrirtækið Biopure
GmbH. Hugmyndin sem þeir lögðu
til grundvallar rekstrinum var nýtt
tæki sem þeir þróuðu í sameiningu,
sem er. það fyrsta í heiminum sem
hægt er með litlum tilkostnaði að
hreinsa blóðið í fólki sem lifrin hefur
gefið sig í og myndi annars deyja úr
blóðeiti-un.
Um víða veröld lenda árlega um
ein og hálf milljón manna í því að
lifrin hættir að verka eins og hún á
að gera, t.d. vegna lifrai’bólgu, en
lifrin er í raun blóðhi’einsibúnaður
líkamans. Tækið, sem hinir ungu
læknar hafa þróað, gæti bjai’gað lífi
flestra þessara sjúklinga. Reyndar lá
við, að uppfinningin sti-andaði strax
á tilraunastigi. Til þess að sía þau
efni úr blóðinu, sem heilbrigð lifur
sér um að hreinsa úr því, þurfti í
upphafi að nota efnablöndu, sem
innihélt mjög dýr blóðeggjahvítu-
efni. Þessi efni voru svo dýr, að úti-
lokað var að megnið af lifrai’sjúk-
lingum heimsins gætu átt sér von
um að fá að njóta hinnar nýju með-
ferðar. „Það er hræðileg tilfinning
fyrir lækni, að vita að maður getur
hjálpað, en geta það samt ekki,“ hef-
ur Stern eftir Mitzner. Það sem upp
á vantaði var að þróa uppfinningu
þeirra áfram í markaðsvöi’u, sem
ekki kostaði of mikið. Mitzner og
Stange ákváðu að gera einmitt þetta
og stofnuðu Biopure snemma árs
1997. Velta ái’sins 1998 stefndi í að
verða um 40 milljónir króna og
starfsmenn voru orðnir 6.
„Beztu áætlanirnar komu frá
teymum vísindamanna og viðskipta-
fólks, sem höfðu sameinazt um stofn-
un fyrirfækis, oft með nýjar tækni-
hugmyndir til grundvallar,“ hefur
Stern eftir Martin Halusa, sem sat
fyrir hönd áhættufjánnögnunarfyrir-
tækisins Apax Partners í dómnefnd
StartUp-verkefnisins.
Uppbygging „áhættumenningar“
þjóðarhag til lieilla
„Fyrsta umferð StarfUp kom af
stað bylgju nýstofnana fyrirtækja,"
ski-ifar Stem. Og skapaði störf. En
uppbygging nýrrar „áhættumenn-
ingai’“ í Þýzkalandi, sem verndari St-
artUp, Roman Herzog, forseti lands-
ins, hefur hvatt til, þarf á ffekari
stuðningi að halda, að sögn blaðsins.
Þess vegna hafi verið ákveðið að end-
m-taka leikinn og það með meii’a
verðlaunafé í húfi, „til þess að hvetja
sem flesta til að skapa ný störf.“
Vefslóð „StartUp" verkefnisins er:
www.stern.de/startup.