Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 35
Að skoða Island
gegn gjaldi?
ENN Á ný hefur
þeirri hugmynd verið
varpað fram að inn-
heimta aðgangseyri af
okkur Islendingum
íyrir að skoða okkar
eigin náttúruperlur.
Það hefur verið skoð-
un Ferðamálaráðs Is-
lands og samþykkt á
ferðamálaráðstefnum,
að ekki skuli inn-
heimtur aðgangseyrir
að náttúru landsins.
Þrátt fyrir þessar
samþykktir og at-
hugasemdir við gerð
náttúruvemdarlaga
var heimild til gjaldtöku sett í lög
um náttúruvernd árið 1996. Heim-
ildin er að vísu skilyrt því, að
spjöll hafí orðið af völdum ferða-
manna eða hætta sé á slíkum
spjöllum. Nú er það svo, að auð-
vita má leiða að því líkur að spjöll
geti orðið af völdum hvers ferða-
manns sem fer inn á náttúm-
verndarsvæði. Því er í reynd sam-
kvæmt lagagreininni heimilt að
innheimta aðgangseyri að öllum
náttúraverndarsvæðum á íslandi
þ.m.t. fólkvöngum
eins og Reykjanes-
fólkvanginum svo
dæmi sé tekið.
í þessu sambandi
er rétt að benda á 1.
gr laga um náttúra-
vernd þar sem segir
um markmið þeirra:
Lögin eiga að auð-
velda þjóðinni um-
gengni við náttúra
landsins og auka
kynni af henni.
Það getur varla
talist í anda þessa
markmiðs laganna að
gera okkur erfíðara
fyrir að kynnast náttúraperlunum
með innheimtu aðgangseyris að
náttúranni. Mér er ekki kunnugt
um slíkt fordæmi annars staðar
frá að innheimt séu nokkurs konar
„rúllugjöld" af íbúum fyrir það eitt
að skoða eigin náttúraperlur.
Það er aftur á móti eðlilegt og
sjálfsagt að innheimt séu gjöld fyr-
ir veitta þjónustu á náttúravernd-
arsvæðum en alls ekki má blanda
saman hugtökunum aðgangseyri
og þjónustugjöldum. Sem dæmi
má taka að það er eðlilegt og sjálf-
sagt að innheimta gjöld fyrir þjón-
ustu í fólkvanginum í Bláfjöllum
svo sem lyftugjöld o.fl. en ekki
hafa enn heyrst hugmyndir um að
innheimta aðgangseyri, þegar ekið
Gjaldtaka
Það getur varla talist í
anda þessa markmiðs
laganna, segir Magnús
Oddsson, að gera okk-
ur erfiðara fyrir að
kynnast náttúruperlun-
um með innheimtu að-
gangseyris að þeim.
er, gengið eða riðið inn í fólkvang-
inn.
Rök þeirra sem nú enn á ný
varpa fram hugmyndum um að-
gangseyri era þau að fjármagn
skorti til úrbóta á umræddum
svæðum. Það er hárrétt að mjög
Magnús
Oddsson
víða er úrbóta þörf og það fjár-
magn sem þarf er eðlilega til
vegna aukinna ferðalaga okkar um
Island, en hefur ekki skilað sér allt
til þessara nauðsynlegu verkefna.
Þó er rétt og skylt að geta þess
að á undanfómum áram hefur
fjárveiting til Ferðamálaráðs til
úrbóta á fjölsóttum ferðamanna-
stöðum aukist og á síðustu þrem
áram hefur nær 50 milljónum ver-
ið varið til þessa þáttar,en þörfín
er mun meiri.
Tekjur þjóðarbúsins af ferðalög-
um okkar um eigið land era mjög
miklar og við eigum að sjálfsögðu
að nýta þær til að taka afleiðingun-
um af auknum ferðum og tryggja
tekjumar til frambúðar.
Oft er tilefni fjölskylduferðar-
innar að skoða einstakar nátt-
úraperlur. Fjölskylduferð frá
Reykjavík að Geysi getur skilað
þjóðarbúinu í formi vegaskatts og
virðisaukaskatts af því sem verslað
er á leiðinni og á staðnum
2000-3000 kr.
Svo getum við reiknað allar fjöl-
skylduferðimar sem Islendingar
fara árlega til að heimsækja nátt-
úraperlurnar og hver er tekjuauki
ríkisins þeirra vegna.
Þessar auknu tekjur skapast
vegna áhuga á landinu. Er ekki
eðlilegt að þær skili sér enn ft-ekar
til úrbóta og í það að gera staðina
eftirsóknarverðari? Auðveldara
aðgengi að náttúraperlum okkar
fjölgar ferðum okkar og skapar
þjóðarbúinu enn auknar tekjur,
sem eiga að hluta til að renna til
þessa sjálfsagða verkefnis.
Er það líklegt til að fjölga ferð-
um okkar um eigið land og auka
tekjur þjóðarbúsins vegna þeirra
að selja okkur svo aðgang að ein-
stökum svæðum fyrir það eitt að
ganga um þau og sjá þau? Er það
líklegt til að auka kynni yngri
kynslóðarinnar af þessu einstaka
landi að láta hana greiða aðgang
að því?
Skóli með 500 nemendur sem
færi í vorferð að Geysi þyrfti þá að
greiða aðgangseyri að þessari
sameign okkar, ef hugmyndirnar
sem nú era ræddar yrðu að raun-
veraleika. Sú upphæð gæti sam-
kvæmt þeim verið allt að 100.000
kr.
Ef hliðstætt gjald yrði við Gull-
foss og Kerið og þeir staðir heim-
sóttir í sömu ferð þá bættist við
skólaferðalagið kostnaður í hund-
raðum þúsunda króna. Því gefi
stjómvöld fordæmi má gera því
skóna að aðrir landeigendur fylgi í
kjölfarið.
Hve oft þyrfti fjölskyldan að
borga aðgang á hringferð um Is-
land?
Nýlega vora samþykkt lög um
þjóðlendur og þar var rætt um
landið sem sameign þjóðarinnar.
Er það í anda þeirrar umræðu að
ræða nú þann möguleika að inn-
heimta aðgangseyri af okkur ís-
lendingum að okkar eigin nátt-
úraperlum?
Höfundur er ferðamálastjóri.
dregnir Moskvukommar svokallað-
ir. Það verð ég að segja þeim til
hróss að aldrei varð ég var við
neinn áróðursvott í kennslu þeirra.
Hannes Hólmsteinn kennir stjóm-
málafræði við Háskóla íslands.
Mér þætti það undur af manni með
hans hæfileika að hann notaði ekki
þvottaefni sín við kennsluna þar.
Öfgafull frjálshyggja stefnir að
því að 5-8% þjóðarinnar eignist
allar auðlindii- þjóðarinnar. Sjálf-
sagt þykir mér að menn verði eins
ríkir og þeir hafa sjálfir mátt til.
Hins vegar ekki með því að þjóðin
sé með stjórnskipuðu valdi látin
gefa útvöldum auðlindir sínar.
Öfgafull frjálshyggja og kommún-
ismi eru systur, hvor á sínum
meiði, sem báðar leiða til hörm-
unga um síðir.
Höfundur er iítgerðar-
maður á Isafirði.
-/elinöi
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473.
Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif
Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn f rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
Sjálfskipting kostar 150.000 KR.
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
1.830.000 kn
Fœtém mnhmi^Mar wœ&ufyrwþ®ttn
FULL
FBAME