Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stærstu sjóðir iðnaðarmanna í samstarf um rekstur séreignadeildar Hagkvæmara vegna viðbótar- sparnaðar Flutningar og umsvif Eimskips hf. árið 1998 Flutningar aukast en velta óbreytt TVEIR stærstu lífeyrissjóðir iðn- aðarmanna í landinu, Lífeyrissjóð- urinn Lífiðn og Sameinaði lífeyris- sjóðurinn, skrifuðu í gær undir samkomulag um samstarf sjóð- anna. Samkomulagið felur í sér að sér- eignadeildir sjóðanna verða sam- einaðar í eina deild og jafnframt munu sjóðimir sameiginlega bjóða upp á frekari tryggingavernd en verið hefur auk trygginga í sam- starfi við líftryggingafélög. í fréttatilkynningu frá sjóðunum segir að þeir séu í hópi 10 stærstu lífeyrissjóða landsins með samtals um 14.000 virka félagsmenn. Sam- kvæmt tilkynningunni námu eignir þeiira um síðustu áramót um 42 milljörðum króna. Friðjón R. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Lífiðnar segir að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að sjóðimir gætu boðið sjóðfélög- Verðbréfaþing íslands Enn hækk- ar Nýheiji VIÐSKIPTI með hlutabréf námu 75 milljónum króna á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Gengi hluta- bréfa í Nýherja hækkaði mest í gær eða um 5,8%. Hefur það hækkað um 54,5% frá áramótum. Mest viðskipti ^ vom með bréf Lyfjaverslunar Islands og Skýrr, um 9 milljónir króna með bréf hvors félags. Gengi Lyfjaverslun- ar hækkaði um 2,8% en í gær var tilkynnt um nýjan forstjóra fé- lagsins, Sturlu Geirsson. Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði um 0,18% í gær en frá áramótum hefur hún hækkað um 5,29%. Ef litið er til vísitalna atvinnugreina þá hefur vísitala upplýsingatækni hækkað mest eða um 25,53%, vísi- tala lyfjagreinar um 15,60% og vísitala samgangna um 9,35% um upp á meiri þjónustu og eink- um til að geta boðið þeim upp á 2,2% viðbótarspamað í séreigna- sjóði á sem hagkvæmastan hátt. „Stærð skiptir máli í sambandi við rekstrarhagkvæmni. Þessir tveir sjóðir eiga það sameiginlegt að vera stærstu sjóðir iðnaðarmanna í landinu. Við teljum að okkar félag- ar muni nýta sér þennan viðbótar- sparnað og teljum okkur vera mjög álitlegan kost fyrir þessa aðila,“ sagði Friðjón. Hann segir að hvað ávöxtun varði, hafí sjóðunum gengið mjög vel undanfarin ár, kostnaður Líf- iðnar hafi verið um 0,15-0,20% af heildareignum á síðasta ári og á milli 0,10 og 0,15% hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Úm frekari tryggingarvemd og líftryggingar sjóðfélaga segir Frið- jón að margt sé í skoðun í þeim efnum og verið sé að leita tilboða hjá tryggingafélögum. Munu bjóða upp á valdeiid Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, sagði að meginástæða samstarfsins sé sú er lýtur að 2,2% viðbótarsparnaði í séreignadeild. 7 sjóðir iðnaðarmanna og verk- stjóra em hjá Sameinaða lífeyris- sjóðnum en 3 sjóðir iðnaðarmanna hjá Lífiðn. Jóhannes sagði að auk séreigna- deildarinnar muni sameinaður sér- eignasjóður bjóða upp á valdeild þar sem menn geta valið það hvert viðbótarspamaðurinn fer og þannig gæti sjóðfélagi til dæmis ákveðið að á einhverju tímabili æv- innar færi sparnaðurinn í að auka elli- og makalífeyri, í stað þess að renna í séreignasjóð. „Við erum að fjölga þeim kostum sem menn geta farið með þetta viðbótartrygging- argjald í.“ Aðspurður hvort samstarfið núna sé íyrsta skrefið í sameiningu sjóðanna, sagði Jóhannes að engin áform væra uppi um það í dag en ef samstarfið gengi vel, væri ýmis- legt athugandi í þeim efnum. AUKNING varð á flutningum Eimskips hf. á síðasta ári en þá flutti félagið með skipum sínum 1.268 þúsund tonn samanborið við 1.202 þúsund tonn árið 1997. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá félag- inu nemur aukningin liðlega 5%. Hörður Sigurgestsson, forstjóri félagsins, segir í samtali við Morg- unblaðið að niðurstaðan sé í sam- ræmi við hagþróun hér á landi á síðasta ári. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu jókst innnflutningur með áætlunarskipum um 6% á milli ára, en útflutningur dróst saman um 7% vegna minni útflutnings á sjáv- arafurðum. Flutningar félagsins milli hafna erlendis jukust um 13% milli áranna 1997 og 1998. „í heild vora áætlanaflutningamir, sem skipta félagið mestu máli, svipaðir og árið á undan og námu 736 þús- und tonnurn," segir í tilkynning- unni. Stórflutningar félagsins jukust um 13% sem, samkvæmt tilkynn- ingunni, skýrist meðal annars af meiri flutningum fyrir Isal vegna stækkunar álversins. Frystiflutningar á Norður-Atl- antshafi námu 35 þúsund tonnum en Eimskip rekur 1-2 frystiskip í flutningum milli Noregs og Norð- ur-Ameríku með viðkomu á ís- landi. Dótturfyrirtæki Eimskips, Maras Linija, sem eingöngu er í siglingum milli hafna í Vestur-Evr- ópu og fyrir botni Eystrasalts, flutti um 240 þúsund tonn á árinu 1998. Það er umtalsverður sam- dráttur frá árinu á undan, er flutn- ingarnir vora um 500 þúsund tonn. Innanlandsflutningar félagsins og innanlandsþjónustan var með svip- uðu sniði og árið á undan, segir jafnframt í tilkynningunni. Velta svipuð og 1997 Gert er ráð fyrir að velta Eim- skipafélags Islands og dótturfélaga þess árið 1998 verði svipuð og árið á undan, en þá var hún 16,3 millj- arðar króna. „Almenn flutningastarfsemi jókst á árinu 1998, en vegna sam- I samræmi við hagþróun á síð- asta ári dráttar í flutningum Maras Linija verður ekki veltuaukning á árinu 1998,“ segir í tilkynninguni. Afkoma Eimskips fyrstu sex mánuði ársins 1998 nam um 1.142 milljónum króna, sem að töluverðu leyti skýrist af söluhagnaði eigna. Þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi á því tímabili, að með- töldum gengishagnaði, 401 milljón króna. Ekki er gert ráð fyrir að af- koman af reglulegri starfsemi á síðari hluta ársins verði jafn hag- stæð vegna gengisþróunar. Óvera- legur hagnaður varð af sölu eigna á síðari helmingi ársins. Gengishagnaður gekk til baka Hækkun á gengi íslensku krón- unnar skilaði félaginu gengishagn- aði á fyrri hluta ársins, en með lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins hefur sá ávinningur að miklu leyti gengið til baka. Félagið hefur jafnframt orðið fyrir gengis- tapi vegna þróunar á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum á undanfórn- um mánuðum, en skuldir félagsins era nær alfarið í erlendum gjald- miðlum, samkvæmt tilkynning- unni. A síðustu mánuðum hefur orðið samdráttur í starfsemi félagsins í Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum og hefur þessi starfsemi verið rekin með töluvert meira tapi en gert var ráð fyrir, segir í tilkynningunni. Fjárfestingarfélag Eimskips, Burðarás hf., fjárfesti fyrir um 1,3 milljarða króna árið 1998. Rekstri í Rússlandi hætt í febrúar „Óviðunandi afkomu af rekstri Eimskips í Rússlandi á árinu má nær alfarið rekja til þeirra efna- hagserfiðleika sem þar urðu á ár- inu 1998. Þar sem ekki er útlit fyrir umtalsverðan efnahagsbata á næstunni hefur félagið ákveðið að hætta rekstri skrifstofa sinna í Pétursborg og Moskvu og verður þeim lokað í lok febrúar næstkom- andi en fyrirtækið hefur rekið skrifstofumar þar síðan árið 1995 og hefur hann byggst á umboðs- mennsku fyrir alþjóðleg skipafélög í flutningum til og frá Rússlandi og innan Rússlands, samkvæmt til- kynningunni. I fréttatilkynningunni segir að halda eigi áfram að annast flutn- inga til og frá Rússlandi eftir því sem tækifæri gefst í gegnum skrif- stofur félagsins í Tallinn og Riga og í gegnum Finnland. Eimskip mun halda áfram rekstri í Riga og Tallinn en þar er félagið með all- umfangsmikla stai-fsemi undir nafni MGH og starfa þar um 70 manns. Hart bitist á Rússlandsmarkaði Hörður Sigurgestsson segir að ákvörðunin um að hætta rekstri í Rússlandi endurspegli þróun efna- hagsmála í landinu. „Þetta er búinn að vera mjög harður markaður og hart á honum bitist. Síðari hluta síðasta sumars stöðvuðust nánast flutningar til landsins. Við teljum það ekki áhugaverðan grandvöll að halda rekstri skrifstofu áfram og höfum sagt upp samningum við okkar samstarfsmenn þar,“ sagði Hörður. Hann sagði að dregið hefði einnig úr flutningum Maras Linija til Riga og sagði hann framtíð þeirra flutninga líka í skoðun. „Markmiðið er þó að vera áfram með MGH flutningaþjónustuna í Riga, sem er óháð rekstri Maras Linija. Við munum láta á það reyna til þrautar að ná fótfestu í Riga. Gæti orðið samdráttur síðla árs Um árið í ár sagði Hörður að horft væri til væntinga manna um jákvæða hagþróun hér á landi. „Við geram okkur þó grein fyrir að ekki er óeðlilegt að búast við því að ein- hver efnahagslegur samdráttur gæti orðið á síðari hluta ársins sem endurspeglar þá þróun sem verið hefur á alþjóðamörkuðum. Það gæti svo aftur haft áhrif að ein- hverju marki á rekstur félagsins." RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM MIÐVIKUDAGINN 27. JANÚAR 1999 DAGSKRA 13:00-13:30 13:30-13:40 Skráning Setning ráðstefnu: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður 13:40-13:50 Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:50-14:10 Alþjóðleg samvinna I loftslagsmálum; Hvað er framundan? Við hverju er að búast?: Þórir Ibsen, auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 14:10-15:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun fyrirtækja I flutningum og samgöngum: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, umhverfisdeild Deloitte & Touche, Kaupmannahöfn 15:00-15:20 Kaffi 15:20-16:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun, framhald: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen 16:00-16:10 Umhverfisstefna samgönguráðuneytisins: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri 16:10-16:30 Fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður Markmið: Fyrirtæki / sátt við umhverfið - FYRIRTÆKI / FRAMKVÆMD \ 'Jr Græn reikningsskil snúast um markmiö, mælingar og árangur í umhverfismálum. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskil leiða afsér markaðslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem ná forskoti á þessu sviði. SKRÁNING í síma 551 1730, þátttökugjald er 5000 kr. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Deloitte & Touche Cs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.