Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 44
' 44 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN/PROFKJOR Samfylking’in verður að vinna SAMFYLKINGIN er komin af stað og framundan eru tíma- mót í íslenskum stjórn- málum. I fyrsta sinn í næstum sjötíu ár fer sveit jafnaðarmanna sameinuð fram á völl- inn til átaka við höfuð- andstæðinginn, Sjálf- stæðisflokkinn, um for- ræði í landsmálunum á þeirri öld sem nú er í eldingu. Mér er þetta sér- stakt fagnaðarefni vegna þess að mitt stjórnmálastarf hefur í rúman áratug beinst að því framar öðru að skapa grundvöll til þeirrar samfylkingar sem nú er að rísa. Eitt sinn þóttu hugmyndir um samfylkingu og sameiningu jafnaðarmanna í öllum flokkum óraunsæir draumórar. Þróunin síð- asta áratug sýnir að svo var ekki. V’að sem greindi að voru skipulags- hefðir og persónuhagsmunir og það sýndi sig að þegar lagst var á árar reyndust gömlu múrarnir hjóm eitt. Draumórar voru það ekki, en vissulega draumsýn. Og þegar hún er loksins orðin að veruleika má enginn liggja á liði sínu. Þess vegna ákvað ég að gefa kost á mér í þá baráttusveit sem í vor verður að vinna fyrsta sigur sameinaðra jafn- aðarmanna. Það er nefnilega misskilningur sem örlað hefur á meðal samfylk- íngarmanna eftir vandræðagang undanfarinna mánaða að í kosning- unum í maí dugi Samfylkingunni einhverskonar milli-ár- angur. Að hreyfingin lendi hvort eð er í stjórnarandstöðu og þurfi heilt kjörtímabil til að sauma sig saman - svo verði stefnt að sigri í þarnæstu kosn- ingum, svosem eins og árið 2003. Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnvelinum Samfylkingin verður að vinna í vor. Það er annarsvegar nauðsyn- legt fyrir hana sjálfa, til að hún vaxi og styrkist, og hinsvegar er fráleitt að ganga til verka með öðru hugarfari en að ætla að gera hlutina vel - ætla sér sigur. Fyrst og síðast þarf íslenskt samfélag ein- faldlega á því að halda að Samfylk- ingin sigri í kosningunum og komi frá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Á aldahvörfum þarf að koma til forystu nútímalegum fulltrúum sí- gildrar jafnaðarstefnu. Brýnasta verkefni nýrrar stjórnar jafnaðar- manna er að tryggja þjóðareign á fískimiðunum með veiðileyfagjaldi og koma á svipaðri skipan um aðrar helstu auðlindir okkar. Hún á að gæta þess að hálendinu og ósnort- inni náttúru verði ekki spillt vegna meintra stundarhagsmuna. Hún þarf að nýta góðærið til frambúðar þeim í hag sem standa höllustum fæti, og einbeita sér að lausnum á vanda millihópanna sem nú bæta sér upp vítahring láglauna og jaðar- skatta með sífellt meiri vinnu og Ný jafnaðarstjórn verður að starfa í þeim anda, segir Mörður Arnason, að menntir og menning eru mikilvægustu atvinnu- og efnahagsmál hinnar nýju aldar. lántökum. Og ný jafnaðarstjórn verður að starfa í þeim anda að menntir og menning eru mikilvæg- ustu atvinnu- og efnahagsmál hinn- ar nýju aldar. Meðal annaiTa nauðsynjaverka er að búa svo um hnútana að tungu- mál okkar, íslenskan, þroskist og dafni á þeim alþjóðlegu upplýsinga- tímum sem nú eru runnir upp. Sumir segja að verði ekki að gert muni ör tækniþróun skapa tung- unni ylhýru meiri hættu en dæmi eru um í margar Islandsaldir. Það er sögulegt verkefni okkar kynslóð- ar að tryggja að tölvuöldin tali ís- lensku. Ég óska eftir stuðningi í 2. eða 3. sæti á lista jafnaðarmanna í próf- kjörinu 30. janúar. Það geri ég vegna þess að við þurfum öfluga og þrautseiga baráttusveit til sigurs í kosningunum 8. maí. Höfundur er íslenskufræðingur, varaþingmaður í Þingflokki jafnað- armanna og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar íKeykjavik. Mörður Árnason Dagskráin þín er komin út 20. janúar-2. febrúar PIPAR OG SALT Klapparstíg 44, sími 562 3614. Fyrir árið 2000 KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/keriisthroun Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Arnbjörgu í 1. sæti Sigrún Harðardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austurlands, skrifar: Sj álfstæðismenn á Austurlandi halda prófkjör laugar- daginn 23. janúar nk. Þar fer jafn- framt fram val á leiðtoga fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Austurlandi. Arn- Sigrún björg Sveinsdóttir Harðardóttir hefur leitað efth' stuðningi okkai- í fyrsta sæti listans og býður fram krafta sína, þekkingu og reynslu. Arnbjörg gjörþekkir austfírskt atvinnulíf, hefur setið í skóianefnd Menntaskólans á Egils- stöðum, hefur mikla reynslu af sveit- arstjórnarmálum, hefur verið í for- ystu í samtökum sveitarfélaga á Austurlandi, setið í Héraðsnefnd Múlasýslna og Landshlutasamtökum sveitai-félaga. Sú þingsályktunartil- laga sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi varðandi stefnu í byggðamál- um fyrir árin 1998-2001 tekur á öll- um helstu þáttum sem geta skipt sköpum fyrir byggð á landsbyggð- inni. Ég treysti Arnbjörgu fullkom- lega til að vinna að hag íbúa Austur- lands varðandi þessa stefnu í byggðamálum. Veljum Arnbjörgu til forystu og setjum hana í 1. sæti. ►Meira á Netinu Ástu Ragnheiði í annað sæti Hjördís Smith, Barmahlíð 2, Reykjavík, skrifar: I prófkjörl sam- fylkingar félags- hyggjufólks laugar- daginn 30. janúar nk. gefur kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi einn ötulasti Jjhigmaður okkar, Ásta Ragn- Hjördís heiður Jóhannes- Smith dóttir. Ég hef sem starfsmaður í ís- lenska heilbrigðiskei-fínu og áhuga- maður um stjórnmál fylgst vel með störfum hennar sem alþingismanns. Hún hefur verið þar í fararbroddi í umræðum um fjölda mála sem snerta hag sjúklinga og starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni. Auk dugnaðai- og yfirgripsmikillar þekkingar á heilbrigðismálum koma ávallt fram í málflutningi hennar samúð með þeim sem eiga undir högg að sækja, heilindi og einlægur vilji til umbóta. Við þurfum slíkt fólk á Alþingi Is- lendinga. Ásta Ragnheið- ur í 2. sæti Björg Kofoed-Hansen, þjónustufulltrúi, skrifar: Ásta Ragn-heið- ur hefur vakið at- hygli og aðdáun fólks úr öllum flokkum og öllum stéttum samfélags- ins fyrir skelegga og málefnalega baráttu á sviði heil- Björg brigðis- og trygg- Kofoed-Hansen ingamála. Þegar Ásta Ragnheiður settist á þing eftir síðustu kosningar hafði hún sem upplýsingafulltrúi Trygg- ingastofnunar aflað sér mikillar þekkingar á kjörum þeirra sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Hún var óþreytandi við að kynna fólki þá aðstoð sem það átti kost á. Með þennan bakgrunn hefur hún sem þingmaður verið sívakandi yfir kjörum þessa fólks og barist hart fyrir réttindum þess. Nýleg könnun BSRB sýnir „skýr- an vilja þjóðarinnar til að viðhalda og efla þá velferðarþjónustu sem byggð hefur verið hér upp, jafnvel þótt það kosti aukna skattheimtu“ (BSRB tíðindi, des. 1998). Málflutningur Ástu Ragnheiðar á sterkan hljómgrunn með þjóðinni. Kjósandi, hafðu hugfast: „Ef þú kýst ekki fulltrúa þinn, þá kýs einhver annar fulltrúa sinn sem fulltrúa þinn.“ Ástu Ragnheiði í 2. sæti jafn- aðarmanna í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Arnbjörgu áfram á Alþingi! Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi, Seyðisfirði, skrifar: Þegar ég hugsa til alþingiskonunn- ar Arnbjargar Sveinsdóttur þá dettur mér í hug lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð“. En það eru ekki endilega þeir sem láta hæst sem vinna best. Arnbjörg hefur unnið öt- ullega að málefnum fjórðungsins m.a. með setu sinni í fjárlaganefnd Alþingis. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Öbbu að menningarmálum hér á Seyðisfirði. Arnbjörg er alltaf tilbúin að hjálpa, leiðbeina og létta undir með lítilmagnanum. Austfirðingar, við þurfum konu eins og Arnbjörgu til að koma málefnum okkar örugg- lega í höfn. Gleymum því ekki að hún hefur mikla reynslu á sviði bæjar- og sveit- arstjórnarmála og fjögurra ára reynslu á þingi. Stöndum því saman um að tryggja Ambjörgu áfram setu á Alþingi og kjósum hana í íyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna á Austurlandi í prófkjörinu þann 23. janúar nk. ►Meira á Netinu Af hverju kona? G. Vilborg Borgþórsdóttir, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, skrifar: í prófkjöri Sjálf- stæðismanna á Austurlandi nk. laugardag, eigum við þess kost að kjósa konu til þess að leiða lista okkar Sjálfstæðismanna í alþingiskosningun- um í vor. Arnbjörg Sveins- dóttir hefur sýnt það að hún er sam- viskusöm kona. Hún hefur allt það til að bera, til að verða öflugur þing- maður, ef „nota bene“ við gefum henni tækifæri til að sanna sig enn betur. Við vitum það öll, að þau fjög- ur ár sem Abba hefur stai-fað á Al- þingi hefur hún aflað sér reynslu og þekkingar á störfum þingsins. Nú þekkir hún leikreglurnar. Kosning hennar gerir henni kleift að vinna miklu betur fyrir okkur Austfirðinga næstu fjögur árin. Það er dýrmætt að við látum það tækifæri ekki frá okkur sleppa að kjósa einu konuna, sem býður sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Hún er okkur hinum fyrirmynd og hvatning til að taka þátt í stjórnmálum. Kosning Öbbu á þing mun leiða til þess að við munum eiga þingmann eftir fjögur ár á Austurlandi, annars ekki. ►Meira á Netinu Aðalheiður Borgþórsdóttir G. Vilhorg Borgþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.