Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 53 i
Pér féll aldrei verk úr hendi,
varst mikið fyrir að hekla og nutum
við góðs af því. Öll peysusettin, kjól-
amir og húfurnar sem bömin okkar
fengu ásamt dúkunum sem prýða
heimili okkar.
Það var ótrúlegt hvað þú varst
minnug, sama hvort var á afmælis-
daga, nöfn eða hvað sem var. Og
auðvitað var gjafaskammturinn
kominn til afmælisbarnsins á rétt-
um tíma, sama hvort þú komst í af-
mælið eða ekki.
Allar þessar góðu minningar sem
við barnabörnin eigum frá Hólm-
garðinum urðu til þess að við stofn-
uðum félagsskap sem nefnist
Ömmu Gyðu félagið. Við vorum
orðin fullorðin og vildum halda
sömu tengslum og í gamla daga.
Við höfum farið í útilegur þar sem
allir afkomendur þínir mættu, börn,
barnabörn og langömmubörn.
Avallt var góð mæting og varð okk-
ur tíðrætt um þig og þær minning-
ar sem við eigum um þig. Að
ógleymdum partíunum og óvissu-
ferðinni þar sem við fullorðna fólkið
hittumst og skemmtum okkur. Þú
vildir alltaf hafa líf og fjör í kring-
um þig og sagðir stundum að eng-
inn hefði komið þótt gestagangur
hefði verið mikill. Þetta lýsir því
hvað þú varst mikið fyrir að hafa
fólkið þitt í kringum þig. Ávallt
varst þú í góðu skapi og hnyttin í
svörum, óhrædd við að hafa orð á
hlutunum og varst stundum svo
beinskeytt að okkur gat sárnað. En
við vitum það núna að þú hafðir oft-
ast rétt fyrir þér.
Nú ert þú komin til Inga afa og
ástvina þinna sem á undan þér fóru
og erum við alveg viss um að þar er
glatt á hjalla. Við eigum eftir að
sakna þín óskaplega mikið en vitum
að tími þinn var kominn. Megi Guð
vera með þér, elsku amma.
Þín barnabörn,
Inga Gyða, Anna Magna,
Auður Björk, Bragi,
Björn og fjölskyldur.
Við systkinin ákváðum að setjast
niður og minnast ömmu Gyðu, sem
er látin eftir erfíð veikindi.
Efst í huga okkar eru stundirnar
sem við áttum með henni á aðfanga-
dag jóla á árum áður, en við minn-
umst þess dags varla án hennar. Oft
horfðum við systkinin löngunaraug-
um á jólagjafabunkann sem amma
átti eftir að taka upp, en við vorum
þá löngu búin að taka upp gjafirnar
okkar.
Ekki má heldur gleyma stundun-
um á Hólgarðinum, en þar var oft
setið tímunum saman og spilað á
spil, drukkinn djús og borðað mat-
arkex. Léttleikinn var þá ávallt í
fyrirrúmi, en þrátt fyrir að amma
þyldi illa að tapa var spilamennskan
hennar líf og yndi.
Allir muna sjálfsagt eftir orðum
ömmu Gyðu þegar hún var að spila.
Hún sagði iðulega setningar eins
og: „Maðurinn á konuna,“ og fleira í
þeim dúr, en þetta sagði amma þeg-
ar hún tók slag með kóng ofan á
drottningu. Spaugsemina í orðum
ömmu skildum við systkinin miklu
betur eftir því sem árin færðust yfir
okkur.
En ekki má gleyma tímanum sem
við bjuggum hjá henni, en þá áttum
við oft góðar stundir saman og
kynntumst öll nánar. En auðvitað
fengum við líka orð í eyra þegar það
átti við, enda lá amma sjaldnast á
skoðunum sínum.
Nú tæpum þrjátíu árum eftir lát
Inga afa, þá ertu komin til hans og
sona þinna tveggja sem við fengum
aldrei að kynnast. Elsku amma
Gyða, hvíldu nú í friði. Megi guð
vera með þér.
Ingi, Jón Ólafur, Þorleifur
og Magna.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með fáeinum orðum. Gyða
Gúmm, eins og hún var oft kölluð,
var mikil kjarnakona og hafði mikil
áhrif áhrif á mig og vafalaust á alla
sem umgengust hana eitthvað að
ráði. Á þessari stundu eni minning-
ar mínar um hana eins og ósamsett
púsluspil. Margir litlir bitar hver úr
sinni áttinni og frá misjöfnum tíma
koma upp í hugann og það er erfitt
að koma á blað samfelldri hugleið-
ingu.
Úr bernsku minnist ég sunnu-
dagssíðdaga í Hólmgarðinum, þeg-
ar stórfjölskyldan komst ennþá fyr-
ir í íbúðinni hjá ömmu. Þar áttum
við frændsystkinin skemmtilegar
stundir. Aldrei fengum við leið á að
skoða myndaalbúmin eða fylgjast
með spilamennsku fullorðna fólks-
ins við borðstofuborðið. Amma virt-
ist hafa lítið fyrir að slá upp veislu-
borði á hverjum sunnudegi og gerði
það eins lengi og húsrúm leyfði, en
eftir því sem fjölskyldan stækkaði
duttu sunnudagsheimsóknimar upp
fyrir og annars konar samveru-
stundir tóku við.
Undanfarin ár hef ég átt mínar
bestu stundir með ömmu við eld-
húsborðið í Hólmgarðinum. Hefð-
bundnar heimsóknirnar hófust yfir-
leitt með kaffibolla og svo spurði ég:
„Jæja, er einhver ólétt eða skilin."
Og það stóð yfirleitt ekki á fréttum
ef einhverjar voru. Allt vissi sú
gamla. Og hún hafði þvílíkt
stálminni að leitun er að öðru eins.
Hún átti u.þ.b. sjötíu afkomendur
og hún mundi ekki aðeins afmælis-
daga barna, bamabama og bama-
bamabama, heldur afmælisdaga
flestra makanna líka.
Hún ólst upp á Laugaveginum og
bar út Morgunblaðið í gamla aust-
urbænum þegar hún var unglingur.
Einnig aðstoðaði hún mömmu sína
við skúringar í versluninni Brynju.
Mörgum áratugum síðar þuldi hún
upp fyrir mér sögur af fjölskyldum
sem bjuggu í gömlu húsunum sem
enn standa í gamla bænum og af
eftirtektarverðum karakteram sem
urðu á vegi hennar á þessum áram.
Það var eins og að fletta upp í sögu-
bókum að tala við hana um liðna tíð
og margar skemmtilegar sögur átti
hún í handraðanum um minnisverða
samtímamenn, ættingja og vini.
Iðulega fór hún með vísur sem
pabbi hennar hafði ort við hin og
þessi tækifæri, en hann var mikill
hagyrðingur.
Amma hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
vorum við ekki alltaf sammála. Oft
skiptumst við hressilega á skoðun-
um og hún gleymdi ekki því sem
sagt var þó svo hún hefði aðra skoð-
un. Hún var mjög stríðin og ef hún
fann að eitthvað fór í taugarnar á
manni átti hún það til að endurtaka
það lon og don, með glott á vör. Það
kom fyrir, einu sinni eða tvisvar, að
hún særði fólk með ónærgætnum
athugasemdum en aðspurð sagðist
hún hafa misst það út úr sér. Og
víst er að það var öragglega ekki
illa meint.
Þau era óteljandi kvöldin sem við
höfum spilað við eldhúsborðið og þá
var amma í sínu besta formi. Hún
fékk aldrei nóg af því að spila og
eitt sinn fyrir fáum áram ákvað ég
að gefa henni það í afmælisgjöf að
spila eins lengi við hana og hún
vildi, en um kl. 3 um nóttina var hún
ekki aldeilis á því að hætta, þótt hún
væri orðin grá í framan af þreytu.
Um leið og hún tók sér spil í hönd
lifnaði hún öll við og það kom ein-
beittur glampi í augu hennar. Um
leið og hún mokaði inn slögunum sló
hún um sig með bráðskemmtilegum
orðatiltækjum og það var stutt í
hláturinn við eldhúsborðið góða og
margar sögur fengu að fljóta með í
spilamennskunni. Ef eldhús-
veggirnir í Hólmgarðinum gætu tal-
að myndi ég vilja vera viðstödd til
að hlusta, því það má segja að sálin í
húsinu hafi haft sína aðalbækistöð
við eldhúsborðið. Þar hafa setið
hundruð karla og kvenna í þau tæp
fimmtíu ár sem amma hefur búið
þar og ýmislegt verið látið flakka
við mörg tækifæri.
Undanfarin ár hefur heilsu ömmu
hrakað, en síðast um jólin áttum við
saman góða spilastund, og þrátt
fyrir veikindin kom þessi skemmti-
legi glampi í augu hennar og það er
sá glampi sem ég mun alltaf sjá fyr-
ir mér þegar ég hugsa til ömmu.
Eitt augnablik var hún ekki lengur
veik og gömul kona, heldur kapps-
full spilamanneskja full af lífi, krafti
og kímni. Það var ekkert gefið eftir
og gömlu orðatiltækin létu ekki á
sér standa. Síðustu dagana hennar
á spítalanum var stutt í húmorinn
og þó að líkaminn væri um það bil-
að gefast upp var andinn sterkur og
hugurinn hlýr. Hún kvartaði ekki
þótt henni liði greinilega mjög illa
og sýndi mikið æðraleysi og stolt.
Hún var á leiðinni í ferðalag og það
lagðist vel í hana. Nú er hún farin af
stað og við sem eftir sitjum finnum
til tómleika og saknaðar, vegna þess
að við tímum ekki að missa hana úr
lífi okkar. Það er undarlegt til þess
að hugsa að geta ekki komið við í
Hólmgarðinum, tekið í spil og feng-
ið fréttir af fjölskyldunni með kaffí-
bollanum. En minning hennar mun
lifa með okkur og við gleymum
henni aldrei.
Elsku amma. Takk fyrir allt.
Hvíldu í friði.
Kristín og Valgerður.
Elsku amma, nú ert þú farin til
himna þar sem við vitum að afarnir
okkar munu taka vel á móti þér.
Einn daginn þegar við voram á
leið í skólann var hringt og sagt að
amma Gyða væri dáin. Hún var bú-
in að vera mikið veik en samt var
hún svo sterk en svo einn daginn
kom kallið og allt var búið.
Alltaf þegar við systumar kom-
um í heimsókn til hennar, fengum
við djús og kökur og spilin vora
stokkuð. Uppáhaldsspilið okkar var
olsen olsen, sem amma kenndi okk-
ur þegar við voram litlar.
Mikið eigum við eftir að sakna
þess að fara ekki í Hólmgarðinn og
spila.
Fyrir nokkram áram fór hún með
mömmu og mér norður, þá var ég
að fara í sumarbúðir. Þetta var löng
leið en við töluðum svo mikið saman
að þessi ferð varð svo stutt en þó
svo eftirminnileg og minntumst við
oft á þetta ferðalag okkar.
Það var alltaf sami húmorinn í
ömmu og hún var alltaf mjög hrein-
skilin.
Seinustu dagar hafa verið mjög
erfiðir en vonandi verður þetta allt í
lagi. Hún amma okkar hefur nú
kvatt þessa jarðvist og öðlast hvíld
á himni. Minningarnar um ömmu
eru margar og lifa þær áfram þó
hún hafi kvatt okkur í hinsta sinn.
Þórey Erla og Hulda Sigrún.
Nú er hún Gyða frænka dáin.
Gyða var móðursystir mín. Eg var
einkabam en Gyða systir mömmu
eignaðist 10 börn. Sem lítilli stelpu í
sunnudagsbíltúr með foreldram
mínum fannst mér alltaf spennandi
að heimsækja Gyðu frænku, það var
alltaf mikið að gerast á því heimili,
einhver að koma eða fara og svo
vinir í heimsókn. En heimilið var
alltaf hreint og fínt og Gyða virtist
ekki stressuð yfir öllu sem á gekk.
Gyða var alveg sérstaklega sterk
kona, hún tók lífinu eins og það var
og gerði það sem þurfti á hverjum
tíma. Eftir að maðurinn hennar,
hann Ingi, dó og öll bömin fóra að
heiman, fór Gyða út að vinna sem
gangavörður í bamaskóla. Hún
naut þess að vera innan um börnin
og innan um annað fólk.
Það sem mér er minnisstæðast
um Gyðu, er hvað hún var alltaf vel
til höfð og hrein og bein í fram-
komu. Það var alltaf gaman að tala
við hana, hún var lífleg og hress. Eg
hef búið í Bandaríkjunum í yfir 20
ár. Eftir að móðir mín lést hafði ég
meira samband við Gyðu en áður.
Stundum þegar ég hringdi til henn-
ar spjölluðum við um heima og
geima í allt að klukkutíma í senn.
Það var stutt í glettni og kímni hjá
Gyðu, hún leitaði ávallt að því bros-
lega í fari fólks og sjálfrar sín líka.
Þegar ég sá Gyðu síðast í júlí síð-
astliðnum var hún orðin lasin, en
samt sem áður var hún tilbúin að
taka á móti gestum, með kaffi og
með því. Hún kvartaði aldrei, beit
bara á jaxlinn og tók þátt í afmælum
og veislum fram undir það síðasta.
Gyða naut góðrar umhyggju frá
öllum sínum börnum, bamabörnum
og öðram aðstandendum. Ég votta
þeim öllum mína dýpstu samúð i
söknuði þeirra og veit að minningin
um þessa sterku konu lifir með okk-
ur sem nutum návistar hennar.
Guð blessi minningu þína, Gyða
mín.
Jóna Ingvadóttir Ferrante.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður húsmóðir á
Kaplaskjólsvegi 11, Reykjavík,
lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði mið-
vikudaginn 20. janúar sl.
Þorsteinn K. Ingimarsson,
Steinþóra Ingimarsdóttir,
Sigurjón Ingimarsson,
Kristín I. Ingimarsdóttir,
Jón I. Ingímarsson,
Matthildur Friðriksdóttir,
Friðrik Lindberg,
Magnea Guðjónsdóttir,
Ebbe Thomsen,
Ragna Ögmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓSKAR SUMARLIÐASON
frá l'safirði,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn
20. janúar.
Margrét Kristjánsdóttir,
Magnús J. Óskarsson, Birna H. Garðarsdóttir,
Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir,
Kristján Óskarsson, Salóme Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR,
Hlíðarvegi 23,
Kópavogi,
sem andaðist í Sjúkrahúsi Þingeyinga föstu-.
daginn 15. janúar, verður jarðsungin frá Kópa-
vogskirkju í dag, föstudaginn 22. janúar, kl.
13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Halla Lovísa Loftsdóttir,
Páll Gunnar Loftsson,
Ámundi Hjálmar Loftsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
DAVÍA GUÐMUNDSSON,
Flúðabakka 2,
Blönduósi,
sem andaðist sunnudaginn 17. janúar, verður
jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn
23. janúar kl. 14.00.
Hrafnhildur Reynisdóttir,
Jóhannes Harry Einarsson, Kristín Hólm,
Herdís Einarsdóttir, Jóhannes Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir og
afi,
EYJÓLFUR EIRÍKSSON,
sem andaðist mánudaginn 11. janúar, verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardag-
inn 23. janúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Sjálfsbjörg.
Þórdís Sigurðardóttir,
Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát systur okkar og svilkonu,
GERÐU IRENE PÁLSDÓTTUR,
Hátúni 6B.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 19. janúar.
Kristel Pálsdóttir, Guðmundur Kristinsson,
Helena Zoega, Ernst Pálsson,
systkini og skyldfólk í Þýskalandi.