Morgunblaðið - 22.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Niðurstöður í prófkjöri framsóknarmanna
í Reykjavík voru tilkynntar í gær
Finnur Ingólfsson í 1.
sæti með 57,1% fylgi
Prófkjör Framsóknar- flokksins í Reykjavík Atkvæði í sæti Atkvæði u
11.-15. janúar 1999 og ofar Hlutfall alls Hlutfall
1. Finnur Ingólfsson 996 57,1% 1.230 70,5%
2. Ólafur Örn Haraldsson 1.016 58,2% 1.227 70,3%
3. Jónína Bjartmarz 1.078 61,8% 1.251 71,7%
4. Vigdís Hauksdóttir 1.344 77,0% 1.344 77,0%
5. Alfreð Þorsteinsson 1.010 57,9% 1.010 57,9%
6. Arnþrúður Karlsdóttir 909 52,1% 909 52,1%
Á kjörskrá voru 2.635, atkvæði greiddu 1.826 (69,3%). Gildir seðlar 1745, auðir og ógildir 81.
Umhverfissamtök Islands stofnuð
í Norræna húsinu í gær
Morgunblaðið/Kristinn
UMHVERFISSAMTÖK íslands voru stofnuð í gær og var Vigdís Finn-
bogadóttir skipuð heiðursforseti samtakanna og Steingrímur
Hermannsson kjörimi formaður. Þeim á vinstri hönd eru Guðmundur K.
Magnússon, Gunnar G. Schram og Helga Guðnin Jónasdóttir.
Stofnfélagar á
annað hundrað
NIÐURSTOÐUR í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Reykjavík
lágu fyrir rétt fyrir klukkan 18 í
gær. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra og varaformaður
flokksins, lenti í fyrsta sæti, Ólafur
Örn Haraldsson, þingmaður, í öðni
og Jónína Bjartmarz, héraðs-
dómslögmaður og formaður lands-
samtakanna Heimili og skóli, í því
þriðja. I íjórða sæti lenti Vigdís
Hauksdóttir garðyrkjufræðingur, í
5. sæti Alfreð Þorsteinsson borgar-
fulltrúi og Arnþrúður Karisdóttir
kaupmaður í því sjötta.
„Ég tel að niðurstaða þessa próf-
kjörs sýni að hér sé um að ræða
sterkan framboðslista til að fara
með í kosningar í vor. Ég er ákaf-
lega ánægður með þessa niðurstöðu
og sérstaklega þakklátur fyrir þann
mikla stuðning sem ég fékk og
þakka mínum stuðningsmönnum og
öllum þeim sem unnu fyrir mig í
þessari baráttu," segir Finnur
Ingólfsson.
Finnur segist vera ánægður með
það hlutfall sem hann hlaut í próf-
kjörinu, 57,1%. „Ég tel það vera
mjög gott. Það voru þrír sem
börðust um fyrsta sætið á listanum,
borgarfulltrúi í Reykjavík og
varaþingmaður flokksins, þannig að
ég held að það verði að teljast mjög
góð niðurstaða. Ekki síst í ljósi þess
að það voru miklar smalanir inn i
flokkinn síðustu dagana áður en
kjörskrá var lokað og ég átti lítið í
þeim hópi sem þar kom inn,“ segir
Finnur sem gaf kost á sér í 1. sæti
hstans.
„Stuðningur við þau málefni sem
ég hef barist fyrir“
„Ég er fyrst og fremst glaður og
þakklátur þeim sem studdu mig og
unnu fyrir mig. En allra fyrst og
fremst er þetta sigur framsóknar-
manna í Reykjavík því meginmark-
mið prófkjörsins er að sjálfsögðu að
velja framboðslista sem menn telja
sigurstranglegan. Með þessaif nið-
urstöðu hafa framsóknarmenn í
Reykjavík sýnt með áberandi hætti
að þeir vilja að þessir tveir þing-
menn ásamt því fólki sem þar á eftir
kemur vinni áfram og sé á fi’amboðs-
hsta. Þetta er stuðningur við þau
málefni sem ég hef mest barist fyr-
ir,“ segir Ólafur Öm Haraldsson
þingmaður um niðurstöður próf-
kjörsins, en hann hafði gefið kost á
sér í 2. sæti listans.
„Ég er glöð og ánægð yfir þeim
stuðningi sem ég fékk í þessu próf-
kjöri. Þetta er í fyrsta skipti sem ég
tek þátt í svona og ég ht svo á að það
séu þau málefni sem ég setti á odd-
inn sem hafi haft ákveðinn sigur. Það
eru fjölskyldumálefnin sem ég hef
verið að vinna að á öðrum vettvangi í
mörg ár.
Þetta gat farið á alla vegu, en ég
get ekki verið annað en ánægð með
þessa niðurstöðu," segir Jónína
Bjartmarz, héraðsdómslögmaður og
formaður landssamtakanna Heimih
og skóh, sem gaf kost á sér í 3. sætið
og hlaut það.
Framsóknarmenn í Reykjavík
nýjungagjamir
„Ég er mjög ánægð með að hafa
fengið 77% atkvæða í 1. - 4. sæti, en
ég sóttist eftir 3. sætinu og er ekki
alveg sátt við mína útkomu í sam-
bandi við það sæti. Framsóknar-
menn í Reykjavík virðast vera mjög
nýjungagjamir því þetta er í annað
skipti á fjórum árum sem nánast
óþekktur aðili nær glæsilegu kjöri í
prófkjöri.
Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði
en ég var hærri en Alfreð Þorsteins-
son sem hefur verið í borgarmálun-
um, svo upp á það get ég vel við
unað, en ég sóttist eftir 3. sætinu en
fékk það ekki,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir.
Forystumenn gáfu
flokksfólki línuna
„Þetta er mjög afdráttarlaus nið-
urstaða. Hvað sjálfan mig varðar þá
var alveg Ijóst frá upphafi að aðkoma
að þessu prófkjöri var mjög erfið,
vegna j>ess að þingmennimn, Finn-
ur og Ólafur Öm, vom búnir að gera
kosningabandalag og Finnur er þai-
að auki varaformaður flokksins og
ráðherra. Þegar forystumennimir
gefa flokksfólkinu hnuna með svona
afdrifaríkum hætti þá má segja að
úrslitin hafi að sumu leyti verið ráðin
fyrirfram.
Ég óska andstæðingum mínum til
hamingju með þennan sigur og vona
að flokknum gangi vel í kosningun-
um í vor. Ég hef þó vissar áhyggjur
af því að Finnur Ingólfsson sem leið-
ir flokkinn fyrir Reykjavík fær ekki
góða kosningu í 1. sætið. Hann er
með 57,1% fylgi sem sýnir að hann
er umdeildur og ég vona að honum
takist að endurvekja traust á sér
þannig að hann geti verið sannur
foringi,“ segir Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi sem gaf kost á sér í 1.
- 4. sæti en hafnaði í 5. sæti.
Hissa á að vera kosin
„Persónulega þá er ég ekki
óánægð með þessa niðurstöðu. Ég
hef aldrei fengið neitt á silfurfati svo
það kemur mér ekki á óvart, en ég
var að berjast við heila blokk sem
vann saman og hafði bæði aðgang að
ráðuneytum, Alþingi, fjármagni og
styrkjum. Ég aftur á móti var ein og
get ekki nýtt mér slíkt til að heilla
kjósendur. Þegar svona blokk mynd-
ast þá gefur það augaleið að það
mátti hvergi kjósa mig. Ég furða
mig mest á því að ég skyldi yfir
höfuð vera kosin, en ég fæ á fimmta
hundrað atkvæða í fyrsta og annað
sætið í þessu karlaveldi, og ég kalla
það stórsigur fyrir mig.
Það sem mér finnst það versta er
að fólk sem lengi hefur starfað fyrir
flokkinn, hlýtur ekki kosningu. Það
virðist borga sig fyrir menn að vera
uppgötvaðir en það hefur komið fyr-
ir í tvígang núna að tveir nýir aðilar,
fyrir fjórum árum Ólafur Óm Har-
aldsson og nú Jónína Bjartmarz,
komi nýir inn og hljóti góða kosn-
ingu. Þama er hætta á ferðum, segi
ég-
Að mínu mati er varaformaður
flokksins að fá algera útreið og það
segir meira en mörg orð að hann
skuh ekki fá fleiri atkvæði,“ segir
Amþrúður Karlsdóttir kaupmaður í
Reykjavík. Hún gaf kost á sér í 1. -
3. sæti en hafnaði í 6. sæti.
UMHVE RFISSAMTÖK íslands
vom stofnuð í Norræna húsinu í
gær að viðstöddu fjölmenni og
gerðist á annað hundrað manns
stofnfélagar í samtökunum. Meðal
markmiða samtakanna er að vera
málsvari þeirrar stefnu að auðlindir
íslands til lands og sjávar verði
ætið nýttar af varúð og með sjálf-
bæram hætti, svo sem minnst
spillist líf og land. Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti íslands,
var skipuð heiðursforseti samtak-
anna og Steingrímur Hermannsson
kosinn formaður stjómar.
Umhverfissamtök íslands eiga að
vera vettvangur fyrir alla þá sem
vilja vinna að umhverfismálum og
vernda þau lífsgæði, sem felast í
náttúra Islands á láði, í lofti og legi.
Meðal markmiða samtakanna er
að stuðla að endurheimt landgæða,
stuðla að því að viðkvæm svæði á
hálendinu verði sem minnst skert á
ókomnum árum, og stuðla að fram-
kvæmd alþjóðasamninga um vemd-
un umhverfis. Samtökin ætla að
hafa samvinnu við eriend umhverf-
issamtök og taka þátt í alþjóðlegum
ráðstefnum um umhverfismál auk
þess sem þau munu gangast fyrir
ráðstefnum og fyrirlestram um efni
sem starfssvið samtakanna nær til
og fræðslu um umhverfismál og
mikilvægi þeirra í þjóðfélagi nútíðar
og framtíðar.
Vigdís Finnbogadóttir sagði í
ávarpi sínu að hún vonaðist til að
samtökin yrðu öðrum félögum og
samtökum til eftirbreytni og þau
stefndu að því að verða leiðandi afl í
umhverfismálum á íslandi. Sagði
hún það heilaga skyldu hverrar
þjóðar að spyrna fótum við þeirri
þróun sem á sér stað í ofnýtingu
náttúraauðæfa í heiminum og Is-
lendingar ættu að vera þar í farar-
broddi.
Umhverfið
njóti efans
Steingrímur Hermannsson færði
rök fyrir stofnun samtakanna í
ávarpi sínu og sagðist hafa velt því
mikið fyrir sér hvort þörf væri á
slíkum samtökum. Svar hans var
skýrt, mikil þörf væri á „regnhlífar-
samtökum" sem þjónað gætu því
hlutverki að vera umræðugrund-
völlur fyrir öll þau umhverfissam-
tök og félög sem þegar væra til.
Sagði hann mikilvægt að fulltrúar
þeirra félaga kæmu að því að móta
stefnu samtakanna nýstofnuðu.
Kosið var í sjö manna stjóm sam-
takanna. Steingrímur var kjörinn
formaður en aðrir sem kosnir vora í
stjórn era Gunnar G. Schram pró-
fessor, Guðfinna Bjamadóttir rekt-
or Viðskiptaháskólans í Reykjavik,
Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverf-
isráðherra, Margrét Sigurðardóttir
markaðsstjóri, Steinunn Sigurðar-
dóttir rithöfundur og Óskar
Magnússon stjórnarformaður
Baugs hf.
í varastjórn vora kosin þau Árný
Erla Sveinbjömsdóttir jarðfræðing-
ur og Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur.
Andlát
ÁRMANN JAKOBSSON
ÁRMANN Jakobsson,
fyrrverandi bankastjóri
Útvegsbanka Islands,
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í gær, 84
ára að aldri.
Ái-mann fæddist í
Reykjavík 2. ágúst
1914. Foreldrar hans
voru Jakob Guðjón
Bjarnason vélstjóri pg
Guðrún Sesselja Ár-
mannsdóttir húsfreyja.
Hann lauk
stúdentsprófi frá MR
árið 1932 og lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1938.
Ármann gerðist starfsmaður Út-
vegsbanka Islands árið 1939 og
starfaði hjá bankanum samfleytt í 45
ár, eða til ársins 1984. Fyrst var
hann starfsmaður bankans á Akur-
eyri, þá á Siglufirði og loks í Reykja-
vík. Síðustu tólf árin var Ármann
bankastjóri Útvegs-
bankans. Á Akureyri
og Siglufirði stundaði
hann jafnframt mál-
flutningsstörf.
Hann var bæjarfull-
trúi fyrir Alþýðubanda-
lagið á Siglufirði og átti
jafnframt sæti í fræðsl-
uráði. Hann var í stjórn
Fiskveiðasjóðs Islands
um tíma, stjórn Sam-
bands íslenskra við-
skiptabanka og fieiri
nefndum tengdum
starfi bankastjóra.
Eiginkona Ármanns Jakobssonar
vai’ Hildur Sigríður Svavarsdóttir
húsfreyja en hún lést árið 1988.
Þau eignuðust tvo syni, sem báðir
eru látnir, Jakob var aðstoðarmaður
bankastjórnar Búnaðarbanka ís-
lands og Svavar aðstoðarforstjóri
Fiskveiðasjóðs íslands.
Flutningabill
ók á hross
Selfoss. Morgunblaðið.
EITT hross drapst þegar flutn-
ingabíll á austurleið keyrði inn í
hrossahóp á Suðurlandsvegi
skammt vestan við Steina í
gærkvöldi. Tvö hrossanna lentu
á flutningabílnum og steindrapst
annað þeirra og kastaðist út fyrir
veg. Munaði litlu að það lenti
framan á fólksbíl sem var í þann
mund að mæta flutningabílnum.
Hitt hrossið fannst ekki þrátt fyr-
ir ítarlega leit lögreglu og bænda.
Bílstjóra flutningabflsins sakaði
ekki en honum var brugðið. Hann
sagði höggið hafa verið þungt en
hrossin stukku allt í einu inn á
veginn eins og svartir skuggar og
engin leið fyrir bflstjórann að
beygja undan enda bfllinn stór og
með aftanívagn. Hlið á girðingu
með veginum var opið og áttu
hrossin greiða leið út á þjóðveg-
inn. Nokkrar skemmdir urðu á
bflnum.