Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 10

Morgunblaðið - 22.01.1999, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætis- ráðherra- hjónin til Mexíkó DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra fer í opinbera heimsókn til Mexíkó á sunnu- dag ásamt eiginkonu sinni, Astríði Thorarensen, í boði Ernesto Zedillos, forseta Mexíkó. Með í för verða einnig Olafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri, Orri Hauksson, aðstoð- armaður ráðhen-a og Albert Jónsson, fulltrúi í forsætis- ráðuneytinu. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiberra í Washington og eiginkona hans, Bi-yndís Schram, slást í hópinn í New York. Auk Zedillos mun forsætis- ráðherra m.a. hitta að máli fjármálaráðherra landsins og sjávarútvegsráðhen'a og snæða morgunverð með full- trúum úr atvinnulífi Mexíkó. Loks mun hann ræða við þing- menn og taka á móti Islend- ingum sem búsettir eni í land- inu. Heimsækja íslensk fyrirtæki Opinbera heimsóknin stend- ur yfir dagana 1.-2. febrúar í Mexíkóborg, en áður mun ráðherra og föruneyti hans heimsækja borgirnar Gu- yamas og Mazatlan á vestur- strönd Mexíkó. Þar hafa nokkur íslensk fyr- irtæki í sjávarútvegi og iðnaði haslað sér völl í samvinnu við innlenda aðila. Með í ferðinni verða Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda og eiginkona hans, Þorbjörg Jónsdóttir, og Atli Már Jósafatsson hjá J. Hinriksson. Síðastnefnda fyiártækið framleiðir nú toghlera fyrir markað í Rómönsku Ameríku auk Bandaríkjanna í útibúi sínu í Mazatlan, Poly-Ice, en þar í borg starfar einnig Technored, sem í eigu Neta- gerðar Vestfjarða. Grandi og Þormóður rammi eiga á hinn bóginn hlut í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki í Guyamas. Forsætisráðherra og föru- neyti hans munu koma heim föstudaginn 5. febrúar. Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Bjarnason, Finnur Ingólfsson, Páll Pétursson og Davíð Oddsson í Ráðherrabústaðnuni í gær. Stofna orkusjóð og nefnd um skipulag hálendisins STEFNT er að stofnun orkusjóðs og varanlegrar nefndar um skipu- lag hálendisins, samkvæmt því sem fram kom á kynningarfundi fjög- urra ráðherra um málefni hálendis- ins í Ráðherrabústaðnum í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra hóf fundinn og sagði að þar sem mikil umræða hefði skapast um há- lendismálin í þjóðfélaginu og mikils misskilnings gætt hafi verið ákveðið á Alþingi að kynna þessi mál rækilega. Hluti þeirrar kynn- ingar felist í útgáfu bæklingsins Hálendi íslands, sem prentaður hafi verið í 60.000 eintökum og dreift verði til almennings á næst- unni. Bæklingnum verður dreift með Morgunblaðinu á næstunni auk þess sem hann verður sendur þeim aðilum sem málið snertir sér- staklega. Sagði forsætisráðherra að þær breytingar sem gerðar hafi verið á stjórnsýslu hálendisins á síðasta ári hafi verið mikilvægar, þar sem nauðsynlegt hafi verið að eyða þeirri lagaóvissu sem ríkt hafi um eigendaforræði og eignarhald á landi á hálendinu. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði að á undanförnum árum hafi verið unnið að því að koma skipulagi hálendisins í sam- ræmt horf og að nú hilli undir nið- urstöður þeirrar vinnu. Fráleitt sé hins vegar að draga þá ályktun að búið sé að skella einhverju í lás. Hlutina megi alltaf taka til athug- unar og skipulagi megi alltaf breyta. Þá sagði hann að til stæði að sett yrði lagaákvæði um stofnun varan- legrar 12 manna nefndar sem fjalli um skipulag hálendisins. Nefndinni verði falið að fylgjast með því að samræmi sé milli skipulags sveit- arfélaganna og svæðaskipulags há- lendisins. Þá muni hún fylgja eftir skipulagshugmyndum og gera nýj- ar tillögur. Stefna mótuð um framkvæmd rannsdkna á hálendinu Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði megintil- gang lagasetningar um rannsóknir á nýtingu auðlinda í jörðu vera að móta heildstæða stefnu um það hvernig staðið skuli að rannsóknum og nýtingu auðlinda í jörðu á há- lendinu. Enda sé mikilvægt að skýrt sé með hvaða hætti skuli staðið að leyfisveitingum og að greinarmunur sé gerður á leyfum til rannsókna og nýtingar. Finnur sagði einnig að unnið væri að undirbúningi stofnunar orku- sjóðs, sem veiti fé til stöðugra rannsókna á þessu sviði. Sagðist hann vonast til þess að lög um slík- an sjóð yrðu samþykkt á þessu þingi, en sjóðurinn mun að öllum líkindum njóta endurgi-eiðslna Landsvirkjunar á útlögðum kostnaði vegna rannsóknar á virkj- unarmöguleikum Jökulsár á Fljóts- dal. Páll Pétursson félagsmál- aráðherra sagði mikilvægi þess að stjórnskipun hálendisins verði kom- ið í fast horf m.a. sjást á því að 400 skálar, sem reistir hafi verið í heim- ildarleysi, standi nú á hálendinu. Þá sagði hann það mikilvæga breyt- ingu frá fyrra horfi að sveitarfélög- unum sé nú færð ábyrgð á ýmsum þjónustuþáttum á hálendinu. Þá sagðist hann fagna greinilegri viðhorfsbreytingu þjóðarinnar gagnvart málefnum hálendisins. „Þjóðin hefur greinilega mikinn áhuga á þessum niálum," sagði hann. „Ég vildi að svo hefði verið þegar við stóðum í Blöndudeilunni á sínum tíma.“ Hreinn Loftsson hrl. telur arðgreiðslu Hitaveitu Reykjavíkur í borgarsjóð ólögmæta skattheimtu Hafnfirðingar krefj- ast endurgreiðslu BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar ákvað í gær að krefjast lækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði og endurgreiðslu oftekinna hitaveitugjalda á íbúa Hafnarfjarðar fyrir síðustu fjögur ár. Byggir bæjarráðið þessa samþykkt á því áliti Hreins Lofts- sonar hrl. að svokallaðar arðgreiðslur Hitaveitunnar í borg- arsjóð Reykjavíkur séu ólögmætar skattaálögur. Jafnframt óska Hafnfirðingar eftir viðræðum um tímabundna endumýjun samnings síns við Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem Krísuvíkurland verði undan- skilið. I áliti sínu, sem kynnt var á blaðamannafundi í gær, kemst Hreinn Loftsson að þeirri niður- stöðu að samkvæmt orkulögum hafi Hafnarfjarðarbæ verið óheim- ilt að framselja einkaleyfi bæjarins til starfrækslu hitaveitu ótíma- bundið til Hitaveitu Reykjavíkur. Slíkt framsal sé aðeins heimilt í til- tekinn tíma með leyfi iðnað- arráðherra og hafi ekki komið fram að slíks leyfis hafi verið aflað þegar samningurinn var gerður og jafn- vel þótt svo hafi verið telur lög- maðurinn að slíkt ótímabundið framsal hafi verið óheimilt. Bendir lögmaðurinn á það að í samningn- um, sem er frá 1973, sé gert ráð fyrir 7% arðsemi fjárfestingar. Samkvæmt því hafi Hitaveita Reykjavíkur fengið fjárfestingu sína í Hafnarfirði til baka og ríf- lega það, því með 7% arðsemi skili fjárfesting sér til baka á 10-15 ár- um. Því telur hann að veigamikil rök hnígi að því að samningstíminn sé Jiðinn. í þeim samningum sem Hafn- firðingar munu óska eftir við Reykjavíkurborg er lögð áhersla á tímabundna endurnýjun leyf- istímans og heimild Hafnarfjarðar- bæjar til að leysa til sín einkaleyfið og eignir tilheyrandi hitaveitunni í lok leyfistímans. Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar leggja sér- staka áherslu á að í væntanlegum samningi verði engin ákvæði um einkarétt Hitaveitu Reykjavíkur til jarðhitaleitar og virkjunar til hús- hitunar í eignarlandi Hafnarfjarð- arkaupstaðar, það er að segja í Krísuvík, líkt og kveðið er á um í samningnum frá 1973. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri svaraði í gær játandi spurningu um það hvort til greina kæmi að höfða mál á hendur Reykjavíkurborg ef samningar næðust ekki. 35-50 þúsund á ljölskyldu Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg stóraukið það af- gjald sem hún innheimtir hjá Hita- veitu Reykjavíkur og í gær kom fram hjá forráðamönnum Hafnar- fjarðarbæjar, bæjarstjóranum og Þorsteini Njálssyni formanni bæjarráðs, að gjaldið næmi nú um og yfir 30% af rekstrartekjum, eða 800-900 milljónum kr. á ári. Hreinn Loftsson telur að eigandi Hitaveit- unnar hafi ekki heimild til þess að taka afgjald af Hafnfirðingum um- fram þær þarfir sem starfsemi veitunnar í bæjarfélaginu krefst. Hann segir að reglur um þjónustu- gjöld aðila á borð við Hitaveitu Reykjavíkur séu tiltölulega skýrar; gjald verði að hvíla á lagaheimild og gjaldið megi ekki vera hærra en nemur kostnaði við að veita tU- greinda þjónustu. Hærri gjöld verði fremur að teljast almenn tekjuöflun eða skattur sem styðj- ast verði við skýra heimild til skattlagningar. I ályktun bæjarráðs um viðræð- ur við Reykjavíkurborg er lögð áhersla á lækkun gjaldskrár Hita- veitu Reykjavíkur gagnvart not- endum í Hafnarfirði og að borgar- stjórn Reykjavíkur hafi frumkvæði að því að leiðrétta oftekin hita- veitugjöld íbúanna. Bæjarstjórn mun hafa forgöngu um að reikna út ofteknar álögur. Magnús Gunnarsson telur að hér sé um að ræða 80 milljónir kr. á ári, eða sem svarar til 35 til 50 þús. kr. á hvert heimili í Hafnarfirði síðastliðin fjögur. Fram kom á fundinum í gær að íbúar annarra sveitarfélaga höfuðborgarsvæðis- ins kynnu að vera í sömu stöðu, fyrir utan Reykvíkinga sjálfa sem greiddu í eigin sjóð með of háu vatnsverði. Á grundvelli umrædds lög- fræðiálits hefur orðið ákveðin stefnubreyting hjá bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði, sem áður hafa krafist þess að fá hlutdeild í arði Hitaveitu Reykjavíkur. Nú er slík- ar arðgreiðslur taldar ólöglegar og því halið fram áð notendur eigi að njóta lækkunar orkuverðs. Vegna þessa hefur meirihlutinn í bæjar- stjóm ákveðið að falla frá tillögu í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs um arðgreiðslu Rafveitu Hafnar- fjarðar í bæjarsjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.