Morgunblaðið - 03.02.1999, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Forvitnilegar bækur
Lifandi
dúkka
Minnsta mannveran. The Smallest of
All Persons Mentioncd in the Records
of Littleness. Höfundur Gaby Wood.
Profile Books, London, 1998. 63 bls.
Mál og menning. 875 kr.
SIKILEYSKI álfurinn eða siki-
leyski dvergurinn var hún kölluð.
Pínulítil mannvera, varia stæm en
ungbam, en virtist hafa sömu
líkamshlutföll og fullorðnir. Gaby
Wood hefur í þessu örstutta ágripi
tekið saman það litla sem vitað er
um undarlega ævi dvergvaxinnar
stúlku í Bretlandi á fyrri hluta 19.
aldar. Fáu er hægt að slá fóstu en
svo mikið er vist að sikileyski
dvergurinn, Caroline Crachami,
lést árið 1824 og beinagrind henn-
ar er enn þann dag í dag til sýnis á
Hunteríska safninu í London.
í lifanda lífí var Caroline ekki
síður sýningargripur. Hún vakti
mikla athygli víða á Bretlandi en á
þessum tímum voru hvers konar
furðusýningar í tísku. Vanskapað
fólk, krypplingar, risar og dvergar
máttu þola að dúsa í sýningarbás-
um og búrum, skilningslausum al-
múganum til skemmtunar. Fræg-
asta dæmið er sennilega Fílamað-
urinn svonefndi sem var kynntur
almenningi sem viðurstyggilegasta
mannsmynd í heimi.
Crachami var sögð u.þ.b. níu ára
gömul þegar hún lést og hafði þá
verið undir miklu álagi vegna sýn-
inganna. Stundum þurfti hún að
hitta fleiri hundruð manns á hverj-
um degi og gegn vægu gjaldi
bauðst sýningargestum að hand-
leika hana. Höfundurinn leiðir lík-
um að því að þessi „lifandi dúkka“
hafí jafnvel verið ennþá yngri en
haldið var fram og hugsanlega hafi
ofurkappsamir líffærafræðingar
og vísindamenn átt þátt í dauða
hennar.
Þetta bókarkom veltir upp ýms-
um spurningum sem varða mann-
lega forvitni og ónærgætni. Bókin
er forvitnileg lesning en dálítið
erfitt að átta sig á nákvæmum til-
gangi þess að grafa upp svo gam-
alt og sorglegt mál. Höfundurinn
nefnir engar sérstakar ástæður og
virðist ekki komast að neinni nið-
urstöðu um málið. Hún vinnur nú
að ítarlegri bók um dúkkur og
dúkkugerð sem kemur út síðar á
árinu.
Úlfur Eldjárn.
Fasteignir á Netinu
S' mbl.is
_/\LL7y\f= e/TTH\SSK£J A/TTT
FÓLK í FRÉTTUM
Bestu bækur aldarinnar í Tékklandi
Forvitnilegar bækur
Góði dátinn Svejk hefur
ástæðu til að brosa
Verður
brúðkaupið
í beinni?
JÁTVARÐUR Bretaprins hefur ekki aftekið að
bmðkaupi hans og unnustu hans, Sophie Rhys-
Jones, verði sjónvarpað í beinni útsendingu.
„Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum,“
sagði hann við blaðamenn þegar brúðkaupið,
sem haldið verður 19. júní næstkomandi, kom
til tals á blaðamannafundi.
Hann var að kynna fréttamönnum væntan-
lega þætti „Krúnu og konungsveldis" sem
hefjast á PBS-sjónvarpsstöðinni 7. febrúar
og fjalla um sögustaði Lundúnaborgar. Þeg-
ar átti að fá eitthvað meira upp úr honum
um brúðkaupið hló hann bara og sagðist ekki tala
um einkalíf sitt.
Játvarður hefur beðið um að vera látinn í friði af
fjölmiðlum alveg síðan fréttir um samband hans
við Sophie Rhys-Jones komu fyrst upp á yfír-
borðið. Brúðkaup þein-a hefur þó verið mikið í
fréttum upp á síðkastið. Ætlunin er að það fari
fram í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala,
sem er í grennd við Lundúnaborg, og mun meira
úr alfaraleið en dóm-
kirkja heilags Páls þar sem Karl Bretaprins
giftist Díönu Spencer í júlí árið 1981.
Játvarður á íýrirtækið Ardent Productions sem
hefur framleitt þætti á borð við „Edward on Ed-
ward“, „Windsor Restored“ og „Tales from the
Tower“. Þáttunum hefur verið sjónvarpað á BBC-
sjónvarpsstöðinni og í Bandaríkjunum.
Elskulegi
líkbíll
Um gjörvalla heims-
byggðina tíðkast nú
að gera kannanir um
alla skapaða hluti og
eru bækur ekki und-
anskildar. Börkur
Gunnarsson sökkti
sér ofan í lista yfír
bestu bókmenntir í
Tékklandi.
NÚ þegar aldamótin nálgast eru
menn farnir að draga 20. öldina
upp með ýmsum listum. í Tékk-
landi lét vikublaðið Tyden 25
bókmenntafræðinga og gagn-
rýnendur velja bestu bókmennta-
verk aldarinnar og kom það fáum
á óvart að Góði dátinn Svejk eftir
Jaroslav Hasek varð hlut-
skörpust. Hasek skrifaði bindin
Qögur á öðrum tug aldarinnar og
nýtur verkið enn í dag mikillar
hylli, ekki aðeins í Tékklandi og á
Islandi, en upplestur úr bókinni
var vinsælt útvarpsefni hérlendis,
heldur á flestum Vesturlöndum.
Pragbúar hafa ekki farið var-
hluta af vinsældum Svejks og
snúið flestum pöbbum sem nefnd-
ir eru í bókinni i Svejkpöbba en
þá sækja eingöngu túristar sem
tilbúnir eru að greiða margfalt
verð fyrir bjórinn fyrst þeir fá að
drekka hann á Svejkpöbb. Þeirra
vinsælastur er pöbbinn U
Kalicha, þar sem Svejk ætlaði að
hitta vin sinn klukkan sex eftir
stríð.
í öðru sæti hafnaði Alveg
glynijandi einvera eftir Bohumil
Hrabal sem þýdd var á íslensku
fyrir nokkrum árum og gefin út
af Leshúsinu. Hrabal lét lífið fyr-
ir rúmu ári þegar hann féll útum
glugga af fimmtu hæð sjúkra-
hússins sem hann dvaldist á. I
fyrstu var talið að hann hefði ver-
ið að gefa dúfum í glugganum og
The Burial Brothers" eftir Simon
Mayle. 200 bls. The Ballantine Publis-
hing Group, New York, árið 1996.
Eymundsson. 1.495 krónur.
GÓÐI dátinn Svejk með augum Josep Lada.
hrapað af slysni, en nú hallast
menn að því að um sjálfsmorð
hafi verið að ræða. I einni af hans
síðustu smásögum er ein persón-
an haldin djúpstæðri löngun til að
kasta sér út um glugga á fimmtu
hæð.
Hrabal var lögfræðingur að
mennt en kommúnistum féllu
ekki skoðanir hans og hann vann
mestan hluta ævinnar sem póst-
burðarmaður, skrifstofumaður og
í pappírsendurvinnslu. Alveg
glymjandi einvera fjallar einmitt
um endurvinnslu pappírs, lista-
verka og manna. Hrabal var sá
eini sem átti tvö verk af þeim
efstu tíu sem valin voru, en í átt-
unda sæti var skáldsaga hans Eg
þjónaði Englandskonungi.
Hinir virtu en minna þekktu
bræður Karel og Josef Capek
voru hvor með sína skáldsögu í
efstu tíu sætunum, Venjulegt iíf
Karels var í sjöunda sæti og
Bæklaði pílagrími Josefs var í
tíunda sæti.
Betur þekktir eru samtíma-
höfundarnir Milan Kundera og
Josef Skvorecky. En bók Skvor-
eckys Heiglar hafnaði í fjórða
sæti og skáldsaga Milan Kunder-
as, Brandarinn, hafnaði í fimmta
sæti. En þótt margar bækur
Kunderas hafi verið þýddar á ís-
lensku hefur Brandarinn því mið-
ur ekki verið þýddur. Þetta var
fyrsta skáldsaga Kunderas og
kom hún út í miðju vorinu í Prag
árið 1968.
Margir sakna hugsanlega
þekktasta verks Kunderas,
Ódauðleikans, eða verka Prag-
búans Franz Kafka, risa evr-
ópskra bókmennta á 20. öld. En
Odauðleikinn, eins og öll seinni
verk Kunderas, er skrifað á
frönsku og Kafka skrifaði á
þýsku og þóttu þau verk því ekki
gjaldgeng í þessari könnun.
Það var ást við fyrstu sýn. Þegar
líkbíllinn, Cadillac ‘73, var auglýst-
ur til sölu, varð höfundur bókar-
innar hreinlega að kaupa hann.
Þannig hefst ástarsagan. Og hún
er sönn. Aðalsöguhetjumar eru
höfundurinn sjálfur og eina yndið
hans í lífinu, líkbíllinn.
Hlutverk líkbíla er að flytja lík.
En þessi líkbíll er ekkert venjuleg-
ur. Hann á að flytja eiganda sinn,
sprelllifandi, til Rio de Janeiro. Og
það alla leið frá New York, með
því eina markmiði að sletta ræki-
lega úr klaufunum á karnivalinu í
Rio. Tveir félagar höfundarins
slást í hópinn og þannig keyra þeir
í gegnum þvera og endilanga Mið-
og Suður-Ameríku, í líkbílnum.
Bíllinn brunar áfram og ævin-
týrin láta ekki á sér standa. Félag-
arnir í bílnum era algjörir æringj-
ar og löndin sem þeir þjóta í gegn-
um minna lítið á vemdaða ferða-
mannaparadís. Spilltir hermenn,
svindlarar, skotbardagar og skítug
klósett. Tungumálið er spænska,
tónlistin salsa, di-ykkurinn tequila
og aðaláhugamál þeirra félaga er
kvenfólk hinnar rómönsku
Ameríku. Og það er drakkið,
dansað og dópað og keyrt þess á
milli. Og um leið. I öllum þessum
látum þarf lesandinn að minna sig
stöðugt á að þessi fallega ferða-
saga er dagsönn og gerðist fýr-
ir fímm ár-
um.
Söguhetj-
urnar flýja
sjálfa sig og
kuldann í
Brooklyn.
Um leið flýr
lesandinn
kaldan raun-
veraleikann og
fær að fýlgja
með í ferðalag-
inu án þess að
þurfa að óttast
að lenda í fang-
elsi í Kólumbíu.
Ferðasagan er
brosleg og sagt
er frá af barns-
legri gleði. Sögu-
hetjurnar era
bestu skinn en al-
gjörir brjálæðing-
ar. Þeir eru sukk-
arar og ábyrgðar-
tilfinning engin.
Þeim er sama um
afdrif sín svo lesandanum er alveg
sama um afdrif þeima. En í gegn-
um öll ærslin glittir í sanna taug.
Það er ást höfundar á lífinu. Og ást
hans á eftirlætinu sínu: líkbílnum.
Silja Björk Baldursdóttir