Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Formaður Sjómannafélags ísfirðing-a um sölu Guðbjargarinnar Guðbjörgin var farin frá ísafirði SIGURÐUR R. Ólafsson, formaður Sjómannafélags Isfirðinga, sagði að sér hefði brugðið við að heyra frétt- ir af því að búið væri að selja frysti- togarann Guðbjörgu til Þýskalands. Isfirðingar hefðu hins vegar verið búnir að tapa skipinu íyrir nokkru og tengsl þeirra við skipið hefðu verið orðin lítil. „Guðbjörgin var farin frá ísafirði svo maður kippir sér svo sem ekki mikið upp við þessar fréttir. Þetta er hins vegar stórt og fallegt skip og óneitanlega er eftirsjá að því,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að ísfírðingar væru enn í áhöfn Guðbjargarinnar þó þeim hefði fækkað mikið frá því skipið var í eigu Hrannar hf. Hann sagðist treysta loforðum Samherja- manna um að þeir myndu finna vinnu fyrir áhöfnina á öðrum skip- um Samherja. Á skrapi hingað og þangað „Mér brá þegar ég sá aflatölur fyrir Guðbjörgina á síðasta ári. Töl- urnar voru eins og þama væri trilla á ferðinni í samanburði við hina frystitogarana. Þeir hafa notað skipið á skrapi hingað og þangað. Þetta var aflahæsta skip landsins ár eftir ár. Við vorum sárir þegar Guðbjörgin fór frá Isafirði á sínum tíma, en þetta verða hins vegar að teljast eðlilegir viðskiptahættir eins og kaupin gerast á eyrinni," sagði Sigurður. Ekki komið til Isaíjarðar í heilt ár „Samherjamenn gáfu út það lof- orð að þeir myndu halda þessu skipi út héðan, en við það hefur ekki verið staðið. Það hefur hins vegar verið mannskapur héðan frá ísafirði á skipinu og að því leyti hefur verið staðið við gefin loforð. Við gerum ráð íyrir að sá mann- skapur verði áfram á skipum Sam- herja,“ sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði. Halldór sagði að Guðbjörgin hefði ekki landað á ísafirði undan- farið. Það væri varla hægt að segja að skipið hefði komið inn á ísafjörð í heilt ár. Hafnarsjóður væri því ekki að tapa tekjum við sölu skips- ins til Þýskalands. Þær tekjur hefðu tapast strax við söluna til Samherja. FRÉTTIR Jóhann Alexandersson hefur verið á þremur togurum með nafninu Guðbjörg Enn hallar und- an fæti á Isafírði „ÞETTA er auðvitað áfall en maður bjóst alltaf við þessu,“ segir Jóhann Alexandersson á Isafirði. Hann er háseti á Guðbjörgu IS og byrjaði á fyrsta togaranum sem bar það nafn fyrir um tuttugu árum. Hann segir að staðan á Isafirði hafi versnað mjög þegar Guðbjörgin fór þaðan á sínum tíma og nú halli enn undan fæti. „Mesta áfallið var þegar Guð- björgin fór frá ísafirði, maður reiknaði alltaf með þessu eftir það. Samt gerði ég frekar ráð fyrir að vera í þessari vinnu áfram, þegar maður er kominn á sextugsaldur er náttúrlega ekki hlaupið í neitt ann- að.“ Fólkið einskis virði í fyrirtækjunum Jóhann segist enga vissu hafa fyrir því að vera áfram í vinnu hjá Samherja, þau orð sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrir- tækisins, hefði látið hafa eftir sér um þau mál væru loðin. Hann segir að einn af félögum sínum úr áhöfn- inni hafi þegar hringt í sig og sagst vera að kanna með önnur störf. „Það treystir enginn því, þótt tal- að sé um að leita að vinnu handa þeim innan fyrirtækisins. „I dag eru menn í fyrirtækjum bara pen- ingamenn, fólkið er einskis virði. Þetta er kannski rétt fyrir fyrir- tækið og þjóðfélagið í heild, ég veit það ekki,“ segir Jóhann. Hann segir að sér hafi líkað vel í vinnu hjá Samherja engu að síður, aðbúnaður á skipinu hafi verið mjög góður, þó að afkoman hafi ekki ver- ið eins og best verður á kosið að undanfömu. Jóhann segist hafa áhyggjur af afkomu sinni í kjölfar uppsagnarinnar sem hann býst við að fá í hendurnar eftir helgina. „Það er meira en að segja það þegar skip fer héðan, það lækkar til dæmis fasteignaverðið. Eg sit uppi með hús sem er gjörsamlega útilok- að að selja.“ Jóhann segir að senni- lega væri hann þegar farinn frá Isa- fírði ef hann hefði getað selt húsið. Hann segist enga trú hafa haft á þeim orðum Samherjamanna á sín- um tíma að Guðbjörgin myndi áfram landa á ísafirði eftir að hún fluttist yfir til þeirra. Hann segir að eðlilegra hefði verið að hún hefði verið hjá Básafelli eða einhverju öðru fyrirtæki á Isafirði. FRÁ brautskráningu kandídata frá Háskóla Islands í gær. Háskólarektor gagnrýndi fjölmiðla við brautskráningu kandídata Koma oft fram við fólk eins og óvirka neytendur Sjálfkjörið í forystu STEINGRÍMUR J. Sigfússon al- þingismaður var einn í framboði til formanns á stofnfundi Vinstri hreyfingar - Græns framboðs í gær og var því sjálfkjörinn. Auk hans var á lista uppstilling- amefndar Svanhildur Kaaber sem varaformaður, Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri, Jóhanna Harðardóttir ritari og meðstjómendur vom Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Birkir Frið- bertsson, Drífa Snædal, Stefanía Traustadóttir og Þórhallur Þor- steinsson. Þau vom öll kjörin án mótframboðs. ---------------- Prófkjör Samfylkingar Yfír 2.000 höfðu kosið á hádegi SAMTALS höfðu rúmlega tvö þús- und manns kosið í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Reykjanesi upp úr hádegi í gær, samkvæmt upplýsing- um frá Garðari Vilhjálmssyni, for- manni yfirkjörstjómar. Um sex hundrað manns höfðu kosið í Reykjanesbæ, um sjö hund- mð í Kópavogi, tæplega sjö hundmð í Hafnarfirði, um hundrað og fimmtíu í Garðabæ, um eitt hundrað á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og í Grindavík og um fimmtíu í Vogum. PÁLL Skúlason háskólarektor gagn- rýndi fjölmiðla í ræðu sem hann flutti við brautskráningu kandídata frá Háskóla íslands. Hann sagði þá iðulega starfa á þeim forsendum að fólk hefði engan áhuga á því að kom- ið væri fram við það sem hugsandi vemr. Páll gerði að umfjöllunarefni í ræðu sinni ábyrgð hverrar mann- eskju á sjálfri sér, eigin hugsunum og ákvörðunum. Hann sagði að hver hugsandi manneskja hlyti að spyrja sig hver þau öfl og kerfi væru sem hefðu áhrif á líf hennar og hvemig hún sjálf gæti haft áhrif á þau. Það væm margir kraftar að verki sem við hefðum lítinn skilning á og sömu- leiðis væm til voldug félagsleg kerfi sem setja lífi okkar skorður og stýra okkur eftir brautum bæði leynt og ljóst. „Svo undarlegt sem það er, þá virð- ast ýmis áhrifamikil fyrirtæki og stofnanir ekki enn hafa gert sér grein fyrir þeim ævafomu sannindum sem hér hefur verið drepið á. Eða þá að þau sjá sér ekki hag í því að halda þeim á lofti, heldur þvert á móti breiða yfir þau og hylja. Hér eiga fjöl- miðlar með sjónvarpsstöðvar í broddi fylkingar stóran hlut að máli. Þeir virðast iðulega starfa á þeim forsend- um að fólk hafi engan áhuga á því að komið sé fram við það sem hugsandi vemr sem vilja skiJja sjálfar sig og aðstæður sínar, heldur einungis sem óvirka neytendur sem gera engar kröfur um að mál séu skýrð með skil- merkilegum hætti. Bandaríska sjón- varpsstöðin CNN er vafalaust eitt gleggsta dæmið um slíkt. En evr- ópskar sjónvarpsstöðvar virðast taka sér vinnubrögð hennar til fyrirmynd- ar. Fréttatímar fyllast smám saman af sundurlausum samtíningi viðburða sem áhorfendur hafa litla eða enga möguleika á að meta hvaða þýðingu hafa vegna þess að þeir em slitnir úr öllu samhengi," sagði rektor. Hann varpaði síðan fram þeirri spumingu hver hefði hag af því að fólk öðlaðist ekki skilning á því sem væri að gerast í heiminum. „Hvaða öfl em það sem vilja halda fólki í ánauð ólæsis og skilningsskorts og hindra um leið að það beri ábyrgð á eigin lífi, öðlist sjálfsvirðingu og metnað til að breyta heiminum til hins betra?“ Varnarflutningarnir ► Guðmundur Kjærnested varð frægur í þorskastríðunum. Nú stendur sonarsonur hans og alnafni í brúnni. /10 Bylting á krossgötum ►20 ár liðin frá valdatöku hreintrúarmanna í Iran. /12 Uns sekt er sönnuð ► Er stefnubreyting hjá dómstólum í kynferðisbrotamálum? spyr Páll Þórhallsson að gengnum tveimur hæstaréttardómum í nauðgunarmálum nú í vikunni. /26 Skemmtilegur barningur ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Ásgerði Jónu Flosadóttur og Jóhannes Jón Gunnarsson í Sundanesti. /30 ►l-20 Hið rauða hjarta Frakklands ► Sælkerinn Steingrímur Sigurgeirsson á flakki um Rónardalinn með Þorra Hringsson myndlistarmann sem fömnaut. /1&10-13 Líknandi hvítir englar ► Hér á landi starfa og eiga heimili 48 nunnur af sex reglum. /4 Framhaldslíf bíla ►Þuirkublöðin eyðilögðust á bíl Guðrúnar Guðlaugsdóttur og fyrir bragðið kynntist hún leyndardómum bílapartasalanna. /6 FERÐALÖG ► l-4 Nautaat ► Einn á móti öllum. /2 Dagur elskendanna ►Ástarhreiður við allra hæfi. /4 D BÍLAR ► l-4 Tíu athyglisverðir hugmyndabílar ► Framtíðarfarartæki á bílasýningunni í Detroit. /2 Reynsluakstur ► Sama línan en allt önnur Bjalla. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Sjálfstætt starfandi arkitektar ► Stofna með sér félag en verða áfram innan Arkitektafélags Islands. FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjömuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 17b Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.