Morgunblaðið - 07.02.1999, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ossur Skarphéðinsson:
r Rödd fólksins hefur talað
-hné valdamanna hljóta að skjálfa
ÁFRAM veginn í vagninum ek ég.
Andlát
SIGURÐUR
ÁSMUNDS SON
SIGURÐUR Ás-
mundsson, sendifull-
trái í utanríkisráðu-
neytinu, lést á heimili
sínu föstudaginn 5.
febráar. Sigurður var
fæddur í Reykjavík 27.
mars 1932. Hann var
sonur hjónanná As-
mundar Ásmundsson-
ar bakarameistara og
Gróu Ástu Jafetsdótt-
ur. Hann var næstelst-
ur fjögurra systkina
en hin þrjú eru öll á
lífí.
Sigurður varð stúd-
ent frá Verslunarskóla Islands árið
1953. Hann stundaði nám í læknis-
fræði um stutt skeið og starfaði
síðan sem sölumaður hjá innflutn-
ingsfyiirtæki í Reykjavík. Árið
1958 var hann ráðinn til starfa hjá
Sindrastáli og vann
þar sem fulltrái og síð-
ar skrifstofustjóri í 28
ár. Árið 1986 var Sig-
urður ráðinn sem
deildarstjóri á vamar-
málaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins. Þar
starfaði hann í fimm
ár þar til hann var
skipaður sendifulltrái
árið 1991 hjá ráðu-
neytinu, en því starfi
gegndi hann til dauða-
dags.
Sigurður kvæntist
árið 1957 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Karí Karolínu Ei-
ríksdóttur, sjúkraliða (áður Kari
Lund Hansen). Dætur þeirra eru
fjórar; Edda Dagmar, Birna
Katrín, Ellisif Astrid og Sunna
Miriam.
Stuðningur
við stækkun
virkjunar í
Bjarnarflagi
BÆJARSTJÓRN Húsavíkur sam-
þykkti ályktun á fundi sínum ný-
lega, þar sem lýst er yfir fullum
stuðningi við áform Landsvirkjunar
um stækkun virkjunar í Bjarn-
arflagi. Jafnframt skorar bæjar-
stjórn á iðnaðarráðherra að beita
sér fyrir því að Alþingi heimili um-
ræddar virkjunarframkvæmdir.
í greinargerð bæjarstjómar
kemur fram að fyrir liggi að raf-
magnsframleiðsla með gufuafli sé
hagkvæm og umhverfísvæn. Stækk-
un virkjunarinnar í Bjamarflagi sé
talin með hagkvæmustu virkjunar-
kostum í landinu í dag.
Einnig er bent á að frekari virkj-
un í Bjarnarflagi opnar ýmsa mögu-
leika í tengslum við ferðaþjónustu,
s.s. baðaðstöðu, lón og jarðböð.
Þannig myndu framkvæmdír skjóta
stoðum undir ferðaþjónustu á svæð-
inu og styðja sókn hennar til leng-
ingar ferðamannatímans.
Aukin orkuþörf á svæðinu mun
einnig styrkja stöðu héraðsins til
þess að taka við orkufrekum iðnaði
þannig að orkan sé nýtt sem næst
framleiðslustað og þannig lágmark-
aður sá kostnaður og flutningstap
sem leiðir af flutningi á milli lands-
hluta.
----------------
Suðurland
Góð kjörsókn
hjá sjálfstæðis-
mönnum
KJÖRSÓKN var góð í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Suðurlandi fymi
hluta dags í gær, samkvæmt upplýs-
ingum frá Jóni Erni Arnarsyni, yfír-
manni kjörstjómar.
Um klukkan tvö höfðu á áttunda
hundrað manns kosið í Vestmanna-
eyjum og á fímmta hundrað á Sel-
fossi. Samtals höfðu rámlega sex
hundruð manns kosið í utankjör-
staðaatkvæðagreiðslu.
Kvenréttindafélag hefur hlutverk
Konur sækja
í sig veðrið
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Mikið hefur verið
rætt að undan-
fömu um konur og
stjómmál. Kvenréttindafé-
lag Islands var stofnað til
þess að efla konur til
áhrifa og starfa í þjóðfé-
laginu, m.a. til þátttöku á
vettvangi stjómmálanna.
Félagið var stofnað 1907
og að sögn formannsins,
Sigríðar LiOýjar Baldurs-
dóttur, er verkefnið enn
hið sama, 92 árum síðar.
En hefur ekki mikið áunn-
ist?
„Það hefur ýmislegt
áunnist en enn er langt í
land með að litið sé á
stjómmálaþátttöku
kvenna sem eðlilegan hlut
í samfélaginu. Undanfarin
misseri og ár hafa vissu-
lega ánægjulegir atburðir
gerst. Konum hefur fjölg-
að á þingi og í sveitarstjómum.
Þær hafa tekið að sér ábyrgðar-
störf hjá stjómmálaflokkunum og
það er mikilvægt að konur verði
fjölmennar á þingi, það er lýðræð-
isleg réttlætiskrafa. Oft er talað
um að hópur þurfi að ná a.m.k.
30% hlut til þess að hann hafi
áhrif á framgang mála á tilteknu
sviði. Það á ef til vill einnig við um
störf Alþingis. Þar skiptir fjöldinn
þó ekki öllu máli, heldur ekki síð-
ur staða kvenna á Alþingi og inn-
an flokkanna. Það má spyrja sig
hvort þær séu þar eingöngu til
þess að fylla kvennakvótann eða
hafa þær raunveruleg áhrif? Þeg-
ar valdakerfi Alþingis og flokk-
anna er eins og það er skiptir
staða kvennanna þar sköpum um
hvort þær hafi áhrif.“
-Hvernig er staðan í þessum
málum núna?
„Mér sýnist sérstaklega
ánægjulegt að sjá styrk kvenna í
efstu sætum flestra þeirra lista
sem þegar er búið að stilla upp.
Hjá Sjálfstæðisflokknum er sá
sögulegi atburður að gerast að
kona, Arnbjörg Sveinsdóttir, er í
forystu fyrir lista flokksins á
Austfjörðum. Hjá Framsóknar-
flokknum er Siv Friðleifsdóttir í
fyrsta sæti á Reykjanesi, Valgerð-
ur Sverrisdóttir í fyrsta sæti á
Norðurlandi eystra og allar líkur
eru á að Ingibjörg Pálmadóttir
verái í forystusveit listans á Vest-
urlandi. Hjá grænu vinstra fram-
boði geri ég ráð fyrir að Kristín
Halldórsdóttir verði í fyrsta sæti
á Reykjanesi, þaðan er annars
fátt að frétta af konum. Hjá Sam-
fylkingunni er Mai-grét
Frímannsdóttii- í fyrsta sæti á
Suðurlandi, stórar líkur eru á að
Svanfríður Jónasdóttir verði í
fyrsta sæti á Norðurlandi eystra
og Rannveig Guðmundsdóttii- á
Reykjanesi - svo eru það konurn-
ar í Reykjavík, þar sem Jóhanna
Sigurðardóttir vann stóran sigur í
prófkjöri á dögunum. Athyglis-
vert er að í þessu próf-
kjöri, þrátt fyrir mikinn
sigur kvenna, voru ekki
margai- konur sem gáfu
kost á sér á lista Jafn-
aðarmanna og Alþýðu-
bandalags, og það vekur nokkurn
’ugg-“
- Eru stjórnmál árennileg fyrir
konur?
„Stjórnmálin eru reyndar ekki
mjög árennilegur starfsvettvang-
ur eins og þau eru í dag fyrir fólk
sem vill jafnframt lifa fjölskyldu-
lífi. Ég velti því fyrir mér hvort
fjölgun kvenna ein sér muni
nægja til þess að gera stjórnmálin
áhugaverðan vettvang fyrir konur
og karla sem gera kröfur til inni-
► Sigríður Lillý Baldursdóttir er
fædd á Flateyri við Önundar-
fjörð árið 1954. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Tjörnina 1974 og sérmennt-
aði sig í eðlisfræði og síðan í vís-
indasögu. Hún kenndi um árabil
á menntaskóla- og háskólastigi
og var 7 ár lektor við Tækni-
skóla íslands. Árið 1994 til ‘96
starfaði hún í utanríkisráðuneyt-
inu en eftir það hefur hún verið
skrifstofusljóri í félagsmálaráðu-
neyti. Hún hefur einnig verið
virk í félagsstörfum, starfaði
lengi með Kvennalistanum, var
m.a. formaður UNIFEM á íslandi
og varð formaður Kvenréttinda-
félags íslands árið 1997. Sigríð-
ur er gift Skúla Bjamasyni lög-
manni og eiga þau þijú böm.
haldsríks lífs. Bríet Bjamhéðins-
dóttur sagði um það leyti sem
Kvenréttindafélagið var stofnað:
„Hvar sem litið er á ættu þær
(konurnar) að vera með. Bæði
sem kjósendur og löggjafar, alls
staðar þar sem ræða skal um
unga og gamla, fátæka, bágstadda
og sjúka, alls staðar þar sem
menning og siðgæði þurfa tals-
menn - þar eru konumar sjálf-
sagðar.“ En andstæðingar stjóm-
málaþátttöku kvenna sögðu á
þessum tíma að pólitíkin væri
ekki til þess fallin að auka finni og
viðkvæmari kosti nokkurs manns.
Ég vil taka undir hvort tveggja.
Ég tek undii- orð Bríetar og ég er
þeirrar skoðunar að stjórnmála-
þátttaka sé ekki endilega mann-
bætandi, hvorki fyrir konur né
karla. Það er vandi lýðræðissam-
félagsins, sem ég bind nokkrar
vonh- við að aukin þátttaka
kvenna í stjórnmálum reki menn
til þess að leysa. Það er mjög
brýnt að mætir einstaklingar,
konur sem karlar, hafi áhuga á að
taka þátt í stjórnmálum. Við upp-
haf aldarinnar vom völd stjórn-
máiamanna mikil en
núna hljótum við að
spyrja okkur hvort hér
hafi orðið breyting á. I
samfélaginu má sjá
ýmis teikn þess efnis
og má í því sambandi benda á at-
hyglisverða doktorsritgerð Her-
dísar Drafnar Baldvinsdóttur sem
nýlega var fjallað um í fjölmiðlum.
Oft hefur verið haft á orði að þeg-
ar konurnar komi hverfi völdin.
Það er sannfæring mín að það sé
ekki einvörðungu spurning um
réttlæti heldur sé það nauðsyn-
legt til þess að samfélagið verði
eins og best verður á kosið, að
konur jafnt sem karlar séu þar
sem ákvarðanir eru teknar.“
Hafa þær
raunveruleg
áhrif?