Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 15

Morgunblaðið - 07.02.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 15 ÍÞRÓTTIR meistaralið Chicago Bulls, sem fæstir spá að muni komast í úrslita- keppnina. Vesturdeildin Meiri breidd er í Vesturdeildinni, en flestir sérfræðingar spá að Los Angeles Lakers og Houston Rockets muni á endanum berjast um meistaratitilinn í deildinni. San Antonio Spurs, Utah Jazz og Seattle SuperSoncis verða þó ef- laust með í baráttunni líka. Lakers kemur lítið breytt frá í fyrra. Shaquille O’Neal mun sem fyrr stjórna miðjunni og hann hefur nægilega sterkt lið í kringum sig til að vinna fyrsta meistaratitil liðsins frá 1991. Lakers losaði sig við Nick Van Exel til Denver, en hann var af mörgum talinn hafa spillt liðsand- anum með hegðun sinni. Derek Fis- her tekur við leikstjórninni og ef hann skilar hlutverki sínu vel (og boltanum til O’Neal undir körfunni) verður Lakers til alls líklegt. Kobe Bi-yant mun einnig þurfa að spila meira fyrir liðið en hann hefur gert til þessa. Gamla kempan Derek Harper kom frá Dallas og reynsla hans gæti orðið mikilvæg hjá þessu annars unga liði. Houston Rockets náði í besta leik- manninn nú fyrir keppnistímabilið þegar Scottie Pippen ákvað að ganga til liðs við félaga sína úr fyrsta draumaliðinu þá Hakeem Olajuwon og Charles Barkely. Ekki amalegir leikmenn að hafa í barátt- unni undir körfunni. Lykillinn að velgengni Houston kann þó að verða frammistaða leikstjómandans Matts Malones og að stjörnurnar þrjár fyrmefndu haldi sig frá alvarlegum meiðslum. Ef allt fellur í réttan far- veg gæti reynsla Rockets komið lið- inu til góða í úrslitakeppninni. En hvað um Utah Jazz? Hafa þeir ekki leikið til lokaúrslita undanfarin tvö ár? Jú, vissulega, en John Stockton er 37 ára og þeir Karl Ma- lone og John Hornacek báðir næst- um 36. Vissulega mikil reynsla, en eins og hjá Houston veltur mikið á að þessir leikmenn verði ekki fyrir meiðslum. Munurinn á liðunum tveimur er að Houston hefur bætt lið sitt en Utah kemur að mestu óbreytt til leiks og þeir misstu vara- miðherjann Antoine Carr. San Antonio Spurs mun sem fyrr reiða sig á þá David Robinson og Tim Duncan undir körfunni. Dune- an stóð sig frábærlega sem nýliði og er af mörgum talinn besti leikmaður Spurs. Lykillinn að velgengni San Antonio verður hins vegar frammi- staða skotframherjans Seans Elliotts. Hann átti við mikil meiðsl að stríða á síðasta keppnistímabili, en hefur staðið sig frábærlega í æf- ingaleikjum liðsins. Steve Kerr kom frá Chicago og mun gera liðið enn hættulegra í sókninni. Seattle SuperSonics kemur mikið breytt og með nýjan þjálfara. Paul Westphal kom Phoenix í úrslit og þeir Gary Payton, Vin Baker og Detlef Schrempf munu sem fyrr standa fyrir sínu. Hvort það verður nóg er erfitt geta sér til um. Af öðrum liðum er helst að nefna Portland TrailBlazers og Phoenix Suns sem lið sem gætu sett strik í reikninginn. Bæði lið hafa gert breytingar og ef þær virka vel gæti allt gerst hjá þessum liðum í vetur. Spáin Flestir veðja á Indiana gegn ann- aðhvort Houston eða Los Angeles Lakers í lokaúrslitunum. Sú spá virðist nokkuð raunhæf en ekki má útiloka Utah enn. ÚRSLIT NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Indiana - Washington 96: 81 Atlanta - Cleveland 100: 83 Charlotte - Philadelphia 66: 78 Miami - Detroit 81: 95 Boston - Toronto 92:103 Orlando - New York 93: 85 San Antonio - Sacramento 101: 83 Denver - Minnesota 92:110 Utah - Chicago 104: 96 'Seattle - Dallas 92: 86 • Eftir framlengingu. LA Clippers - Phoenix 92:101 LA Lakers - Houston 99: 91 sætm a mann Vinsælasti sumarleyfisstaðurínn við Miðjarðarhafið Heimsferðir kynna nú ferðir til Costa del Sol fjóröa árið í röð, en i fyrra fóru á fjóröa þúsund farþega til þessa vinsælasta áfangastaðar viö Miðjarðarhafið. Costa del Sol státar af heiilandi menningu, frábæru veðurfari, góðu úrvali gististaöa og fjölbreyttari möguleikum i fríinu en nokkur annar staður á Spáni. Frábærir nýir gististaðír Aldrei fyrr höfum við boðið jafn gott úrval gististaöa og í sumar, og nú bjóöum við 3 frábæra nýja valkosti sem staðsettir eru við ströndina. Aquamarina, Flatotel og Principito Sol, allt frábærir valkostir fyrir fjölskyldur. Og að sjálfsögðu bjóðum við hina vinsælu gististaðina, Santa Clara, Bajondillo, El Pinar, Timor Sol og Sunset Beach. Vinsælasti gististaöur Heimsferöa. Frábær staösetning og aöbúnaöur fyrir fjölskylduna. ★ ★★ Viö ströndina og örskammt í gamla bæinn. Glæsilegur garöur og mikil sameigin- leg þjónusta. Seldist strax upp í fyrra. Nýr glæsilegur valkostur fyrir fjölskylduna. Viö ströndina, fallegur garður og íþrótta- og skemmtidagskrá allan daginn og öll kvöld. Austurstræti 17 • 101 Reykjavík • Sími 562 4600 • Fax 562 4601 • www.heimsferdir.is Bajondillo Principito Sol

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.