Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ EKKIMÁ ÓTTAST EPyLENDA EJAREE STA Tíu ár voru liðin á föstudaginn frá því Vá- / tryggingafélag Islands var formlega stofnað. Skapti Hallgrímsson ræddi við Axel Gísla- son, forstjóra VÍS, af því tilefni. ■WÁTRYGGINGA- J FÉLAG íslands var J formlega stofnað 5. J febrúar 1989. Axel Gíslason segir að Y haustið áður hafí fram- kvæmdastjórar félaganna tveggja sem stofnuðu VÍS, Hallgrímur Sig- urðsson hjá Samvinnutryggingum og Ingi R. Helgason hjá Bruna- bótafélaginu, byrjað að ræða hug- myndina. „Það var ákveðið þarna um haustið að ég yrði ráðinn fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga 1. janúai' 1989 svo mér gafst kostur á að fylgjast með við ræðunum um haustið. Strax í byrjun janúai' hófust formlegar viðræður sem leiddu til þess að 19. janúar var undirrituð viljayfii'lýsing um að ganga til stofn- unar á nýju félagi; að tryggingastarf- semi þessara tveggja félaga yrði færð yfir í nýtt hlutafélag. Segja má að þetta hafi gengið nokkuð hratt og vel eftir að það fór í gang og fýrir- tækið var formlega stofnað 5. febrú- ar.“ Komu ekki upp nein sérstök vandamál? „Það er auðvitað svo að þegar tvö tiltölulega stór lyrirtæki koma sam- an er að mörgu að hyggja. Ekki þarf eingöngu að meta eignir og skuldir og rekstrarlegar stærðir. Hugsa þarf um starfsfólkið, framtíðarskipulag fyríi'tækisins og ekki. síst um við- skiptavinina. Ná þurfti samkomulagi um hvemig menn sáu fyrir sér ávinn- inginn af samstarfinu og hvernig ætti að skipta honum. Niðurstaðan varð sú, þrátt fyrir að nokkur stærðar- munur væri á félögunum, að stofna nýtt félag í jafnri eigu beggja. Hug- myndafræðin byggði á því að ávinn- ingurinn yrði til við samstarf tveggja í nýju félagi og það væri eðlilegt að menn kæmu að því á jafnan hátt. VÍS var því í upphafi 50% í eigu Sam- vinnutrygginga og 50% í eigu Bruna- bótafélagsins. Síðan hefur eignar- haldið breyst mikið og í dag er Landsbankinn stærsti hluthafinn en auk þess öflug fyrirtæki og sjóðir með mikinn fjölda eigenda á bak við sig.“ Var tryggingamarkaðurinn þannig á þessum tíma að óhjá kvæmilegt þótti að stækka fyrir tækin? „Kannski ekki óhjákvæmilegt en mjög skynsamlegt. Rekstrarlega voru kostimir augljósir og svo voru miklar breytingar fyrirsjáanlegar í starfsumhverfmu. Ljóst var að afnám á öllum hömlum til viðskipta milli Evrópulanda yi'ði raunin innan tiltölulega fárra ára, þar á meðal á fjármála- og vátryggingasviði. Það var því ljóst að menn urðu að búa sig undir breytt samkeppnisumhverfi, urðu að styrkja samkeppnisstöðuna. Þetta var leiðin sem þessi félög fundu.“ Hafa væntingar um hagræðingu skilað sér? „Tvímælalaust. Það tók auðvitað tíma og fyrstu eitt til tvö árin fóm í að koma breytingunum á. Endur- skipuleggja þurfti allan reksturinn, dreifikerfið út um allt land og töfvu- kerfi fyrir tvö félög þurfti að sam- eina í eitt. A þessum tíma byrjaði ávinningurinn að koma í ljós og eftir það hefur hann verið mjög augljós.“ Myndirðu gera eitthvað öðru vísi ef samskonar verkefni væri fram undan nú og fyrir tíu árum ? „Nei, ég er ekki viss um það. Ég held að mestu máli skipti að gera sér grein fyrir því hver tilgangurinn er, hvaða árangri maður vill ná og í stór- um dráttum hvemig maður ætlar að ná honum. Þetta lá fyrir við stofnun félagsins. Langerfiðasti þátturinn í framkvæmdinni fannst mér að þessu fylgdi óhjákvæmilega að fækka starfsfólki. Við gerðum starfsfólki grein fyrir því strax í upphafi að til uppsagna þyrfti að koma en reynd- um jafnframt að stytta þann óvissutíma mjög. Þessi fækkun kom svo fljótt til framkvæmda og sem betur fer fengu flestir, sem ekki áttu kost á því að starfa fyrir nýja félagið, aðra vinnu. Væntingar hafa að miklu leyti gengið upp; kostnaðurinn lækkaði, það var einfaldara að hafa yfirsýn yf- ir reksturinn og við fengum þann ávinning af hagkvæmni stærðarinn- ar sem við voram að leita eftir. Það þýddi líka að í vátryggingalegu hliðinni gátum við haldið meiri við- skiptum fyrir eigin reikning, þurft- um ekki að endurtryggja eins mikið frá okkur. Sameining tveggja dreifi- kerfa í eitt skilaði fljótt miklum árangri í lækkun kostnaðar.. Mögu- leiki til tekjumyndunar jókst því um leið og kostnaðarhlutfall lækkaði." Gífurlegar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði á þessum tíu árum. Hvernig líst þér á þær? „Ágætlega. Ég held að breyting in sé góð fyrir neytandann, hún eykur fjölbreytni og samkeppni. Menn hafa um mun fleiri leiðir að velja. Fram- boð fjármagns til lána og fjárfest- inga hefur stóraukist og ávöxtunar- valkostum hefur fjölgað. Það er ekki endilega sjálfgefið lengur að ávaxta peninga sína í banka, eða leita ein- göngu til banka til að taka lán. Það eru margir aðrir valkostir í dag og umhverfið allt annað en var. Við skiptum vátryggingum í tvo flokka, skaða- og líftryggingar. Líf- tryggingastarsfemi er tiltölulega lítil á Islandi miðað við löndin í kringum okkur. Víða erlendis snúast líftrygg- ingai' aðallega um ýmiskonar fjár- málatengdar tryggingar og lífeyris- söfnun. Eðli málsins samkvæmt er um að ræða mikla uppsöfnun fjármuna í slíkum félögum. Þau era þá virkari á fjármálamarkaði en líf- tryggingafélög hafa verið hér. Skaðatryggingafélögin íslensku hafa í auknum mæli stundað lánastarf- semi til viðskiptavina sinna, m.a. til bílakaupa og er það orðin nokkuð umfangsmikil starfsemi. Það varð fljótt ljóst í mínum huga, þegar ég kynntist þessu, að til að eiga vaxtarmöguleika í framtíðinni þyrfti að verða einhvers konar grandvallarbreyting, þannig að félögin gætu aukið starfsemi sína á fjármálasviði meðal annars með auk- inni áherslu á starfsemi á líftrygg- ingasviði líkt og gerst hefur annars staðar i Evrópu. Þetta getur gerst með þátttöku í langtíma lífeyris- spamaði og __ ýmis konar lífeyris- tryggingum. íslenskum líftrygginga- félögum er nú heimilt að starfa á þessu sviði, samkvæmt nýju lögun- um um lífeyrissparnað sem tóku gildi á miðju síðasta ári, ásamt bönk- um, verðbréfafyrirtækjum og lífeyr- issjóðum. Nú þegar ríkisvaldið hefur ákveðið að hvetja til aukins langtíma lífeyrisspamaðar og auka skilning landsmanna á þörfinni fyrir hann, sem er afar mikilvægt, þá era þarna tækifæri til lengri tíma fyrir líf- tryggingafélög að koma inn á þenn- an markað. Þessi breyting mun þó gerast smám saman, það verða eng- ai- stökkbreytingar á þessu sviði. Það eru margir aðrir aðilar sem keppa um þetta. Hér á landi era mjög öflugir lífeyrissjóðir, sem fiest- ir hafa starfað lengi, og bjóða ágæta þjónustu. Við keppum einnig við banka og verðbréfafyrirtæki og að einhverju leyti eram við að sjálfsögðu í samkeppni við erléndar sparnaðarleiðir ýmis konar. Þetta verður því öragglega hörð sam- keppni en það ætti að geta komið neytendum tfi góða.“ Þekking og reynsla VIS keypti fyrir nokkrum árum þrjú félög af sænska tryggingafélag- inu Skandia. Skaðatrygginga- og líf- tryggingafélag og Fjárvang, sem þá hét Fjárfestingafélagið Skandia. „Gagnstætt því sem margir töldu voram við ekki fyrst og fremst að leita eftir því að fá bílatryggingarnar sem Skandia var með. Við keyptum þessa starfsemi reyndar líka en vor- um fyrst og fremst að leita eftir því að kaupa Fjárvang. Þar er þekking og reynsla af fjármálaumsvifum, rekstri verðbréfasjóða, fjárvörslu hvers konar, ávöxtun fyrir einstak- linga og fyrirtæki, verðbréfamiðlun og ýmsu öðra auk þess sém fyrir- tækið sér um rekstur á Frjálsa líf- eyrissjóðnum, stærsta séreignalíf- eyrissjóðnum. Við hugsuðum þetta einmitt sem skref inn á fjármála- markaðinn og tengjum það þeirri starfsemi sem, eins og þú réttilega bendir á, hefur verið að aukast hjá okkur, fjármálastarfsemi VIS. Aukin umsvif á sviði líftrygginga og lang- tímaspamaðar kalla líka á það að hafa á okkar snærum eða í nánum tengslum, fyrirtæki sem getur veitt svona þjónustu. Fjárvangur gegnir þess vegna þýðingarmiklu hlutverki í þessu sambandi. Þar er harðsnúinn hópur starfsmanna; sérfræðinga með góða þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði og það hefur verið mjög ánægjulegt að fá þennan hóp til samstarfs. Við leggjum mikla áherslu á starfsemi Fjárvangs, sam- hliða því sem er að gerast bæði í líf- tryggingum og innan VIS. Að hluta til má segja að þetta sé ein samofin heild, en verður eðli málsins og lög- um samkvæmt að rekast í aðskildum félögum. Rétt er að minna á í þessu sam- bandi, að þessi kaup áttu sér stað áð- ur en Landsbankinn gerðist hluthafi í VÍS og Líftryggingafélaginu, en frá þeim tíma hefur samstarf við Lands- bankann hafist á fjölmörgum nýjum sviðum, sem bjóða upp á fjölda nýrra tækifæra fyrir alla samstarfsaðila." Hvemig verður hinn almenni við- skiptavinur var við hagræðinguna sem orðið hefur vegna stofnunar VÍS? „Við höfum getað, vegna hag- ræðingarinnar, boðið betri kjör í harðri samkeppni og má í því sam- bandi benda á mikla lækkun iðgjalda, sem nemur hundraðum milljóna króna á ári, í mörgum greinum trygginga undanfarin ár, en jafnframt því höfum við leitast við að auka þjónustustigið. Hag- ræðingin hefur því gefið tækifæri til að veita betri þjónustu fyrir lægra verð. En ýmislegt annað sem snýr að viðskiptavininum hefur breyst á þessum tíma. Breyting í lagaum- hverfmu hefur til dæmis opnað gluggann til annarra landa. Trygg- ingafélög frá öðrum löndum eða full- trúar þeirra hafa komið hingað og boðið þjónustu sína. Ef hagræðingin hefði ekki átt sér stað hefðum við ekki verið eins vel tilbúin að takast á við þá samkeppni. Annað sem snýr að neytendunum, tengist aukinni neytendavernd. í dag geta neytend- ur mjög auðveldlega fengið mál sín skoðuð af öðram en tryggingafélag- inu sem þeir eiga viðskipti við, ef ágreiningur er uppi, til dæmis um bótaskyldu. Auk þess geta þeir leitað til úrskurðarnefndar í vá- tryggingamálum, þar sem sitja full- trúar frá neytendasamtökunum og vátryggingaeftirlitinu auk fulltrúa frá tryggingafélögunum. Þannig hafa viðskiptavinirnir ýmis úrlaúsn- arúrræði án þess að þurfa að leita til dómstóla ef ágreiningur kemur upp. Á þessu sviði hafa orðið heilmiklar framfarir." Hvernig heldurðu að þróunin verði á næstu árum, á fólk enn eftir að sjá miklar breytingar á trygg- inga- og fjármálamarkaði? „Já, ég tel það líklegt. Við eigum eftir að sjá enn meiri áhrif af sam- keppninni erlendis frá og hana verða íslensku félögin á þessu sviði stöðugt að takast á við. Samstarf banka og tryggingafélaga - þvert á gömul landamæri - á eftir að breyta dreifi- og þjónustuleiðum; fólk getur farið á fleiri staði en áður til að fá þjónustu. I flestum löndum í kring- um okkur er komin upp nokkuð öflug miðlarastarfsemi 1 vátrygging- um. Hún hefur farið hægt af stað hér en gæti átt eftir að þróast áfram á ákveðnum sviðum. Síðan er alveg ljóst í mínum huga að tækniþróun á eftir að veita nýja möguleika, meðal annars opna leiðir fyrir nýja sam keppnisaðila inn á markaðinn. Inter- netið getur orðið mjög mikilvægur liður í þjónustu og dreifingu ýmis konar fyrir tryggingafélög og fjár- málastofnanir." Axel nefnir að talsverð breyting hafi orðið á váti'yggingastarfseminni vegna aukinnar áherslu á neyt- endamál í löggjöfinni. „Nú bjóða vá- tryggingafélög fjöldan allan af ýmis konar starfsábyrgðartryggingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.