Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 30

Morgunblaðið - 07.02.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SKEMMTILEGUR BARNINGUR VIÐSKIPTIAIVINNUIJF ÁSUNNUDEGI ► Ásgerður Jóna Flosadóttir fæddist í Hafnarfirði 11. nóvem- ber 1954 en flutti kornung til Reykjavíkur þar sem hún ólst upp. Föðurfólk hennar er frá Fáskrúðsfírði en móðurfólk frá Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún varð stúdent frá máladeild Verzlunarskóla Islands. Hún stundaði nám í enskum og amerískum bókmenntum við Háskóla íslands einn vetur en tók síðan BA-próf frá sama skóla í stjórnmála- og ljölmiðla- fræði. Hún hóf eigin atvinnurekstur 19 ára gömul en þá opnaði hún tískuverslunina Strikið á Laugavegi 8 auk þess sem hún flutti inn tískufatnað. Hún er varaformaður Sjálfstæðisfélags- ins í Hlíða- og Holtahverfi og í stjórn Landssambands sjálf- stæðiskvenna. Hún var í stjórn Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, til þriggja ára, þar af sem varaformaður í tvö ár. Auk þess situr hún í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Ásgerður Jóna tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík fyrir síðustu alþingiskosningar en BA-rit- gerð hennar fjallaði einmitt um árangur kvenna í prófkjörum innan Sjálfstæðisflokksins frá 1970 til 1990. Ásgerður Jóna sat í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins við uppstillingu á lista flokks- ins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. ► Jóhannes Jón Gunnarsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1950 og ólst þar upp. Hann er framreiðslumeistari að mennt og var formaður prófnefndar Hótel- og veitingaskóla íslands í 10 ár. Hann rak Leikhúskjallarann í 12 ár fyrir Þjóðleikhús- ið. Þau hjón eiga tvær dætur, sú eldri, Guðrún Eva, er 22 ára viðskiptafræðinemi við HI en sú yngri verður fermd í vor og heitir Flosrún Yaka. eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur ETTA er, held ég, elsti söluturninn í Reykjavík," segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, um söluturn- inn Sundanesti, sem um þessa mundir hefur verið starfræktur í heil fjörutíu ár á gatnamótum Sæ- brautar og Dalbrautar í Reykja- vík. Hún vill þó ekki slá því alveg föstu enda skiptir það ekki megin- máli. „Sundanesti var stofnað af Snorra Guðlaugssyni snemma árs- ins árið 1959 og var þá kallað Snorrasjoppa, eins og eflaust margir muna eftir.“ Hann rak sölu- tuminn í fjölda ára en Asgerður og Jóhannes eru þriðju eigendur stað- arins. Lengst af var söluturninn til húsa norðan og vestan við gatna- mótin en fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári var reksturinn fluttur austur fyrir þau í nýtt húsnæði í eigu Olís. Hófst þá samstarf þeirra hjóna við Olís, sem gengið hefur mjög vel. „Lóðavilyrði borgarinnar stóðust ekki“ En rekstur söluturnsins hefur ekki gengið áfallalaust frá því Ás- gerður og Jóhannes keyptu hann árið 1993 á 30 milljónir króna. „Við keyptum húsnæðið á 16 millj- ónir og reksturinn á 14 milijónir,“ segir Asgerður og ítrekar hversu hátt kaupverðið er. „Inni í þessu kaupverði var samþykkt lóðarvil- yrði í borgarráði frá árinu 1991, sem gerði verðmæti hússins þetta mikið. Þau eru á þá leið að ef og þegar Sæbrautin verður breikkuð þá eigum við að fá lóð 40 metrum vestar en sú lóð er ekki til. Ég hef staðið í mikilli baráttu síðastliðin sex ár við núverandi borgaryfir- völd til að ná fram rétti mínum en án árangurs. Það hefur enginn vilji verið hjá meirihlutanum að leysa mitt mál með réttlátum hætti. Enda eru ekki margir borg- arfuiltrúar meirihlutans í dag mér vitanlega með einhverja viðskipta- reynslu. Svona geta einstaklingar orðið illa úti í viðskiptum sínum við borgaryfirvöld. Það sem mér finnst ámælisvert við þetta er að borgin skuli ekki hafa gert at- hugasemdir við kaupsamninginn snemma árs 1994. Hún átti for- kaupsrétt að húsinu, sem þýðir að kaupsamning þurfti að leggja fyrir borgarráð Reykjavíkur." Ásgerð- ur segist hafa haft uppi áform um að byggja sölu- og veitingaskála á lóðinni sem vilyrðið var fyrir auk þess sem hún hafi haft hug á að fá olíufélag til samstarfs við sig um rekstur bensínstöðvar á sama stað. „Þá vill svo til að Olís fjár- festir í lóðinni austan megin við Sundanesti þar sem nú hefur verið byggð glæsileg þjónustustöð 01ís.“ Upp úr því hófst samstarf Sundanestis og Olís enda segir Ásgerður að ef hún hefði ekki ákveðið að færa sig austur fyrir hefði einhver annar opnað þar veitingastað. „Áður hafði ég gert borgaryfirvöldum tilboð um maka- skipti á lóð Sundanestis og lóð við Ánanaust en ég ekki virt viðlits frekar en fyi’ri daginn.“ Hún segir að rekstur Sundanest- is gangi vel núna en fyrst eftir að sölutuminn var fluttur drógust við- skiptin saman. I öðrum enda húss- ins er söluturn með bílalúgum en í hinum endanum veitingasalur með fullt vínveitingaleyfi og sæti fyrir 40 gesti. Fjölbreytt atvinnustarfsemi Ásgerður segist alls ekki sætta sig við svikið lóðarvilyrði hjá borg- inni. „Það er sárt að sjá 16 miltjón- ir gufa upp.“ Osáttust er hún við að borgaryfirvöld skuli geta, ef þeim sýnist svo, fyrirvaralaust kippt fót- unum undan rekstri gamalla og gróinna fyrirtæka. Hún segir það enda enga tilviljun að hún er nú búin að flytja drjúgan hluta af fyr- irtæki sínu í Garðabæ, þar sem hún segir viðhorf bæjaryfirvalda til at- vinnurekstrar mun vinveittai'a en borgarinnar. „Eg hef á tilfinningunni, út frá minni eigin reynslu, að borgar- stjórinn í Reykjavík sé fyrirtækja- fjandsamlegur og svo virðist sem lítils skilnings gæti á því hjá meiri- hlutanum í borginni að fyrirtækin eru tannhjól samfélagsins. Væri nú ekki æskilegt að embættismaður, sem situr í slíkri áhrifastöðu sem borgarstjóraembættið er, byggi yf- ir reynslu af fyrirtækjarekstri og reynslu í viðskiptum yfirleitt?" Auk Sundanestis reka þau Ásgerður og Jóhannes m.a. sölu- turninn Bitabæ í Garðabæ og sölu- tuminn Lollipopp á Laugavegi 46. Þá eiga þau undirfataverslunina Mónu Lísu, einnig við Laugaveg 46, en húsnæðið keyptu þau á síð- asta ári. „Húsið var byggt árið 1905 og var einu sinni til mikillar prýði á Laugaveginum. Því hefur tvisvar verið breytt síðan það var byggt, fyrst árið 1937 og síðan árið 1959 en við ætlum að láta gera það upp og koma því í upprunalegt horf.“ Bitabæ keyptu þau snemma árs 1998 og hafa þau þegar fengið samþykki bæjaryfirvalda til að byggja þar bensínstöð. Þá langar þau, ef leyfi fæst til þess, að byggja u.þ.b. 60 fermetra veitingasal á sama stað. Viðurkenning fyrir gott aðgengi Ásgerður segir þau hjón vera samtaka í atvinnurekstri sínum þótt þau hafi komið sér upp mjög skýrri verkaskiptingu. Jóhannes er rekstrarstjóri Sundanestis, Bita- bæjar og Lollipops en Ásgerður hefur aftur á móti yfimmsjón með öllum rekstrinum, áætlanagerð, stefnumótun og hugmyndavinnu. Auk þess sér Asgerður alfarið um heildverslunina Dalrós sem flytur inn mikið af hárskrauti auk ýmis- konar fatnaðar og gjafavöm. „Fyrirtækið okkar er nánast reyklaust," segir Ásgerður einnig. „Það gengur þó ekki vel að hafa veitingasalinn í Sundanesti reyklausan, fyrir utan á sunnu- dögum milli klukkan tólf og fjórt- án.“ Sundanesti, ásamt Olís og Skífunni, býður tveimur fjölskyld- um í senn í mat, bensín og rúðu- vökva á heimilisbílinn og miða í kvikmyndahús sérhvern sunnu- dag. Fjölskyldurnar em á vegum Félags krabbameinsveikra barna og Neistans, félags hjartveikra barna, og em þær einmitt í mat í hádeginu á sunnudögum. „Þá fjar- lægjum við alla öskubakka og segjum öðrum viðskiptavinum hvers vegna. Þeir taka þessu mjög vel og finnst ekkert sjálfsagðara en að reykja ekki á meðan.“ Þetta samstarf fyrirtækjanna og fjöl- skyldnanna segir Ásgerður að sé sérstaklega ánægjulegt og nú er hugmyndin að bjóða geðfötluðum bömum ásamt fjölskyldum þeirra að vera með. Rúmlega 400 ein- staklingar frá félögunum tveimur hafa þegið boð fyrirtækjanna. Ásgerður er ánægð yfir því að í fyrra fékk Sundanesti viðurkenn- ingu Sjálfsbjargar fyrir gott að- gengi fatlaðra á alþjóðadegi fatl- aðra. „Olís á í raun allan þann heiður enda eiga þeir húsið og það vora þeir sem voru svo forsjálir að láta hanna húsið með þessum hætti.“ Aukin umsvif Ásgerður hefur staðið í eigin at- vinnurekstri meira og minna allar götur frá því hún opnaði verslunina sína 19 ára gömul. Fljótlega hóf hún rekstur heildsölunnar Dalrós- ar og var heildsalan lengst af í kjallaranum á heimili þeirra hjóna. Frá því á síðasta ári hefur hún ver- ið til húsa í 250 fermetra húsnæði sem þau hjón keyptu og hýsti áður heilsugæslustöð Garðabæjar. Ein- ungis Bitabær er rekinn sem einkahlutafélag en hin fyrii-tækin era enn sem komið er rekin á þeirra eigin kennitölum. Á því verður þó breyting bráðlega. Ásgerður segir að rekstur einka- fyrirtækis eins og fyrirtækis þeirra hjóna sé þess eðlis að ekki verði hlaupið frá honum í margra vikna sumarfrí. Ef svona fyrirtæki eigi að geta gengið þurfi fólk að vera vakið og sofið yfir rekstrinum því gífurleg samkeppni ríki á mark- aðnum. „Það efnast enginn á einni nóttu. Það er ekki fyrr en eftii’ mörg ár að maður fer að sjá árang- ur af starfi sem þessu,“ segir hún. En erfiðið segir hún að sé svo sannarlega þess virði og starfið sé mjög krefjandi en skemmtilegt. Laun erfiðisins koma líka stundum úr óvæntum áttum eins og þegar hún síðastliðið haust fékk bréf þar sem henni var boðið að vera í bók- inni Who’s who of professional and business women. Hún þáði gott boð þannig að hennar verður getið í 6. útgáfu bókarinnar sem kemur út á sumri komanda í Bandaríkjunum. Á milli 40 og 50 manns eru á launaskrá hjá Ásgerði og Jóhann- esi. Hún segist ekki ráða fólk til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.