Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.02.1999, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mannbjörg er trilla strandaði við Eyjar eftir að hafa lent á rekaldi í innsiglingimni „Hentumst báðir til og höfum trúlega rotast“ Vestmannaeyjum. Morgunblaðið ÞORDÍS Guðmundsdóttir, 6 tonna plastbátur af gerðinni Sómi 860, strandaði á hraunkantinum gegnt Klettsnefí við innsiglinguna í Eyj- um á sunnudagsmorgun. Tveir menn sem voru á bátnum, Guð- mundur Rafn Gunnarsson og Omar Guðmundsson, komust í land af eig- in rammleik og gengu yfir úfið hraun upp á veg þaðan sem þeir fengu bílferð á lögreglustöðina. Þórdís var á leið í róður rétt fyrir klukkan hálf sjö er óhappið varð. Guðmundur Rafn, eigandi báts- ins, segist telja að þeir hafi lent á rekaldi og stýrið hafi farið úr sam- bandi því þeir hafi verið með sjálf- stýringuna á með stefnuna á Bjarn- arey þegar högg kom á bátinn. „Við vorum langt frá hraunkantinum með stefnuna á Bjarnarey og sjálf- stýringin komin á þegar högg kom á bátinn. Ég var aftur á dekki að smúla í línubalana en Ómar var í stýrishúsinu. Hann hafði stigið með annan fótinn niður úr stólnum og var að kíkja aftur á til mín þegar þungt högg kom á bátinn. Við hent- umst báðir til og höfum trúlega rot- ast því þegar ég ranka við mér, liggjandi á dekkinu, erum við flatir íyrir öldunni og komnir nánast upp í fjöru. Um leið og Ómar rankaði við sér reyndi hann að snúa stýrinu og koma bátnum uppí en stýrið virkaði ekki. Við kölluðum strax í Vest- mannaeyjaradíó og létum vita hvernig var komið fyrir okkur og gerðu þeir þar þegar ráðstafanir. Það var enginn sjór kominn í bát- inn frammí meðan við vorum um borð en það var ekki verandi um borð fýrir höggum þegar báturinn var að lemjast við klettinn sem hann lenti á í fjörunni. Það er að- djúpt þama við hraunið og við vor- um hræddir um að báturinn myndi brotna og sökkva svo við reyndum að koma okkur í land. Við náðum að stökkva upp á klettinn en það var ekki árennilegt því það var klaki og hálka þama og ég var hræddastur við að ef okkur skrikaði fótur gæt- um við lent milli steinsins og báts- ins. Það tókst þó ágætlega hjá okk- ur að komast upp á klettinn. Fyrir innan hann var sjór en það þurrkaði sig að mestu á útsoginu svo við gát- um sætt færis á að komast alveg á þurrt án þess að blotna mikið. Við héldum síðan yfir hraunið og stefndum upp á útsýnispall sem er þarna austur á hrauninu. Það var hrikalega erfitt að fóta sig yfir hraunið í myrkrinu og ég hefði hreinlega ekki trúað því að það gæti verið svona erfitt að fara yfir það og svo vomm við náttúrulega hálf vankaðir og það blæddi mikið úr andlitinu á mér sem hjálpaði ekki til. Við komumst þó upp á útsýnis- pallinn þar sem lögreglubíllinn stóð en í honum var enginn maður. Við fengum far með bíl sem keyrði framhjá og fóram á lögreglustöðina og létum vita af okkur.“ Fóru á mis við mennina í myrkrinu Guðmundur Rafn segist telja að báturinn hafi siglt á rekald enda hafi komið í ljós þegar hann var tek- inn upp að stýrið var úr sambandi og einnig segir hann að áhöfnin á Björgunarbátnum Þór, sem kom fljótlega á strandstað, hafi orðið vör Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TRILLAN á strandstað í hraunkautinum gegnt Klettsnefi við innsiglinguna í Eyjum á sunnudag. við rekadramb á svipuðum slóðum í gær. Að sögn lögreglunnar í Eyjum fékk hún boð frá Vestmannaeyja- radíó um atburðinn og fóra lög- reglumenn þegar á staðinn. Þeir skildu lögreglubflinn eftir á útsýnis- pallinum og gengu í átt að strand- staðnum en fóra á mis við mennina í myrkrinu og urðu þeirra ekki varir og enginn var á strandstað þegar þangað kom. Þeim hafi því ekki lit- ist á blikuna en fljótlega hafi þeir fengið upplýsingar um að mennimir væru komnir á lögreglustöðina. Lögreglan kom skipbrotsmönn- unum á heilsugæslustöðina þar sem gert var að sáram þeirra en Guð- mundur Rafn var talsvert skorinn í andliti en Ómar slæmur í fæti. Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út til aðstoðar og komu menn úr því fljótlega á vettvang. Þeir sáu síðan um að bjarga bátnum af strandstað og var honum komið til hafnar síðdegis í gær þar sem hann var hífður á land. Báturinn trúlega ónýtur Að sögn Guðmundar Rafns er báturinn trúlega ónýtur enda mikið brotinn og segir hann ljóst að þeir hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður og ljóst sé að verr hafi getað farið ef ekki hefði verið svo kyrrt í sjó. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til Björgunarfélags Vest- mannaeyja fyrir hversu skjótt var brugðist við, því hann sagði að þeg- ar skipbrotsmennimir hafi verið komnir hálfa leið yfir hraunið hafi þeir séð ljósin frá Björgunarbátnum Þór sem þá var að koma að strand- staðnum en ekki hafi verið vit í öðra fýrir þá en að halda áfram yfir hraunið og upp á veg og koma sér í bæinn. Með gasúða á skauta- svelli SEX ungmenni vora færð á lögreglustöð frá skautasvell- inu í Laugardal síðdegis á föstudag en eitt þeirra hafði sprautað gasúða í átt að börnum á svellinu. Ekki er vitað til að þetta hafi haft neinar alvarlegar afleiðingar fyrir börnin sem sprautað var á. Samkvæmt vopnalögum er öðrum en lögreglu óheimilt að flytja til landsins eða eignast gasvopn og táragas- vopn. Vísindamenn staddir í Reykjavík gátu fylgst með breytingum á rennsli Skeiðarár Vatnshæð og rafleiðni Skeiðarár við stíflugarð 1.MYND Vatnshæð (cm) Rafleiðni (jjS/cm) 225: Vatnshæð og vatnshiti Skeiðarár við stífiugarð 2. MYND Vatnshæ> (cm) 225 , Vatnshiti (’C) 1,6 27.jan 28.jan 29.jan 30.jan 31.jan tfeb 2.feb 3.feb 4.feb 5.feb 6.feb 7.feb 8.feb 27.jan 28.jan 29.jan 30.jan 31.jan tfeb 2.feb 3.feb 4.feb 5.feb 6,feb 7.feb 8.feb Rennslislíkan fyrir Skeiðarárhlaup í febrúar 1999 Rennsli hlaupvatns I rúmm/s 3. MYND 1800 —i . 1 ; 0 ° Rennslismælingar / Rennsli hlaupvatns P sk V. lil (ani o fe brú ar V 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Engin brennisteins- lykt af hlaupinu í SKEIÐARÁRHLAUPINU í síð- ustu viku er áætlað að um 0,4 rúm- kflómetrar af vatni hafi komið úr Grímsvötnum. Hámarksrennsli hlaupsins nam um 1.800 rúmmetr- um á sekúndu. Þetta hlaup er því undir meðallagi. I kjölfar eldgossins í Grímsvötn- um í desember sl. var sjálfvirkum mæli komið fyrir við vamargarðana í Skeiðará, en hann mælir vatns- hæð, rafleiðni og hitastig vatnsins. Mælirinn er í eigu Vatnamælinga, en Vegagerðin borgaði kostnað við uppsetningu hans. Vísindamenn gátu því íylgst með breytingum í ánni úr Reykjavík. Auk þess vora gerðar reglulegar mælingar til að staðfesta niðurstöðu síritans með óháðri mælingu. Sverrir Elefsen, tæknifræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar, sagði að rafleiðni vatnsins í Skeið- ará hefði verið að stíga frá þvi í haust, en þó sýnu mest eftir gosið í desember. Þetta væri ákveðin vís- bending um að hlaupvatn hefði ver- ið að leka úr Grímsvötnum. 29. jan- úar gerði asahláku og þá hefði raf- leiðni vatnsins fallið þegar leys- ingavatn rann í ána. Hlaupið í ánni hefði komið ofan í leysinguna því að 1. febrúar hefði rafleiðnin aukist samhliða aukinni vatnshæð. Rafleiðni í vatninu jókst snögglega Sverrir fór ásamt Gunnari Sig- urðssyni verkfræðingi til mælinga í Skeiðará 3. febrúar. Um kl. 20 þann dag stökk rafleiðnin úr 260 uS/cm í 640. Hann sagði að áætlað væri að þá hefði þegar um helmingur hlaupvatnsins verið kominn niður á sandinn. Sverrir sagði þetta þýða, að þarna hefði skilað sér vatn með hæiTÍ efnastyrk. Það þykir athygl- isvert, að ekki hefur fundist nein lykt af Skeiðará í þessu hlaupi. Oft- ast finnst lykt af brennisteinsvetni í Skeiðarárhlaupum. Sverrir sagði að vatnshæðarmælirinn sýndi ekki aukna vatnshæð í hámarki hlaups- ins vegna þess að vatnið dreifði sér um allan sandinn. Athyglisvert er að skoða hitastig vatnsins. Það hækkar nokkuð með- an leysingavatnið er sem mest í Skeiðará, en lækkar síðan þegar jökulvatnið kemur í ána. Hitastig vatnsins er rétt um núll gráður. Líkan, sem Páll Jónsson, eðlis- fræðingur hjá Vatnamælingum Orkustofnunar, hefur búið til og er lýst á mynd 3, sýnir vatnsmagnið sem rann úr Grímsvötnum í hlaup- inu. Búið er að draga frá leysinga- vatnið í ánni. Líkanið gerir ráð fyr- ir að rennslinu megi lýsa sem svokölluðu vísisfalli. Tvöfoldunar- tími hlaupsins í vexti reiknast 38 tímar, en helmingunartími hlaups- ins, þegar það er í rénun, er 8 tím- ar. Líkanið byggist á mælingum sem gerðar vora 3.-5. febrúar og era þær merktar inn á líkanið. Samkvæmt líkaninu náði hlaup- ið hámarki kl. 23 fimmtudaginn 4. febrúar. Þá hefði rennslið numið um 1.800 rúmmetrum á sekúndu en reynslan sýnir að toppur hlaupa er nokkru flatari en líkanið sýnir. Áætlað er að 0,4 rúmkflómetrar af hlaupvatni hafi komið úr Grím- svötnum í hlaupinu. Vatnamælingarnar eru í sam- vinnu við dr. Hrefnu Kristmanns- dóttur á Rannsóknarsviði Orku- stofnunar, dr. Sigurð Reyni Gísla- son hjá Raunvísindastofnun Há- skóla Islands, Vegagerðina, Elem- ent skynjaratækni og Vista verk- fræðistofu um þróun efnavöktun- arkerfis með styrk frá Rannís. Lokið er fyrri áfanga þar sem safnað var gögnum um efnainni- hald og bakgrunnsgildi voru skil- greind. Sótt hefur verið um fram- haldsstyrk til verkefnisins þar sem áætlað er að þróa enn frekar um- ræddan forvarnabúnað um vatns- hæðar- og efnabreytingar sem °S samskipta- og gagnakerfi tengd honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.