Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 14

Morgunblaðið - 09.02.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfíngar - græns framboðs Framboðsmálin í for- gang á næstu vikum Morgunblaðið/Jón Svavarsson STEINGRÍMUR J. Sigfússon, aiþingismaður og nýkjörinn formaður Vinstri hreyfíngar - græns framboðs, og Ogmundur Jónasson alþing- ismaður á stofnfundi hreyfingarinnar. Á NÆSTU vikum verður gengið frá framboðslistum Vinstihreyfing- ar - gi’æns framboðs um allt land og er gert ráð fyrir að framboðslist- ar liggi fyi’ir í vel ílestum kjördæm- um í fyrri hluta næsta mánaðar, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, sem stofnaður var um helgina. Akveðið hefur verið að stilla upp listum í kjördæmunum og munu stjórnir kjördæmafélaga og uppstillinganefnd gera tillögur að framboðslistum sem síðan verða afgreiddir á almennum félagsfund- um. „Eg geri ráð fyrir að framboðs- málin verði sett í forgang á næstu vikum, að lokið verði við framboðs- listana jafnframt því sem unnið verður úr þeim efnivið sem fundur- inn lagði til í málefnum og öðru,“ sagði Steingrímur. Sagði hann að unnið yrði að undirbúningi kosn- ingabaráttunnar og að framboðslist- ar yrðu komnir fram í vel flestum kjördæmum í byrjun næsta mánað- ar auk þess sem lokið yrði við að vinna úr málefnalegum afrakstri stofnfundarins. Liðið vel saman í lok fundarins lagði Steingrímur áherslu á hvað fundurinn hefði verið ánægjulegur og fjölsóttur. Stein- grímur benti á að fundir væru meira en sú vinna sem þar færi fram. „Þeir eru einnig samvera og hér hefur mönnum liðið vel saman,“ sagði hann. „Myndast hefur kunn- ingsskapur og tengsl sem menn geta síðar byggt á. Þetta hefur ver- ið einstaklega ánægjuleg samvera og það eru ár og dagar síðan ég hef verið á fundi sem mér hefur liðið jafn vel á og ég hef það á tilfinning- unni að öðram finnist það líka.“ Steingrímur lagði áherslu á hversu margt nýtt fólk kom til fund- arins og lýsti því yfir í umræðum að það væri að hefja þátttöku í stjórn- málastarfi í fyrsta sinn á ævinni. Það færði heim sanninn um að flokkurinn væri að fá til liðs við sig margt nýtt fólk sem ekki hefði áður starfað innan stjómmálahreyfinga auk þeirra reyndu baráttujaxla, sem þarna sögðu til sín og kæmu úr að minnsta kosti þremur flokkum, Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Kvennalista. „Það má segja að þetta hafi verið undirstrikað þegar í ljós kom að varaformaður og gjaldkeri nýja flokksins lýstu því yfir að þetta væri í fyrsta sinn sem þau hefðu gerst flokksbundin í stjórnmálaflokki," sagði hann. Steingrímur hvatti menn til að starfa vel þar sem ekki væru nema rétt þrír mánuðir til kosninga. Hann efaðist ekki um að rík þörf væri fyrir hreyfinguna í íslenskum stjómmálum og að um stór slys yrði að ræða bæði fyrir íslensk vinstrist- jórnmál og fyrir framþróun um- hverfismála ef hreyfingunni tækist ekki ætlunarverk sitt en það myndi takast og Vinstirhreyfing - grænt framboð væri komin til að vera í ís- lenskum stjórnmálum. Róttækar þjóðfélags- umbætur I stefnuyfirlýsingu hreyfingar- innar segir meðal annars að hreyf- ingin vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélgasumbótum almenningi til hagsbóta, hefja vemd náttúru og umhverfis til vegs og treysta byggð um allt land. Hreyfingin sé sam- starfsvettvangur og baráttutæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamis- rétti og tryggja jafnrétti og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hreyfingin vilji byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grandvallað á virkri þátttöku almennings og hafni alræði markaðshyggjunnar. Hún vilji varðveita sjálfstæði þjóðarinn- ar og forræði yfir eigin auðlindum, binda enda á vera erlends hers í landinu og aðild að hernaðarbanda- lagi, vernda náttúra og umhverfí landsins og tryggja sjálfbæra þróun samfélagsins. Hreyfingin telur að sígildar áherslur vinstristefnunnar um jöfn- uð og félagslegt réttlæti, róttæk umhverfissjónarmið og kröfur um sjálfbæra þróun eigi og verði að fara saman. Lífskjör og velferð núlifandi kynslóða megi ekki byggja á að náttúrargæðum sé spillt og gengið á rétt þeirra sem á eftir koma. Andlát VALGARÐUR KRISTJÁNSSON VALGARÐUR Krist- jánsson, fyrrverandi borgardómari í Reykjavík, lést á Land- spítalanum föstudaginn 5. febrúar s.l. 81 árs að aldri. Valgarður var fædd- ur 15. apríl 1917 á Ytri- Tjörnum í Öngulsstaða- hreppi í Eyjafirði. Hann var sonur hjónanna Kri- stjáns Helga Benja- mínssonar, bónda og oddvita á Ytri-Tjömum, og Fanneyjar Friðriks- dóttur húsfreyju. Valgarður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941, lauk prófi í lögfræði frá Há- skóla íslands árið 1947 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1960. Valgarður starfaði m.a. sem full- trúi hjá sýslumanni í Snæfells- og Hnappadalssýslu 1947-48, var starfsmaður hjá Almennum trygg- ingum hf. 1948-49 og erindreki Landssambands ísl. útvegsmanna 1949-50. Valgarður var fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Akranesi 1951-61 og stundakennari við Gagn- fræðaskólann á Akranesi og Iðn- skólanum þar á sama tíma. Árið 1961 varð hann starfsmaður á borgarskrifstofum Reykjavíkur og fulltrúi hjá yfirborgardómara árið eftir. Valgarður var settur boi’gardóm- ari árið 1963 og skipað- ur í það embætti 8. mars sama ár. Honum var veitt lausn frá emb- ætti 5. nóv. 1981 og starfaði eftir það sem starfsmaður í þinglýs- ingardeild hjá bæjarfó- getanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu fram til 1989, þegar hann lét af störfum. Valgarður gegndi fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum; hann var m.a. varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Akraness 1954-58 og formaður Lionsklúbbs Akraness 1959-60 og formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur 1965-66. Valgarður kvæntist 1948 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Björg Ivars- dóttur, sjúki’aliða. Börn þeirra era fimm: Sigrán, Arnaldur, ívar, Val- garður og Kristján Fannar. 30 þúsund krónum rænt úr söluturni Þriðja ránið úr söluturni á stuttum tíma HETTUKLÆDDUR maður rændi rámlega 30 þúsund krónum úr sölu- turni við Eddufell um klukkan hálf- átta á sunnudagskvöld. Hann otaði þjöl að 26 ára gamalli afgreiðslu- stúlku og hvarf á brott með ráns- fenginn. Lögreglan leitar mannsins og málið er í rannsókn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Þetta er þriðja ránið í söluturni í Reykjavík á jafnmörgum vikum þar sem afgreiðslustúlkum hefur verið ógnað eða að þeim veist. Búið er að upplýsa eitt þessara ránsmála. Á síðasta ári upplýsti lögreglan sextán af átján ránsmálum, sem tilkynnt vora til hennar og þar af vora sjö mál upplýst í einu eftir hrinu rána. Ungar súlkur einar á vakt eru lítil fyrirstaða Reynsla lögreglunnar sýnir að fréttir af ránum kveikja hugmyndir hjá öðrum um að gera slíkt hið sama og því ítarlegar sem fjallað sé um slík mál, því harðar sé mönnum ýtt út í þann möguleika að ræna sölutuma til að ná sér í fé. Hins vegar orki fréttir af handtökum ræningja letjandi á aðra til að ræna sölutuma. I tveim fyrstu ránunum vora 15 og 17 ára gamlar afgreiðslustúlkur einar á vakt og því telur lögreglan ástæðu til, fyinr verslunareigendur þar sem svipað háttar til, að gera ráðstafanir til að draga úr líkum á að rán sé framið í söluturnum og þess þá heldur þar sem fyrirstaða fyrir ræningja sé sýnilega lítil. „Reynsla okkar sýnir að ef eitt rán er framið og athygli er vakin á því, er mjög líklegt að það endur- taki sig annars staðar," sagði Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn aðspurður hvort búast mætti við hrinu rána í söluturna. Sagði Ómar Smári að störf að kvöld- og næturlagi krefðust ábyrgðar og mikilvægt væri að verslunareigendur veldu til þess fólk sem væri í stakk búið til að axla þá ábyrgð. Listi Sam- fylkingar á Vest- fjörðum FRAMBOÐSLISTI Sam- fylkingarinnar á Vestfjörð- um var kynntur á Hótel ísa- firði sunnudaginn 7. febráar síðastliðinn Listann skipa eftirtaldir: 1. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Reykjavík. 2. Karl V. Matthíasson, sóknar- prestur, Grundarfirði. 3. Sig- ríður Ragnarsdóttir, skóla- stjóri, Isafirði. 4. Guðbrand- ur Stígur Ágústsson, skóla- stjóri, Patreksfirði. 5. Arnlín Óladóttir, vistfræðingur, Bjarnarfirði. 6. Anna Stefan- ía Einarsdóttir, verkakona, Patreksfirði. 7. Gylfi Þ. Gíslason, lögregluþjónn, ísa- firði. 8. Valdís Bára Krist- jánsdóttir, formaður verka- lýðsfélagsins Brynju, Þing- eyri. 9. Bryndís G. Friðgeirs- dóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins, ísafirði. 10. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, oddviti, Reykhólahreppi. Morgunblaðið/Ómar ÁREKSTURINN á Laugaárbrúnni var harður, en fólk slapp við meiðsl. Fólksbill ónýtur eftir árekstur HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bifreiða á einbreiðri brú yf- ir Laugaá, rétt fyrir neðan Geysi í Haukadal á laugardag klukkan 15.24. Sex voru í bifreiðunum og vora fluttir á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og til Reykjavíkur, en meiðsl voru ýmist engin eða minni- háttar. Erlendir ferðamenn á bíla- leigubíl á vesturleið munu hafa blindast af sólinni og rákust á bif- reið Islendinga á bránni, sem talin er ónýt. Þá varð árekstur tveggja bif- reiða rúmri klukkustund áður, eða klukkan 14.20, við Litlu kaffistof- una á laugardag. Ökumenn og far- þegar þurftu ekki aðstoð sjúkraliðs til að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi. í gær, sunnudag, varð árekstur milli tveggja bíla á Selfossi á mótum Engjavegar og Tryggvagötu klukk- an 15.24. Ökumaður fólksbifreiðar, sem ekki virti stöðvunarskyldu lenti á jeppa með þeim afleiðingum að bifreiðin var ekki gangfær á eftir. Meiðsl ökumanna voru ekki telj- andi. Lögreglan á Selfossi hafði þá eft- irlit með þorrablótum í umdæmi sínu um helgina og voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur í tengslum við þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.