Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 24

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ___________ÚR VERINll_______ Loðnan er smá og mjög erfítt að eiga við hana Lehtikuva GORAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, ræðir hér við Snjólaugu Olafsdóttur, skrifstofustjóra Norðurlandaskrifstofu for- sætisráðuneytisins, á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherr- anna í Helsinki í gær. Norðurlandaráð fundar í Finnlandi Island taki þátt í að móta „nor- ræna víddu ESB Helsinki. Morgunblaðið. SÆMILEG loðnuveiði var á miðun- um við Ingólfshöfða um helgina en dræmara fram eftir degi í gær. Undir kvöld glæddist veiðin síðan verulega. Þrátt fyrir að loðnan sé smá og illa gangi að flokka hana hófst frysting fyrir Japansmarkað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. um helgina og stendur enn. Er það eitt af fáum frystihúsum landsins sem hefur byrjað manneldisvinnslu en það er vegna þess að fyrirtækið hefur kaupanda sem getur tekið við ákveðnu magni af smárri loðnu. Flokkast illa Skip Hraðfrystihúss Eskifjarðar lönduðu fyrir og um helgina. Á fóstudagskvöld var byrjað að flokka afla Hólmaborgar og frysting hófst á laugardag. Síðan hefur verið unn- ið á vöktum allan sólarhringinn. „Loðnan er frekar smá og mjög erfitt að eiga við hana fyrir Japans- rnarkað," sagði Benedikt Jóhanns- son frystihússtjóri þegar blaða- menn litu við hjá honum í gær. Ver- ið var að flokka afla Guðrúnar Þor- kelsdóttur og taldi Benedikt að hann myndi duga þar til Jón Kjart- ansson kæmi inn en von var á hon- um í gærkvöldi. Reynt var að flokka loðnuna þannig að 60 til 65 stykki væru í kílóinu. Það þykir of smátt fyrir Japansmarkað en ef reynt er að flokka stærra verður nýtingin svo léleg að varla borgar sig að standa í flokkun og frystingu. Við þetta bætist að karlloðnan er svo smá að eifitt er að flokka hana frá. Fulltrúar japanskra kaupenda eru á staðnum og segir Benedikt að þeir stjórni því algerlega hvað sé fryst. Hraðfrystihús Eskifjarðar er UM 15 loðnuskip voru í gær á mið- unum 15 míiur suðaustur úr Ing- ólfshöfða en veiði var dræm í fyrr- inótt og framan af degi í gær og köstuðu aðeins tvö skip í gærmorg- un og fengu lítinn afla, eða um 200 tonn. Veiði glæddist aftur á móti í gærkvöld og fengu þá mörg skip 400 til 500 tonn í kasti. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, sagði tölvert af loðnu komna vestur undir Ingólfshöfða og héldi sig þar. Líklega færi hún fljótlega að þokast enn vestar. „Við höfum skoðað loðnuna á þessu svæði og mér sýnist hlutfall fjögurra ára Þótt loðnan sé smá er hafín loðnufrysting hjá Hraðfrystihúsi Eski- ----------7------------ fjarðar. I samtölum Helga Bjarnasonar við frystihúsamenn kemur hins vegar fram að þeir eru afar svartsýnir á vertíðina, segjast engin merki sjá um að úr henni rætist. lánsamt að vera í sambandi við kaupendur í Japan sem geta tekið nokkurt magn af smári-i loðnu. Haukur Bjömsson, rekstrarstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að japanski kaupandinn vilji taka við 1.000 til 1.500 tonnum af loðnu, ef hún ekki fæst stærri, annars tæki hann 4.000 til 5.000 tonn. Loðnan er fryst í Elju, sérhæfðri loðnufryst- ingu fyrirtækisins, og tekur það viku til tíu daga að frysta umbeðið magn. Ef allt frystihúsið yrði notað tæki það helmingi skemmri tíma. Svartsýnir á vertíðina Benedikt og Hauki líst illa á ver- tíðina. „Ég held að vertíðin verði svona,“ sagði Benedikt. „Ég sé ekki nein merki þess að þetta batni. Við höfum enga stærri loðnu séð hér á þessari vertíð," sagði Haukur. Svanbjöm Stefánsson, frystihús- stjóri hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- loðnu vera þar um 35% sem er nokkuð hátt miðað við síðustu ár. Þrátt fyrir það eru aðeins um 65 hrygnur í kílói en meðalþyngdin í þessum hluta stofnsins er almennt meiri en var í loðnunni sem fékkst austan við landið,“ sagði Hjálmar. Aðalgeir Bjarnason, skipstjóri á Björgu Jónsdóttur ÞH, sagði í gær að loðnan héldi sig djúpt og lægi al- veg við botninn en lyfti sér þegar rökkvaði. Hann sagðist þeirrar skoðunar að stóra loðnan ætti enn eftir að láta sjá sig á grunnslóð. „Ég held að loðnan sé ekki gengin enn- þá. Þessi loðna sem við höfum séð kaupstað, tók í sama streng, sagðist svartsýnn á vertíðina. Hjá Síldar- vinnslunni var verið að reyna flokk- un í gær en Svanbjöm sagði að það gengi illa að ná þeim stærðum sem kaupandinn vildi. Frystihús sem treysta á loðnuver- tíð verða af miklum tekjum ef ekki rætist úr vertíðinni. Haukur Bjöms- son segir að þetta sé í raun þriðja lé- lega vertíðin í röð., Annars vitum við hér alveg hvað loðnufrysting er áhættusöm og höfum ekki fjárfest of mikið í tækni og höfum afla af okkar eigin skipum sem við getum ráðstaf- að í þetta ef hentar. Gullgrafaraæðið hjá þeim sem hafa lagt allt undir 1 loðnufrystingu byggist hins vegar á góðu vertíðunum 1994 og 1995. Ég tel að þá hafi verið óeðlilegt ástand sem ekki sé unnt að gera ráð fyrir og frekar verði að reikna með vertíðun- um eins og síðan hafa komið,“ sagði Haukui'. Benedikt segir að slæm vertíð komi einnig illa við starfsfólk- ið sem hafi treyst á uppgrip í loðnu- frystingu. Þótt illa gangi að fá frystingar- hæfa loðnu eru loðnubræðslurnar keyrðar með fullum afköstum og þar verða til tekjur, þótt lítið verði um frystingu. Góð veiði er á loðnumiðunum. Frystihússtjóramir í landi bíða nú spenntir eftir því hvort loðnukvótinn verði aukinn, eins og útlit var fyrir fram á vetur. „Sjómennimir segjast sjá mikið af loðnu en við verðum að treysta mati fiskifræðinganna. Þeir töldu í sumar að kvótinn yrði stór. Þeir vita þetta best og hafa ekki minni áhuga en aðrir á að stofninn og þar með kvótinn verði sem stærstur," segir Haukur Bjömsson. núna hefur ekki gengið vestur með landinu, eins og gerist þegar veiðin byrjar fyrir alvöru. Það hlýtur því að ganga meiri loðna upp að land- inu,“ sagði Aðalgeir. Frysting á loðnu hófst í litlum mæli um helgina, enda loðnan enn smá og flokkast illa. Hrognafylling er heldur ekki orðin næg fyrir markaðinn í Japan, þannig að flestir voru að frysta Iítið svona rétt til að stilla vélar og undirbúa sig fyrir meiri átök. Líklega verður lítið sem ekkert af loðnu fryst fyrir markað- inn í Rússlandi, en í fyrra var tölu- vert fryst fyi'ir þann markað. ÞUNGAMIÐJAN í þróun Evrópu- sambandsins (ESB) á eftir að fær- ast norður á bóginn þegar Finnar taka við formennsku sambandsins í júlí en þeir hyggjast leggja mikla áherslu á að þróa hugmyndir um „norræna vídd“ innan sambands- ins, þ.e. að málefni ríkja í norður- hluta Evrópu skipi sérstakan sess við stefnumótun ESB. Að sögn Paavos Lipponens, forsætisráð- herra Finnlands, munu íslending- ar taka þátt í að þróa samstarfs- markmið ESB á norðlægum slóð- um. Finnar hafa boðið íslendingum ásamt fulltrúum annarra Norður- landa, Eystrasaltsríkjanna Póllands og Rússlands á ráðstefnu í nóvem- ber þar sem hugmyndir þeirra um „norræna vídd“ innan Evrópusam- bandsins verða ræddar. Verður sá fundur á vegum utanríkisráðherra allra þessara þjóða og mun undir- búa þær ákvarðanir sem leiðtoga- fundur ESB hyggst taka í desem- ber nk. Áhrif þessarar áherslubreyting- ar ESB voru ræddar í Helsinki í gær á sameiginlegum fundi forsæt- isráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Fundurinn var haldinn í tengslum við tveggja daga sameiginlegt þing Norður- landaráðs og Ráðs Eystrasalts- ríkja. Bein þýðing fyrir Islendinga Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri Norðurlandaskrifstofu for- sætisráðuneytisins, sat fundinn fyr- ir hönd Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra sem forfallaðist vegna veikinda. Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, var einnig fjarver- andi vergna anna. Að sögn Snjólaugar gæti þessi áhugi ESB á norðlægum slóðum haft beina þýðingu fyrir íslendinga þó að þeir eigi ekki aðild að Evrópu- sambandinu. Benti hún einkum á það að Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hefði látið í ljós þá skoðun að tímabært væri að ræða fiskveiði- mál í Norður-Atlantshafi við ESB. Bondevik heimsótti nýlega fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins í Brussel í þeim tilgangi að kanna möguleika ÉES-ríkjanna á að hafa áhrif á framtíðarstefnu sambands- ins. Á fréttamannafundi að loknum viðræðum norrænu forsætisráð- herranna virtist Bondevik mjög bjartsýnn á framtíð viðræðna við Evrópusambandið um fiskveiðar. Hann sagðist vera fullviss um stuðning frá þeim þremur Norður- landaþjóðum sem nú eiga aðild að ESB. Paavo Lipponen, forsætisráð- herra Finna, ítrekaði á frétta- mannafundinum mikilvægi þess að Evrópusambandið hefði samþykkt tillögur Finna um nýja stefnumörk- un á Norðurslóðum. Lagði Lipponen megináherslu á þetta mál jafnt á fundi með forsætisráðherr- um og síðar á fundi Norðurlanda- ráðs og Eystrasaltsráðsins, en Lipponen var frummælandi á þeim fundi. Vaxandi áhugi ESB á þróun mála í Norður-Evrópu ætti að mati finnska forsætisráðherrans að hafa jákvæð áhrif á ýmsa málaflokka. Nefndi Lipponen að hanti hefði einnig rætt þróunarmál á Norður- slóðum við Bandaríkjamenn, eink- um A1 Gore varaforseta. Væri það mat hans að Bandaríkjamenn og Kanadamenn hefðu mikinn áhuga á þróun umhverfis- og menntamála á þeim slóðum. Grundvöllur samstarfs Stefna Evrópusambandsins á norðurslóðum er að mati Lipponens samstarfsgrundvöllur allra þeirra þjóða sem búa í norð- urhluta Evrópu. Sérstaklega þurfi að leggja áherslu á að lífskjaragjá myndist ekki á landamærum Norðurlanda og Rússlands. Nú þegar sé mismunurinn óhugnan- legur: laun finnskra kennara og hjúkrunarfræðinga séu 50 til 70 sinnum hærri en rússneskra starfssystkina þeirra handan landamæranna. Kjell Magne Bondevik tók í sama streng og undirstrikaði að hagur allra væri að Rússum yrði boðin full þátttaka í samstarfinu. Á það myndu Norðmenn reyna að leggja áherslu en þeir gegna nú formennsku í Barenstráðinu og taka um mitt ár við formennsku í Eystrasaltsráðinu. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson LOÐNU landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar í gær. Góð veiði í gærkvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.